Fréttablaðið - 14.11.2005, Page 4
4 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
SKIPULAGSMÁL Ágreiningur er um
byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá
en tvær tillögur liggja fyrir í nýju
aðalskipulagi Árborgar fyrir tíma-
bilið 2005-2025. Frestur til að skila
inn athugasemdum rennur út eftir
viku.
Sveitarstjórnarmenn í Árborg
og Hraungerðishreppi vilja byggja
brú yfir miðja Efri-Laugardæla-
eyju, eins og gert er ráð fyrir í
núgildandi aðalskipulagi, en Vega-
gerðin mælir með að brúin verði
byggð nálægt ferjustað Laugar-
dælaferju. Málamiðlunartillaga
gerir ráð fyrir að vegurinn sveig-
ist nær bænum þegar yfir brúna
er komið.
Syðri leiðin er talin stuðla að
betri innbyrðis tengslum og dreif-
ingu umferðar til strandbyggðar
og dreifbýlis. Sú staðsetning er
einnig talin geta haft heftandi
áhrif á þróun byggðarinnar og
skorið byggðarkjarnana sundur. Í
báðum tillögum skerðist golfvöll-
urinn, meira þó samkvæmt nyrðri
leiðinni, en ef brúin og vegurinn
færast fjær Selfossi fær bærinn
meira byggingarland.
Gert er ráð fyrir að kostnaður
við tvær brýr, yfir í Efri-Laugar-
dælaeyju og þaðan aftur í land,
verði 700-800 milljónir króna en
kostnaður við hina tillöguna yrði
450-500 milljónir. Heildarmun-
urinn er því um 300 milljónir
króna.
Sveitarstjórnarmenn styðja
syðri leiðina og telja að sú leið
kæmi betur út fyrir byggðina á
Selfossi, umferðin yrði eðlilegri
og það takmark næðist frekar
að flytja þungaflutninga út fyrir
bæinn.
Jón Rögnvaldsson vegamála-
stjóri segir að Vegagerðin hafi
mælt með nyrðri leiðinni þar
sem undirstöður brúarinnar yrðu
öruggari ef til jarðskjálfta kæmi
en það hafi líka haft áhrif að sá
kostur hafi verið talinn ódýrari.
Guðmundur Kr. Jónsson,
formaður skipulagsnefndar
Árborgar, segist ekki eiga von á
öðru en að brú yfir Efri-Laugar-
dælaeyju yrði samþykkt. Hann
telur að framkvæmdin komist á
vegaáætlun eftir 2012.
ghs@frettabladid.is
Heimamenn og Vegagerð
deila um nýja Ölfusárbrú
Sveitarstjórnarmenn vilja fá nýja brú yfir Ölfusá yfir miðja Efri-Laugardælaeyju því þá færist þungaflutn-
ingar frekar yfir á nýju brúna. Vegagerðin telur legu norðanmegin öruggari og ódýrari.
MÖGULEIKAR Á ÚTFÆRSLUM Tvær tillögur liggja fyrir um byggingu brúar yfir Ölfusá. Leið eitt liggur yfir Efri-Laugardælaeyju en leið tvö liggur fjær þéttbýlinu á Selfossi. Samkvæmt mála-
miðlunartillögunni er gert ráð fyrir brúnni yfir eyjuna og að vegurinn sveigist svo nær bænum.
Leið vegagerðarinnar
Leið sveitarstjórnar
Málamiðlunartillaga
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 11.11.2005
Gengisvísitala krónunnar
61,82 62,12
107,62 108,14
72,32 72,72
9,697 9,753
9,339 9,395
7,549 7,593
0,5236 0,5266
88,04 88,56
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
102,5038
HÚSNÆÐISLÁN Íslandsbanki ætlar
ekki að hækka vexti á íbúðalánum
eins og Landsbankinn gerði fyrir
helgi. Haukur Oddsson, fram-
kvæmdastjóri Viðskiptabanka-
sviðs, segir að þessi ákvörðun sé
þó ekki bundin við ákvarðanir
Íbúðalánasjóðs.
„Við ætlum að sjá til,“ segir
hann. „Það er ljóst að efnahags-
legar forsendur eru fyrir hækkun
en við getum ekki vísað viðskipta-
vinum bankans á dyr.“ - ghs
Vextir á íbúðalánum:
Íslandsbanki
hækkar ekki
PAKISTAN, AP Tvö alvarleg rútuslys
áttu sér stað í norðurhluta Pakist-
ans, Muzaffarabad, í gær.
Í fyrra slysinu valt rúta niður af
brú með þeim afleiðingum að að
minnsta kosti ellefu manns létu
lífið og fjöldi særðist. Seinna slys-
ið átti sér stað nokkrum klukku-
stundum síðar en þá létust tíu
manns.
Slysin áttu sér stað á því svæði
þar sem margir stórir jarðskjálft-
ar hafa riðið yfir að undanförnu.
Sökum þeirra hafa vegir lokast
eða einfaldlega eyðilagst vegna
jarðskriðs. Að sögn lögreglu á
þessu svæði voru rúturnar stút-
fullar og segja vitni að fólk hafi
jafnvel setið ofan á þökum rút-
anna en slíkt er mjög algengt í
Pakistan. - sha
Rútuslys á jarðskjálftasvæðum:
Á þriðja tug
létust í slysum
Í SÁRUM Hugað að sárum konu eftir
rútuslys í Muzaffarabad í Pakistan í gær.
Fréttablaðið/AP
HÉRAÐSDÓMUR Fyrirtaka í Baugs-
málinu fer fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag og verður
þá væntanlega ákveðið hvenær
aðalmeðferð verður í ákæru-
liðunum átta sem eftir standa
í Baugsmálinu. Þetta er fyrsta
fyrirtaka í málinu eftir að
Hæstiréttur vísaði 32 ákærulið-
um af 40 frá dómi í haust.
Gestur Jónsson, verjandi
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
segir að í dag verði væntanlega
tekin ákvörðun um framhaldið.
Hann segist ekki vita hver tíma-
ramminn sé. Verjendur hinna
sex ákærðu sakborninga vilji
ljúka þessu eins fljótt og tækni-
lega sé hægt en hann viti ekki
hvort ákæruvaldið hafi sömu
afstöðu. „Okkur er ekki kunn-
ugt um afstöðu ákæruvaldsins,“
segir hann.
- ghs
Fyrirtaka í átta ákæruliðum í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur:
Aðalmeðferð ákveðin í dag
Innanlandsflug niðri vegna ís-
ingar Innanlandsflug lá niðri til klukk-
an fjögur síðdegis í gær vegna ísingar
í lofti. Ísingarviðvörun hafði borist um
ellefuleytið á laugardagskvöld. Flug til
Akureyrar og Egilsstaða hófst síðdegis í
gær og voru flugvélar enn á lofti þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld.
FLUGSAMGÖNGUR
Plast bráðnaði á eldavél Plast
var skilið eftir á heitri eldavélarhellu í
íbúð í Vesturbænum í gærdag. Íbúðin
sem var á Aflagranda hafði fyllst af
reyk þegar slökkviliðið kom á staðinn
og var reykræst í kjölfarið. Engar
skemmdir urðu á innanstokksmun-
um en reykjarlykt var mikil.
SLÖKKVILIÐIÐ
FYRIRTAKA Í BAUGSMÁLINU Fyrirtaka er í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Þrír af sex ákærðum eru úr Baugsfjölskyldunni. Hér má sjá Jóhannes Jónsson og börn
hans, Jón Ásgeir til hægri og Kristínu vinstra megin við Jóhannes.