Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 16

Fréttablaðið - 07.11.2005, Page 16
 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ������������������������������� ������������������ � ����������������� ����������������� ������������������ ��� ������ ��������������������������������� ���������������������������������� ���������������������������� ��������������� ����������������������������� ����������������������������������� ��������������������������� ������������������� �������� ����������������������������������������������������������������������������������������� Þáttaskil Margir telja að afgerandi sigur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í prófkjörinu um helgina innsigli nýja tíma í Sjálfstæðis- flokknum. Líklega er það rétt sem Össur Skarphéðisson segir á vefsíðu sinni að „með tapi Gísla Marteins og öflugum sigri Vilhjálms hafi verið settur ákveðinn punktur aftan við valda- skeið hins þrönga og valdamikla kjarna í kringum Davíð [Oddsson].“ Heimildir eru fyrir því að ýmsir sjálfstæðismenn, sem kunnu vel við Gísla Martein, hafi ekki viljað kjósa hann vegna þess að þeim fannst svo augljóst að honum væri fjarstýrt frá gömlu valda- klíkunnni í flokknum. Úr því að Davíð væri hættur ættu hans menn einnig að draga sig í hlé, en ekki að reyna að stjórna áfram bak við tjöldin. „Meira en frambærilegar“ Auk sigurs Vilhjálms er það glæsilegt gengi kvenna sem mesta athygli vekur þegar úrslit prófkjörsins eru skoðuð. Sjálfstæðismenn ná því að hafa jafnt hlutfall kynja í efstu sætunum án þess að setja upp kvótakerfi. Og svo enn sé vitnað í Össur eru þetta „meira en frambærilegar“ konur. Hanna Birna Kristjánsdóttir er bersýnilega efni í foringja en hún þarf fyrst að ná af sér ólundarsvipnum sem fer ákaflega í taugarnar á ýmsum sem flokknum eru velviljaðir. Skemmtilegasta niðurstaða prófkjörsins er sigur Sifjar Sigfúsdóttur, sem náði 8. sæti. Hún hafði sig lítið sem ekkert í frammi og rak ekki einu sinni kosningaskrifstofu. „Gamla íhaldið“? Líklega hafa vinstri menn haldið með Vilhjálmi Þ. Í þeirra augum var Gísli Marteinn á vegum gömlu valdaklíkunnar sem þeir eru búnir að berjast svo lengi við. En kannski verður Vilhjálmur enn hættulegri andstæðingur. Hann höfðar til breiðs hóps kjósenda, þar á meðal miðjunnar sem vinstri flokkarnir þurfa á að halda. Stefán Jón Hafstein bregst við þessu með því að tala um Vilhjálm sem fulltrúa „gamla íhaldsins“ sem ekki megi komast til valda aftur. Kannski virkar það. Líklegra er þó að syndir R-listans, sem blasa við hverju mannsbarni í borg- inni, verði kjósendum ofar í huga þegar nær dregur kosningum. gm@frettabladid.is Stjórnendur Landsvirkjunar virð- ast starfa eftir þeirri hugmynd að fyrirtækið sé nokkurs konar þjóðkirkja og það sé enn ríkistrú á Íslandi að orku skuli aflað með því að sökkva landssvæðum undir lón. Þetta hugarfar sást vel á þeim ótrúlegu áformum þessara manna að ætla sér að fara inn í grunnskóla landsins með sérútbúið kennsluefni til að koma börnum landsins í skiln- ing um nauðsyn Kárahnjúkavirkj- unar. Hingað til hafa Þjóðkirkjan og Umferðarráð haft slíkan aðgang að hugskotum íslenskra barna - og þykir mörgum nóg um slíkan áróð- ur - og upp á síðkastið er íþrótta- álfurinn mættur með gulræturnar sínar - en nú telja sem sé Lands- virkjunarmenn að fagnaðarerindi þeirra um hjálpræði stórvirkjana og uppistöðulóna eigi heima í flokki