Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.11.2005, Qupperneq 6
6 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR Motorlift Ke›judrifnu Chamberlain Motorlift bílskúrshur›aopnararnir eru öflugir og sterkbygg›ir og fást fyrir allar stær›ir og ger›ir bílskúrshur›a. Motorlift er me› kröftugum en hljó›látum mótor og flægilegri fjarst‡ringu sem au›veldar umgengni um bílskúrinn e›a geymsluhúsnæ›i› í hva›a ve›ri sem er. Motorlift fæst í byggingavöruverslunum um land allt. Íslenskar lei›beiningar fylgja bílskúrshur›aopnarar KJÖRKASSI Má herinn fara af Keflavíkurflug- velli ef hann vill? Já 82,2% Nei 17,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Kæmu óeirðinar í París í veg fyrir að þú færir þangað? Segðu skoðun þína á Vísi.is FRAMSÓKNARFLOKKURINN „Þetta var alveg ævintýralega mikil þátttaka og með þennan lista ættu framsóknarmenn að hlakka meira til kosninga en jólanna,“ segir Ómar Stefánsson sem var efstur í prófkjöri framsóknar- manna í Kópavogi. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart þar sem ég hef stefnt að þessu markmiði í mörg ár en mér kom nokkuð á óvart glæsilegt gengi Samúels Arnar og það má ljóst vera að þarna er kominn öflugur félagsmaður,“ segir Ómar. Fimm frambjóðendur buðu sig fram í fyrsta sæti en það voru auk Ómars þau Samúel Örn Erlingsson, Una María Ósk- arsdóttir, Linda Bentsdóttir og Jóhannes Valdemarsson en hann hafnaði í tíunda sæti. „Nú setjum við bara markið á að ná fjórum fulltrúum inn,“ segir Una María Óskarsdóttir þegar hún var spurð hvort ekki væri svekkjandi að konurnar tvær sem stefndu á fyrsta sætið skyldu ekki ná í annað af efstu sætunum þrátt fyrir mjög góða kosningu. Una María var átta atkvæðum frá Samúel Erni í öðru sæti listans og Linda fékk flest atkvæði í fjögur efstu sætin eða 1413. Alls greiddu 2.556 manns atkvæði. „Það liggur fyrir að ég ætl- aði að ná fyrsta sæti og það voru vissulega vonbrigði á ná því ekki sérstaklega þegar svona mjótt er á mununum en þegar upp er stað- ið get ég verið afar sáttur,“ segir Samúel Örn Erlingsson. „Þetta er langfjölmennasta prófkjör sem farið hefur fram í Kópavogi og við í fjórum efstu sætunum náum glæsilegri kosningu og ég tel að rökrétt framhald af þessu sé að setja markið á það að ná inn fjórum mönnum í vor,“ segir hann. jse@frettabladid.is Hlakkar mun meira til kosninga en jóla Prófkjör framsóknarmanna var mjög spennandi og nú segja frambjóðendur það guðspjall dagsins að ná fjórum mönnum inn. Konur hlutu góða kosn- ingu en náðu ekki öðru af tveimur efstu sætunum. ÓMAR STEFÁNSSON Ómari fagnar hér á laugardagskvöldið eftir að ljóst var að hann hafi hlotið efsta sætið. FRÉTTALBLAÐIÐ/E.ÓL ÚRSLIT Í PRÓFKJÖRI FRAMSÓKN- ARMANNA Í KÓPAVOGI 1. Ómar Stefánsson 2. Samúel Örn Erlingsson 3. Una María Óskarsdóttir 4. Linda Bentsdóttir 5. Andrés Pétursson 6. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir 7. Guðmundur Freyr Sveinsson 8. Hjalti Björnsson 9. Friðrik Gunnar Gunnarsson 10. Jóhannes Valdemarsson 11. Gestur Valgarðsson 12. Dollý Nielsen 13. Hjörtur Sveinsson 14. Þorgeir Þorsteinsson Flughált vegna hlýnunar Víða var mikil hálka á vegum landsins í gær en verst var ástandið á Norðvestur- og Norðausturlandi. Vegna hlýnunar sem orðið hefur síðustu daga leggst bleyta yfir frosnu vegina sem veldur þessari miklu hálku. Hvergi var þó ófært nema á Öxi. FÆRÐ Á VEGUM Fjölkvæni færist í vöxt Norska útlendingaeftirlitið segir að æ fleiri Norðmenn af erlendu bergi brotnu eigi fleiri en eina eiginkonu þótt fjölkvæni sé bannað. Talsmaður þess segir í viðtali við NRK þá komast fram hjá lögunum með því að fara til landa þar sem fjöl- kvæni er heimilt og koma síðan til baka með enn eina eiginkonuna. NOREGUR Vatnsleki vegna stíflu Vatnsleki varð í Félagsheimili HK í Kópavogi í gær- dag. Brunnur fyrir utan húsið stíflaðist með þeim afleiðingum að vatn lak inn í bygginguna. