Tíminn - 23.01.1976, Qupperneq 1
Leiguflug— Neyðarfluq
HVERT SEAA ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
4ætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
í Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
' Gjögur — Hólmavík
, Hvammstangi — Stykkis-
, hólmur—Rif Súgandafj.
jSjúkra- og leiguflug um
iallt land
Simar:
Í2-60-60 &
2-60-66
Hermann Jónasson látinn
JH-Reykjavik — Her-
mann Jónasson, fyrr-
verandi forsætisráð-
herra og formaður
Framsóknarflokksins í
nær tuttugu ár, andað-
ist i gærmorgun klukk-
an hálf-niu eftir lang-
vinnan sjúkleika, 79
ára gamall. Með hon-
um er horfinn af svið-
inu einn svipmesti og
mikilhæfasti stjórn-
málamaður íslendinga
um miðbik þessarar
aldar, skörulegur for-
ingi, sem jafnan var
einbeittastur, er mest á
reyndi, en jafnframt
vinsæll maður, sem
ekki lét stjórnmála-
deilurnar myrkva huga
sinn.
Hermann Jónasson var skag-
firzkrar ættar, fæddur 25.
desember 1896, sonur hjónanna
Pálinu Björnsdóttur og Jónasar
Jónssonar, bónda og smiðs á
Syðri-Brckkum í Blönduhlið.
Hann lauk stúdentspróf i i
menntaskólanum i Reykjavík
1920 og lögfræðiprófi i háskólan-
um 1924. Ári siðar gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sina, Vig-
disi Steingrimsdóttur, tré-
smiðameistara, Guðmundsson-
ar. Börn þeirra tvö eru Stein-
grimur alþingismaður og
Pálina, húsmóðir i Garða-
hreppi.
Að loknu lögfræðiprófi var
Hermann fuiltrúi við bæjar-
fógctaembættið i Reykjavik
nokkur ár, unz hann var skipað-
ur lögreglustjóri 1929. Hafði
hann áður kynnt sér lögreglu-
mál i nágrannalöndunum.
Hermann hlaut skjótari
stjórnmálaframa en nokkur
annar íslendingur. Það var árið
1934, er hann var þrjátiu og sjö
ára gamall. Framsóknarflokk-
urinn klofnaði veturinn
1933-1934, og stofnuðu þá aII-
margir þingmanna hans
Bændaflokkinn. Gengið var til
kosninga um vorið, og börðust
Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn hlið við hlið i
þeim kosningum. Mun flestum
hafa sýnzt með ólikindum, að
þeir gætu borið sigur úr býtum
einsog komiö var. Hermann var
kvaddur til framboðs i Stranda-
sýslu gegn mikilhæfasta og ást-
sælasta þingmanninum, sem
gengið hafði i Bændaflokkinn,
Tryggva Þórhallssyni, fyrrver-
andi formanni Framsóknar-
flokksins. Svo fóru leikar, að
Hermann bar hærri hlut, þótt
hann kæmi heimamönnum
ókunnugurtil framboðs i hérað-
ið. Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn náðu meiri-
hluta, og hinum unga lögreglu-
stjóra, nýkjörnum á þing, var
falin stjórnarmyndun. Þctta var
sú rikisstjórn, er nefnd hefur
verið stjórn hinna vinnandi
stétta, og varð Eysteinn Jóns-
son fjármálaráðherra og
Haraldur Guðmundsson at-
vinnumálaráðherra.
Með þessum atburðum var
teninguin kastaði lifi Hermanns
og honum mörkuð braut sem
stjórnmálaforin gja.
Þetta gcrðist mitt i ægilegustu
heimskreppunni, þegar at-
vinnuleysi var geigvænlegt og
mikil ólga i landinu, og mun
ekki önnur rikisstjórn hafa átt
við meiri vandamál að glima.
