Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 6
6 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
������
�����
��
���������
��������
���
��������
DÓMSMÁL 28 ára manni var ekki
gerð refsing fyrir að berja drukk-
inn mann á fertugsaldri í andlitið.
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms
Reykjavíkur. Eldri maðurinn
hafði veist að þeim yngri aðfara-
nótt sunnudags um miðjan ágúst.
Sá sem barinn var hlaut glóðar-
auga á vinstra auga og tvo skurði í
andlitið sem sauma þurfti saman.
Sá yngri bar að hann hefði
verið á tali við félaga sína þegar
sá eldri hefði veist að þeim með
ógnandi tilburðum, meðal annars
rifið sig úr jakkanum. Hann hefði
óttast árás og orðið fyrri til að
kýla.
Héraðsdómur Reykjavíkur
segir ákvæði um nauðvörn ekki
eiga við, en ljóst að sá eldri hafi
verið ógnandi. Þar sem yngri mað-
urinn hefur ekki áður gerst sekur
um refsiverða háttsemi var honum
því ekki gerð refsing að þessu
sinni. Hann þarf að greiða 102.425
krónur í málskostnað. - óká
Slagsmál í miðbænum:
Fórnarlambið
átti upptökin
PRÓFKJÖR „Ég er ákaflega ánægður
með að fá sjálfur um níutíu pró-
sent af gildum atkvæðum í fyrsta
sætið. Maður getur ekkert beðið
um betri stuðning,“ segir Lúðvík
Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar-
firði. Hann náði öruggri kosningu
í fyrsta sæti á lista Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði en prófkjör
var um listann á laugardaginn.
Lúðvík segir Samfylkinguna
ætla sér að halda sínum meiri-
hluta í Hafnarfirði í næstu kosn-
ingum og helst að bæta við hann.
„Ég les út úr þessu prófkjöri ein-
dreginn stuðning og góða sátt um
okkar störf. Þetta styrkir okkur
og eflir í baráttunni sem fram
undan er,“ segir bæjarstjórinn.
„Það var stuttur aðdragandi
að þessu prófkjöri meðal ann-
ars vegna þess að við biðum
eftir niðurstöðum úr kosningu
sameiningar Hafnarfjarðar við
Vatnsleysuströnd sem var felld
hér um daginn. Síðan var ákveðið
að skella sér í þetta,“ segir Ellý
Erlingsdóttir en hún situr í öðru
sæti listans eftir prófkjörið. Hún
kveðst vera ánægð með að tvær
nýjar konur hafi komið inn á list-
ann, þær Margrét Gauja Magn-
úsdóttir í fjórða sæti og Guðfinna
Guðmundsdóttir í fimmta sæti,
í stað tveggja kvenna sem nú
hverfa af vettvanginum.
„Gunnar Svavarsson er þarna
í baráttusætinu og við stefnum að
því að bæta enn frekar við fylgi
okkar,“ segir Ellý. Lúðvík Geirs-
son segir um baráttusætið að
tekin hafi verið ákvörðun um að
Gunnar tæki þetta sæti en rætt
hafi verið um að Lúðvík tæki það
sjálfur. „Okkar verkefni núna er
það að halda áfram að tryggja
meirihlutann hér í Hafnarfirði
en auðvitað þurfa menn að finna
trausta og öfluga kandidata inn
á Alþingi þegar að því kemur,“
segir Lúðvík. Guðmundur Árni
Stefánsson sendiherra, sem sat
á þingi fyrir Samfylkinguna, er
Hafnfirðingur.
„Við eigum eftir að vinna úr
þessari kosningu og koma upp
listanum. Þetta er ekki bindandi
kosning að öllu leyti. Kjörnefnd
var falið að gera tillögu að lista til
félagsfundar og heimild til þess
að færa nöfn til á listanum,“ segir
Hörður Zóphaníasson, formaður
kjörnefndar Samfylkingarinnar
í Hafnarfirði. Hann segir þess-
ar reglu vera öryggisventil sem
tryggja eigi að hægt sé að leið-
rétta stöðu kynjanna á listanum
en telur ekki að breytinga gerist
þörf. saj@frettabladid.is
LÚÐVÍK GEIRSSON BÆJARSTJÓRI Í HAFNARFIRÐI Lúðvík hlaut um níutíu prósent gildra
atkvæða og er að vonum ánægður með niðurstöðuna. Hann kveðst ætla að leita þess að
styrkja meirihluta Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í kosningum í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lúðvík efstur á listanum
Lúðvík Geirsson er í efsta sæti á lista Samfylkingar í Hafnarfirði eftir prófkjör á laugardag. Ellý Erlings-
dóttir er í öðru sæti. Líkur eru á að Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar, sem tók sér baráttusætið á
listanum, muni sækjast eftir þingmennsku í næstu alþingiskosningum.
