Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 1

Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 7. nóvember 2005 — 301. tölublað — 5. árgangur THORSTEN HENN Stækkaði húsið sitt í stað þess að flytja hús fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS 3. til 12. nóvember í FBL 1x9 forsíðukubbur w w w . r o k l a n d . b l o g s p o t . c o m Sá sem ekki horfist í augu við dauðann er lifandi dauður. HILMIR SNÆR GUÐNASON Áhorfandi fékk aðsvif á sýning- unni Ég er mín eigin kona ekki í fyrsta sinn FÓLK 34 KJARAMÁL Kjarasamningum verður að öllum líkindum sagt upp komi stjórnvöld ekki lengra til móts við atvinnurekendur og verka- lýðshreyfinguna, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmda- stjóra Alþýðusambands Íslands. Hann segir viðbrögð yfirvalda við breyttum forsendum kjarasamn- inga mikil vonbrigði. Fjögurra manna nefnd á vegum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins reynir nú að ná saman um viðbrögð við breyttum forsendum kjara- samninga. Komist nefndin ekki að samkomulagi fyrir 15. nóvember verða samningar sendir til stéttar- félaga sem skera úr um hvort þeim verði sagt upp eða ekki. Ágreining- urinn er djúpstæður en bæði ASÍ og SA telja vand- ann að miklu leyti snúa að ríkinu. „Ríkið á að koma myndarlega að þessari endur- skoðun, enda er talsvert af því sem bregð- ur út af í sam- skiptum okkar við atvinnu- rekendur klár- lega afleiðing af þeirri efna- hagsstefnu sem hefur verið rekin,“ segir Gylfi. Verkalýðsforystan hefur lagt fram nokkrar kröfur á hendur rík- inu og segir Gylfi að SA hafi tekið undir þær að mestu leyti. ASÍ vill í fyrsta lagi að ríkið axli hluta af örorkubyrði lífeyrissjóðanna, sem hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Því höfum við þurft að mæta með skerðingu réttinda félagsmanna okkar. Lífeyrissjóðir á vegum rík- isins, alþingismanna eða ráðherra njóta hins vegar ríkisábyrgðar og félagar í þeim halda því sínu á okkar kostnað.“ Þá fer ASÍ fram á að í tengslum við breytingar á atvinnuleysistryggingasjóði verði teknar upp tekjutengdar atvinnu- leysisbætur. Gylfi segir einnig brýnt að ríkið auki fjárframlög til fullorðins- fræðslu á almennum markaði. Gylfi segist hafa gert sér nokkrar vænt- ingar til stjórnvalda í ljósi þess hversu vel þau hafi tekið í þá kröfu að setja lög um starfsmannaleigur. Á fundi í síðustu viku hafi þau hins vegar sýnt lítinn áhuga á að verða við óskum ASÍ. „Það er ekki laun- ungarmál að viðbrögð stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar örorku- byrðarnar og atvinnuleysistrygg- ingasjóð, eru vægast sagt vonbrigði og gefa ekki tilefni til bjartsýni. Að óbreyttu sé ég ekki fram á annað en við munum senn fara að undir- búa uppsögn samninga.“ Ekki náðist í Árna Mathiesen fjármálaráðherra. - bs GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir ríkið eiga að koma myndarlega að endurskoðun kjara- samninga. Viðbrögð ríkisins vonbrigði Kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands verður líklega sagt upp sýni stjórn- völd ekki meiri vilja í aðkomu sinni að endurskoðun þeirra, segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir þetta mikil vonbrigði því stjórnvöld beri ábyrgð á brostnum forsendum samninga. Með æskuvinum á Akureyri Þorvaldur Þorsteins- son rithöfundur og myndlistarmaður er 45 ára í dag. TÍMAMÓT 18 Loksins tapaði Chelsea Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar liðið heimsótti Manchester United. Þetta var fyrsta tap Chelsea í fjörutíu leikjum í úrvals- deildinni. Darren Fletcher skoraði eina mark leiksins. ÍÞRÓTTIR 28 FJÖLMIÐLAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir að frumvarp um eign- arhald á fjölmiðlum verði ekki lagt fram á þessu ári. Mikið verk sé enn óunnið. Frumvarpið styðjist við fjölmiðlaskýrsluna frá síðastliðnu vori. Auk þess verði haft samráð við alla flokka um frumvarpið í upphafi næsta árs. Þorgerður Katrín kveðst aftur á móti leggja áherslu á að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið frá Alþingi fyrir jól. Unnið sé af full- um krafti við samningu þess, en sem kunnugt er lagði hún fram frumvarp um Ríkisútvarpið á síð- asta þingi. Athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um fyrirhugaðar breytingar á eignar- formi RÚV og margvíslegar aðrar athugasemdir bárust við fyrstu gerð frumvarpsins. Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir að í menntamálanefnd bóli ekkert á gögnum frá menntamálaráðherra vegna athugasemda sem borist hafi frá Evrópustofnunum vegna rekstrarbreytinga á RÚV. Hann segir vandséð að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir jól. - jh ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Leggur ekki fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á þessu ári. Ekkert fjölmiðlafrumvarp afgreitt á þessu ári segir menntamálaráðherra: Frumvarp um RÚV fyrir jól KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau hefðu leitað eftir aðstoð sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO) við að rannsaka þrjú tilfelli þar sem grunur er um fuglaflensusýkingar í mönnum. Japansstjórn tilkynnti jafn- framt að hún íhugaði að veita and- virði 157 milljóna króna til stofn- unarinnar til að hjálpa fátækari ríkjum að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensunnar og öðrum far- sjúkdómum. Ekkert tilfelli fuglaflensusýk- ingar í mönnum hefur hingað til verið staðfest í Kína en grunur leikur á að dauða tólf ára gam- allar stúlku í síðasta mánuði megi rekja til hennar. Örsök andláts hennar hefur ekki fengist stað- fest. Kínastjórn hefur fyrirskip- að eyðingu hundraða þúsunda alifuga í héruðum í norðurhluta landsins þar sem skæðasta afbrigðis fuglaflensu, H5N1, hefur orðið vart. ■ Fuglaflensufaraldurinn: Kína leitar aðstoðar WHO Íslendingar undir áhrifum Sálin hans Jóns míns tryllti landa sína á vel heppnuðu sveitaballi í Kaupmannahöfn. FÓLK 24 Framferði Landsvirkjunar „Stjórnendur Landsvirkjunar virðast starfa eftir þeirri hugmynd að fyrir- tækið sé nokkurs konar þjóðkirkja,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 BARÁTTA VIÐ BRENNUVARGA Franskur slökkviliðsmaður berst við að slökkva í brennandi bíl í blokkahverfi í Les Mureaux-hverfinu norð- vestur af París í fyrrinótt. Alls voru um 1.300 bílar brenndir þessa nótt í úthverfum Parísar og fleiri stærri borga Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞAÐ VERÐUR FREMUR hæg austlæg átt í fyrstu en bætir í vind eftir því sem líður á daginn. Strekkingur víða með kvöldinu og slydda nokkuð víða. VEÐUR 4 � � � �

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.