Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 07.11.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 7. nóvember 2005 — 301. tölublað — 5. árgangur THORSTEN HENN Stækkaði húsið sitt í stað þess að flytja hús fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS 3. til 12. nóvember í FBL 1x9 forsíðukubbur w w w . r o k l a n d . b l o g s p o t . c o m Sá sem ekki horfist í augu við dauðann er lifandi dauður. HILMIR SNÆR GUÐNASON Áhorfandi fékk aðsvif á sýning- unni Ég er mín eigin kona ekki í fyrsta sinn FÓLK 34 KJARAMÁL Kjarasamningum verður að öllum líkindum sagt upp komi stjórnvöld ekki lengra til móts við atvinnurekendur og verka- lýðshreyfinguna, að mati Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmda- stjóra Alþýðusambands Íslands. Hann segir viðbrögð yfirvalda við breyttum forsendum kjarasamn- inga mikil vonbrigði. Fjögurra manna nefnd á vegum ASÍ og Samtaka atvinnulífsins reynir nú að ná saman um viðbrögð við breyttum forsendum kjara- samninga. Komist nefndin ekki að samkomulagi fyrir 15. nóvember verða samningar sendir til stéttar- félaga sem skera úr um hvort þeim verði sagt upp eða ekki. Ágreining- urinn er djúpstæður en bæði ASÍ og SA telja vand- ann að miklu leyti snúa að ríkinu. „Ríkið á að koma myndarlega að þessari endur- skoðun, enda er talsvert af því sem bregð- ur út af í sam- skiptum okkar við atvinnu- rekendur klár- lega afleiðing af þeirri efna- hagsstefnu sem hefur verið rekin,“ segir Gylfi. Verkalýðsforystan hefur lagt fram nokkrar kröfur á hendur rík- inu og segir Gylfi að SA hafi tekið undir þær að mestu leyti. ASÍ vill í fyrsta lagi að ríkið axli hluta af örorkubyrði lífeyrissjóðanna, sem hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Því höfum við þurft að mæta með skerðingu réttinda félagsmanna okkar. Lífeyrissjóðir á vegum rík- isins, alþingismanna eða ráðherra njóta hins vegar ríkisábyrgðar og félagar í þeim halda því sínu á okkar kostnað.“ Þá fer ASÍ fram á að í tengslum við breytingar á atvinnuleysistryggingasjóði verði teknar upp tekjutengdar atvinnu- leysisbætur. Gylfi segir einnig brýnt að ríkið auki fjárframlög til fullorðins- fræðslu á almennum markaði. Gylfi segist hafa gert sér nokkrar vænt- ingar til stjórnvalda í ljósi þess hversu vel þau hafi tekið í þá kröfu að setja lög um starfsmannaleigur. Á fundi í síðustu viku hafi þau hins vegar sýnt lítinn áhuga á að verða við óskum ASÍ. „Það er ekki laun- ungarmál að viðbrögð stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar örorku- byrðarnar og atvinnuleysistrygg- ingasjóð, eru vægast sagt vonbrigði og gefa ekki tilefni til bjartsýni. Að óbreyttu sé ég ekki fram á annað en við munum senn fara að undir- búa uppsögn samninga.“ Ekki náðist í Árna Mathiesen fjármálaráðherra. - bs GYLFI ARNBJÖRNSSON Segir ríkið eiga að koma myndarlega að endurskoðun kjara- samninga. Viðbrögð ríkisins vonbrigði Kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands verður líklega sagt upp sýni stjórn- völd ekki meiri vilja í aðkomu sinni að endurskoðun þeirra, segir framkvæmdastjóri ASÍ. Hann segir þetta mikil vonbrigði því stjórnvöld beri ábyrgð á brostnum forsendum samninga. Með æskuvinum á Akureyri Þorvaldur Þorsteins- son rithöfundur og myndlistarmaður er 45 ára í dag. TÍMAMÓT 18 Loksins tapaði Chelsea Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar liðið heimsótti Manchester United. Þetta var fyrsta tap Chelsea í fjörutíu leikjum í úrvals- deildinni. Darren Fletcher skoraði eina mark leiksins. ÍÞRÓTTIR 28 FJÖLMIÐLAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir að frumvarp um eign- arhald á fjölmiðlum verði ekki lagt fram á þessu ári. Mikið verk sé enn óunnið. Frumvarpið styðjist við fjölmiðlaskýrsluna frá síðastliðnu vori. Auk þess verði haft samráð við alla flokka um frumvarpið í upphafi næsta árs. Þorgerður Katrín kveðst aftur á móti leggja áherslu á að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið frá Alþingi fyrir jól. Unnið sé af full- um krafti við samningu þess, en sem kunnugt er lagði hún fram frumvarp um Ríkisútvarpið á síð- asta þingi. Athugasemdir bárust frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um fyrirhugaðar breytingar á eignar- formi RÚV og margvíslegar aðrar athugasemdir bárust við fyrstu gerð frumvarpsins. Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir að í menntamálanefnd bóli ekkert á gögnum frá menntamálaráðherra vegna athugasemda sem borist hafi frá Evrópustofnunum vegna rekstrarbreytinga á RÚV. Hann segir vandséð að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir jól. - jh ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Leggur ekki fram frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á þessu ári. Ekkert fjölmiðlafrumvarp afgreitt á þessu ári segir menntamálaráðherra: Frumvarp um RÚV fyrir jól KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld greindu frá því í gær að þau hefðu leitað eftir aðstoð sérfræðinga Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO) við að rannsaka þrjú tilfelli þar sem grunur er um fuglaflensusýkingar í mönnum. Japansstjórn tilkynnti jafn- framt að hún íhugaði að veita and- virði 157 milljóna króna til stofn- unarinnar til að hjálpa fátækari ríkjum að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensunnar og öðrum far- sjúkdómum. Ekkert tilfelli fuglaflensusýk- ingar í mönnum hefur hingað til verið staðfest í Kína en grunur leikur á að dauða tólf ára gam- allar stúlku í síðasta mánuði megi rekja til hennar. Örsök andláts hennar hefur ekki fengist stað- fest. Kínastjórn hefur fyrirskip- að eyðingu hundraða þúsunda alifuga í héruðum í norðurhluta landsins þar sem skæðasta afbrigðis fuglaflensu, H5N1, hefur orðið vart. ■ Fuglaflensufaraldurinn: Kína leitar aðstoðar WHO Íslendingar undir áhrifum Sálin hans Jóns míns tryllti landa sína á vel heppnuðu sveitaballi í Kaupmannahöfn. FÓLK 24 Framferði Landsvirkjunar „Stjórnendur Landsvirkjunar virðast starfa eftir þeirri hugmynd að fyrir- tækið sé nokkurs konar þjóðkirkja,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 BARÁTTA VIÐ BRENNUVARGA Franskur slökkviliðsmaður berst við að slökkva í brennandi bíl í blokkahverfi í Les Mureaux-hverfinu norð- vestur af París í fyrrinótt. Alls voru um 1.300 bílar brenndir þessa nótt í úthverfum Parísar og fleiri stærri borga Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞAÐ VERÐUR FREMUR hæg austlæg átt í fyrstu en bætir í vind eftir því sem líður á daginn. Strekkingur víða með kvöldinu og slydda nokkuð víða. VEÐUR 4 � � � �
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.