Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. janúar 1976. TÍMINN 3 Kópasker: Flestir íbúar flytjast heim á næstunni Vatn komið í 10 hús — Lftil vararafstöð var væntanleg í gærkvöldi Gsal—Reykjavik — Að sögn Auð- uns Benediktssonar á Kópaskeri, er talið að flestir ibúar Kópa- skers, sem fluttust brott úr kaup- túninu eftir jarðskjálftann mikla á þriðjudag i siðustu viku, muni flytjast heim aftur á næstu dög- um. 1 gær var vatn tengt á eina grein vatnslagnarinnar, og ljúka átti við tengingu á aðra grein i gærkvöldi. Þar með átti að vera komið vatn i u.þ.b. 10 ibúðarhús, auk húss kaupfélagsins. Vatns- lögninni nýju er sökkt I læk u.þ.b. hálfa leiðina til kauptúnsins, en hinn hlutinn plægður niður i snjó. Gamla asbestlögnin er talin nær alónýt, að sögn Auðuns. Frárennslislagnir hafa litt ver- ið kannaðar, en þær eru taldar mikið skemmdar. Þá eru flest hús simasambandslaus, en allmörg númer i þorpinu hafa farið úr sambandi siðustu daga, er raki hefur siazt inn i jarðkapla. Sima- menn eru nú á Kópaskeri og vinna að lagfæringum á sima- kerfinu. 1 gærkvöldi var væntanleg litil vararafstöð til Kópaskers, og mun hún verða notuð til að halda vatnsdælu i gangi, svo ekki frjósi i rörunum, ef rafmagn fer af kaup- túninu. Almannavarnanefnd Kópa- skers vildi koma á framfæri þökkum til þeirra, sem greiddu götu þess fólks, sem flutt var burtu eftir jarðskjálftann, og enn fremur til þeirra, sem lagt hafa Kópaskersbúum lið heima og heiman með margvislegri hjálp. VATNSBÓL Kópaskers er i nokkur hundruð metra fjar- lægð frá kauptúninu. A mynd- inni sést slökkvibill kauptúns- ins við vatnsbólið, og er mynd- in tekin, er byrjað var að huga að vatnslögninni s.l. fimmtu- dag. Timamynd: Gsal. Atli Heimir Sveinsson tónskóld hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaróðs: Hér eru mörg tónskóld, sem semja bæði mikið og vel FB-Reykjavík Siðdegis i gær var tilkynnt, að Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefði hlotið tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs, sem eru um 1.4 milljónir islenzkra króna. Tvö islenzk verk voru send til þessarar samkeppni, eitt eftir Atla og annað eftir Leif Þórarinsson. — Þetta verk er fyrir flautu og hljómsveit, sagði Atli i sam- tali við Timann. Ég samdi það sérstaklega fyrir flautuleikar- ann Robert Aitken, sem hér hef- ur verið og leikið með Sinfóniu- hljómsveitinni. Verkið var siðan fyrst flutt á Sinfóniutónleikum fýrir tveimur árum. — Þú ert einnig nýbúinn að semja annað með sérstaka hljóðfæraleikara i huga? — Já, ég samdi verk fyrir þau Manuelu Wiesler og Snorra Birgisson, sem þau munu nú flytja á norrænni kammer- músiksamkeppni i Finnlandi á næstunni. Það verk má segja að sé afrakstur haustsins hjá mér. — Er ekki litill timi til að semja tónverk? — Það má segja að svo sé. Ég er tónlistarkennari við Mennta- skólann i Reykjavik, siðan er ég með þættihjá Rikisútvarpinu og vinn auk þess mikið i leikhús- unum. Allt tekur þetta mikinn tima, og helzt er hægt að sinna tónlistinni um helgar og á kvöldin. Annars má segja að svona sé þetta hjá öllum tón- skáldum hér. Þau hafa litinn tima til þess að semja. — Hvað um þessi verðlaun, veita þau þér ekki aukna mögu- leika? — Ég er ekki farinn að gera Atli Heimir Sveinsson að störfuni. mér grein fyrir þvi enn, en það er eflaust. Annars lit ég ekki á þetta sem einhliða viðurkenn- ingu fyrir mig, heldur sem viðurkenningu fyrir islenzk tón- skáld.fyrrognú. Þauhafa verið mörg og góð, og áreiðanlega betri heldur en við höfum gert okkurljóst. Þessi verðlaun, sem ég hlýt nú ættu að vekja athygli á framlagi okkar til tónlistar- innar, en það er mikil gróska i tónlistarlifi hér. Hér eru mörg tónskáld, sem semja bæði mikið og vel, og