Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 15 Búnaðartíðindi Gísli Kristjánsson skrifar NORDMENN NEYDAST TIL ÞESS AÐ TVÖFALDA INNFLUTNING Á KJÖTI — aukinn markaður fyrir íslenzkt lambakjöt? GK—Rvik. — Framkvæmdastjóri miöstöðva norsku kjötverzlana landsins, Finn T. Isakssen, gerði grein fyrir þvi, I norskum mál- gögnum fyrir skömmu að á árinu 1976- 77 mundu Norðmenn þurfa að flytja inn um 16 milljónir kg. 16.000 lestir af kjöti, eða rúmlega tvöfalt meira magn en á árinu 1974- 75. Astæðan til þessa er, að bústofn bænda hefur minnkað að mun eða sem nemur 16.000 kúm og 3.800 gyltum á siðastliðnu ári. Hann gat þess sérstaklega að svinum fækkaði fyrst og fremst vegna þess að úr ýmsum búöum heföi verið harðlega deilt á forsvars- menn framleiðslumála, að nota korn handa svinum á sama tima og milljónir manna svelta. Það er annars ákvörðun norska stórþingsins, að þjóðin þurfi ekki að sækja teljandi magn fæöu- fagna til útlandsins. Eins og mál- um er komið nú flytur norska þjóðin inn um þriðjung af mann- legri næringu og auðvitað vex sá liöur ef heimaframleiðsla minnk- ar. 1 þessu sambandi er vert aö spyrja, hvort markaður fyrir is- lenzkt lambakjöt i Noregi muni aukast þegar málum er svo kom- ið þar i landi, að kjöt vantar i auknum mæli?? Nýtt lyf eykur vaxtarhraða sláturdýra um 6-7% án þess að spilla afurðunum GK—Reykjavik. — Allir kannast nú orðið við langa röð nafna, er enda á mycin.en það eru lyf, sem vinna bug á bakterium af ýmsu tagi og eru þvi notuð i vaxandi mæli til að lækna kvilla eða verj- ast þeim. Þessum lyfjum sumum fylgja vissir annmarkar, sem ekki skulu raktir hér, en hafa það til ókosta, að gæta verður varúðar um notkun þeirra. A markaði og i tilraunum hefur að undanförnu verið á ferð erlendis nýtt mycin, sem heitir virginiamycin en það hefur sam- kvæmt reynslunni ekki þá ókosti sem við ýmis önnur og náskyld efni eru tengdir. í tilraunum með svin og ali- fugla hefur það komið i ljós, að áhrifa þessa mycins gætir ekki i afurðunum svo sem gerist með ýmis önnur. Eftir itrekaðar tilraunir hefur nú verið veitt heimild til að blanda umræddu lyfi i fóður i grannlöndunum, auðvitað I ákveðnum mæli. Það hefur sem sé sýnt sig, að virginiamycin hefur áhrif til aukins vaxtarhraða og það svo um munar, bæði hjá grisum og hænuungum. Virginiamycin hefur engar eiturverkanir i mönnum eða skepnum. það sogast ekki upp úr meltingarvegi manna né dýra og einmitt þess vegna berast áhrifin ekki yfir i afurðirnar. Marg- endurteknar tilraunir hafa sýnt, að meðal ungdýra, sem að ofan getur, hefur vaxtarhraði aukizt um 6-7% þegar umræddu mycini er blandað i fóðrið, en við tilraun- ir hjá Forsögslaboratoriet i Kaupmannahöfn hefur umrædd vaxtarhraðaaukning varla reynzt eins mikil og i tilraunum annars staðar, ef til vill af þvi að fóðrunarskilyrði eru þar full- komnari en hjá öðrum gerist. Lyf þetta hefur verið notað að undanförnu við mannalækningar en nú eru dyr opnaðar til notkun- ar þess hjá grannþjóunum og viðar, af þvi að staðfest er, að áhrifa þess gætir ekki i mjólk eða kjöti. Hvort það muni borga sig að nota lyfið til þess að tryggja örari vöxt getur verið álitamál. t Danmörku er verð þess sem svarar um 28.000 islenzkar krónur hvert kg. eða 28 krónur grammið og á tslandi getur það varla orðið minna, liklega meira, eins og flest annað hér. Hvort það svo borgar sig að nota umrætt lyf hér i hliðstæðum tilgangi, skal ósagt látið, en kost- ur er að nota virkt mycin, sem ekki berst með búfjárafurðum áleiðis til neytenda þeirra i mannheimum. Um Norðurlönd er heimild veitt til sölu efnis þessa til blöndunar i fóður, með auðkenninu „Stafac 500”. Þurfa að reisa fjós yfir 60 þús. kýr á ári næsta áratuginn GK—Rvik. — Hagstofnun land- búnaðarins i Kaupmannahöfn hefur reiknazt til, að um komandi 10 ár þurfi Danir að reisa fjós yfir 60.000 kýr árlega, eða 600.000 bása samtals til ársins 1985. 