Tíminn - 23.01.1976, Page 8

Tíminn - 23.01.1976, Page 8
8 TÍMINN Föstudagur 23. janúar 1976. O Skattar laga nr. 68/1971, sbr. C-li5 9. gr. laga nr. 11/1975. Auðvelt á að vera fyrir framtelj anda eftir lestur þessara ákvæða að átta sig á hversu háar barna- bætur hann fær á árinu 1976 og hvernig greiðslu þeirra er háttað. Ef framteljanda hefur tekist að reikna út gjöld og ónýttan persónuafslátt á meðfylgjandi eyðublaði og ef hann hefur auk þess reiknað út barnabætur 1976 eiga a.m.k. launþegar að geta áttað sig á hversu há opinber gjöld skv. skatt- og útsvarsskrám þeim ber að greiða á árinu 1976 að óbreyttum lögum þar um. Þeir sem hafa með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur standa ver að vigi,en geta a.m.k. að einhverju marki stuðst við áætlunartölur með samanburði við fyrri ár. Fyrirframgreiddar barna- bætur Fjármálaráðuneytið hefur, sbr. auglýsingu dags. 28. des. 1975 ákveðið að þeim gjaldendum, sem vænta mega verulegra eftir- stöðva barnabóta til útborgunar við álagningu skatta árið 1976, gefist kostur á að sækja um að fá helming þeirra greiddan fyrir- fram á fyrri hluta ársins 1976. A umsóknareyðublaði um fyrir- framgreiðslur barnabóta 1976 eru eftirfarandi leiðbeiningar: „Leiðbeiningar fyrir umsækj- anda Umsækjanda er bent á að fylgja nákvæmlega eftirfarandi leið- beiningum og vanda útfyllingu eyðublaðs og framtals, að öðrum kosti getur afgreiðsla umsóknar tafist eða henni verður ekki sinnt; 1. Fyrirhugað er að greiða helm- ing fyrirfram af áætluðum barnabótum 1976 sem til út- borgunar koma. Þessi helmingur væntanlegra barna- bóta til útborgunar má þó ekki nema lægri fjárhæð en 20.000 krónum. Af þessu leiðir að barnabætur vegna eins barns verða ekki greiddar fyrirfram né heldur barnabætur sem nema lægri fjárhæð til út- borgunar á hverjum gjalddaga en 5.000 krónum og er þá miðað við fjóra gjalddaga fyrir fyrir- framgreiðslur. I leiöbeiningum rikisskatt- stjóra um útfyllingu skattfram- tals 1976 verður sýnt hvernig framteljandi sjálfur getur teiknað út opinber gjöld sem á hann verða lögð. Með þvi að fara eftir þeim leiðbeiningum getur væntanlegur umsækjandi gengið úr skugga um hvort hann eigi rétt á fyrirfram- greiðslu barnabóta eða ekki. 2. Umsókn i tviriti skal senda skattstofu i umdæmi umsækj- anda. 3. Skattframtal umsækjanda áriö 1976 skal fylgja umsókn. Umsókn og framtal skal leggja i umslag og merkja það: Umsókn um fyrirframgreiðslu barnabóta. 4. Ef um sambýli fólks, sem átt hefur börn saman er að ræða skulu skattframtöl beggja sambýlisaðila fyrir árið 1976 fylgja umsókn. 5. Umsóknarfrestur er hinn sami og almennur skilafrestur fram- tala, þ.e. 31. janúar 1976. Þeir sem hafa annan skilafrest framtala en að ofan greinir skulu hafa sent inn umsókn i allra siðasta lagi 29. febrúar 1976. Stefnt er að þvi að útborg- un barnabóta samkvæmt umsóknum sem borist hafa innan fyrra frestsins (31. janú- ar 1976) hefjist i mars 1976. Otborgun samkvæmt umsókn- um sem berast innan siðari frestsins (29. febrúar 1976) hefst ekki fyrr en i april/mai 1976. 6. Skattstofa tilkynnir umsækj- anda ef umsókn er synjað en samþykktar umsóknir munu berast hlutaðeigandi inn- heimtumanni rikissjóðs sem annast útborgunina (þ.e. þeir sem innheimta þinggjöld). Útborgun fyrirframgreiðslu er háð takmörkun fjárhæðar skv. 1. tölulið að ofan og að umsækj- andi (og sambýlisaðili ef við á) eigi ekki vangreiddar eftir- stöðvar þinggjalda.” Jónas Guðmundsson: KENNARAVETUR ? Ætla barnakennarar að gera þjóðina að aumingjum? Þessi vetur hefur verið óvenju harður, togarar hafa „slóvað” og haldið sjó, barið klaka og is, og umtalsverð röskun hefur átt sér stað á venjum borgaranna og hátterni, þvi bilarnir eru fastir og menn láta það biða að moka þá upp. Við i Reykjavlk höfum haft fremur litlar spurnir af snjó þar til núna því að veðrið hefur breyzt siðan við vorum börn. Þá var meira sólskin á sumrum og fánarnir blöktu við hún. Núna er rigning á sumrin í