Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 8

Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 8
8 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR F í t o n / S Í A DÓMSMÁL Á fimmtudaginn stað- festi Hæstiréttur dóm Héraðs- dóms um að Starfsmannahald varnarliðsins gæti ekki upp á sitt eindæmi skert launakjör félags- manna Rafiðnaðarsambands Íslands á Keflavíkurflugvelli. Haustið 2003 hafði það ákveð- ið að fella niður greiðslur á rútu- gjaldi hjá 35 félagsmönnum RSÍ og um leið skert greiðslur vegna ferðatíma. Þessu mótmælti RSÍ eindregið og benti á að það væri Kaupskrárnefnd sem ein hefði ákvörðunarvald til að úrskurða um launakjör á vallasvæðinu. Samkvæmt dómnum eiga starfsmennirnir inni vangreidd laun í tvö ár sem nema nokkur hundruð þúsundum og í allt með vöxtum tæplega fjörutíu milljónir króna. Guðmundur Gunnarsson, for- maður RSÍ, segir það vera súrt í broti að þurfa fara í mál vegna atriða sem liggi í augum uppi. „Þegar laun félagsmanna úti á hinum almenna markaði breytast skrifum við bréf til Kaupskrá- arnefndar og óskum eftir sömu breytingum,“ útskýrir Guðmund- ur. „Þegar þeir vilja skerða launa- kjör starfsmanna vallarsvæðis- ins verða þeir að fara eftir sömu leikreglum,“ bætir hann við og nú hefur Hæstiréttur staðfest það. - fgg GUÐMUNDUR GUNNARSSON Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það súrt í broti að þurfa fara í mál vegna hluta sem liggi í augum uppi. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Starfsmannahald varnarliðsins verður að fara eftir leikreglum: RSÍ hefur sigur í Hæstarétti ÁFENGI Hjónin Agnes Sigurðar- dóttir og Ólafur Þröstur Ólafs- son á Árskógssandi í Eyjafirði hyggjast reisa bruggverksmiðju í þorpinu í upphafi nýs árs og mun verksmiðjan skapa fimm ný störf í byggðarlaginu. Í verksmiðjunni verður framleiddur áfengur bjór að evrópskri fyrirmynd og stefna þau á 200 þúsund lítra ársfram- leiðslu eftir tvö ár. Agnes og Ólafur hafa undan- farin fimmtán ár rekið einu mat- vöruverslunina sem starfrækt er á Árskógssandi en bruggverk- smiðjan verður í 300 fermetra nýbyggingu á lóð við hlið versl- unarinnar. Ætla þau að breyta versluninni og reka þar einnig litla sveitakrá árið um kring og segir Agnes að vel hafi gengið að fjarmagna viðskiptahugmynd- ina. „Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um sextíu milljónir króna en auk okkar koma fjölskyldur beg- gja að fjármögnun, ásamt banka- stofnun og nokkrum einstakling- um. Á næstu dögum förum við til Tékklands til að festa kaup á búnaði til framleiðslunnar en bjórinn kemur á markað næsta sumar og reiknum við með að hann fari í dreifingu hjá ÁTVR,“ segir Agnes. - kk AGNES SIGURÐARDÓTTIR Bruggverksmiðj- an hefur hlotið nafnið Bruggsmiðjan en ekki er komið nafn á bjórinn. Stefnt er að hágæðaframleiðslu og segir Agnes að dek- rað verði við bjórinn á framleiðslustigum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Bruggverksmiðja rís á Litla-Árskógssandi í Eyjafirði: Öl að evrópskri fyrirmynd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.