Fangelsi fyrir þjófnað Hæstiréttur
hefur dæmt síbrotamann til eins árs
fangelsisvistar fyrir ítrekuð þjófnaðar-
brot. Braust maðurinn bæði inn í bíla
og verslanir og stal þaðan verðmætum.
Frá árinu 1990 til ársins 2004 hefur
maðurinn samtals 25 sinnum hlotið
refsidóma fyrir brot á hegningarlögum,
umferðarlögum og lögum um ávana- og
fíkniefni.
DÓMSMÁL
KJÖRKASSINN
Tókst þú þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík?
JÁ 15,9
NEI 84,1
Þarf að rannsaka betur ásakanir
um fangaflug Bandaríkjamanna
á Keflavíkurflugvelli?
AUSTURRÍKI, AP Austurríski hesta-
ræktandinn Hugo Simon hefur
greint frá því að verið sé að klóna
verðlaunagæðinginn hans E.T.
„Ég vildi varðveita genin hans.
Þetta er bara gert í hrossarækt-
artilraunaskyni,“ sagði hann á
hestamannamóti í Vínarborg.
Frumur úr húð E.T. voru klónað-
ar á tilraunastofu í Frakklandi
fyrir nokkrum vikum, að sögn
Simons, og væntir hann þess að
E.T. yngri komi í heiminn næsta
sumar. ■
Nýjung í hrossarækt:
Gæðingurinn
klónaður
Niðurstaða prófkjörsins á laugardag:
1. Lúðvík Geirsson
656 atkvæði í 1. sæti.
2. Ellý Erlingsdóttir
507 atkvæði í 1. og 2. sæti.
3. Guðmundur Rúnar Árnason
396 atkvæði í 1. til 3. sæti.
4. Margrét Gauja Magnúsdóttir
295 atkvæði í 1. til 4. sæti.
5. Guðfinna Guðmundsdóttir
177 atkvæði í 1. til 5. sæti.
6. Gunnar Svavarsson
596 atkvæði í 1. til 6. sæti.
7. Gísli Ósvaldur Valdimarsson
257 atkvæði í 1. til 7. sæti.
8. Eyjólfur Sæmundsson
310 atkvæði í 1. til 8. sæti.
SAMFYLKING
Í HAFNAFIRÐI
SKIPULAGSMÁL Um 700 íbúðir munu
rísa frá slippsvæðinu við Mýrar-
götuna í vestri til nýs tónlistar- og
ráðstefnuhúss í austri á næstu
fimm árum að sögn Dags B. Egg-
ertssonar, formanns skipulagráðs
Reykjavíkurborgar. „Þetta mat
byggir á þeim skipulagsáætlunum
sem við höfum fyrir okkur; lykil-
verkefnum sem eru ýmist á loka-
stigi eða í undirbúningi.“
Að sögn Dags mun Mýrargatan
og hafnarsvæðið í heild sinni
ganga í endurnýjun lífdaga. Þegar
liggur fyrir rammaskipulag og
deiliskipulag er um það bil að fara
í auglýsingu. „Þar mun slippurinn
víkja fyrir þriggja til fimm hæða
íbúðarbyggð sem tengir hafnar-
svæðið við gamla vesturbæinn.
Gatan fer í stokk og í staðinn
verður róleg íbúðargata en fremst
við höfnina sjáum við fyrir okkur
lifandi hafnarbakka, með veit-
ingastöðum, útivistarsvæðum og
torgum.“ Dagur segir að áætlanir
geri ráð fyrir að fólk geti flutt inn
í íbúðir á þessu svæði um 2010,
jafnvel mun fyrr þar sem fyrst
verður hafist handa. Ekki er gert
ráð fyrir að Geirsgatan fari í stokk.
