Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 70

Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 70
SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 33,3%Nei SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Þarf að taka til í geymslunni þinni? Ætlarðu í stórframkvæmdir fyrir jólin? 66,7%Já DRAUMAHÚSIÐ MITT MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Hundavænt með heitum pottiÍsaksskóli er um 1.800fermetrar að stærð. Hann er byggður í tvennu lagi. Eldri hlutinn er frá 1955. Húsameistari þess húss var Indriði Ní- elsson. Það hús var um margt mjög sérstakt. Til dæmis var strax í upp- hafi settur í það innan- hússími og einnig hátal- arakerfi þannig að skóla- stjórinn Ísak Jónsson gat ávarpað nemendur eða spilað fyrir þá af skrif- stofunni. Nýrri hlutinn var vígður 1990 og það var dr. Maggi Jónsson sem teiknaði það hús. Rýmið í nýbyggingunni veitti aðstöðu til mun fjölbreyttara skólastarfs en áður að sögn Eddu Huldar Sig- urðardóttur skólastjóra. Þar er til dæmis mjög góður salur sem nýtist bæði vinnu nemenda og til sýninga eða tónleikahalds af ýmsu tagi. ÍSAKSSKÓLI ? Margrét Pétursdóttir leikari myndi vilja eiga stórt hús niðri í bæ. „Draumahúsið mitt er með fallegu útsýni og fallegum garði sem hægt er að ganga beint út í úr húsinu. Þetta er stórt og fallegt einbýl- ishús en samt alveg niðri í bæ. Húsið er ofsalega bjart og það hreinsar sig sjálft. Þar er nóg pláss,“ segir Margrét og sonur hennar Tryggvi Geir bætir við: „Með sér garðhúsi fyrir mig.“ Mamma hans gef- ur nú ekki mikið fyrir það í bili en segist myndi vilja hafa séríbúð í húsinu: „Þar sem amma hans Tryggva byggi svo hann gæti alltaf farið í pönnukök- ur. Svo ætti systir mín heima rétt hjá.“ Margrét vildi auk þess hafa stóran garð. „Garðurinn er hunda- vænn og með fallegum trjám og heitum potti.“ Og einhvern tíma seinna garðhúsi fyrir Tryggva Geir. Fasteigna- gjöldin hækka Fasteignaverð hefur hækkað mun meira en laun að undan- förnu. Því hafa fasteigna- skattar líka hækkað langt umfram ráðstöfunartekjur al- mennings. Á síðustu fimm árum hefur fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað sextíu prósent umfram launahækkanir. Fasteignagjöld hækka í sama hlutfalli og fast- eignaverðið. Því er gert ráð fyrir að helmingur þeirrar kaupmáttar- aukningar sem spáð er á þessu ári fari í að standa undir hækkuðum fasteignasköttum. Enda þótt mikil eignamyndun hafi átt sér stað á þessum tíma innleysir fólk ekki þann hagnað nema í fáum tilfell- um. Greiðslubyrði vegna fasteigna- gjalda hefur því aukist gríðarlega sem hlutfall af tekjum. Margrét er hundaeigandi svo húsið yrði að sjálfsögðu búið með tilliti til þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 17/9- 22/9 202 23/9- 29/9 199 30/9- 6/10 181 7/10- 13/10 210 14/10- 20/10 158 21/10- 27/10 194 52 Bak efni lesið 6.11.2005 16:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.