Tíminn - 23.01.1976, Page 4

Tíminn - 23.01.1976, Page 4
4 TÍMINN Föstudagur 23. janúar 1976 Eru þær ekki fínar og dömuiegar? Þessar tvær þýzku telpur sýndu á tizkusýningu i Köln i Þýzka- landi, og vöktu hrifningu áhorf- enda. Bæði þóttu fötin þeirra falleg og klæðileg, — en þó vakti framkoma þeirra ekki minni aðdáun. Þær gengu fram og til baka eins og þaulvanar fyrir- sætur, en til öryggis héldust þær rtú samt i hendur! Þessi tizku- sýning var i sambandi við ails- ¥ herjar sölusýningu á fötum, og gerðu kaupmenn miklar pantanir á telpukjólum, og segja framleiðendur það stór- breytingu frá siðustu árum, þvi að siðbuxnatizkan hefur verið ráðandi i klæðnaði telpna um allan heim en nú ætla þær að fara .að skarta i fallegum kjól- um AAiðbæjarkjarni Lvov friðaður Miðbæjarkjarni úkrainska bæjarinsLvov, sem grundvöllur var lagður að á 13. öld, hefur nú verið friðaður. Þar eru gömlu verzlanirnar, gömul konungleg vopnabúr, einstæðar byggingar frá 16. og 17. öld og ýmis ágæt dæmi um byggingalist miðalda. Hefur rikið lagt fram stóra fjár- hæð til viðgerðar og endurreisn- ar byggingarsögulega og sögu- lega merkilegra húsa. Það eru ekki aðeins hinar gömlu bygg- ingar, sem aftur munu fá sitt upprunalega útlit, heldur og götur og torg. sinni Dómarinn fann ekki „go-go girl" í orðabókinni — Vissulega eru þær skemmti- kraftur stúlkurnar, sem dilla sér sveigja og beygja eftir hljóðfallinu fáklæddar og heillandi, sagði vitnið við dómarann i réttarhöldum, sem haldin voru i Bretlandi á eyjunni Guernsey. Dómarinn var að reyna að komast til botns i máli, sem höfðað var vegna vinveitingaleyfis dansstaðar, er nefnist „Barbarellas.” Það höfðu komið fram kærur um það, að á þeim stað væri veitt vin eftir löglegan vinveitinga- tima, en undantekning frá þessum timamörkum er veitt, ef svokallaðar „kabaret”- skemmtanir eru haldnar með skemmtikröftum og annarri sviðsetningu. Svo átti að skera úr um það, hvórt ,,go-go”-stúlkur væru dans- meyjar (og þar með skemmti- kraftar) eða ekki. Þær dansa ekki eins og venjulegar dans- meyjar heldur standa mest I stað á palli hjá hljómsveitinni, eða hljómflutningstækjunum, — ef um „diskótek” erað ræða, en hreyfa sig með músikkinn>og' þykja ómissandi á slikum stöðum. Dómarinn fór i alfræði- orðabækur til að fá útskýringu á i hverju það væri fólgið — að starfa við það að vera „go-go girl”, en hvergi fannst skýring, svo að vitni voru leidd fyrir hann til að útskýra þessa at- vinnu stúlkannna. Það sýndist vist sitt hverjum I málinu, en komizt var að þeirri niðurstöðu, að vissulega væru stúlkurnar skemmtikraftar. Hér sjáum við mynd af einni af „Barbarellas”-stúlkunum, sem nú hafa verið viðurkenndar fyj-ir dómstólum sem virðulegir skemmtikraftar á borð við söng- og dansfólk. Á lógu nótunum Heyrzt hefúr, að André Previn hafi verið sagt upp starfi sem hljómsveitarstjóri við Sinfóniu- hljómsveitina i London. Honum var gefið i skyn, að samningur hans við hljómsveitina, sem rennur út 1977, yrði ekki endur- nýjaður. Hann hefur þess vegna samþykkt að taka að sér stjórn Sinfóniuhljómsveitarinnar i Pittsburgh.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.