Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 21. janúar 1976. Bræla á miðunum gébé Rvik — Leiðindaveður var siðast liðinn sólarhring á hinum nýfundnuloðnumiðum fyrir norð- austan land og klukkan 18 i gær- kvöld höfðu aðeins fjórir bátar til- kynnt um reytingsafla, eða 550 tonn. Heildarafli loðnubátanna er þvi orðinn frá kvöldi 16. janúar, tæp átta þúsund tonn. Fró happdrætti Framsóknar- flokksins Vinningsnúmer i Happ- drætti Framsóknarflokksins verða birti Timanum 27. janú- ar nk. Ef ekki verður búið að gera skil fyrir óselda miða fyrir þann tíma verða þeir ógildir. Rangt að yfirborð — bæði heimamönnum og vísindamönnum að kenna, segir Sigurjón Rist gébé—Rvik — Aðsögn Sigurjóns Rist vatnamælingamanns, liafa þær fréttir, sem birzt hafa I öll- um fjölmiðlum, um að 11-15 sm ris hafi verið i botni Mývatns frá ströndinni i Reykjahllð að Geit- eyjarströnd, hafi ekki við nein rök að styðjast. — Ég hef nýverið fengið gögn i hendur frá gæzlu- og álestrar- mönnum við Mývatn, sem sýna ótvlrætt, að ekkert ris hefur verið i botni Mývatns, sagði Sig- urjón. E.t.v. má telja, að um 1—1 1/2 sm mismunur sé á ströndinni frá 1970, en alls ekki meira. Sama dag og gosið hófst I Leirhnjúk, þann 20. desember sl., var lokum Laxárstöðvarinn- ar lyft og vatni hleypt úr Mý- vatni, þannig að vatnið allt lækkaði, og vegna vindstöðu á þessum tima varð sú lækkun mun meiri á nyrðri flóanum. — Suðvestanátt var, þegar gosið hófst, sagði Sigurjón, og lokum Laxárstöðvarinnar var lyft. Þvi gætti lækkunar á vatns- borði Mývatns mun meira frá Reykjahliðarströndinni að Geit- eyjarströnd, þar sem i fyrstu var talið að botn vatnsins hefði lyfzt um allt að 11—^15 sm, og að það.væri af völdum gossins. — Ég er sjálfur mjög undr- andi á þessu, vegna þess að fyr- ir hendi eru teiknuð linurit af vatnsborði Mývatns undanfarin ár, sem gefa greinilega til kynna hve vatnsborðið flöktir til, sagði Sigurjón. Þessi mistök eru bæði heimamönnum.og vis- indamönnum að kenna, en mjög áriðandi er að bera saman yfir- borðið við föst viðmiðunar- merki, en við erum með slikt merki að Vogum við Mývatn. Þessi lóðrétta hreyfing hefur þvi ekki átt sér stað, sagði hann, að bæði gola og mismunandi loftþrýstingur hefur hjálpað til við að gefa ranga mynd af ástandinu við vatnið. Heimildamenn sina um áður- nefnd gögn kvað Sigurjón Rist vera: Hallgrim og Einar Kristjánssyni Vogum, Stein- grim Jóhannesson og Hauk Aðalgeirsson Grimsstöðum, Dagbjart Sigurðsson Álftagerði og Arna Gislason Laxárbakka. Haukur Tómasson jarðfræðingur Aðalsigdældin 1,5 km á breidd og 50 á lengd vegurinn um gjórnar í Kelduhverfi og ó Sandi getur fallið niður hvenær sem er engar hreyfingar virðast hafa orðið ó fyrir- huguðum stað Hólsfjallavirkjunar SJ-Reykjavik — Það bendir ýmislegt til að þær breytingar, sem hafa orðið i lóðréttri stefnu á landinu, sjáist ekki allar, sagði Haukur Tómasson jarð- fræðingur, scm er nýkominn úr ferð norður i Kelduhverfi, ásamt fjórum starfsbræðrum sinum. þar sem þeir mældu gliðnunina i landslaginu. Gliðn- unin i Kclduhverfi er greinileg, og sprungurnar liggja allar eins, frá suðri til norðurs. Taldi ilaukur, að þarna væri styrkum stoðum rennt undir landreks- kenninguna. Sjálft landsigið sagði hann aftur á móli að væri flóknara. Settu jarðfræðingarn- ir niður merki á þrem stöðum við sprungur til að mæla þær hreyfingar, sem kunna að verða hér eftir. Jarðfræðingarnir mældu gliðnunina á þremur linum, við þrjá vegi, sem þarna eru, þ.e.a.s. milli bæjanna Tóveggj- ar og Undirveggjar, um þjóð- veginn sjálfan frá Veggjarenda að bænum Lyngási, og loks frá veginum að Skógum. Er aðal- sigdældin um 1 1/2 km á breidd og heildarlengd hennar um 50 km. Þá mældu jarðfræðingarnir sigið, og var það margir tugir sm, bæði við Veggjarenda, sem er austanmegin i sprungunni, þar sem það mældist 60-70 sm, og niðri á Sandi við Skóga, sem eru vestan megin í henni, en þar mældist það álika djúpt. Skógar eru þó ekki i sigdældinni. Bóndinn að Meiðavöllum skyggnistoft um i kiki, og áður en jarðskjálftarnir hófust sá hann efst i fjárhúsdyr að Lyng- ási, sem eru i um 4 km fjarlægð, en þessir