Fréttablaðið - 14.11.2005, Side 20
[ ]
El
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Arinbúðin
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) · Sími 567 2133 · www.arinn.is
Ný sending af kristalsljósakrónum
Kattalúgur eru mjög sniðugar á veturna fyrir þá sem eiga ketti. Það
getur orðið ansi kalt í húsinu ef að það þarf alltaf að láta glugga standa
opinn til þess að kettirnir komist út og inn.
Fyrirtækið Skúfur sérhæfir
sig í hreinsun teppa, lítilla
og stórra, fínna og grófra,
mjúkra og harðra. Skúfur
er á Kleppsvegi 150 í húsi
við hliðina á Jói Fel og Árni
Svavarsson er sérfræðingurinn.
Árni hefur rekið hreingerningar-
þjónustu í tuttugu ár og nú var hann
að opna hana á nýjum stað og auka
við tækjakostinn. Við tókum hús á
honum í tilfefni af því. „Ég er alltaf
að reyna að bæta þjónustuna,“ segir
Árni brosandi og kveðst meðal ann-
ars nýlega hafa aukið færni sína í
að hreinsa handunnin austurlensk
teppi þannig að mýkt ullarinnar og
litfesta sé tryggð. Auk þess nefnir
hann steinteppin sem hafa rutt sér
til rúms á síðustu árum að minnsta
kosti á vinnustöðum. Þau þurfa
sérstaka meðhöndlun við hreinsun
og til þess á hann réttu græjurnar.
En hann er líka með ráðleggingar-
þjónustu og þegar hann er spurður
hvernig eigi að snúa sér ef rauðlit-
aður skyrdrykkur svettist yfir stein-
teppið stendur ekki á svari. „Þá er
best að rennbleyta handklæði, leggja
þykkt lag af handklæðum ofan á og
farg þar ofan á. Láta það svo standa
yfir nótt. Þá dragast óhreinindin upp
eins og þegar þú vökvar blóm með
því að hella vatni í undirskálina sem
potturinn stendur í. Blómið dregur
til sín vatnið á löngum tíma. Þetta
er góð aðferð til að redda svona
málum.“ Árni er ekki aðeins vel
græjaður til teppahreinsunar heldur
tekur hann líka húsgögn í hreinsun,
bæði úr taui og jafnvel leðri og eitt
af því sem í boði er er óhreininda-
vörn á tauhúsgögnum.
Annars kveðst Árni fá hálfgerð-
an hroll þegar hann skoði húsbún-
aðarblöð í dag þar sem köld efni
eins og stál, gler, steinn og marmari
eru í aðalhlutverkum. Hann mælir
frekar með mýkri efnum og telur
teppi ekki njóta sannmælis þegar
gólfefni eru valin með tilliti til heil-
næms lofts í íbúðum. Segir mun
meira ryk í loftinu þar sem parkett
er á gólfum heldur en teppi. „Mér
finnst umræða um gólfefni þurfa að
komast á hærra plan,“ segir hann og
bætir við að lokum. „Góð teppi virka
nefnilega sem síur. Þau safna í sig
óhreinindunum og ef fólk er með
góða ryksugu og lætur þrífa hjá sér
teppin reglulega er miklu hollara
að hafa teppi. Árni getur þess að
þar sem hann fer út um bæ í teppa-
hreinsun er aðeins opið á Klepps-
veginum milli 16-18.
Hrein teppi eru eins og síur
Áður en hafist er handa við að mála
þarf að velja rétt viðgerðarefni og
þrífa öll óhreinindi, til dæmis fitu og
ryk. Gömlu málninguna sem glansar
þarf að gera matta með milligrófum
sandpappír. Velja þarf þá málningu
sem á við í hverju herbergi, til að
mynda 4 til 5% gljáa á loft og 10%
á veggi í svefnherbergjum og stofu.
Í eldhús þarf 20 til 30% gljástig og
inn á baðherbergjum er svo notuð
málning með háum gljáa, 40 til 50%
eða jafnvel olíumálningu.
Við fáum góða hulu með því að fara
2 umferðir. Gott er að bletta yfir
viðgerð með þeim lit sem mála á
með áður en málun hefst. Gott er að
geyma rúllu og pensla í plastpoka
milli umferða og spara þannig
óþarfa þvott.
af byko.is
{ góð ráð }
Stendur til að mála?
GÓÐUR UNDIRBÚNINGUR TRYGGIR
BETRI ÁRANGUR.
Árni á góðan tækjakost til teppahreinsunar og hefur tuttugu ára reynslu í faginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þessi motta var einu sinni hvít.
Sama motta eftir að hafa fengið meðhöndlun í Skúfi.