1 þessu felst geysileg fjárfest- ing, sem ekki fæst á nokkurn hátt greidd i afurðaverðinu. Þess vegna er nú veitt opinbert framlag til þess að reisa bygging- ar i þágu landbúnaðarfram- leiðslunnar. Hins vegar er það áhugaefni að finna leiðir til að byggja ódýrt, en þó vel gerðar og hagkvæmar byggingar. A ráðunautafundum um þessi mál fyrir skömmu kom fram, að það væri þekkt að aðeins hefði kostað 3.000 d. kr. (um 90.000 isl) að byggja yfir kúna á vissum stöðum og allt upp i 14.000 væri kostnaður á bás i nýju fjósi, en það er feikilegur munur. Lands- ráðunautur i nautgriparækt taldi allsendis ógerlegt að byggja bás, sem kostaði 12-14 þúsund )þ.e. 400-450 þúsund isl. kr.) yfir kúna, hversu mikill og góður tækni- búnaður, sem hér með væri feng- inn. Menn hafa byggt dýrt, sagði hann, af þvi að þeir hafa reiknað með, að mjólkurverðið hækki stöðugt og þannig verði unnt að láta framleiðsluna standa undir byggingakostnaði. Það er ekki húsnæðið eitt, sem ákveður framleiðslukostnað mjólkurinnar, sagði hann, hitt er Krabbameinsvaldur í jurtaolíu? brigði af jurtum þessarar ættar, þar sem minna en 15% af fitu- sýrum oliunnar er erucasýra, en við það magn er miðað i ákvæðunum. Tilefnið til umræddra fyrir- mæla er það, að talið hefur verið og þykir nú nær fullvist, að eru- casýra er eitt þeirra efna, sem magnar vözt krabbameins i fólki, og þótt aðeins sé takmarkaður hluti rapsoliu notaður i manneldisvörur, er það talið meira en nóg til þess að stuðla að auknum krabba- meinssjúkdómum. Hins vegar er ekkert um það fullyrt, hvort áhrif umræddrar sýru séu saknæm i fóðri eða i afurðum búfjár. GK—Rvik. — Erlend fagblöð landbúnaðarins segja frá þvi um þessar mundir, að gerð hafi verið alþjóðasamþykkt þess efnis, að krefjast þess, að aðeins séu ræktaðar rapstegundir, sem hafi litið magn erucasýru I sér fólgið. Svo sem ræktunarmönnum er kunnugt er raps ræktað i stórum stil i mörgum löndum, bæði til framleiðslu jurtaoliu og svo til þess að fá jafnframt próteinrik- ar oliukökur, sem fást með þvi að pressa jurtaleifarnar þegar búið er að fjarlægja oliuna. Innan Efnahagsbandaiagsins hafa þessi ákvæði valdið nokkr- um vanda, þvi að ekki er auð- gert i fljótheitum að finna af- staðreynd, að aðeins 15% af af- urðahæfni kúnna er arfbundin, en 85% er háð fóðri og fóðrun, með- ferð og húsvist. Hve mikill hluti þessa pósts felst i húsvistinni get- ur ráðið ákaflega miklu um arðs- vonina, og vissulega er engin leið að renta og afskrifa þær hámarksupphæðir, sem dæmin sýna að varið hefur verið til þess að reisa hús yfir dýrustu básana. 1 þessu sambandi er vert að geta þess, aö þegar talað er um fjósbáser innifalinn i kostnaði sá tæknibúnaður, sem tilheyrir á nútimavisu, þar sem rörmjalta- kerfi og fastur flutningabúnaður fyrir fóður og mykju, ásamt tilheyrandi geymsluhúsum fyrir fóður (hlöður)öu og mykju, sem hjá Dönum er nú jafnan geymar fyrir fljótandi mykju eða steypt haugstæði. t sambandi við þessar fréttir er rétt að geta þess, að nýtizku búnaöur er nú framleiddur i Dan- mörku til þess að flytja gróffóður úr geymslum i básjötur. Er þar um að ræða færibandafyrirkomu- lag, sem liklegt er að geri minni kröfur til breiðra fóðurganga en þegar fóðrið er flutt að jöt- um ihjólbörum eða á vögnum. Er talið liklegt, að sparaður byggingakostnaður með mjókk- uðum fóðurgöngum vegi á móti færibandakostnaðinum, svo að bætt tækni hafi i för með sér lækkaðan byggingakostnað nokk- uð sem er óvenjulegt. Verkalýðsfélagið vill Blönduvirkjun en Upprekstrarfélagið mælir með Jökulsá Mó-Reykjavik — Timanum hafa borizt eftirfarandi ályktanir um virkjun Blöndu: „Stjórn og fulltrúaráðsfundur Verkalýðsfélagsins A.-Hún., haldinn 10. jan. sl., lýsir sig ein- dregiö fylgjandi Blönduvirkjun. þar sem slik virkjun hljóti að skapa stóraukið öryggi i raforku- málum landsins, jáfnframt þvi sem hún skapar Norðurlandi meiri möguleika til frekari upp- byggingar og atvinnuöryggis. Þá telur fundurinn, að haga beri framkvæmdum þannig, að heimahéruðin njóti vinnunnar sem bezt. Skorar þvi stjórn og fulltrúaráð V.A.H. á alla alþingismenn kjör- dæmisins aö beita sér af alefli fyrir framgangi málsins.” „Stjórn Vörubifreiðastjórafé- lagsins Neista, Austur-Húna- vatnssýslu, skorar á rikisstjórn tslands að hefja framkvæmdir við virkjun Blöndu sem allra fyrst.” „Fundur hreppsnefndar Engi- hliðarhrepps, haldinn 16.1. 