Reykjavik, og enginn flaggar lengur nema pósthúsið, eins og kerlingin sagði. Samt voru veturnir tiltölulega mildir, þar til nú finnst okkur. Nú kyngir snjón- um niður dag eftir dag og viku eftir viku. Veður og mælar Ekki eru veðurfræðingarnir samt inni á þessari alþýðuveðurfræði. Þeir telja að meðalhiti hafi ekki breytzt svona mikið á þessum tima, og það sé orðum aukið að veðrið hafi verið betra I gamla daga. Manni kemur það ósjálfrátt til hugar, að kannski sé stærðfræði veðurfræðinnar — — allt þetta Með þvi að reikna út væntanleg gjöld á árinu 1976 á marg umræddu eyðublaði og nota neðsta hluta eyðublaðsins til samlagningar á væntanlegum gjöldum ársins 1976 og bera gjöldin saman við væntanlegar barnabætur getur framteljandi séð hvort og hve háar fyrirfram- greiddar barnabætur hann getur vænst að fá. Aðeins þeir sem hafa fleiri en eitt barn á framfæri innan 16 ára i árslok 1975 og eiga von á greiðslu barnabóta umfram samtais opin- ber gjöld ársins 1976 -er nemur hærri greiðslu en 40.000 kr„ geta átt von á fyrirframgreiddum barnabótum. Fyrir aðra er tiigangslaust að sækja um fyrirframgreiddar barnabætur. Rikisskattstjóri. staðreyndatal og mælafargan ekki I takt við tilfinningar og framgöngu sauðfjár, að sál- rænar veðurbreytingar fari með öllu framhjá mælunum og stærðfræðinni. Þjóð i mokka- jökkum og bifreiðum hugsar öðruvisi um veður, en Is- lendingar sem voru uppi fyrir 30 árum, og alltaf voru blautir I fæturnar og með hósta, enda hlifðarföt þá af skornum skammti og vond. Þjóð á skóhlífum hugsar a.m.k. öðruvisi en þjóð með bronkó á fótunum. „Kennaravetur” En hvað sem þessu öllu liður, þá lifum vér nú vægast sagt einkennilegan vetur. Ég nefni hann „Kennaravetur” af þvi að dag eftir dag er börnunum meinaður aðgangur að skólun- um, af þvi að pað er „vont” veður. Snemma á morgnana byrjar hrinan. Skólastjórnarnir byrja að hringja i fréttastofuna strax og útvarpið byrjar að senda út. Engin kennsla i dag I þessum skóla. 011 kennsla fellur niður i hinum skólanum, og maður sér skólastjórann I anda hysja upp um sig nærbuxurnar og skriða upp fyrir frúna i rúminu og er sofnaður um leið þvi: það er enginn skóli I dag. — Það var i útvarpinu! Já, en það ervont veður, kann nú einhver að segja. Það er ekki hægt að senda börn út I hvaða veður sem er, eða er það hægt? Já, þetta er bara ræfildómur! Þegar ég var krakki og allir voru á vondum skóm, I vondum skjólflikum — þá — jafnvel þá — kom aldrei svo vont veður einn einasta dag að skólum væri lokað. Börnin brutust yfir skaflana i náttmyrkrinu eins og litil sauðnaut og þau bitu á jaxlinn. Hattar fuku, kerlingar fuku, allt fauk nema húsin og börnin, og við mættum draugum og sjóblautum mönnum við hornið á kirkjugarðinum. Én aldrei heyrðist það þá að skólanum okkar væri lokað, ekki fremur en veður væri ekki til. Skólastjóraveður- fræðin og þjóðin Auðvitað er hægt að fallast á eitt og annað — aö sjónarmiðin breytist, viðhorfin breytist, en ég vil ekki fallast á að ein- hverjir menn liggi I bælinu þegar þeir eiga að vera að vínna og hringi i útvarpið til þess aö gera þjóðina að aumingjum. Hvernig væri ef þetta sjónar- mið færi að breiðast út um vinnustaðina? Togararnir hættu að toga, af þvi að það snjóar, eða rignir: Menn bara sigldu inn i hafnir, ef þeim þætti betra að sofa en vera að veiðum. Það fengi fljótt dapurlegan endi, velferðarþjóðfélagið okkar. Þá eins og um daginn, þegar ég gekk niður i bæ, og volgt vetrarregnið laugaði vangann hressilega, þá minntist ég þess, að einmitt þennan dag sátu allir heima sem vera áttu i skólum. Þeir sátu heima á nærbuxunum og drukku kókó, meðan sjó- mennirnir okkar sungu klám- vísur og tóku inn trollið i storminum úti á Hala. Nei, mér list illa á þessa nýju veðurfræði, og I guðs bænum haldið þið nú skólahaldi áfram, þótt veðurlag sé i samræmi við það sem þessi þjóð hefur orðið að berjast við frá upphafi vega. Jónas Guðmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.