með fræðslu um Jesú og hætturnar í umferðinni og hollustu gulróta. Væntanlega eiga skólastjórar lands- ins eftir að senda þetta efni kurt- eislega til baka - eins og annað slíkt stórfyrirtækjakvabb - og foreldrar eiga það varla á hættu að fá einn góðan veðurdag heim úr skólan- um lítið öfgafólk í virkjanamálum. Það er hins vegar sjálft oflætið í þessari furðulegu herferð á hendur íslenskum börnum sem óneitanlega vekur manni nokkurn ugg. Framferði Landsvirkjunar bend- ir til þess að þeir ríkisstarfsmenn - þjónar almennings - sem þar starfa hafi brenglaða sjálfsmynd. Enn eru þeir í óða önn að undirbúa Norð- lingaöldulón jafnvel þótt allt mæli gegn þeirri framkvæmd og jafn- vel þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi lýst sig fylgjandi stækkun friðlandsins í Þjórsárver- um. Um árabil stóð til að sökkva Þjórsárverum - aðrir möguleikar væru ekki í stöðunni - en settur umhverfisráðherra, Jón Kristjáns- son, kvað upp þann úrskurð 2003 að lónið skyldi ekki skerða friðlandið og fylgdu með þær forsendur reikn- aðar út af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen að um yrði að ræða 566 metra lón. Þessa tölu drógu Landsvirkjunarmenn strax í efa þó ekki væri nema til að fá að sökkva einhverju af friðlandinu, sennilega stoltsins vegna: þeir kröfðust þess að réttur skilningur á úrskurði ráð- herra kvæði upp á 568 metra lón. Við fengum að heyra það í síðustu viku í Speglinum í Ríkisútvarpinu hvernig Landsvirkjunarmenn tóku fljótlega eftir úrskurð hins setta ráðherra að starfa á heimamönnum í Gnúpverjahreppi þar sem strandað hefur löngum á samþykki fyrir því að Landsvirkjun fari sínu fram, allt frá því að til stóð að sökkva öllum Þjórsárverum. Þeir boðuðu fundi á fundi ofan og þeir hringdu - kvölds og morgna - aftur og aftur og aftur - og vildu semja um nýjar forsendur: með öðrum orðum, þeir virtu ekki úrskurð ráðherrans. Erindi þess- ara eilífu fundahalda með bænd- um sem höfðu vitaskuld annað við tíma sinn að gera var að leiðrétta þann „misskilning“ Gnúpverja að halda sig við 566 metrana sem ráðherra hafði haft sem forsendur síns úrskurðar. Eins og núverandi oddviti Gnúpverja, Aðalsteinn Guðmundsson, lýsti í Speglinum þessari fundaánauð var augljóst að Landsvirkjunarmenn voru að reyna að þreyta menn til uppgjafar. Og ljótar voru lýsingar Margrétar Steinþórsdóttur, ekkju Más heitins Haraldssonar fyrrum oddvita, á eilífum símtölum Landsvirkjunar- manna til bónda hennar sem þá var fársjúkur af krabbameini og þurfti á öðru að halda en nýjum og nýjum útskýringum á því að sannfæring hans um friðun Þjórsárvera væri byggð á „misskilningi“. Landsvirkjun situr föst við sinn keip og leitar leiða til að ganga á Þjórsárver, neitar að semja frið við þjóðina í þessu máli. Og enn er ekki útséð um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum, þrátt fyrir útskurð samvinnunefndar um miðhálendið frá því í ágúst þar sem lónum norð- an friðlands Þjórsárvera var hafn- að - þrátt fyrir eindreginn þjóðar- vilja sem fram er kominn um þetta svæði - þrátt fyrir augljóst nátt- úruverndargildi svæðisins - þrátt fyrir alþjóðlegar skuldbindingar um verndun þess - þrátt fyrir ein- arða afstöðu Gnúpverja - þrátt fyrir deilurnar og sárin og klofninginn sem Kárahnjúkavirkjun vekur enn - þrátt fyrir aurinn sem fylla mun þetta lón á aðeins hundrað árum svo að ekki er hægt að tala hér um sjálfbæra framkvæmd - þrátt fyrir aðra