Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 20, janúar 1976. Gylfi Kristinsson: Nokkur orð um utanríkis- samskipti Sambands ungra Framsóknarmanna UM fjögurra ára skeið hefur Samband ungra framsóknar- manna átt aukaaðild (observer member) aö þremur samtökum fr jálslyndrar og róttækrar æsku, þ.e. Evrópusambandi frjálslyndrar og róttækrar æsku (European Federation of Liber- al and Radical Youth) E.F.L.R.Y., Norðurlandasam- bandi frjálslyndrar og róttækr- ar æsku (Nordens Liberala och Radikala Ungdomsforbund) N.L.R.U., og Heimssambandi frjálslyndrar og róttækrar æsku (World Federation of Liberal and Radical Youth) W.F.L.R.Y. Undanfarin tvö ár hefur hug- myndin verið sú, að lögð yrði fram á S.U.F.-þinginu i sumar er leiö tillaga um fulla aðild S.U.F. aö áöurnefndum sam- böndum og Nordisk Centerfor- bundet (NCF). En vegna mannaskipta i S.U.F.-stjórninni s.l. ár reyndist þetta ekki unnt. Stjórn S.U.F. hefur þvi sent bréf til E.F.L.R.Y. og E.F.L.R.Y. og N.L.R.U. og farið fram á áframhaldandi aukaaðild næstu tvö árin, eða þar til næsta S.U.F. þing verður haldið. A E.F.L.R.Y.-ráðstefnu, sem haldin var 28.-30. nóvember s.l. i Vestur-Berlin, náðist sam- komulag milli fulltrúa S.U.F. og formanns E.F.L.R.Y., Volk- mars Kallenbach, um áfram- haldandi aukaaðild S.U.F. að E.F.L.R.Y. næstu tvö árin. For- maður N.L.R.U., Olav Ljösne frá Noregi, lýsti þvi yfir á sömu ráöstefnu, að N.L.R.U. hefði samþykkt umsókn S.U.F. um áframhaldandi aukaaðild næstu tvö árin, eða þar til S.U.F.-þing- ið kemur næst saman og ákveð- ur endanlega, hvernig sam- skiptum S.U.F. og þessara þriggja sambanda skuli háttað i framtiðinni. Þar sem undirritaður hefur átt þess kost að sækja tvær ráð- stefnur, sem haldnar hafa verið af E.F.L.R.Y., sem fulltrúi S.U.F., og haft tækifæri til að fylgjast með störfum N.L.R.U. og W.F.L.R.Y., með þátttöku i starfi og utanrikisnefnd S.U.F., þykir bæði rétt og skylt að kynna þessi sambönd litillega fyrir öðrum ungum framsókn- armönnum. E.F.L.R.Y. Af áðurnefndum þremur sam- böndum er E.F.L.R.Y. tvi- mælalaust öflugast. E.F.L.R.Y. var stofnað 1970, og var aðal- hvatamaðurinn að stofnun þess stúlka að nafni Raumolin-Brun- berg. Hún var kosin fyrsti for- seti E.F.L.R.Y. Meginverkefni fyrstu stjórnarinnar var að tryggja fjárhagsgrundvöll sam- bandsins. Það tókst, og E.F.L.R.Y. fær fjármagn til starfsemi sinnar á tvo vegu: í fyrsta lagi með þátttökugjaldi aðildarfélaga, ogi öðru lagi með styrkjum frá ýmsum sjóðum. Þátttökugjaldið er ákveðin upphæð af heildarveltu viðkom- andi aðildarfélags. Þannig greiðir félag, sem hefur allt að 50.000,- þýzk mörk i veltu á ári, 300 þýzk mörk i þátttökugjald. Félag, sem hefur 50.000 þýzk mörk til 100.000 þýzk mörk i árs- veltu, greiðir 600 þýzk mörk i þátttökugjald o.s.frv. Aukaaðil- ar greiða 300 þýzk mörk á ári. t samþykkt E.F.L.R.Y. um þátt- tökugjald, er heimild fyrir stjórnina að lækka eða fella nið- ur þátttökugjald einstakra fé- laga, sé fjárhagur þeirra slæm- ur. Haustið 1975 voru eftirtalin samtök aöilar eða aukaaðilar að E F L R Y ' Aðildarféíög E.F.L.R.Y.: Belgia: — Fédération Natio- nale des Jeunesses pour la Lib- erté et le