Tíminn - 07.02.1976, Side 7

Tíminn - 07.02.1976, Side 7
Laugardagur 7. febrúar 1976. TÍMINN 7 Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:^ Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsin í viö Lindargötu, ■ simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 . — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö j lausasölu ir. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. BlaöaprentK'.rr Byggðasjóður í grein eftir Tómas Árnason alþingismann, sem nýlega birtist hér i blaðinu, er rætt um hina miklu eflingu Byggðasjóðs, sem er byggð á málefnasamn- ingi núv. rikisstjórnar. í grein Tómasar segir m.a. á þessa leið: „Eitt mikilvægasta ákvæðið i málefnasamningi núverandi rikisstjórnar er að verja skuli 2% af útgjöldum á fjárlagafrumvarpi til Byggðasjóðs. Stjórnarandstæðingar hafa haft mikla tilhneigingu til þess að gera litið úr þessu ákvæði. En hvaða áhrif hefur þetta á möguleika Byggðasjóðs til útlána? Ef fyrst er litið á árið 1975 og borin saman fram- lög til Byggðasjóðs samkvæmt lögum um Framkvæmdastofnunina eins og þau voru og siðan samkvæmt ákvæðum stjórnarsamnings núverandi stjórnarflokka verður útkoman þessi: í fyrra tilfell- inu hefðu framlögin úr rikissjóði orðið 100 millj. kr. og skattgjald af álbræðslu i Straumsvik til Byggða- sjóðs 95 millj. kr., eða samtals 195 millj. kr. Samkvæmt stjórnarsamningi núverandi stjórnar- flokka voru framlög rikisins til sjóðsins á árinu 1975 860 millj. kr. Litum svo á árið 1976 og gerum sam- bærilegan samanburð. Ef engin brey ting hefði verið gerð á um framlag úr rikissjóði hefði það verið áfram 100 millj. kr., eins og ákveðið var i lögum um Framkvæmdastofnun rikisins á sinum tima. Ál- gjaldið til Byggðasjóðs myndi nema á þessu ári um 100 millj. kr. svo samtals hefði þetta numið 200 millj. kr. Á fjárlögum er hins vegar ákveðið framlag til Byggðasjóðs á árinu 1976 að upphæð 1.123 millj kr. Það liggur þvi ljóst fyrir, að árin 4975 og 1976 hefðu framlög til Byggðasjóðs numið samkvæmt hinni eldri skipan um 400 millj. kr., en samkvæmt ákvæðum stjórnarsamningsins um 2000 millj. kr. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að þvi hversu öflugur Byggðasjóðurinn verður, þegar hann hefur starfað undir þessum kringumstæðum i nokkur ár. Sjóðurinn þarf ekki að starfa ákaflega mörg ár til þess að eflast svo mikið, að hann geti i vaxandi mæli tekið að sér fjármögnun enn stærri verkefna heldur en hann hefur þegar unnið að.” Tómas Árnason segir i greinarlokin: „Fyrir áramótin lýsti forsætisráðherra þvi yfir, að rikisstjórnin myndi leggja fram frumvarp til laga um breytingar á Framkvæmdastofnun rikis- ins. Með slikri lagasetningu þarf að lögfesta það ákvæði stjórnarsamnings núverandi stjórnar- flokka, að 2% af útgjöldum á fjárlagafrumvarpi skuli renna til Byggðasjóðs. Stefna núverandi rikis- stjórnar er að efla Byggðasjóðinn, svo að hann geti i vaxandi mæli tekizt á við afleiðingarnar af hinni stórkostlegu byggðaröskun, sem orðið hefir i land- inu á undanförnum áratugum. Þó margt fleira komi til er sterkur Byggðasjóður snar þáttur i öflugri byggðastefnu.” Ofbeldi Breta Brezka stjórnin hefur nú tekið þann kost, að beita ofbeldi vegna þess, að íslendingar verja friðunar- svæði innan fiskveiðilandhelginnar, heldur en að setjast að samningaborði. Þannig hefur siðasta sáttaboði íslendinga verið svarað. íslendingar eiga nú ekki annan kost, en að heyja þorskastrið eftir þvi, sem getan leyfir. Ef til vill geta Bretar eitthvað eyðilagt þorskstofninn, en það verður aldrei lengi. Þróunin er öll með íslendingum og ósigur Breta og skömm verða þvi meiri, sem þeir halda þorska- striðinu lengur áfram. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Lopez verður forseti Mexikó Sami fiokkur hefur stjórnað AAexikó í hóifa öld MEXIKÓ er þaö riki rómönsku Ameriku, sem hef- ur búiö viö stööugast stjórnar- far og örasta efnahagsþróun. Slöan 1929 hefur sami flokkur- inn, Byltingarflokkurinn svo- nefndi, fariö þar meö völd. Flokkurinn var upphaflega róttækur vinstri flokkur, og vann sér ekki minnst frægö i upphafi fyrir þjóönýtingu oliu- námanna, sem þá voru i eigu Bandarikjanna. Meö aldrinum hefurhannsmámsaman færzt til hægri, en er þó enn fylgj- andi róttækum afskiptum rikisins á sviöi efnahagsmála. Óneitanlega hafa oröiö meiri framfarir undir forustu hans en annars staöar i rómönsku Ameriku, en efnahag er hins vegar enn mjög misskipt, enda þött útrýming fátæktar sé eitt helzta takmark hans. Þrátt fyrir þaö, aö flokknum hafi tekizt aö halda völdum nær samfleytt i hálfa öld, hef- ur engum foringja hans tekizt