virkjunarkosti - þrátt fyrir háhitasvæði - þrátt fyrir nýja tækni - í stuttu máli - þrátt fyrir allt - þá situr Landsvirkjun föst við sinn keip. ■ Framferði LandsvirkjunarPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík yfirskyggði önnur prófkjör og atkvæðagreiðslur um helgina. Það er búin að vera mikil spenna í aðdraganda prófkjörsins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann ætlaði gegn sitjandi leiðtoga flokksins í borgarmálum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni. Eftir þessa baráttu, sem þó hefur farið drengilega fram á yfirborðinu, er Vilhjálmur Þ. ótvíræður foringi sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, og finnst mörgum eflaust kominn tími til, því hann á að baki langan og farsælan feril í sveitarstjórnarmál- um og leitun á manni sem er með meiri þekkingu og reynslu í þessum málaflokki, ekki aðeins í höfuðborginni heldur á landinu öllu. Sjálfstæðismenn hafa verið í kreppu í Reykjavík eftir að Davíð Oddsson vatt sér yfir í landsmálin með eftirminnilegum hætti. Hvert leiðtogaefnið á fætur öðru hefur komið fram á sjónarsvið- ið til þess að freista þess að frelsa borgina úr höndum Reykja- víkurlistans, en án árangurs. Nú er næsta mál á dagskrá, eins og Vilhjálmur Þ. sagði við birtingu talna úr prófkjörinu, að ná borginni og þá verður hann borgarstjóri. Eins og staðan er í dag virðast talsverðar líkur á því að sjálfstæðismenn nái borginni á ný en þó er rétt að fullyrða ekki neitt, því enn er langt í kosning- ar og margt getur gerst í borgarmálum fram á vor. Meirihluta- flokkarnir í borgarstjórn eiga líka eftir að efna til prófkjöra, nema Vinstri grænir, og þar vegur þungt hvernig úrslit verða hjá Samfylkingunni. Þótt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi hlotið yfirburðakosningu, og mun betri en margir höfðu ætlað, er fróðlegt að velta fyrir sér tölulegum staðreyndum varðandi prófkjörið. Þegar upp var staðið voru um 21 þúsund manns á kjörskrá og ljóst að á þriðja þúsund hafa gengið í flokkinn, eða verið smalað þangað inn, frá því landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn í október. Rösklega tólf þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu og það verð- ur að gera ráð fyrir því að allir hinir nýju flokksfélagar séu þar á meðal. Það eru því æði margir af þeim sem fyrir voru í flokkn- um sem ekki tóku þátt í prófkjörinu fyrir helgina, og má þó gera ráð fyrir að fylkingar Vilhjálms Þ. og Gísla Marteins hafi ekkki legið á liði sínu við að fá skráða flokksmenn í Reykjavík til að kjósa. Þetta hlýtur að vera forystumönnum flokksins í Reykja- vík umhugsunarefni - að upp undir helmingur skráðra félaga fyrir prófkjörið sé óvirkur - jafnvel þótt um það sé að ræða að velja forystumann. ■ SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Gísla Marteini tókst ekki það sem að var stefnt. Vilhjálmur vel að sigrinum kominn Þetta hlýtur að vera forystumönnum flokksins í Reykjavík umhugsunarefni - að upp undir helmingur skráðra félaga fyrir prófkjörið séu óvirkir - jafnvel þótt um það sé að ræða að velja forystumann. Í DAG ÞJÓRSÁRVER GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Við fengum að heyra það í síðustu viku í Speglinum í Ríkisútvarpinu hvernig Lands- virkjunarmenn tóku fljótlega eftir úrskurð hins setta ráðherra að starfa á heimamönnum í Gnúpverjahreppi… AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.