Progrés FNJLP Fédération Belge des Etudiants Libéraux FBEL. Danmörk: — Radikal Ung- dom RU. Venstres Ungdom VU Finnland: — Liberaalinen, Nuorisoliitto LNL: — Mouve- ment des Jeunes Radicaux de Gauche MJRG. Vestur-Þýzkaland: — Deutsche Junedemokraten DJD Bretland: — National League of Young Liberals NLYL. Union of Liberal Students ULS. The Welsh League of Young Liber- als WLYL. Irland: — Young Liberal Movement in Ireland YLMI. Italia: — Centro Italiano di Critica Liberale DICL. Gioven- tú Liberale Italiana (3LI. Lúxemborg: — Jeunesse Démocratique Luxembourgeo- ise JDL. Holland: Jongeren Organis- atie Vryheiden Democratie JOVD. Federatie van Liberale Studenten Vereinigingen Ned- erland FLSVN. Noregur: — Norges Unge Venstre NUV. Norges Liberale Studentforbund NLS. Sviðþjóð: Folkpartiets Ung- donisforbund FPU Sviss: — Jungliberale Beweg- ung der Schweiz JBS. Schweiz- erischer Liberaler Studenten- verband SLS. Aukaa ðilar: Finnland: — Liberaalinen ja Radikaalinen Opiskelijaliitto LOL (Liberal and Radical Stu- dents in Finland). Svensk Ung- dom SU. Bretland: Scottish League for Young Liberals SLYL. tsland: Samband ungra Framsóknarmanna SUF. Sviss: Vereinigung Liberaler Studentgruppen in der Schweiz. Þeir sem þekkja eitthvað til stjörnmálaflokka i Evrópu, sjá á upptalningunni á aðildarfélög- um E.F.L.R.Y., að mörg þeirra eru frekar smá. Það eru einkum tveir sjóðir, sem styrkja starfsemi E.F.L.R.Y. Þeir eru Eruopean Youth Foundation og Friedrich Naumann Stiftung i Þýzkalandi. Styrkveitingu þessara sjóða er þannig háttað, að þeir greiða ferðakostnað þátttakanda að og frá ráðstefnustað, og i sumum tilfellum taka þeir þátt i beinum kostnaði vegna ráðstefnuhalds, svo sem gisti- og fæðiskostnaði þátttakenda, og greiða túlkum laun (ráðstefnumál eru venju- lega enska og franska). Þess ma geta í þessu sambandi, aö kostnaðurinn við að senda ís- lending á ráðstefnu i Evrópu, er aö meðaltali um 60.000 isl. kr. Einn stærsti kosturinn við ráð- stefnuhald á vegum E.F.L.R.Y. er að fjárhagsgrundvöllur hverrar ráðstefnu er tryggður, áður en ráðstefnan er haldin. Þannig er frá þvi gengið, áður en ráöstefnan er haldin, að þátt- takendur fái farmiða endur- greidda. Aðildarfélög eiga þvi ekki á hættu að fá reikning eftir ráðstefnuhaldið fyrir umfram- kostnaöi. Tilgangurinn með stofnun E.F.L.R.Y. var að freista þess að ryðja braut fyrir þriðja val- kostinn i stjórnmálum. Valkost sem hafnaði leiðum kommún- isma og kapitalisma til lausnar þjóðfélagsvandamálum. En til þess að geta hafnað úrræðum kapitalisma og kommúnisma, verður að vera hægt að benda á önnur betri úrræði en þær tvær stefnur bjóða upp á. Ráðstefnur og fundir, sem haldnir hafa ver- ið á vegum E.F.L.R.Y., hafa snúizt um að finna þessi úrræði. Vegna þess hve aðildarfélög E.F.L.R.Y. eru i rauninni ólik, þá eru yfirleitt miklar umræður um þau atriði, sem eru til um- fjöllunar hverju sinni og eru margvlslegar skoðanir á kreiki. Þvi er fróðlegt fyrir íslending að taka þátt i ráðstefnum þess- ara samtaka og kynnast þessum margvislegu' viðhorfum. Þrátt fyrir mörg sjónarmið á ýmsum málum má tina nokkur atriði út úr og telja þau sérstök áhuga- mál