Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 16
16 TlMítíN Miðvikudagur 21. janúar 1976. u msjón: Sigmundur Steinarsson VicHalom.... hinn mikli þrumufleygur Sunderland-liðsins, hefur óskað eftir þvf, að vera settur á sölulista. Vic Halom má leika fyrir Una- verialand — Mig langar til að leikalandsleikfyrir Ungverjaland, segir Vic Halom, hinn stóri miðherji Sunderlands- liðsins,sem á möguleika að leika með landsliði Ung- verjalands þar sem hanná ungverska foreldra. Harlom, sem hefur vakandi augu með landsleikjum Ung- verja hefur von um, að hann verði kallaður til Ungverja- lands, til að leika með Ungverj- um i undankeppni HM- keppninnar i Argentinu 1978, en Ungverjar leika i riðli með Rússum og Grikkjum. Ungverjar hafa verið að endurbæta og efla landslið sitt, siðan hinn snjalli og reyndi þjálfari — Lajos Barote — tók við landsliði þeirra. Ungverja vantar sterkan og stóran leik- mann i framþ'nu sina, eins og Halom, sem hefur yfir mikilli skallatækni að ráða, og er stór og sterkur. — Ef ég yrði kallaður til Ung- verjalands, þá myndi tungu- málið verða mér erfiðast, sagði Halom. -SOS. MOTHERWELL FÆR GÓÐAN LIÐSSTYRK — fyrir bikarleikinn gegn Celtic MOTHERWELL-liöiö, sem Jó- hannes Eövaldsson og félagar hans úr Celtic sækja heim á laugardaginn — til að leika gegn á Fir Park I skozku bikar- keppninni, hefur fengiö góöan liösstyrk. Motherwell hefur fengiö Englendinginn Tony Taylor aö láni i einn mánuð, frá Southend — sem keypti Taylor Irá Crystal Palace á 25 þús. pund fyrir tveimur árum. Taylor mun leika með hinu sterka Motherwell-liði gegn Celtic. Róðurinn verður örugg- lega erfiður hjá Celtic á Fir Park, en þar mæta leikmenn Celtic markaskoraranum mikla Willie Pettigrev og kappanum Peter Marinello. —SOS Þrotlausa æfingar, og sjálfsc — ásamt 30 prósent tækni, hefur gert Oleg Blokhin af einum af bezta knattspyrnumanni heims ★ Þessi rússnezki knatt- spyrnusnillingur, sem hefur mikla stjórn- málahæfileika, var valinn knattspyrnu- maður Evrópu 1975 OLEG BLOKHIN.... er galdramaður með knöttinn. Þessi snjalli leikmaður var kosinn bezti knattspyrnu- maður Evrópu 1975 af hinu virta knattspyrnu- blaði „France Foot- ball”. OLEG BLOKHIN — knattspyrnusnillingurinn frá Rúss- landi, sem leikur með Dynamo Kiev-liðinu var kosinn knattspyrnumaður Evrópu 1975. Það var hið víðlesna knattspyrnublað „France Football", sem valdi Blokhin bezta knattspyrnumanninn, og fékk hann hinn eftirsótta gullknött í verðlaun. Blokhin, sem er 21 árs, hefur sannað það að undanförnu, að hann er einn bezti knatt- spyrnumaður heims — hann er heilinn á bak við hinn óvænta árangur Dynamo Kiev og rússneska landsliðsins. Blokhin hefur yfir frábærri knatttækni að ráða, — hann er fljótur að ná valdi á knettinum og fljótur að senda hann til meðspilara, og einnig að skjóta. Þá hefur Blokhin frábæra hæfi- leika til að skora mörk — flest þeirra eru stórglæsileg. — Það kom mér ekki á óvart að Oleg Blokhin hlaut gullknöttinn, — hann er stórkostlegur knatt- spyrnumaður, sagði Franz Beckenbauer, fyrirliði Bayern Munchen og v-þýzka landsliðsins. Júgóslavneska iþróttablaðið „Tempo” hafði viðtal við Blokhin