Með ströngum gjaldeyris-
hömlum og miklum stuðningi
við nýjar atvinnugreinar og ný
atvinnufy rirtæki tókst þó að
verja þjóðina stóráföllum,
bægja frá þeim voða, sem að
henni steðjaöi, og halda i horf-
inu um verklegar framkvæmd-
ir. Að frumkvæði Hermanns var
þcgar fyrsta sumar hans á ráð-
herrastóli komið á afurðasölu-
lögunum, sem urðu landbúnað-
inum sannkallað bjargráð og
hafa að mestu leyti staðizt
timans tönn til þessa dags. Eigi
að siður kostaði þessi nýskipan,
sem og önnur úrræði þessarar
fyrstu rikisstjórnar Hermanns
Jónasspnar, afar harðar og
óvægilegar sviptingar, og kom
sér þá vel, hvilíkt karlmenni
hann var i lund.
Hermann var siöan forsætis-
ráðherra óslitið til ársins 1942.
Árið 1938 visaði hann á bug
kröfu Þjóðverja, ernokkru áður
höfðu sent hingaö einkasnekkju
Adólfs Hitlers i „kurteisisheim-
sókn”, um flugvöll hér á landi,
og munu nú allir geta látið sér
skiliast, hversu miklum ófarn-
aði hann afstýrði með þessari
einöröu neitun sinni, rétt áður
en heimsstyrjöldin fyrri hófst.
Þegar Bretar hernámu island
árið 1940, kom það enn i hlut
Hermanns Jónassonar að verja
þjóðina áföllum, eftir þvi sem
mögulegt var.
Árið 1950-1953 var Hermann
landbúnaðarráðherra i ríkis-
stjórn Steingrims Steinþórsson-
ar, og árið 1956 myndaði hann
vinstristjórnina fyrri, sem færði
landhclgina út i tólf sjómilur.
Var hann þá forsætisráðherra
til ársins 1958.
Hermann var kosinn formað-
ur Framsóknarflokksins áriö
1944, og gegndi hann þvi starfi
til ársins 1962. Þingmaður
Strandamanna var hann allar
götur þar til kjördæmaskipan-
inni var breytt, og siðan þing-
maður i Vestfirðingafjórðungi
til ársins 1967.
Hermann Jónasson var mikill
iþróttamaður og glimukóngur
islands árið 1921. An efa hefur
hann verið mest karlmenni
allra islenzkra stjórnmálafor-
ingja, og kemur þar Hannes
Hafstein einn til samjafnaðar.
Hermann hafði mikið yndi af
ræktun ogfékkst mjög við skóg-
rækt með ágætum árangri.
Alþjóð kveður nú Hermann
Jónasson með þakklátum huga
fyrir allar þær mikilvægu
ákvarðanir, sem honum auðn-
aðistaö taka henni til farsældar.
GEIR HALLGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA:
Þetta verða ein
göngu könn-
unarviðræður
FJ-Reykjavik. — Þetta
verða eingöngu könnunar-
viðræður, svo ég á ekki von á
þvi að koma heim aftur með
nein drög að samkomulagi,
sagði Geir Hallgrimsson for-
sætisráðherra I samtali við
Timann I gær. Aðalatriðiö er
að ganga úr skugga um,
hvort samkomulagsgrund-
völlur er fyrir hendi.
Forsætisráðherra heldur
til London um næstu helgi.
Ekki kvaðst forsætisráð-
herra geta sagt nákvæmlega
til um, hverjir yrðu i för með
honum, en sagði, að hann
færi ekki einn.
Rikisstjórnin samþykkti á
fundi i gær, að höfðu samráði
við utanrikismálanefnd
Alþingis og landhelgisnefnd
(Sjá bls 2), að forsætisráð-
herra skyldi taka
viöræðuboði Harolds Wil-
sons, forsætisráðherra
Breta.
Forsætisráðherra sagði,
að bréfi Wilsons hefði fylgt
skýrsla brezkra fiskifræð-
inga um veiðar á Islands-
miðum. Þessi skýrsla verður
yfirfarin af islenzkum fiski-
fræðingum, og mun forsætis-
ráðherra hafa álit þeirra
með sér til London. Efni
þessara skýrslna vildi for-
sætisráðherra ekki tiunda
nánar.
Varðskip Oliusjóð-
stuggar urinn ill-
við viðróðan-
togurunum legt ferlíki
—► O —♦ o
Rikisstjórn- Þjóðhótta-
in skipar fræðingar í
sóttanefnd kapphlaupi
—► o —^ O