Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 2
2 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
Dreamweaver MX 2004
Dreamweaver er eitt vinsælasta vefsmíða-
forrit á markaðnum í dag enda bæði
fjölbreytt og afar einfalt í notkun. Á þessu
námskeiði verður farið í helstu grunnatriði
Dreamweaver og hvernig má nota það til
að búa til vefsíður og halda þeim við.
Einnig verður kennd notkun margmiðlunar-
efnis og javascript til að krydda vefsíður
ásamt faglegri uppsetningu skráa á vefsvæði.
Í lok námskeiðsins búa nemendur til full-
kláraðan vef og læra hvernig á að setja vefsíður inn á Netið. Sjá nánari
lýsingu á heimasíðu skólans.
Lengd námskeiðs 31 kennslustund. Kennt er mánudags- og
miðvikudagskvöld frá kl 17:30 - 21:00. Hefst 14. nóv. og lýkur 30. nóv.
Verð kr. 29.000,- (Kennslubók innifalin)
V E F S M Í Ð I
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
LÖGREGLUMÁL Tveir menn stöðv-
uðu pítsusendil sem var akandi
í Árbænum um klukkan þrjú
aðfaranótt sunnudags og réðust
á hann. Meiðsl hans eru þó ekki
mikil og þurfti hann ekki að leita
læknisaðstoðar. Árásarmennirn-
ir unnu einnig skemmdir á bif-
reið sendilsins.
Að sögn lögreglunar í Reykja-
vík var ekki um rán að ræða og
er alls óvíst að árásarmennirnir
tveir hafi vitað að ökumaðurinn
væri pitsasendill. Lögreglunni er
því hulið hvað þeim gekk til með
árásinni. Árásarmennirnir hafa
ekki náðst en málið er í rann-
sókn.
Lögreglan í Reykjavík segir
að talsvert hafi dregið úr því að
pítsusendlar verði fyrir árásum
en það var nokkuð algengt fyrir
nokkrum árum.
Líkamsárás í Reykjavík:
Ráðist á
pitsusendil
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
SPURNING DAGSINS
Eggert, á einkabíllinn fáa
vini?
„Allir frambjóðendur tóku málstað
einkabílsins upp á sína arma svo hann
á marga og góða vini.“
Eggert Páll Ólason, formaður samtakanna
Vinir einkabílsins, bauð sig fram í sjöunda
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
en hafnaði í því tuttugusta.
DÓMSMÁL Krafa Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar prófessors
um að dómi breskra dómstóla yfir
honum verði vísað frá verður tekin
fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag.
Jón Ólafsson
a t h a f n a m a ð u r
höfðaði einkamál
á hendur Hannesi
Hólmsteini í Bret-
landi eftir að sá
síðarnefndi vísaði á
vefsíðu sinni í orð-
róm þess efnis að
Jón hefði komist í
álnir með vafasöm-
um hætti. Breskur
dómstóll úrskurð-
aði að Hannes Hólmsteinn hefði
gerst sekur um meiðyrði og skyldi
greiða Jóni andvirði tólf millj-
óna króna. Hannes vill að málinu
verði vísað frá á þeirri forsendu að
breskir dómstólar hafi ekki lögsögu
á Íslandi og hefst munnlegur mál-
flutningur í málinu í dag. - bs
Hannes Hólmsteinn:
Frávísun tekin
fyrir í dag
HANNES
HÓLMSTEINN Var
fundinn sekur
um meiðyrði
af breskum
dómstól.
NOREGUR Konu sem ætlaði á sal-
ernið á heimili sínu í Björgvin
brá illilega þegar hún fann 75
sentimetra langa eðlu svamlandi
um í salernisskálinni.
Þriggja ára sonur konunnar
þusti inn á baðherbergið eftir að
hafa heyrt óp móður sinnar og sá
hvers kyns var. „Þetta var óhugn-
anleg upplifun,“ sagði hann við
blaðamann Bergenavisen.
Úrskurður dýrafræðings um
að eðlan nærðist einkum á kjöti
varð ekki til að róa konuna. Hún
hrósar þó eflaust happi yfir að
hafa ekki verið sest á skálina og
fundið eðluna læsa í sig tönnun-
um.