aðildarsamtakaE.F.L.R.Y. Til dæmis láta flest aðildarfé- lögin sér mjög umhugað um, að mannréttindi og náttúruvernd sitji ætið i fyrirrúmi þegar fund- in er lausn á þjóðfélagsvanda- málum. N.L.R.U. Nordisk Liberala och Radi- kala Ungdomsforbund eru sam- tök þeirra aðildarfélaga E.F.L.R.Y., sem eru frá Norð- urlöndunum. Hlutverk N.L.R.U. er að taka til umfjöllunar þau mál, sem kalla má sérstök áhugamál Norðurlanda eins og jafnvægi i byggð þessara landa, nánari samvinnu á milli Norð- urlanda á margvislegum svið- um, til dæmis á sviði menning- armála, efnahagsmála og orku- mála. Fjármagn til starfsemi sinnar, sem er mest funda- og ráðstefnuhald, fær N.L.R.U. á tvennan hátt. Frá Nordisk Kul- turfond og með þátttökugjaldi frá aðildarfélögum. Þátttöku- gjald er 1% af ársveltu viðkom- andi aðildarfélags. W.L.R.Y. 1 heimssambandi frjálslyndr- ar og róttækrar æsku eru aðild- arfélög frá nokkru fleiri löndum en I E.F.L.R.Y. eða frá 20 lönd- um. Starfsemi W.F.L.R.Y. hef- ur verið heldur dauf undanfarin ár, og er þar aðallega um að kenna fjárskorti. Þátttökugjald i W.F.L.R.Y. er 1% af ársveltu viðkomandi félagssamtaka og er þá miðað við fulla aðild. Aukameðlimir greiða 50 sviss- neska franka á ári fyrir aukaað- ild. Nokkur undanfarin ár hefur stjórn W.F.L.R.Y. reynt að fá fjárhagsaðstoð frá Sameinuðu þjóðunum. Það hefur ekki tekizt enn sem komið er. Mikil samvinna er innbyrðis milli stjórna E.F.L.Y., N.L.R.U.og W.F.L.R.Y. tþeirri samvinnu hefur E.F.L.R.Y. al- gjöra forystu, vegna þess hve það hefur getið sér gott orð fyrir vel skipulagðar og árangursrik- ar ráðstefnur. Þessi staðreynd hefur gert sambandinu auðveld- ara að sækja um og fá fjármagn til starfsemi sinnar. Lokaorð. t þessari grein hefur verið reynt að gera örlitla grein fyrir uppbyggingu og aðildarfélögum þriggja erlendra samtaka, sem S.U.F. hefur verið aukaaðili að undanfarin ár. Hér hefur ekki verið gerð grein fyrir þeim ráð- stefnum,sem þessi samtök hafa staðið fyrir. Það hefur verið gert að minnsta kosti tvisvar sinnum. Sólveig Guðmundsdótt- ir skrifaöi grein um ráðste&iu á vegum N.L.R.U., sem fjallaði um stöðu kvenna á Norðurlönd- um. Hilmar J. Hauksson sagði frá E.F.L.R.Y. ráðstefnu I Lux- emburg á S.U.F. siðu 14. janúar s.l. Sú ráðstefna fjallaöi um tengsl hagvaxtar og mengunar. Ljdst er, að sú ákvörðun, sem tekin var á siðasta S.U.F. þingi um að S.U.F. gerðist aðili að Nordisk Centerforbundet hefur valdiöákveðnum örðugleikum á áframhaldandi tengslum S.U.F. einkum við N.L.R.U., og þá um leið tengslum S.U.F. við E.F.L.R.Y. og W.F.L.R.Y. Jafnvel þótt stefna N.C.F. og hinna samtakanna þriggja sé næsta lik. Þá hefur komið I ljós að innganga S.U.F. i N.C.F. hef- ur ekki verið nægilega vel und- irbúin af hálfu fyrrverandi stjórnar S.U.F., og ýmsir erfið- leikar komið fram vegna þessa. Það liggur þvi á hreinu, að utan- rikissamskipti S.U.F. verða mjög líklega til umræðu á næsta S.U.F. þingi. A þvi þingi verða þingfulltrúar endanlega að gera upp við sig, hvort S.U.F. eigi að halda áfram aðild að N.C.F. eða hvort S.U.F. eigi að fara fram á fulla aðild að E.F.L.R.Y., N.L.R.U. og W.F.L.R.Y. og hætta þátttöku I N.C.F. Slika ákvörðun verður að taka i sið- asta lagi eftir tvö ár. S.U.F. get- ur ekki bæði haft samvinnu við N.C.F. og E.F.L.R.Y., N.L.R.U. og W.F.L.R.Y., vegna ákvæða i lögum þessara samtaka. Þegar ákvörðun er tekin um það viðhvaða erlenda aðila eigi að hafa samstarf verður að gæta tveggja atriða. 