Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 79

Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 79
Kamelljónið Lindsay Lohan hefur enn og aftur breytt um útlit og er nú orðin dökkhærð. Stúlkan mætti svona á opnun Fendi-versl- unar í New York á dögunum. Mörgum þykir hún hafa tekið rétta ákvörðun um að breyta hárlitnum því hún var orðin eins og lifandi eftirmynd Paris Hilton eins ljóshærð og brún og hún var nú orðin. Ekki er þetta það eina við stúlkuna sem hefur breyst því sögusagnir ganga um að hún sé ekki lengur einhleyp og sé í tygj- um við leikarann og rokkarann Jared Leto. Lohan skiptir um stíl Þátturinn Idol X-Stream hefur hafið göngu sína á heimasíðunni visir.is. Þeir sem vilja skyggnast á bak við tjöldin á Idol-stjörnuleit hafa hingað til getað fylgst með þættinum Idol extra en með þess- um nýja þætti er gengið skrefinu lengra. Reynt er að koma keppend- um í opna skjöldu og ósjaldan á aðgangsharður spyrillinn fótum sínum fjör að launa, svo undarleg- ar þykja spurningar hans. Fyrsti þátturinn er þegar kominn á Vísi VefTV og síðan munu þeir birtast hver á fætur öðrum. ■ Idol X-Stream á Vísi ÁHEYRNARPRUFUR Fjölmargir keppendur tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir Idol- stjörnuleit.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.