Í vinningstillögunni um byggingu
tónlistar- og ráðstefnuhúss er gert
ráð fyrir bjartri göngugötu undir
henni sem tengi Austurhöfnina
við miðborgina. „Þetta verður ein
kraftmesta vítamínsprauta sem
miðbærinn hefur fengið í jafn-
vel allri sögu borgarinnar,“ segir
Dagur. - bs
MÝRARGATA SAMKVÆMT RAMMASKIPULAGI Slippurinn víkur fyrir rólegri íbúðarbyggð en
gatan sjálf verður sett í stokk.
Mýrargatan og hafnarsvæðið:
700 nýjar íbúðir
LÖGREGLUMÁL Ungur maður var
handtekinn þar sem hann var kom-
inn inn í sameign í fjölbýlishúsi í
miðborg Reykjavíkur um klukk-
an sex í gærmorgun. Hann var
svo ölvaður að hann gat ekki gert
grein fyrir sér eða ferðum sínum.
Fékk hann því að gista fangaklefa
lögreglunar og var svo yfirheyrð-
ur þegar ástand hans skánaði.
Fimmtugur maður var einnig
handtekinn þar sem hann hafði
komið sér inn í atvinnuhúsnæði í
Höfðahverfinu. Hann var einnig
ölvaður og hafði komið á bíl og er
því einnig sakaður um ölvunar-
akstur. -jse
Tvö innbrot í Reykjavík:
Ölvaðir inn-
brotsmenn
HAMFARAVARNIR „Við erum að fara
til Indlands á laugardaginn, ég
og Steinunn Jakobsdóttir sam-
starfskona mín,“ segir Ragnar
Stefánsson jarðskjálftafræðing-
ur. Tilgangurinn með ferðinni er
að kynna jarðspárannsóknir sem
farið hafa fram hér á landi ásamt
því að kynnast þeim aðferðum
sem indverskir vísindamenn beita
í sínum rannsóknum.
„Ferðin er hugsuð til þess að
kanna grundvöllinn fyrir frekara
samstarfi milli þjóðanna í þessum
efnum,“ segir Ragnar.
Það er Indlandsforseti sem
býður til ferðarinnar en hann kom
hingað til lands í júní. - saj
Jarðskjálftavarnir á Indlandi:
Ragnar fer til
Indlands
BANDARÍKIN, AP Að minnsta kosti 21
maður fórst og minnst 200 slösuð-
ust í gríðaröflugum hvirfilbyl sem
fór yfir hluta miðríkja Bandaríkj-
anna í gær. Leið bylsins lá um suður-
hluta Indiana og hluta Kentucky um
klukkan tvö í fyrrinótt að staðar-
tíma. Því voru flestir íbúar sofandi
og heyrðu ekki í viðvörunarsíren-
unum sem fóru af stað um tíu mín-
útum áður en bylurinn skall á.
Fjöldi heimila gjöreyðilagðist.
Mest varð manntjónið í hjólhýsa-
hverfi í Evansville í Indiana. Þar
fórust sautján manns. Á slóð byls-
ins lágu hjólhýsin og heilu íbúðar-
húsin og innbú þeirra sundurtætt
á víð og dreif.
„Þetta skall á eins og hávaða-
högg. Manni virtist það ekki standa
yfir í þær 45-60 sekúndur sem það
víst tók. Þá var allt hljótt aftur,“
hefur AP eftir Steve Gaiser sem
býr nærri hjólhýsahverfinu.
Hvirfilbylir eru skýstrokkar
sem stundum myndast við viss
veðurfarsskilyrði á flatlendi.
Vindhraði í skýstrokknum getur
náð hátt í 300 kílómetra hraða á
klukkustund. ■
Hvirfilbylur fer yfir Indiana og Kentucky í Bandaríkjunum:
Á þriðja tug manna fórst
HARMUR Í INDIANA Systur
í DeGonia Springs í Indiana
hugga hver aðra yfir rústum
kirkjunnar í bænum sem bylur-
inn eyðilagði. MYND/AP