Eðlur af þessari tegund geta
haldið niðri í sér andanum í hálfa
klukkustund og því gat þessi synt
upp í klósettið. ■
Óhugnanlegur fundur:
Lifandi eðla
í klósettinu
NIÐURSTAÐA PRÓFKJÖRS SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í REYKJAVÍK 4.-5. NÓVEMBER
FRAMBJÓÐANDI 1. SÆTI ALLS 2. SÆTI ALLS 3. SÆTI ALLS 4. SÆTI ALLS 5. SÆTI ALLS 6. SÆTI ALLS 7. SÆTI ALLS 8. SÆTI ALLS 9. SÆTI ALLS
1 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 6424 6424 742 7166 676 7842 278 8120 230 8350 215 8565 168 8733 238 8971 316 9287
2 Hanna Birna Kristjánsdóttir 102 102 6290 6392 1394 7786 734 8520 424 8944 409 9353 295 9648 272 9920 222 10142
3 Gísli Marteinn Baldursson 5193 5193 732 5925 769 6694 405 7099 319 7418 306 7724 259 7983 265 8248 416 8664
4 Kjartan Magnússon 7 7 178 185 5067 5252 1012 6264 876 7140 668 7808 560 8368 572 8940 413 9353
5 Júlíus Vífill Ingvarsson 130 130 2924 3054 1334 4388 859 5247 696 5943 641 6584 528 7112 515 7627 444 8071
6 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 10 10 232 242 686 928 3809 4737 937 5674 955 6629 732 7361 680 8041 557 8598
7 Jórunn Frímannsdóttir 5 5 124 129 489 618 2368 2986 1054 4040 1300 5340 1082 6422 1001 7423 844 8267
8 Sif Sigfúsdóttir 5 5 109 114 272 386 451 837 1042 1879 1344 3223 1314 4537 1186 5723 984 6707
9 Bolli Thoroddsen 4 4 112 116 245 361 411 772 2317 3089 777 3866 794 4660 692 5352 748 6100
10 Marta Guðjónsdóttir 5 5 80 85 170 255 337 592 431 1023 1571 2594 815 3409 1001 4410 917 5327
11 Ragnar Sær Ragnarsson 3 3 41 44 113 157 170 327 1101 1428 585 2013 554 2567 583 3150 569 3719
12 Kristján Guðmundsson 4 4 16 20 93 113 168 281 760 1041 458 1499 544 2043 662 2705 762 3467
13 Björn Gíslason 3 3 26 29 83 112 113 225 169 394 308 702 1090 1792 540 2332 565 2897
14 Jóhann Páll Símonarson 4 4 41 45 65 110 68 178 126 304 192 496 266 762 372 1134 957 2091
15 Örn Sigurðsson 5 5 41 46 94 140 131 271 342 613 273 886 253 1139 348 1487 336 1823
16 Davíð Ólafur Ingimarsson 2 2 59 61 44 105 92 197 137 334 205 539 546 1085 363 1448 370 1818
17 Gústaf Adolf Níelsson 1 1 38 39 31 70 69 139 72 211 104 315 117 432 983 1415 225 1640
18 Loftur Már Sigurðsson 2 2 40 42 48 90 51 141 99 240 635 875 197 1072 256 1328 306 1634
19 Birgir Þór Bragason 1 1 15 16 63 79 105 184 275 459 212 671 257 928 289 1217 371 1588
20 Eggert Páll Ólason 4 4 25 29 42 71 54 125 109 234 183 417 632 1049 234 1283 276 1559
21 Benedikt Geirsson 1 1 16 17 47 64 86 150 106 256 159 415 469 884 304 1188 296 1484
22 Steinn Kárason 2 2 26 28 44 72 74 146 168 314 248 562 203 765 295 1060 328 1388
23 Gunnar Dofri Ólafsson 1 1 8 9 21 30 47 77 45 122 63 185 94 279 143 422 577 999
24 Guðni Þór Jónsson 2 2 5 7 30 37 28 65 85 150 109 259 151 410 126 536 121 657
PRÓFKJÖR „Stóra verkefnið núna er
auðvitað kosningarnar í vor,“ segir
Geir Haarde, formaður Sjálfstæðis-
flokksins. „Þarna er mjög sigur-
stranglegur listi þar sem saman fara
bæði fólk með reynslu og svo nýtt
fólk,“ segir Geir. Hann lýsir yfir
ánægju sinni yfir því að flokkur sinn
þurfi ekki á fléttulistum að halda til
að tryggja kjörgengi kvenna.
Svandís Svavarsdóttir, sem situr
efst á lista Vinstri grænna, er ekki
jafn ánægð með framgang kvenna
innan Sjálfstæðisflokks. „Ef við
horfum á fimm efstu sætin sjáum
við bara Hönnu Birnu, enda þótt
þetta hafi verið góður sigur fyrir
hana,“ segir Svandís. Hún fagnar
því að prófkjörinu sé lokið og að nú
sé vitað við hvern sé að kljást. „Þetta
var meiri peningaaustur en maður
hefur áður séð í kringum kosningu
á einstaklingum,“ segir Svandís.
