Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 21. janúar 1976. 23 & m Óvelkominn qeshir= stóðst hana. — Jæja, Þetta er í lagi, Neil, sagði hún stutt- lega. — Ertu tilbúinn? — Já, auðvitað. Rödd hans var veik og hún horfði óstyrk á hann. Þetta yrði ekki auðvelt. Andartak stóð hún hreyf ingar- laus af ótta og starði á hann. Það var greinilegt, að hann fann mikiðtil. Svo kyngdi hún hörðum kekki úr hálsinum og hjálpaði honum á fætur. Hesturinn hörfaði hræddur og hún neyddist til að sleppa Neil, meðan hún náði í taumana. En svo hugsaði hún með sér, að Jenný væri ró- legri og myndi líklega ekki mótmæla, þótt illa gengi að koma Neil á bak. Það reyndist rétt. Jenný stóð þolinmóð og beið meðan Neil lagði vinstri handlegginn um háls hennar. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir, lá við að Jane gæf ist upp, en svo tók hann á öllu og tókst með naumindum að kom- ast upp í hnakkinn. Andlitið var öskugrátt og þó Jane vissi að hann hlyti að þjást, sagði hún ekki orð. Hún náði gráu hyrssunni, sem hljóp um á sléttunni og sveif laði sér á bak henni. Það gekk ágætlega, meðan þau voru á jafnsléttu, en þegar tók að halla undan fæti, sá hún, að Neil mundi ekki hafa það af á baki Jenný niður. Stígurinn var ójafn og mjór og steinarnir hálir af regn- inu. Hún sneri sér viðog horfði áhyggjuf ull á hann. Hann hallaðist æ meira fram við hvert skref. í örvæntingu tók hún í taumana, tók snöruna hans af hnakknefinu og renndi sér til jarðar. Neil var tekinn að hallast iskyggilega útá hlið og hún vissi að hún væri ekki nægilega sterk til að halda honum uppi, svo hún f lýtti sér að vef ja reipinu tvisvar utan um hann og undir hestinn. Hún herti að eins og hún þorði. Síðan sló hún með f lötum lófa í afturendann á hinni hryssunni, svo hún hljóp af stað niður stíginn. Vonandi ratar hún heim, hugsaði Jane þreytt. Með venjulegu, hvetjandi orðunum tók hún í taumana og teymdi Jenný áfram. Þannig komust þau niður stíg- inn, yfir hálsinn og loks niður í dalinn. Stígarnir voru orðnir forugir og Jane átti f ullt í fangi með að halda sér á fótunum. Hún var örþreytt og dauðhrædd og þegar hún sá að David kom ríðandi á móti þeim, andvarpaði hún af feginleik. Á hæla Davids kom Jake. Hún stöðvaði Jenný og beið þar til þeir komu nær. — Jane....! Hvað hefur komið fyrir? Þú ert náhvít í framan! Er allt í lagi með þig? David tók taumana úr skjálfandi höndum hennar og leit áhyggjuf ullur á bróður sinn. — Varð Neil fyrir slysi? Jane kinkaði kolli. — Komið honum heim, David. Ég held, að mig langi til að kasta upp...! Hún snerist á hæli og þráttfyrir leðjuna, lét hún fallastniðurá jörðina. — Vertu róleg telpa mín! Þú mátt ekki gefast upp núna! Jake ýtti höfði hennar niður milli hnjánna — Sittu svona um stund, þá lagast þetta væntanlega. Hann leit á David. — Vertu hérna hjá henni, David. Ég skal fara með húsbóndann heim. Hann lítur ekki sem bezt út, er það? Þegar Jane leit upp aftur, var liturinn kominn aftur i andlit hennar og hún brosti veikt til Davids. — Mér þykir það leitt, sagði hún lágt. — Hugsum ekki um Neil, það er allt í lagi með hann núna. Ég held, að hann sé handleggs- brotinn. — Við gátum okkur til um að eitthvað hefði komið fyr- ir, þegar gráa hryssan kom ein heim, en við vissum ekki, hvort það varst þú eða Neil, sem var á henni. Hvar fannstu hann? — Uppi á hásléttunni. Rödd Jane var mjó og ókunnug David kinkaði kolli. — Þú hlýtur þá að hafa þurft að fara niður villihestaskarðið með Neil svona, er það ekki? Jane jánkaði. — Jú. Ef ég hefði horft niður í gjána, væri ég líklega ekki svona brött. Hún stóð upp og teygði úr handleggjum og fótleggjum. David brosti og hjálpaði henni á bak sínum hesti. Svo tók hann taumana og teymdi undir henni heim. Wilma tók á móti þeim í bakdyrunum. — [ almáttugs bænum, stúlka... Hvernig líturðu eiginlega út? Komdu inn, svo skal ég hreinsa af þér óhreinindin! Jane lét sig renna þreytulega til jarðar. Hún orkaði ekki einu sinni að segja Wilmu, að hún kærði sig kollótta, þótt hún væri ötuð leðju f rá hvirf li til ilja. Hún vildi bara komast sem allra fyrst í rúmið og vera þar tímunum saman. Wilma skrúfaði frá steypibaðinu og hjálpaði Jane að afklæða sig. Svo þvoði hún henni vel og vandlega og hlustaði ekki á nein mótmæli. Þegar hún var loksins lögzt upp í rúmið sitt, ofan á fal- lega silkipteppið, spurði hún? — Hvernig hef ur Neil það? 1 1 i'SSISl Fi 1 MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „KreutzersónatanV eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Árni Blandon Einarsson les (8) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þorleifur Hauksson les þýð- ingu sina (12). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn : lög- fræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur Elsa Sigfúss syngur islenzk lög. Valborg Einarsson leikur á pianó. b. Gisli Gróuson Skerfjörð Magnús Sveinsson kennari flytur frumsamda smásögu. . Hagnýt lifsspeki.Dr. Sveinn Bergsveinsson flytur frum- ort stuttjóð. d. Þegar bjarn- dýr gekk á land i Grimsey Sigriður Schiöth les frásögn Péturs Sigurgeirssonar vigslubiskups. e. Litið til byggða austan Lónsheiðar. Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fyrra hlut'a erindis sins. f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur islenzk lög. Söng- stjóri: Rut L. Magnússon. 21.30 Útvarpssagan: „Morgunn” annar hluti Jó- hanns Kristófers eftir Romain Roiiand i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leik- kona les (8). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- - an: „i verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les siðara bindi (8). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir Í stuttu máli. Dagskrárlok. BIBMii 11 MIÐVIKUDAGUR 21. janúar 1976 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Brottförin. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.50 Gluggar. BreskTræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Kvennamorðinginn. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.05 Kaj Munk. Dönsk heim- ildamynd um prestinn og rithöfundinn Kaj Munk. Vinir og vandamenn segja frá kynnum sinum af hon- um. Einnig er lesið úr verk- um hans. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision- Danska sjónvarpið). 23.05 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.