1 fyrsta lagi hvort málefnaleg samstaða Gylfi Kristinsson. sé milli félags og þeirra sam- taka, sem fyrirhugað er að ganga I og hver sé möguleiki fulltrúa félagsins til að hafa áhrif á gang mála hjá samtök- unum. Hvort málflutningur- hans, sem er byggður á sam- þykktum þess félags, sem hann er fulltrúi fyrir, hafi möguleika á að ná eyrum fulltrúa annarra aðildarfélaga og orka þannig stefnumótandi á viðkomandi fé- lagasamband. Reynsla þeirra, sem hafa sótt ráðstefnur á veg- um E.F.L.R.Y. og N.L.R.U. er að steöia S.U.F. hefur hlotið stuðning og fengið hljómgrunn meðal fulltrúa frá öðrum lönd- um. Þetta kom sérstaklega vel i ljós, þegar undirritaður lagði fram tillögu um að E.F.L.R.Y. lýsti yfir stuðningi sinum við málstaö tslands I landhelgis- málinu á ráðstefnu i Vest- ur-Berlin nú fyrir skömmu. Hitt atriðið er, hvort félagið hefur efni á að taka þátt i erlendum samskiptum. t þeim tilfellum, sem hefur verið rætt um hér, þ.e. aðild S.U.F. að E.F.L.R.Y. og N.L.R.U., þá er þátttöku- gjald mjög lágt og ætti ekki eitt sér að hinera aðild, jafnvel ekki félags sem er jafn févana og S.U.F. Það er ljóst, að við tslending- ar verðum i framtiðinni að eiga margvisleg samskipti við aðrar þjóðir. Okkur er lifsspursmál að kynna sérstöðu okkar fyrir öðr- um þjóðum þannig að þær haldi áfram að virða tilverurétt okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Og einnig til þess, að þær skilji að við tslendingar verðum að standa á varðbergi gagnvart ýmsum óæskilegum erlendum áhrifum til þess að vernda menningareinkenni okkar. Sambandi ungra framsóknar- manna ber þannig beinlinis skylda til að taka þátt i sliku kynningarstarfi á þeim vett- vangi, sem það telur eðlilegast- an og tryggja þannig sjálfstæði islenzku þjóðarinnar um ókomna framtfð. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson Tónleikar í safnahúsinu á Sauðórkróki G.ó.-Sauöárkróki— Pilip Jenkins pianóleikari og Einar Jóhannes- son klarinettleikari, sem eru á tónleikaferðalagi um landið, komu til Sauðárkróks sunnu- daginn 11. þ.m. á vegum Tónlist- arfélags Skagfiröinga og héldu tónleika I safnahúsinu. Eyþór Stefánsson tónskáld ávarpaöi listamennina og setti samkomuna. Hann gat þess, aö hér i safnahúsinu væri nýtt hljóö- færi — flygill — sem nú yrði vigð- ur og leikið á I fyrsta sinn. Flygillinn er gefinn af söngmála- sjóði Skagfirðinga og nánum ætt- ingjum hjónanna Þormóðs Eyjólfssonar söngstjóra og frú Guðrúnar Björnsdóttur. Þormóð- ur Eyjólfsson stofnaði söngmála- sjóð Skagfirðinga með peninga- gjöf fyrir nokkrum áratugum, og hefur sjóðnum nú verið varið til kaupa á þessum flygli. Um eitt hundrað manns sóttu tónleikana og tóku hinum ágætu listamönnum með mikilli hrifn- ingu. Við flygilinn eru Philip Jenkins og Jón Hlöðver Askelsson en meö klarinettinn er Einar Jóhannes- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.