Steinunn Valdís Óskarsdótt-
ir borgarstjóri segir úrslitin að
mörgu leyti hafa verið fyrirsjáan-
leg. „Ég tel Vilhjálm vel að þessu
kominn. Hann er gamall refur í
þessum bransa,“ segir Steinunn og
bætir við að hún vilji að það bíði
betri tíma að fara í rökræður við
Vilhjálm. Þetta sé hans helgi og
slagsmálin fái að bíða.
Stefán Jón Hafstein kveður
nokkru fastar að orði í yfirlýs-
ingu sem hann sendi frá sér í gær.
„Fjórtán ára forystukreppa D-list-
ans í Reykjavík er komin á byrjun-
arreit.“ Stefán segir að Vilhjálmur
fái aðeins einn hveitibrauðsdag.
„Núna mætast gamla íhaldið og ný
frjálslynd jafnaðarmannastefna
sem ég verð fulltrúi fyrir,“ segir
Stefán Jón.
„Ég held að sjálfstæðismenn
séu tiltölulega heppnir með niður-
stöðu þessa prókjörs,“ segir Alfreð
Þorsteinsson, borgarfulltrúi
Framsóknarflokksins. Hann segir
að þótt vel hafi til tekist þýði það
ekki endilega að flokkurinn muni
ná meirihluta í kosningunum.
„Ef sú staða kemur upp eftir
kosningar í vor að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái sjö fulltrúa og
frjálslyndir nái inn manni tel ég
góðar líkur á að Vilhjálmur geti
átt gott samstarf við Frjálslynda,“
segir Ólafur F. Magnússon, Frjáls-
lynda flokknum. Hann kveður
Vilhjálm vera yfirburðamann í
borgarstjórnarflokki sjálfstæðis-
manna.
saj@frettabladid.is
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON ÞEGAR ÚRSLIT NÁLGUÐUST Vilhjálmi var fagnað af
stuðningsmönnum með útréttar hendur þegar ljóst var hvert stefndi á laugardagskvöldið.
Fjölmiðlar fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hveitibrauðsdagur
Vilhjálms liðinn
Geir Haarde segir lista Sjálfstæðisflokks sigurstranglegan og vill virkja nýja
flokksmenn. Stefán Jón Hafstein segir Vilhjálm fá einn hveitibrauðsdag. Stefán
vill leiða jafnaðarstefnu gegn íhaldi á meðan frjálslyndir biðla til samstarfs.
PRÓFKJÖR „Auglýsingin er alveg
klárlega í nafni stuðningsmanna
minna en ekki í nafni Samfylk-
ingarinnar,“ segir Stefán Jón
Hafstein, borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar, um auglýsingu sem
hann birtir nú í fjölmiðlum. Stefán
leitast eftir því að verða efstur á
lista Samfylkingarinnar í borgar-
stjórnarkosningum í vor og birtir
nú auglýsingar í þeim tilgangi, en
rúmir tveir mánuðir eru til próf-
kjörs.
Athygli vekur að auglýsingin
er merkt Samfylkingunni. Stef-
án segir það hafa verið álitamál
hvort merkja ætti auglýsinguna
eða ekki. „Þegar ég horfði á aug-
lýsinguna án merkisins þótti mér
þetta líta út eins og einkasprikl
þannig að mér fannst betra að
hafa merkið með,“ segir Stefán
spurður um réttmæti þess að nota
merki flokksins á þennan hátt.
Stefán bendir á að bæði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir og Össur
Skarphéðinsson hafi notað merki
Samfylkingarinnar á þennan hátt
í formannsslagnum fyrir lands-
fundinn síðastliðið vor.
„Mér þótti að athuguðu máli
réttara að merki flokks míns
kæmi fram því að ég auðvitað
stend fyrir hann og mun taka þátt
í prófkjöri með honum,“ segir
Stefán Jón.
- saj
Stefán Jón birtir heilsíðuauglýsingar og vill ná efsta sæti í prófkjöri:
Notar merki Samfylkingar
STEFÁN JÓN HAFSTEIN Stefán
Jón hefur hafið auglýsingar
og vonast til þess að ná fyrsta
sæti á lista Samfylkingar í
prókjöri á nýju ári. FRÉTTABLAÐ-
IÐ/RÓBERT