1976, ályktar eftirfarandi vegna á- stands orkumála i Norðlendinga- fjórðungi: 1. Þar sem orkuskortur i Norð- lendingafjórð. er slikur að eðli- leg atvinnuþróun er útilokuð, bæði við sjó og i sveit, þá telur hreppsnefndin hreina nauðsyn bera til þess að bráður bugur sé að þvi undinn að reisa stórvirkjun i Norðlendingafjórðungi. Náttúruhamfarir við Kröflu sýna ljóslega hve völtum fótum raforkuframleiðsla þjóöarinnar stendur og undirstrikar, svo ekki verðurum villzt, þörfina á þvi, að næsta stórvirkjun verði reist á ör- uggu svæði, vegna eldgosa og jarðskjálfta. 2. Fram hefur komið, svo ekki verður um villzt, að virkjun Blöndu er það miklu hagkvæmari öðrum virkjunum, sem um hefur verið rætt, að sjálfsagt er að benda á hana sem næsta áfanga i virkjunarmálum. 3. Hreppsnefndin leggur á- herzlu á, að orku frá Blönduvirkj- un verði ráðstafað þannig, að uppbygging og þróun iðnaðar og annarra þátta atvinnulifs i fjórð- ungnum verði látin sitja i fyrir- rúmi. Með tilliti til hins háa oliu- verðs, er augljós sú nauðsyn, að raforka verði nýtt til húsahitunar alls staðar þar sem jarðvarma nýtur ekki. 4. Með hliðsjón af framanrituðu beinir hreppsnefndin þeirri ein- dregnu áskorun til Alþingis og rikisstjórnar, að snúizt verði við þvi hið fyrsta, að raforkuver verði reist við Blöndu. Alyktunin var samþykkt með atkvæðum allra nefndarmanna.” „Fundur sveitarstjórnarmanna i Upprekstrarfélagi Eyvindar- stáðaheiðar, haldinn að Argarði 8. nóv. 1975, itrekar fyrri sam- þykktir um virkjanir á Norður- landi vestra. Litur fundurinn svo á, að fagna beri virkjunaráform- um i' þessum landshluta og telur, að virkjun við Villinganes i Jökulsá i Skagafirði eigi að vera fyrsta stig virkjana á Norður- landi vestra. Minnir fundurinn á fyrri röksemdir þar að lútandi. Þvi beinir fundurinn þeirri áskor- un til rikisstjórnarinnar að leggja frumvarp um virkjun Jökulsár í Skagafirði fyrir aiþingi það, er nú situr. Kom hins vegar til þess að virkjun Blöndu, með þeim hætti sem nú er gertráð fyrir, verði tal- in „óhjákvæmileg þjóðarnauð- syn”, minnir fundurinn á 3. lið á- lyktunarinnar frá 18. marz sl. um bætur gróðurlendis og mann- virkja á Eyvindarstaðaheiði. Áskilur fundurinn sér allan rétt fyrir hönd Upprekstrarfélagsins máli þessu viðkomandi. Fundurinn álitur drög iönaðar- ráðuneytisins um tilhögun slikra bóta hugsanlegan umræðugrund- völl, að nokkru leyti, en vekur meðal annars athygli á eftirfar- andi atriðum sem gagngerðra breytinga þarfnist og gera verði kröfu um, með tilliti til Upp- rekstrarfélags Eyvindarstaða- heiðar. l.a. Fara verður fram á veru- lega aukið magn ókeypis raforku, meðal annars vegna aðstöðumun- ar við staðarval raforkuversins. 1. b. Sérstaklega verði athugað um bætur til þeirra sem ekki hafa gagn af slikum bótum. 2. Allmiklu stærra land verði tekið til uppgræðslu en það sem fer undir vatn eða spillist á annan hátt. 3. Verði ekki viðunandi árangur af uppgræðslu að mati héraðs- ráðunauta og annarra heima- manna, kosti virkjunin tilsvar- andi áburðargjöf og/eða upp- græðslu á heimalönd. 4. Virkjunin sjái um vegabætur. svo að hægt sé að dreifa búfé um afréttina, þar sem einn bezti hluti hennar fer undir vatn. Leggja verður áherzlu á brú á Ströngu- kvisl. 5. 3ja fasa rafmagn verði lagt um þær sveitir austan Blöndu sem hlut eiga að máli. 6. Bætur fyrir veiðimöguleika verði athugaðar með tilliti til lax og silungsveiði, i Haugakvisl og Galtará. Einnig verði tryggt að jarðir i Blöndudal tapi ekki veiði- arði vegna þess að áin verði færð úr landi þeirra. Þá kosti virkjunin að sjálfsögðu alla vörzlu vegna slikra breyt- inga.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.