aö ná einræöisvaldi i skjóli hans. Astæöan er m.a. sú, aö svo var ákveöiö i upphaíi, aö enginn mætti vera forseti lengur en I eitt kjörtimaþil, sem er sex ár. Þessari reglu hefur veriö fylgt og fráfarandi forsetar venjulega dregiö sig i hlé eftir aö þeir hafa látiö af forsetaembættinu. Þaö hefur hins vegar þótt sjálfsagöur réttur fráfarandi forseta, aö mega ráöa vali eftirmanns sins, en þeim rétti hefur fylgt sú skylda, aö reyna aö vanda þaö val sem bezt og láta ekki persónuleg sjónarmiö ráöa. Þetta þykir hafa tekizt furöu vel, og eiga sinn þátt I hinum langa stjórnarferli Byltingar- flokksins, jafnhliða þvi, aö hannhefur komiö sér upp svo traustu flokkskerfi, aö engum andstööuflokki hefur tekizt aö reisa rönd viö þvi. NÚVERANDI forseti Mexikó er Luis Echeverria Alvarez. Hann var kjörinn for- seti 5. júli 1970 og hófst kjör- tlmabil hans 1. desember þaö ár. Hann lætur þvi af völdum l. des. næstkomandi, en for- setakosningar fara fram I júli- byrjun i sumar. Echeverria haföi veriö innanrikisráöherra áöur en hann varö forseti og þá þótt harður i horn aö taka, m. a. I sambandi viö stúdenta- óeiröir, sem uröu i Mexikó- borg 1968 og torvelduöu undir- búning Olympiuleikanna þar. Yfirleitt hafði þvi veriö spáö, að hann yröi ihaldssamur for- seti, en sú hefur ekki orðiö raunin. Hann hefur beitt sér fyrir ýmsum róttækum fram- Luis Echeverria en hann hefur veriö fjármála- ráöherra i stjórn Echeverria. Lopez hefur ekki tekiö veru- legan þátt i flokksstarfinu, en hefur unniö aö stjórn ýmissa rlkisfyrirtækja og unnið sér gott orö sem hygginn og dug- andi fjármálamaður. Eche- verria virðist lita svo á, aö Mexikó þarfnist nú einkum traustrar leiðsagnar á sviði atvinnumála og fjármála, en verulegt atvinnuleysi er nú i Mexikó, og mikil verðbólga eins og viöast annars staðar. 1 kosningastefnuskrá þeirri, sem Byltingarflokkurinn hef- ur birt fyrir nokkru, er þvi heitiö, að tryggja atvinnu fyrir 4.5 millj. manna til viðbótar þvi, sem nú er, og auka hag- vöxtinn i 8% úr 6%. Þetta á sem sagtað gera á næsta kjör- timabili. Af þvi mun heldur ekki veita, þvi aö fólksfjölgun er mikil i Mexikó, eins og ráöa má af þvi, að af 50 millj. ibúa eru 50% innan 18 ára aldurs. Sföan ákveðiö var i septem- ber siðastl. að Lopez yrði for- setaefni Byltingarflokksins hefur hann feröazt fram og aftur um Mexikó til að kynna sig og sjónarmiö sin. Hann segistekkiætla aö gera neinar stórbreytingar, heldur halda áfram umbótastarfi Eche- verria. Þróun er betri en bylt- ing, segir hann. Stefna min er hvorki til hægri eða vinstri, heldur beint fram. Hann telur sig miðjumann f stjórnmálum, ef svo mætti kveða að orði. Ýmsir spá þvi, að hann muni ekki fylgja eins róttækri stefnu i utanrikismálum og Echeverria, eða a.m.k. reyni hann að auka samvinnuna við hinn volduga nábúa Mexikó i norðri, Bandarikin. Viss ná- búakritur hefur oft veriö þar á milli, eins og haft er eftir ein- « um forseta Mexikó: Vesalings 6 Mexikó, svo langt frá Guði, en nálægt Bandarikjunum! 1 forsetakosningunum 1970 p fékk Echeverria 85% greiddra atkvæða. Lopez segist stefna n aðþvi að fá ekki minna fylgi. 1 samræmi við það vinnur hann nú að kosningu sinni. Allt þyk- ir benda til, að Byltingar- flokkurinn verði sigursæll nú ' sem fyrr, en á væntanlegu kjörtimabili Lopez nær hann g þvi marki, að hafa stjórnaö Mexikó i meira en hálfa öld. | Þ.Þ. 1 kvæmdum á sviöi efnahags- mála og félagsmála. Jafn- framt hefur oröið veruleg breyting á utanrikisstefnu Mexikó i stjórnartiö hans. Mexikó fylgdi oftast Banda- rikjunum aö málum áöur fyrr, en I stjórnartiö Echeverria hefur veriö tekin upp náin samvinna við riki þriöja heimsins og Mexikó látiö á sér bera sem eitt af forusturlkjun- um i fylkingu þeirra. Stundum hefur veriö gizkað á, aö Eche- verria stjórnist hér aö vissu leyti af persónulegum sjónar- miöum, þvi aö hann hafi öör- um þræöihug á aö gefa kost á sér sem framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóöanna, þegar kjörtimabili Waldheims lýkur. José Lopez Portillo ECHEVERRIA ákvaö á siðastl. hausti hver ætti aö vera frambjóðandi Byltingar- flokksins í forsetakosningun- um næsta sumar, en þaö þykir jafngilda þvl, aö vera tilnefnd- ur næsti forseti Mexikó. Ekk- ert þykir benda til þess, aö Byltingarflokkurinn haldi ekki velli inæstu forsetakosningum og þingkosningum. 1 vaii sinu getót Eheverria fram hjá öll- um þeim stjórnmálamönnum flokksins, sem helzt höföu ver- ið tilnefndir sem likleg for- setaefni, en valdi gamlan skólabróöur sinn og persónu- legan vin, Jose Lopez Portillo,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.