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum lekans. SLÖKKVILIÐIÐ ÍRAK , AP Forseti Íraks, Jalal Tala- bani, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að breskir hermenn gætu verið alfarnir frá landinu í árslok 2006. Er þetta fyrsta alvöru ágiskunin um brotthvarf erlendra hermanna frá hinu stríðshrjáða landi. Tala- bani telur að þá geti hermenn Íraka tekið yfir þau störf sem Bretar hafa hingað til gegnt. Nú eru 8.500 breskir hermenn í Írak en talið er að sú tala verði komin niður í 3.000 strax um mitt næsta ár. Einn æðsti maður breska herafl- ans, Sir Mike Jackson, segir að þessi tímaáætlun geti vel staðist. Hvorki hann né Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, vilja hins vegar staðfesta þessa tímasetn- ingu. Jackson segir að Bretar muni fara frá Írak þegar réttu skilyrðin verða fyrir hendi. Það er þegar íraska þjóðin og íraska rík- isstjórnin hafi fengið nægjanlegt sjálfstraust. Talibani segir að það sé ekki einn Íraki sem óski þess að erlend- ur herafli verði að eilífu í landinu. Hann varar hins vegar við því að heraflinn verði dreginn sam- stundis í burtu. „Það myndi leiða okkur til ein- hvers konar borgarstyrjaldar. Við myndum glata öllu því sem við höfum gert til þess að frelsa Írak frá verstu tegund einræðis,“ segir forseti Íraks, Jalal Talibani. - sha Forseti Íraks varar við því að erlendur herafli verði dreginn of fljótt í burtu: Gætu farið heim í lok næsta árs BRESKIR HERMENN Þessir bresku hermenn ættu ef allt gengur að óskum verið á bak og burt frá Írak strax á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAZA „Ég þurfti nú aðeins að bíða í sex klukkutíma eftir því að komast í gegn en Ben Alof, kollegi minn sem er heim- ilislæknir frá Wales og er hér í lögmæt- um erindum, þurfti að bíða í eina ellefu klukkutíma,“ segir Sveinn Rúnar Hauks- son læknir og formaður samtak- anna Ísland-Palestína. Hann er nú á Gazasvæðinu þar sem hann mun skoða heilsu- gæslustöðvar í flóttamannabúð- um. „Ég er reyndar á eigin vegum í námsferð en er með pappíra upp á vasann frá heilbrigðisráðherra sem ég mun svo skila skýrslu um ferðina og einnig frá Lúterska heimssambandinu, þannig að ég er hér í lögmætum tilgangi. Það voru reyndar bandarískir menn einnig sem komu frá National Democratic Institute en þeir urðu frá að hverfa,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir Gazasvæðið vera fangelsi fyrir Palestínumenn en þó sér hann einnig nokkrar jákvæðar breytingar. „Þó varla sé hægt að komast inn til Gaza þá er mun hægara um vik að fara um innan svæðisins eftir brottflutn- ing Ísraela og það munar mjög mikið um það sérstaklega ef slys ber að höndum,“ segir hann. - jse Íslenskur læknir stöðvaður við landamæraeftirlit Ísraela við Gaza: Sveinn Rúnar beið í ellefu klukkutíma VIÐ LANDAMÆRIN Í GAZA Landamæraverðir eru heldur harðir á Gaza og verða margir frá að hverfa þó þeir hafi lögmætt erindi til Gaza. Sveinn Rúnar fékk að bíða í sex klukku- stundir en kollegi hans ellefu. SVEINN RÚNAR HAUKSSON LÍBERÍA, AP Niðurstöður forseta- kosninganna í Líberíu hafa ekki enn fengist staðfestar. Allt lítur þó út fyrir glæstan sigur Ellen Johnson-Sirleaf, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, sem hefur fengið nafnbótina Járnfrú- in. George Weah hefur kært úrslit kosninganna og hefur ásakað Johnson-Sirleaf um svindl. Eftir að 99,3% atkvæða höfðu verið talin hafði Johnson-Sirleaf fengið 59,6% greiddra atkvæða á móti 40,4% Weah. - sha Forsetakosningar í Líberíu: Járnfrúin bíður staðfestingar JÁRNFRÚIN VINSÆL Johnson-Sirleaf heilsar börnum er hún hélt til messu í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.