Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 8

Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 8
8 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 ENDIST ENDALAUST OG FER ALLT, Í ÖLLUM VE‹RUM, ME‹ ALLT OG ALLA, ALLAN ÁRSINS HRING. F í t o n / S Í A Tegund Ver› Patrol Luxury beinskiptur 4.090.000.- Patrol Luxury sjálfskiptur 4.190.000.- Patrol Elegance beinskiptur 4.390.000.- Patrol Elegance sjálfskiptur 4.490.000.- STÓRLÆKKA‹ VER‹ N† SENDING Á N†JU GENGI PATROL NISSAN DÓMSMÁL 45 ára gömul kona hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi fyrir að hafa falsað nafn 25 ára gamals manns á ráðningarsamn- inga sem hún svo framvísaði til Útlendingaeftirlits og Útlend- ingastofnunar árin 2002 og 2003. Konan, sem rekur nuddstofu á höfuðborgarsvæðinu, játaði brot sín skýlaust. „Refsing þykir með hliðsjón af öllum atvikum í málinu þar á meðal hvernig skjalið er notað opinberlega, hæfilega ákveðin fangelsi í 45 daga, en rétt þykir, þegar virt er að ákærða hefur ekki sakaferil og er hér með fasta vinnu að fresta fullnustu refsing- arinnar og falli hún niður að liðn- um 3 árum haldi ákærða almennt skilorð,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. - óká Kona dæmd fyrir skjalafals: Falsaði nafn á samninga FRAKKLAND, AP Óöldin virðist halda áfram að dvína í Frakklandi. Um laugardagsnóttina var kveikt í 374 bílum en 502 kvöldinu áður. Nokkuð rólegt var í París en í borginni Lyon voru aftur á móti miklar óeirðir sem enduðu með því að í sögulegum hluta borgar- innar tók æstur múgurinn upp á því að henda alls kyns lauslegu í lögreglu sem svaraði með tára- gasi. Í borginni var einnig kastað eldsprengju inn í eina moskvu borgarinnar en hún sprakk ekki. Í suðurhluta Frakklands var brenn- andi bíl keyrt inn í elliheimili auk þess sem ráðist var inn í skóla og kveikt í einni skólastofu. Um fjörutíu borgir og bæir í Frakklandi hafa sett á útgöngu- bann á unglinga til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir og hefur það skilað ágætis árangri. Michael Gudin, yfirlögreglu- stjóri Frakklands, segir að ef fram heldur sem horfir fari hlut- irnir aftur í eðlilegt ástand mjög fljótlega. Lögreglan í höfuðborg Belgíu, Brüssel, upplifði hins vegar sína verstu nótt síðan óöldin tók að breiðast þangað að sögn tals- manna lögreglunnar þar. Nokkr- ar óeirðir urðu einnig í Rotter- dam í Hollandi þar sem kveikt var í fjórum bílum. Í könnun sem franska blaðið Le Journal du Dimanche birti í gær kemur fram að 71 prósent frönsku þjóðarinnar trúir því ekki að Jacques Chirac, forseti landsins, geti leyst þetta mikla þjóðfélagslega vandamál sem nú tröllríður landinu. Hins vegar telur fjórðungur þeirra sem tóku þátt í könnuninni að hinn öfga- hægri sinnaði Jean-Marie Le Pen geti leyst þessi vandamál. Meira en helmingur þátttakenda í könn- unni lýsti yfir stuðningi sínum við forsætisráðherrann Dominique de Villepin og innanríkismálaráð- herrann Nicolas Sarkozy. steinthor@frettabladid.is Múgur réðst að lögreglu Óeirðaaldan í Frakklandi virðist vera í rénum fyrir utan mikil læti í þriðju stærstu borginni, Lyon, auk þess sem kveikt var í skólastofu í suðurhluta landins. BÆJARSTJÓRI CARPENTRAS Í SUÐURHLUTA FRAKKLANDS, JEAN-CLAUDE ANDRIEU, SKOÐAR SKEMMDIR EFTIR AÐ KVEIKT HAFÐI VERIÐ Í SKÓLASTOFU Í BÆNUM Fréttablaðið/AP ELDAR SLÖKKTIR Slökkviliðsmaður endar við að slökkva eld í bíl í bænum Carpentras í suðurhluta Frakklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP. LÖGREGLA Fiskker hrundu af vöru- bíl um hádegisbil á laugardag. Bílstjórinn var að keyra af Reykjanesbraut inn á Grindavík- urveg þegar annað stjórnborðið bilaði með þeim afleiðingum að kerin hrundu af bílpallinum. Í kerjunum voru þorskur og ufsi. Eitthvað varð um tjón á fiskinum þó að ekki sé vitað hversu mikið það var. Lögreglan var kölluð á staðinn og aðstoðaði við að koma fiskinum á sinn stað aftur. - mþþ Lögreglan kölluð út til að tína upp fisk: Fiskur valt af vörubíl FISKUR Á ÞURRU LANDI Lögreglan aðstoð- aði við að tína upp þorsk og ufsa sem hafði oltið af vörubíl. MYND/JÓN E. GUÐMUNDSSON MENNTAMÁL Fyrstu skóflustung- urnar að nýrri skólamiðstöð á Fáskrúðsfirði voru teknar á þriðjudag og fengu börn á leik- skólanum Kærabæ heiðurinn að því að taka þær. Kostnaður við fyrsta áfanga skólamiðstöðvarinnar verður 167 milljónir króna og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 1. apríl árið 2007. Grunnskóli bæjarins verður til húsa í skólamiðstöðinni en þar verður einnig leikskóli, tónlistar- skóli og mötuneyti en gert er ráð fyrir að framkvæmdum við síð- ari áfanga byggingarinnar ljúki í ágúst 2008. - kk Fáskrúðsfjörður: Upphaf nýs skólahúss Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir að óvíst sé hvaða áhrif vaxtahækk- un Landsbanka Íslands fyrir helgi hafi á þróun fasteignamarkaðar- ins. Hækkunin úr 4,15 prósenta vöxtum í 4,45 prósent hafi komið talsvert á óvart. „Þetta er samt ekkert sem við teljum að hafi nein veruleg áhrif en það verður fróðlegt að sjá hversu mikil áhrif þetta hefur á samkeppnina milli bankanna. Við erum spenntir að sjá hvað hinir bankarnir gera, hvort þeir sýni öfluga samkeppni í verki þannig að neytendur geti farið þangað sem best er boðið,“ segir hann. Þrátt fyrir samkeppni milli bankanna undanfarin misseri hafa þeir boðið íbúðalán með mikið til sömu vöxtum og sömu lántökugjöldum. Grétar segist vonast til þess að samkeppnin fari að sjást í meiri hreyfingu á markaðnum og vaxtamun á milli banka. - ghs Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, um vaxtahækkunina: Spenntir að sjá þróunina ÓVÍST UM ÁHRIF VAXTAHÆKKUNARINNAR Óvíst er hvaða áhrif vaxtahækkun Lands- bankans á íbúðalánum hafa á þróun fasteignamarkaðarins. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar fylgist spenntir með samkeppni bankanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ 1Hver verður efstur á lista Framsókn-ar til bæjarstjórnar í Kópavogi? 2 Hvað heitir nýja símaþjónustufyrir-tækið á Siglufirði? 3Hver skoraði sigurmarkið í leik Fjölnis/Víkings og Aftureldingar á laugardag? SVÖRIN ERU Á BLAÐSÍÐU 34

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.