Fréttablaðið - 14.11.2005, Síða 2
2 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
SKÓLAMÁL Alls vantar 68 starfmenn
á leikskólum höfuðborgarsvæð-
isins samkvæmt síðustu úttekt
Menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Þar af vantar 54 leikskólakennara,
3,5 stöðugildi í sérkennslu og tvo
deildarstjóra. Einnig vantar fólk í
eldhús, skilastöður og afleysingar.
Fæst starfsfólk vantar í Fossvog-
inn og Háaleitishverfi en flest í
Breiðholtið. Enn fremur bíða um
60 börn í borginni eftir leikskóla-
plássi en í Árbæ og Grafarholti
hafa öll börn verið tekin inn, að
einum leikskóla frátöldum. Hingað
til hefur þurft að mæta manneklu
með því að stytta opnunartíma
leikskólanna en að sögn Gerðar G.
Óskarsdóttur, sviðsstjóra mennta- sviðs Reykjavíkurborgar, er þess
ekki þörf lengur.
Tekist hefur að manna um 30 stöð-
ur frá því í haust, þar af fimm á
síðustu þremur vikum.
Björg Bjarnadóttir, formaður
Félags leikskólakennara, telur
kjör leikskólakennara valda mann-
eklunni. „Mér fannst Þorgerður
Katrín, og raunar flestir sem
tóku þátt í umræðunni á Alþingi,
benda á rót vandans sem er fyrst
og fremst kjörin,“ segir Björg. Í
utandagskrárumræðu Alþingis á
fimmtudag deildu menn um hvar
ábyrgðin lægi. Katrín Júlíus-
dóttir, þingmaður Samfylkingar,
sagði helming þeirra sem sóttu
um í Kennaraháskóla Íslands
hafa fengið frávísun vegna fjár-
skorts og úr því þyrfti ríkið að
bæta. Þorgerður Katrín benti hins
vegar á að um 400 menntaðir leik-
skólakennarar störfuðu annars
staðar en í leikskólum og að það
væri sveitarfélaganna að skapa
viðunandi starfsumhverfi svo að
fleiri kysu að starfa við leikskóla-
kennslu.
Björg telur að fólk sé loks að
átta sig á vandanum en það sé
auðvitað ekki nóg að tala um hlut-
ina heldur verði einnig að standa
við þá. Kjarasamningar leikskóla-
kennara verða ekki lausir fyrr en
á næsta ári og því sé lítið hægt að
gera að svo stöddu. Björg segir þó
að stuðlað verði að því að kjara-
málin verið kosningamál í næstu
sveitarstjórnarkosningum.
mariathora@frettabladid.is
Líkamsárásir í Reykjavík Lögreglu-
þjónar þurftu að hafa afskipti af fimm
minni háttar líkamsárásum og sex voru
teknir vegna ölvunaraksturs í Reykjavík
í fyrrinótt. Tveir ökumannanna höfðu
endað ferð sína í árekstri. Engin slys
urðu á fólki.
Þrír settir inn Þrír gistu fangaklefa
lögreglunnar í Reykjanesbæ í fyrrinótt,
tveir vegna slagsmála en einn vegna
ölvunar. Lögreglan var tvívegis kölluð
að sama skemmtistaðnum vegna áfloga
og handtók einn mann en honum var
sleppt skömmu síðar.
Bifreið skemmd Skemmdarverk voru
unnin á bíl í Reykjanesbæ aðfaranótt
sunnudags en honum hafði verið lagt í
bílastæði. Lögreglan stöðvaði einnig tvo
ökumenn þar sem þeir uppfylltu ekki
skilyrði laga til aksturs, annar var ölvaður
en hinn hafði ekki enn fengið ökuleyfi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÖLDRUNARMÁL „Við höfum lagt allt
of mikla áherslu á það að aldraðir
búi á stofnunum en of litla áherslu
á það að aldraðir geti búið í sínu
eigin húsnæði og fengið þjónustu
þar,“ sagði Halldór Ásgrímsson,
forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, á mið-
stjórnarfundi í Kópavogi á föstu-
dag.
Halldór talaði þar fyrir nýjum
áherslum í þessum málaflokki.
„Fyrir nokkrum árum þótti það
sjálfsagt að margir einstaklingar
byggju saman á herbergi en svo
er ekki lengur. Við gerum aðrar
kröfur og það er eðlilegt að við
gerum þær kröfur að aldraðir geti
búið út af fyrir sig,“ sagði Halldór.
Hann sagði enn fremur að unnið
yrði að því með sveitarfélögunum
að hrinda þessari þróun af stað.
Halldór kallaði einnig alla
þjóðina til ábyrgðar í málefnum
aldraðra. „Ríkið getur aldrei séð
algjörlega um aldraða; við eigum
öll aldraða ættingja og við sem
þjóðfélag og sem einstaklingar
berum ábyrgð gagnvart þessu
fólki okkar. Að það geti gerst að
fólk geti látist heima hjá sér og
ekki fundist svo dögum skipti er
smánarblettur á okkar samfélagi,“
sagði Halldór Ásgrímsson. - jse
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra boðar breyttar áherslur í málefnum aldraðra:
Aldraðir geti búið út af fyrir sig
ALDRAÐIR Á STOFNUNUM Forsætisráðherr-
an sagði að bæði ríkið sem og þjóðfélagið
í heild yrði að lyfta grettistaki í málefnum
aldraðra.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á miðstjórnarfundi
Framsóknar.
