Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 80

Fréttablaðið - 07.11.2005, Side 80
28 7. nóvember 2005 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi er búinn að tryggja sér þáttökurétt á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en tæpt stóð það. Birgir lenti nefnilega í kröppum dansi á úrtökumóti í Katalóníu um helgina og hann var tveim höggum frá því að komast áfram fyrir síðasta daginn. Það var því lítið annað í spilunum hjá Birgi en að spila ákveðið golf síðasta daginn og það gerði hann. Með mikilli baráttu tókst Birgi Leifi að tryggja sér umspil ásamt átta öðrum kylfingum en fjórir af þeim komust síðan áfram. Birgir Leifur fór fyrstu holuna í umspilinu á einu undir pari og hann var því kominn áfram en hann fór annars lokahringinn á 72 höggum eða á sléttu pari. „Þetta var svakaleg dramatík og það var gaman að takast á við það. Sér- staklega þar sem þetta fór allt svona vel í lokin. Þetta var vissu- lega góð reynsla fyrir mig,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Frétta- blaðið frá flugvellinum í Barce- lona í gær. Hann heldur næst til Malaga þar sem síðasta úrtöku- mótið fyrir Evrópumótaröðina hefst á fimmtudag en á því móti hefur Birgir Leifur ansi oft komist nálægt því að trygg- ja sér keppnis- rétt á Evrópu- mótaröðinni. „Þetta er síðasta tækifæri fyrir kylf- inga til að komast inn á Evróputúrinn,“ sagði Birgir Leifur en þrjátíu kylfing- ar munu ganga frá mótinu um næstu helgi með farmiða á Evróputúrinn en rúmlega 160 kylfingar taka þátt í mótinu þannig að það verður án vafa við ramman reip að draga. „Það verður hart barist en ég tel mig eiga ágæta möguleika. Það er hið fræga dagsform sem ræður því hvort maður komist áfram. Ég er í þokkalegu formi og mæti fullur sjálfs- trausts á mótið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: KOMST MEÐ BARÁTTU Í GEGNUM ÚRTÖKUMÓT Á SPÁNI Þetta var svakaleg dramatík > Þórarinn til Keflavíkur Knattspyrnumaðurinn Þórarinn Kristj- áns- son mun að öllum líkindum skr- ifa undir samning við uppeldisfélag sitt, Kefla- vík, í vikunni. Þórarinn hefur verið í viðræðum vð Grindavík og Keflavík síðustu vikur en Grind- víkingar hafa slitið viðræðunum þar sem þeir sáu sér ekki fært að mæta launakröf- um Þórarins sem ku vera af dýrari gerðinni. Keflvíking- ar hafa aftur á móti enn mikinn áhuga á að fá Þórarinn í sínar raðir og þeir virðast vera eina félagið sem er á höttunum eftir Þórarni í dag. Sagan endalausa Víkingar hafa enn ekki leyst mál þeirra Grétars Sigfinns Sigurðssonar og Viktors Bjarka Arnarssonar. Grétar er enn ekki farinn að æfa með Víkingum og segir sagan að enn sé langt í land í viðræðum hans og Víkings og ekki loku fyrir það skotið að hann endi á Hlíðarenda eftir allt saman. FÓTBOLTI „Gagnrýnin sem við leik- menn höfum orðið fyrir að undan- förnu fékk okkur til þess að skerpa á einbeitingunni fyrir leikinn og þessi sigur var að mínu mati fylli- lega verðskuldaður. Við sýndum úr hverju leikmenn Manchester United eru gerðir,“ sagði Alan Smith, leikmaður Man. Utd., eftir að liðið lagði Chelsea að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni. Skoski landsliðsmaðurinn Darren Fletcher skoraði sigur- markið í leiknum á 31. mínútu með laglegum skalla. Jafnræði var með liðunum framan af en barátta og dugnaður leikmanna Manchester United var mun meiri heldur en í undanförnum leikjum og gekk leikmönnum Chelsea afar illa að skapa góð marktækifæri. Eiður Smári Guðjuhnsen kom inn á í byrjun seinni hálfleiks fyrir Mickael Essien og lét mikið að sér kveða. Með tilkomu Eiðs gekk Chelsea betur að halda bolt- anum innan liðsins og gerði liðið harða hríða að marki Manchest- er United síðustu mínúturnar, en tókst þó ekki skora. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, var ánægður eftir leikinn og sagði leikmenn sína hafa svarað gagn- rýninni sem þeir hafa orðið fyrir að undanförnu með réttum hætti. „Ég hef fundið vel fyrir pressunni að undanförnu, en hún hefur samt ekkert verið meiri en undanfar- in ár. Manchester United er stórt félag og það er alltaf mikil pressa, en auðvitað eykst hún ef árang- urinn er ekki nægilega góður. Nú verðum við að komast á skrið og ég tel okkur eiga möguleika á sigri í deildinni ennþá.“ José Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var rólegur í leiks- lok. „Ég hef ekki áhyggjur þó við höfum tapað þessum leik. Það býr mikið í mínu liði og mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr leikn- um, en varnarleikur Manchester United var einstaklega góður.“ - mh Manchester Utd. stöðvaði Chelsea Manchester Utd. varð fyrsta liðið til þess að sigra Chel- sea í ensku úrvalsdeildinni síðan í október í fyrra. SÖGULEGT MARK Darren Fletcher fagnar hér marki sínu gegn Chelsea í gær ásamt stuðn- ingsmönnum Manchester United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ERFITT AÐ TAPA John Terry og Jose Mour- inho voru þungir á brún eftir leikinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.