ég tel að ýmsir kolleg- ar minir hefðu verið jafnvel að þessum verðlaunum komnir og ég, þótt ég hafi nú hlotið þau. Hlutu 30 og 19 mdnaða fangelsis- dóma Gsal-Reykjavik. — Kveðnir hafa veriðupp dómar i málum tveggja manna, fyrir hestaþjófnaði og önnur afbrot. Annar mannanna hlaut 30 mánaða fangelsisdóm, en hinn 19 mánaða. Sá fyrrnefndi er 41 árs gamall en sá siðarnefndi 21 árs. Alls stálu þeir 9 hrossum, sem þeir ýmist slátruðu, létu slátra eða seldu lifandi. Dóm inn kvað upp Guðmundur L. Jó- hannesson, aðaifulltrúi við emb- ætti bæjarfógeta i Hafnarfirði. Af áðurnefndum niu hrossum, var eldri maðurinn einn við þjófn- að á fjórum þeirra, en sameigin- lega stálu mennirnir fimm hross- um. 1 nóvembermánuði 1973 stal eldri maðurinn tveimur hrossum úr Kjós, slátraði sjálfur skepnun- um og seldi kjötið. Að vorlagi 1974 varmaðurinn beðinn um að flytja tvö hross milli bæja fyrir austan fjall. Þeim hrossum skilaði hann aldnei heldur seldi lifandi. Smófiskur uppistaða togaraafla BH—Reykjavik —Hafrannsókna- stofnunin lét um sl. helgi kanna afla togara, sem undanfarið hafa stundað veiðar á inörkum friðaða svæðisins við Kögur, en þar hafa islenzkir togarar aflað mjög vel undanfarið. Voru fáir togarar að veiðum þar nú, enda aflahrotan afstaðin og flestir togararnir farnir á önnur mið. Engu að siður kvað Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar niðurstöður könnunarinnar mjög slæmar miðað við afla, þegar 80 af hverjum 100 fiskum reyndust þriggja og fjögurra ára. Kannaður var i leiðangrinum afli þriggja togara, tveggja sem veiða með botnvörpu, og eins sem veiðir með flotvörpu, og var flot- vörpuaflinn miklu meiri, enda smærri fiskur, eða um 1600 fiskar á togtimanum á móti 100 fiskum I botnvörpuna á togtimanum. Þá var einnig athugaður afli úr tveim togum á friðaða svæðinu, og reyndist hann mjög likur og hjá togurunum. Það var rannsóknaskipið Haf- þór.sem fór þennan leiðangur, og var Ólafur K. Pálsson fiskifræð- ingur leiðangursstjóri. Brezki sendiherrann I Reykjavfk gekk I gærkvöldi á fund forsætisráðherra, Geirs Hallgrímssonar. Eng- ar fréttir var aðhafa af þessum fundi i gærkvöidi, hvorki i forsætisráðuneytinu né brezka sendiráðinu. A myndinni sézt brezki sendiherrann ganga af fundi Geirs Hallgrimssonar I gærkvöldi. Tímamynd: Gunnar I októbermánuði kom fyrst til samstarfs mannanna tveggja, og stálu þeir þá tveimur hrossum við Geitháls, slátruðu þeim og seldu kjötið. 1 næsta mánuði stálu þeir þremur hrossum, tveimur við Vatnsenda og einu i Kjós. Þessum hrossum óku þeir norður til Hvammstanga, þar sem þeir seldu þau til slátrunar. Við það vöknuðu grunsemdir.og urðu þær til þess að upp komst um þjófnaö- ina. Að sögn Guðmundar L. Jó- hannessonar reyndu mennirnir að ná fleiri hrossum, en tókst ekki. Auk áðurnefndra þjófnaða komu fleiri afbrot þessara manna fram við yfirheyrslur, m.a. hnakkaþjófnaðir, og verkfæra- og varahlutaþjófnaðir. Mótmæla hernaðar- ofbeldi EFTIRFARANDI tillaga var samþvkkt á fundi hreppsnefndar Reyðarfjarðarhrepps fyrir skömmu: ..Fundur haldinn i hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps. mótmælir harðlega hernaðarofbeldi Breta i fiskveiðilandhelgi okkar og telur samninga við þá ekki koma til greina. Hreppsnefndin lýsir aðdáun sinni á frábærum störfum land- helgisgæzlumanna okkar og færir þeim beztu þakkir um leið og hún árnar þeim farsældar i erfiðri og hættulegri baráttu við hið brezka ofurefli. Hreppsnefndin telur sjalfsagt. að íslendingar sliti stjórnmála'- sambandi við Breta og haldi hern-, aðarofbeldi þeirra áfram hljóta úrsögn úrNató og lokun herstöðv- anna hér að vera beittustu vopn- in. sem rikisstjórninni er skylt að beita."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.