Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 07.11.2005, Blaðsíða 75
23MÁNUDAGUR 7. nóvember 2005 23 Plokkfiskur – tilboð 590 kr/kg Glæný línuýsa Glæný stórlúða Mikið úrval af tilbúnum fiskréttum Nýsteiktar fiskibollur Fiskbúðin Álfheimum Álfheimum 4 553 8090 Fiskbúðin Dunhaga 18 S: 517 3326 Fiskbúðin Reykjavíkurvegi Reykjavíkurvegi 68 564 2783 [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Jón Atli Jónasson hefur sýnt það og sannað með miklum afköstum undanfarið að hann er mesta efni í alvöru leikskáld sem komið hefur fram á sjónarsviðið á Íslandi árum saman. Fyrsta skáldsaga hans, Í frostinu, gefur líka sterk- ar vísbendingar um að hann geti ekki síður haslað sér völl á skáld- sagnasviðinu. Þetta er einföld, stutt og lát- laus saga sem lætur lítið yfir sér og einhvern veginn átti maður fyrirfram von á því að leikskáldið ofvirka myndi senda frá sér þykk- ari doðrant. Þetta gerir Í frostinu þó síður en svo að minna verki og það er í raun fagnaðarefni að rithöfundar skuli leitast við að ná til lesenda á innan við 200 blaðsíðum. Þykkar bækur eru úr takt við tímann. Í það minnsta þann tíma sem hún Drífa Sig, aðalpersóna Jóns Atla, lifir og hrærist í. Hún er einstæð móðir og hjúkrunarkona sem nær varla endum saman og tekst á við gráan og þunglyndislegan hvers- dagsleikan á milli þess sem hún reynir að flýja hann á djamminu. Þetta er kunnuglegt stef og þó sagan sé einföld dregur Jón Atli upp skýra og nöturlega mynd af daglegu basli einstæðrar móður í Reykjavík. Það leynist ónotalegur drungi og feigð undir liprum og læsilegum textanum og líklega munu margir geta speglað sig í Drífu. Hún lifir sama lífi og við hin og þó allt sé slétt á fellt á yfirborðinu eru flestir alltaf að reyna að fylla eitthvert andlegt svarthol innra með sér. Tónninn í bókinni er því ekki beinlínis upplífgandi en hann er rétt sleginn. Í frostinu fangar vel tilgangsleysi MTV-kynslóðar- innar sem veit ekki hvort hún er að koma eða fara, stefna áfram eða aftur á bak. Drífa er líka á sama stað í upphafi sögunnar og enda, jafnvel ívið verr stödd. Lífið getur verið svo innihaldslaust, leiðinlegt og glatað og þeirri stemningu skilar Jón Atli með til- þrifum. Hann vekur lesandann til umhugsunnar um tilganginn með þessu jarðvistarbrölti okkar en þunglyndir ættu að íhuga það að stækka prósakkskammtinn sinn í þrjár vikur áður en þeir lesa bók- ina. Það er nefnilega langt síðan depurð hefur verið komið jafn vel til skila á prenti. Þórarinn Þórarinsson Við frostmark [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Ég hef aldrei þolað Stellu Blóm- kvist og hef hingað til aðallega lesið bækur hennar af skyldu- rækni mér til ama og óþæginda. Þessar glæpasögur um harðsnúnu lögfræðifraukuna Stellu Blóm- kvist eru dæmigerðar sjoppubók- menntir. Stílinn á bókunum er einfaldur og nokkuð ljóst að höfundurinn setur ekki mikið púður í skriftirn- ar. Þetta er hraðsuða sem maður getur fullkomlega skilið að eng- inn vilji leggja nafn sitt við og láti því Stellu sjálfa sitja uppi með skömmina. Leiðinleg persóna Þessi formáli ætti að taka af öll tvímæli um að ég er nánast van- hæfur til þess að fjalla um nýj- ustu bók Stellu, Morðið í Drekk- ingarhyl, en ég ætla samt að láta vaða. Aðallega vegna þess að ég skemmti mér konunglega yfir bókinni og las hana í einum rykk. Á dauða mínum átti ég von en að Stella Blómkvist myndi vinna mig yfir á sitt band, það er ótrúlegt. Persóna Stellu er jafn óþol- andi leiðinleg og í fyrri bókum. Þessi kjaftfora, drykkfellda, ljós- hærða og ofvirka kynbomba í lögfræðingastétt er hálfgerður kynskiptingur eða það sem þeir kalla „gender bender“ í útland- inu. Hún er dæmigerð karlhetja glæpasgnanna með brjóst og píku. Sturtar í sig viskí eins og hún sé Humphrey Bogart í akkorði, tál- dregur konur og karla á víxl og kastar fórnarlömbunum svo frá sér þegar hún hefur fengið nægju sína og hegðar sér að öllu leyti eins og versta karlremba. Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um þetta að segja og „gend- er benderar“ geta verið mjög skemmtilegir og það er vissulega smart að láta svona hvassa tík hrista upp í formföstu karlasam- félagi sakamálasögunnar. Gallinn er bara sá að Stella er leiðinda- pía sem hefur alltaf síðasta orðið en það er bara vegna þess að hún getur alltaf vitnað í einhverja niðursuðudósaheimspeki frá móður sinni. Það fara um mann ónot í hvert skipti sem hún segir: „Sagði mamma,“ og það gerist nánast í hverjum kafla. Flott plott Stella sjálf og flatur stíllinn nær þó ekki að skemma Morðið í Drekk- ingarhyl. Sagan er bara svo helvíti skemmtileg og ég er ekki frá því að þetta sé skemmtilegasta plottið sem ég hef séð í íslenskum krimma í þessari umferð. Stella tekur að sér að verja nýbúa sem er grun- aður um að hafa framið svokalað heiðursmorð á dóttur sinni og að hafa svo komið líki hennar fyrir í Drekkingarhyl. Það er auðvitað ekkert sem sýnist og Stella kemst að því að morðið tengist spillingu sem teygir anga sína uppi efstu lög lögreglunnar og dómsmálaráðu- neytis. Þetta er krassandi og Stella lætur það ekki aftra sér þó hún þurfi að takast á við volduga karl- punga í leit sinni að réttlætinu. Þá blandast fortíð Stellu einnig í málið og hún þarf að gera upp við pervertinn hann föður sinn sem lék hana grátt í æsku. Það vekur óneitanlega meiri áhuga þegar Stella vitnar í pabba sinn en mömmu. Ánægjuleg tilbreyting sem varpar nýju ljósi á þreytandi persónuna. Hver er Stella? Þessi spurning brann á fólki fyrir nokkrum árum og það var vin- sæll samkvæmisleikur að reyna að giska á hver það er sem stend- ur á bak við Stellu sem á að vera eitt best varðveitta leyndarmál íslenskra bókmennta. Jafn ólíkir menn og Stefán Jón Hafstein og Davíð Oddsson hafa verið nefnd- ir til sögunnar og líklega lúslesa margir bækur Stellu í leit að vís- bendingum um höfundinn. Ég ætla ekki að varpa fram neinum kenningum að þessu sinni en tel óhætt að fullyrða að Stella er karl- maður sem er kominn um eða yfir fimmtugt. Sterkasta vísbendingin um það er kynlíf Stellu og þá ekki síst lessukynlífið sem er eins og sprottið upp úr ómerkilegri klám- mynd og brengluðum kynórum karla um kynlíf tveggja kvenna. Þar fyrir utan löðrar textinn allur í karlrembu þó hann sé lagður konu í munn. Annars er það hætt að skipta máli hver Stella er og ef hún held- ur áfram á sömu braut og hættir að vera leiðinleg má hún skrifa fleiri bækur sem hún skamm- ast sín fyrir mín vegna. Morðið í Drekkingarhyl er fínn krimmi en ekki nógu góð til þess að nokkur ætti að vilja gangast við henni. Þórarinn Þórarinsson Stella í stuði MORÐIÐ Í DREKKINGARHYL Höf: Stella Blómkvist Útg: Mál og menning Niðurstaða: Stella sjálf og flatur stíllinn nær þó ekki að skemma Morðið í Drekkingarhyl. Sagan er bara svo helvíti skemmtileg og ég er ekki frá því að þetta sé skemmtilegasta plottið sem ég hef séð í íslenskum krimma í þessari umferð. Í FROSTINU Höf: Jón Atli Jónasson Útg: JPV Niðurstaða: Þunglyndir ættu að íhuga það að stækka prósakkskammtinn sinn í þrjár vikur áður en þeir lesa bókina. Það er nefnilega langt síðan depurð hefur verið komið jafn vel til skila á prenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.