bæir standa sinn hvoru megin við sigdældina. Nú sér hann með naumindum i mæninn á fjárhúsinu. Þetta sýnir, að land hefur sigið viðar en i aðal- sigdældinni sjálfri. Haukur Tómasson benti á að hætta væri á þvi að vegir gætu dottið niður i gjánum hvar sem væri. Gæti þetta skapað mikla hættu, ef menn gæta sin ekki þvi betur. Smásig hefur þegar orðið i þjóðveginum á sex stöðum, og er búið að fylla i þau að hluta. Þetta brúar nú betur meðan skorpan er hörð og frosin en það mun' gera þegar frost fer úr jörð. Á gamla veginum, sem hætt var að nota fyrir skömmu, hefur einnig orðið sig, og er það 2-3 metrar að dýpt á einum stað. Þjóðvegurinn liggur á finkornóttum sandi, og jarð- vatnið er 2-3 metrum neðar. Það getur hvenær sem er runnið til inn i gjárnar og tekið með sér sandinn, en þá dettur vegurinn niður. Þetta þarf ekki endilega að gerast i jarðskjálftunum sjálfum. Þá fóru Haukur Tómasson og félagar hans að fyrirhuguðum virkjunarstað við Jökulsá á Fjöllum, en einn þeirra, Oddur Sigurðsson, hefur unnið að frumrannsóknum vegna Hóls- fjallavirk junar. Töldu þeir öruggara að kanna aðstæður þar, þótt samkvæmt mælitækj- um hefði ekkert bent til að jarð- hræringar hefðu orðið þar. Könnuðu þeir m.a. staðina þar sem jarðgöng og stöðvarhús eiga að vera, og sáu engin um- merki hreyfinga á þessum slóð- um. — Við fórum einnig til Kópa- skers, sagði Haukur. — Þar hefur myndazt mikið af spru'ng- um, en þær eru flóknari en i Kelduhverfi og sprungustefna allt önnur, eða austur-vestur, suðaustur-norðvestur. Virðist þar ekki um heildargliðnun að ræða, heldur afleiðingu af skjálftunum. Jörð hefur þrýztst saman á sumum stöðum, en gliðnað á öðrum. Húsin virðast almennt ekki hafa þolað þessi umbrot, einkum hlöðnu húsin. Enda grunaði menn fyrir, að slik byggingaraðferð væri ekki heppileg á jarðskjálftasvæðum. Jarðfræðingarnir voru þrjá daga við athuganir i Keldu- hverfi, en ásamt þeim Hauki og Oddi voru með i förinni Birgir Jónsson og Snorri Sófóniasson, sem unnið hafa að rannsóknum i Skagafirði vegna Blönduvirkj- unar, og Helgi Gunnarsson. Miklu vestaren aðalsigdældin er, urðu þeir varir við að orðið höfðu smávegis hreyfingar og sprunga hefur myndazt i norð- ur-suður. Þetta er við Lindar- brekku, en þar er giiðnunin að- eins tæplega 1/3 af þvi, sem hún er i aðalsigdældinni. Þá komu þeir að Framnesi, þar sem 40 stiga heitt vatn er i gjánni. Vitað var um jarðvarma þarna, en ekki hefur áður fund- izt vatn með þetta háu hitastigi. — Við fórum ekki að Kröflu, sagði Haukur Tómasson, vegna þess að veðurspáin var svo af- leit nú eftir helgina. Jarðfræð- ingarnir voru væntaniegir til Reykjavikur i gærkvöldi. Leikfélag Þorlákshafnar sýnir „Skírn" í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi Sementssalan svipuð Gsal-Reykjavik — Sementssalan á siðasta ári nam tæplega 160 þús. tonmim, og er það mjög svipað magn og selt var á árinu 1974. ■Samkvæmt frétt frá Sements- verksmiðju rikisins bendir sölu- skýrsla til þess að steypufram- kvæmdir i Reykjavik, á Selfossi og i Keflavik, hafi minnkað um 23% frá fyrra ári. Sementssalan helzt hins vegar svipuð og 1974 vegna framkvæmda við Sigöldu og i Þorlákshöfn. Heildarsala sements nam 1.551.5 millj. kr. á s.l. ári. SUNNUDAGINN 25. janúar sýnir Leikfélag Þorlákshafnar leikrit Guðmundar Steinssonar Skirn.i Fé- lagsheimilinu Seltjarnarnesi. Hefst sýningin kl. 21. Leikstjóri er Sigurður Karlsson. Með aðalhlutverk fara Vernharður Linnet oe Rerebóra Arnadóttir. Sýning Leikfélags Þorlákshafnar er frumflutningur þessa leikrits Guðmundar en Leikfélag Reyk- dæia mun sýna það á næstunni. Leikritið var frumsýnt i Þorlákshöfn 6. desember sl. og hefur siðan verið sýnt viða á Suðurlandii Leikritið fjallar á gamansaman hátt um daglegt lif islenzku visitölufjölskyidunnar, og hefur höfundi tekizt snilldarlega að varpa birtu á hin hversdagslegu orðskipti. Mun margur hitta sjálfan sig fyrir á sviðinu. Leikfélag Þorlákshafar vonar að þið sjáið ykkur fært að skýra frá sýningu þessari og býður ykkur jafnframt að senda leiklistargagnrýnenda ykkar á sýninguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.