fyrir stuttu, þar sem hann var spurður um hina geysilegu knatt- tækni, sem hann hafði yfir að ráða. — Blokhin sagði, að hann hafði yfir að ráða 30 prósent tækni, en hin 70 prósentin eru þrotlausar æfingar, vinna og sjálfsögun, sagði Blokhin. Blokhin stundar nám við há- skólann i Kiev og hefur mikla hæfileika til að verða stjórnmála- maður. En hvort hann verður stjórnmálamaður eða knatt- spyrnuþjálfari, þvi verður framtiðin að skera úr. Blokhin sagði, að fyrir utan iþróttir, þá hafði hann mikinn áhuga á leiklist, bókmenntum og tónlist. Af rússneskum höfundum heldur hann mest upp á Leo Tolstoj og Anton Tsjekhoven af erlendum — Guy de Maupassant. Hafnaöi svimandi háum peningaupphæðum Blokhin hefur fengið mörg tilboð frá frægum félögum i V- Evrópu — og hafa þau boðið svimandi háar peningaupphæðir, ef hann skrifaði undir atvinnu- mannasamning hjá félögunum. V-þýzka liðið Frankfurt og spænsku liöin, rsarcelona og Real Madrid, hafa boðið honum að koma og leika með liðunum, — en svarið sem þessi frægu lið hafa fengið, er Nei.— Ég veit að knatt- spyrnumenn i V-Evrópu hafa há laun, en ég er ánægður hjá Dynamo Kiev, sagði Blokhin, sem segist hafa haft mikla ánægju að leika þá 190 leiki, sem hann hefur leikið með Kiev-liðinu. — Ég hef alltaf haft mikið dálæti af knattspyrnuköppunum Peleog Cruyff.sem ég hef tekið til fyrir- myndar, sagði Blokhin. — En ég hef lært mest af að sjá þá Franz Beckenbauer.sem er stórkostleg- ur leikmaður, og Johann Cruyff, leika — þessir leikmenn hafa sýntfrábæra kunnáttu, að stjórna liðum, sagði Blokhin. Evrópulið Blokhins. Þegar Blokhin var spurður að þvi hvaða leikmenn hann myndi velja, ef hann ætti að stilla upp Evrópuliði? Blokhin sagðist myndi velja þessa leikmenn i lið sitt: — Tomaszewski, Póllandi (Maier, V-Þýzkalandi eða Maric, Júgóslaviu) Vogts.V-Þýzkaiandi, Beckenbauer, V-Þýzkalandi, Benito, Spánn ( Katalinski, Júgóslaviu) Fischbach, Sviss ( Rensenbrink, Hollandi) Deyna, Póllandi, Lato, Póllandi, Neeskens, Hollandi, (Gadocha, Póllandi) Cruyff, Hollandi, Veremejev, Rússlandi og Onistjsjenko, Rússlandi ( Burjak, Rússlandi) Rússarnir siðast- nefndu, eru félagar Blokhin i Kiev-liðinu. -SOS. Cruyff vill mæta V-Þjóðverjum... — í úrslitaleik Evrópukeppni landsliða — ÞAÐ væri gaman aö mæta V- Þjóöverjum I úrslitaleiknum og hefna fyrir ósigurinn i HM-keppn- inni, sagöi knattspyrnusnillingur- inn Johann Cruyff, eftir að dregiö var í Evrópukeppni landsliða. Það eru miklir möguleikar á þvi, að V-Þjóðverjar og Hollendingar mætist I úrslitaleiknum — eins og drátturinn sýnir: 8-liða úrslit: Holland—Belgia Spánn—V-Þýzkaland eða Grikk- land Júgóslavia—Wales Tékkóslóvakia—Rússland Heimsmeistararnir frá V- Þýzkalandi þurfa aðeins jafntefli gegn Möltu i leiknum i V-Þýzka- landi, til að komast i 8-liða úrslit- in. Undanúrslit: Það var einnig dregið i undan- úrslit keppninnar og varð drátt- urinn þannig: Tékkóslóvakia eða Rússland — Holland eða Belgia. Júgóslavia eða Wales — Spánn eða V-Þýzkaland eða Grikkland. A þessu sést, að Hollendingar eiga mikla möguleika á að mæta V-Þjóðverjum i úrslitaleiknum. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.