MEÐFERÐARMÁL „Við höfum lagt
inn tilboð í Ljósafossskóla en ég
held að það sé búið að yfirbjóða
okkur,“ segir Guðmundur Jónsson
forstöðumaður Byrgisins.
Allri starfsemi var hætt í Ljós-
afossskóla í Grímsnesi í fyrravor
og hún flutt í Minni-Borg. Saman-
lagt er húsnæðið 1.200 fermetrar
og er þar með talið íþróttahús.
„Þetta er fyrst og fremst hugs-
að fyrir vistmenn okkar á fram-
haldsskólaaldri sem og unglinga
sem ekki geta sótt skóla heima
fyrir vegna ástands foreldra og
gætu því sótt skóla hjá okkur,“
segir Guðmundur.
Margrét Sigurðardóttir, sveit-
arstjóri í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi, vildi ekki um það
segja hvort einungis yrði farið
eftir upphæð tilboðanna eða hvort
tekið yrði til mats hvaða starfsemi
myndi fara fram í skólanum.
„Fundur verður haldinn á mið-
vikudag og þá verður farið yfir
tilboðin,“ segir Margrét og bætir
við: „Við höfum þegar hafnað
tveimur tilboðum og ég hef grun
um að okkur eigi eftir að berast
mun fleiri.“
Guðmundur segir brýna þörf
á því að bæta úr húsnæðisskorti
Byrgisins. „Á tveimur og hálfu
ári, eða frá því við fórum úr Rock-
wille, hafa 28 manns látist en
þetta er fólk sem við þurftum að
hafna vegna húsnæðisskorts. Auk
þess fjölgar ungu fólki á biðlista
hjá okkur.“ - jse
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur hafnað tveimur tilboðum:
Byrgið vill kaupa Ljósafossskóla
Þjónustumiðstöð Ómönnuð Börn sem bíða stöðugildi
Árbær og Grafarholt 11 12
Breiðholt 14 4
Grafarvogur og Kjalarnes 11,5 23
Fossvogur og Háaleitishverfi 6,75 0
Miðbær og Hlíðarhverfi 11 2
Vesturbær 13,5 17
Samtals 67,75 58
Um sextíu börn bíða
eftir leikskólaplássi
Enn vantar um 68 starfsmenn á leikskóla höfuðborgarsvæðisins og um 60 börn
bíða eftir leikskólaplássi. Formaður Félags leikskólakennara segir vandann liggja
í launakjörum sem augljóslega þurfi að bæta. Vandinn er mestur í Breiðholtinu.
BJÖRG BJARNADÓTTIR Formaður Félags
leikskólakennara segir kjörin valda því að
starfsfólk vanti í leikskólana.
ENN VANTAR AÐ MANNA 68 STÖÐUGILDI Á LEIKSKÓLUM HÖFUÐBORGARINNAR Alls bíða
58 börn eftir því að komast á leikskóla borgarinnar. Hér má sjá börn á Mánagarði.
GUÐMUNDUR JÓNSSON Í BYRGINU Guðmundur segir að um 50 til 80 manns vermi biðlista
eftir plássi hjá Byrginu. Hann segir að ungu fólki stór fjölgi og meðalaldur vistmanna sé
kominn úr 45 árum í 26 á fáum árum.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
ÍRLAND, AP Forsætisráðherra Írlands,
Bertie Ahern, gaf það út í gær að
hann myndi ekki hefja stjórnar-
myndun með Sinn Fein, stjórnmála-
armi Írska lýðveldishersins, eftir
næstu kosningar. Kosningar verða í
Írlandi árið 2007 en nú þegar hefur
Ahern útilokað þennan möguleika.
Ahern segir að það séu ekki
tengsl Sinn Fein við IRA sem útiloki
samstarf heldur sé það hin vinstri
sinnaða efnahagsstefna flokksins
sem geri það að verkum að flokkur
Aherns, Fianna Fail, geti ekki starf-
að með Sinn Fein.
Fimm menn Sinn Fein sitja á
þinginu í Dublin en þeir vonast til að
rúmlega tvöfalda þann fjölda í næstu
kosningum. - sha
Forsætisráðherra Írlands:
Vill ekki starfa
með Sinn Fein
MYNDAR EKKI STJÓRN Gerry Adams, leið-
togi Sinn Fein, mun eins og málin standa í
dag ekki mynda stjórn ásamt Bertie Ahern,
leiðtoga stærsta flokks írlands, Fianna Fail.
SPURNING DAGSINS
Magnús, heldur þú að
heilararnir erfi þetta við þig?
Ég hef allavega ekki fundið fyrir nein-
um stökkbreytingum enn.
Magnús Karl Magnússon blóðmeinafræð-
ingur sagði að heilarar gætu ekki haft áhrif á
erfðauppbyggingu líkamans en undanfarið
hefur Fréttablaðið sagt frá heilurum sem
segjast geta gert það.
FRAMSÓKN Framsóknarmenn hafa
áhyggjur af stöðu flokksins sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Þetta
kom fram á eftir ræðu formanns
á miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins á föstudag. Flokkurinn
mælist með aðeins þriggja pró-
senta fylgi í borginni en þyrfti um
10 prósent til að koma manni inn.
Hjálmar Árnason, formaður
þingsflokksins, kynnti aðgerðaá-
ætlun til að gera flokksinn sýni-
legri og bæta ímynd hans. „Við
höfum verið að vinna góð verk en
erum ekki að njóta þess,“ segir
hann. - ghs
Framsóknarflokkurinn:
Hafa áhyggjur
af litlu fylgi
HJÁLMAR ÁRNASON Formaður þingflokks
Framsóknarflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA