Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 81
MÁNUDAGUR 7. nóvember 2005 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Föstudagur NÓVEMBER � � LEIKIR c 19.00 ÍS og ÍR mætast í Poweradebikar kvenna. � � SJÓNVARP c 16.10 Ensku mörkin á Rúv. c 17.30 PGA á Sýn. Bein útsending. c 20.30 Ítölsku mörkin á Sýn c 21.00 Ensku mörkin á Sýn c 21.30 Spænsku mörkin á Sýn c 22.00 Olíssport á Sýn c 23.50 Ensku mörkin á Rúv. BBC fréttastofan hélt því fram í gær að Graham Rix yrði næsti stjóri skoska knattspyrnufélagsins Hearts, sem Hjálmar Þórarinsson leikur með, og á að tilkynna um ráðning- una í vikunni að því er BBC segir. Rix tekur við starfinu af George Burley sem sagði starfi sínu lausu, sem og fleiri hæstráðendur, sökum afskipta eigandans, Vladimir Romanov. Rix var aðstoðarmaður Gianluca Vialli með Chelsea og stýrði síðar Ports- mouth. Hann átti að leika á Ian Rush- mótinu um helgina en forfallaðist þar sem hann var augljóslega í samninga- viðræðum við Hearts. Handknattleikslið HK hefur fengið 27 ára örvhenta rússneska skyttu, Maksim Shalimov að nafni, til reynslu. Honum er ætlað að leysa Tomas Eitutis af hólmi sem er meiddur og getur ekki leikið fyrr en í febrúar. Shalimov var rússneskur meistari fyrir fjórum árum síðan en hefur síðan leikið á Spáni og í Slóvakíu að því er fram kemur á heimasíðu HK. Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, hefur útilokað að hann muni nokkurn tíma leika fyrir Manchest- er United og í raun á hann ekki von á því að leika aftur í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er mjög hamingjusamur hjá Juventus og það er enginn sannleikur í þeim sögum að ég sé aftur á leið til Englands og hvað þá til Man. Utd.,“ sagði Vieira, sem var seldur á tæpar fjórtán milljónir punda í sumar. David Moyes, stjóri Everton, hefur mikinn áhuga á því að kaupa danska tröllið Thomas Gravesen aftur til félagsins þegar leikmann- amarkaðurinn opnast á ný í janúar. Gravesen var seldur til Real Madrid í fyrra en honum hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá félaginu og er líklega til sölu eftir ára- mót. Gravesen fór á kostum hjá Everton áður en hann var seldur og margir stuðningsmenn félagsins myndu fagna endurkomu hans. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, virðist ekki kunna að hætta að rífast því hann er enn að bauna á Arsene Wenger, stjóra Arsenal, þó flest benti til þess að þeir væru búnir að leggja niður vopnin. „Arsene virðist ekki geta sætt sig við þá staðreynd að líf hans hefur breyst,“ segir Mourinho í vikulegum pistli sínum í portúgölsku dagblaði. „Hann er frábær þjálfari en verður að átta sig á stað- reyndum ef hann ætlar að rífa liðið sitt upp á ný. Það er örugglega ekki auðvelt en menn verða að einbeita sér að vinn- unni og hætta að skipta sér af því hvað sé að gerast hjá öðrum liðum.“ Breski boxarinn Amir Khan vann auð-veldan sigur á Steve Gethin í þrem lotum um helgina. Eftir tíu sekúndur var Gethin í vanda sem hann komst aldrei úr. Khan ætlar að berjast næst 10. desember en ekki er búið að velja and- stæðing fyrir þessa 18 ára stjörnu sem hefur fengið frekar auðvelda bardaga í byrjun atvinnumannaferils síns. ÚR SPORTINU HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tíu mörk, þar af sjö úr vítum, fyrir félag sitt, Minden, er það lagði Concordia Delitzsch, 38-26, í þýsku úrvals- deildinni í gær. Minden er í fjór- tánda sæti deild- arinnar eftir leikinn. Kronau/Östringen vann síðan sigur á Wetzlar, 28-26, en Róbert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar í leiknum - hbg Þýski handboltinn: Snorri skoraði tíu mörk SNORRI STEINN Kominn á ról eftir meiðsli. GOLF „Mér leið vel á meðan ég var að spila og það skiptir kylfinga allt- af miklu máli. Það var síðan ánægju- auki að ná að setja met með þessum sigri,“ sagðir Annika Sörenstam eftir að hún hafi sigrað á golfmót- inu í Shiga í Japan í fimmta skiptið í röð, en engum öðrum atvinnukylf- ingi hefur áður tekist að vinna á stórmóti fimm sinnum í röð. Hin sænska Sörenstam lék af miklu öryggi á mótinu og lék á 21 höggi undir pari vallarins. Jenni- fer Rosales frá Filippseyjum varð önnur en hún endaði þremur högg- um á eftir Sörenstam. Sörenstam er ákveðin í því að halda áfram að bæta sig sem kylf- ingur. „Þessi árangur er líklega sá magnaðasti á mínum ferli. Þó ég segi sjálf frá, þá finnst mér þetta sýna hversu langt ég er búin að ná í golfinu. Nú er það bara undir mér komið að halda mér í fremstu röð á næstu árum.“ - mh Sörenstam vann stórmótið í Shiga fimmta árið í röð: Glæsilegt met Sörenstam ANNIKA SÖRENSTAM FAGN- AR SIGRINUM Sörenstam lék af miklu öryggi í Shiga um helgina og sýndi að hún er fremsti kvenkyns kylfingur sem uppi hefur verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.