Tíminn - 05.03.1976, Síða 1

Tíminn - 05.03.1976, Síða 1
Aætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Ðíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmui—Rif Súgandafj: Sjúkra- og leiguflug um . ,allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Brezku togaraskipstjórarnir: Vita ekki sitt rjúkandi ráð —treysta sér ekki tii að veiða upp á eigin spýtur, segir Guðmundur Kjærnested, Gsal—Reykjavik — Það liggur i hlutarins eðli, að ef togararnir fara að dreifa sér á miðunum, skapast skilyrði til að taka togara og færa tii hafnar, sagði Guð- mundur Kjærnested, skipherra á Tý, i samtali viö Timann I gær. — Þetta er i samræmi við yfirlýs- ingar Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra, sem hefur sagt, að togarar yrðu teknir, ef tækifæri gæfist og aðstæður leyfðu, sagði Guðmundur. Brezku togaraskipstjdrarnir ákváðu fyrir nokkrum dögum að hefja veiðar upp á eigin spýtur, vegna þess hve herskipin væru gagnlitil. Guðmundur Kjærnested sagði, að togararnir hefðu dreift sér fyrst á eftir, en eftir sólar- hring, hefðu þeir aftur verið komnir i hnapp saman. — A tima- bili hældu skipstjórarnir freigát- unum á hvert reiþi, en það álit dvinaði um leið og eitthvað gerð- ist. Freigáturnar eru t.d. alveg hættar að fyrirskipa þeim að halda áfram veiðum, þegar við erum nálægt, heldur skipa þeim bara að hifa upp. Það er náttúr- lega tafsamt, og allur timi, sem fer forgörðum hjá þeim, er beint tap. Brezku togaraskipstjórarnir eru si og æ með atkvæðagreiðslur sin á milli um hitt og þetta, og sennilega hafa þeir greitt atkvæði um það að hefja veiðar á eigin spýtur. En þótt viljinn hafi veriö fyrir hendi, þá treysta þér sér til þess, þegar á reynir, sagði Guð- mundur. Upplausnin i liði brezku togara- sjómannanna virðist þvi vera orðin algjör og vilja þeir ýmist vera án herskipanna eða ekki. — Fiskstofninn fyrir austan er það litill, og það sem brezku togar- arnir eru að fá t.d. við Langanes erhreintogklárt rusl! Það er eðli fiskimannsins að leita fyrir sér að fiski, en ekki biða þar til allur fiskur á svæðinu er uppurinn, en það hafa þeir þurft að gera sið- ustu vikurnar, — og þetta skapar mikla óánægju, sagði Guðmund- ur. Aðalumræðuefni brezku tog- arasjdmannanna að undanförnu hefur verið verðhrun á fiski i Bretlandi, að sögn Guðmundar, og eflaust er það eina aðalástæö- an fyrir þvi, að gremja þeirra eykst dag frá degi. v«“v MIKIL LOÐNUVEIÐI gébé-Reykjavik—Klukkan 22.30 i gærkvöldi höfðu sextiu bátar til- kynnt loðnunefnd um afla sam- tals 17.330 tonn, en það er ná- kvæmlega tveimur þúsund tonn- um minna en sá afli sem fékkst 11. febrúar s.l., sem var met- sólarhringur á loðnuvertiðinni. Þróarrými er nú allt á brotum á Faxaflóasvæðinu og þegar i gær- kvöldi var farið að panta það þró- arrými, sem losnar I Keflavik i dag, en Keflavik og Reykjavik eru einu staðirnir, sem geta tekið á móti loðnu i dag. Bátarnir, sem lönduðu i gær- morgun voru væntanlegir á miðin aftur I gærkvöldi, og að sögn loðnunefndar, var ekki óhugs- andi, að fleiri bátar ættu eftir að tilkynna sig fram til miðnættis. Stutt er á loðnumiðin, þvi þau eru á Hrauni vestur af Akranesi. SKEMMDIR A HAFNARMANN- VIRKJUM í ÞORLÁKSHÖFN HHJ—Rvik — Ég má nú varla til þess hugsa, hvemig farið hefði hér í höfninni, ef nýju garðarnir hefðu ekki verið komnir, sagði Sigurður Jónsson, hafnarvörður i Þorlákshöfn, i viðtali við Timann i gær, en töluverðar skemmdir hafa orðið á nyröri hafnargarðin- um þar eystra i veðrunum, sem geisað hafa undanfarið, þvf að ekki var unnt aö ljúka við að aka i hann stórgrýti fyrir verkfalliö. — Hér hefur veriö stanzlaus bræla allt frá áramótum, sagöi Sigurður, og allir bátar hefðu lik- lega verið löngu flúnir héðan, ef ekki væru nýju garðarnir. 1 veðrunum að undanförnu hefur farið um 30 metra sneiðing- ur ofan af norðurgarðinum, og skörðhafa komið i hann á allt að fimmtlu metra kafla. Viðgerð er nú hafin, og væntan- lega verður garðurinn kominn i fulla lengd, eða 600 metra, upp úr næstu mánaðamótum. Við höfum áhyggjur vegna syöri garðsins, sagði Sigurður, þvi að um hann hefur ekki verið búið sem skyldi. Hann átti aö tengjast við land með grjótgarði, en frá þvi var horfið og hann styttur um 70-80 metra til þess að lækka kostnaðinn. Fyrir bragðið er suöurbryggjan meira og minna óbrúkandi vegna sjógangs. Mér er kunnugt um þrjá menn, sem tekið hefur út af bryggjunni i sjóum, sem snögglega hafa riðið yfir hana. Nyrðri hafnargarðurinn I Þorlákshöfn er illa farinn eftir óveðriö. Timamynd: P.Þ. FLAKIÐ AF HAFRÚNU FUNDIÐ? gébé-Gsal-Reykjavik — Liklegt er talið, að Hafrún AR-28 hafi farizt rúmlega þrjár sjómilur suður af Hópsnesi aðfaranótt s.l. miðvikudags — en á bátnum var átta manna áhöfn. I gær- kvöldi, þegar Höfrungur II var að draga inn netin á þessum stað, voru þau föst og það litla, sem náðist upp var allt sótugt og með oliubrák. Skipverjar á Höfrungi II fundu ennfremur kúpul af sjónvarpsloftneti, sem talið er öruggt, að sé af Hafrúnu AR, en brotið var sýnilega ný- legt. Ogjörningur er að segja til um það með nokkurri vissu, hvort Hafrún ÁR hafi sokkið á þessum slóðum, en margt bendir til, aö svo hafi verið, — og verður gengið úr skugga um það við fyrsta tækifæri. A þessum stað er 60 faðma dýpi. Tveir gúmmibjörgunarbátar voru á Hafrúnu AR, og hafa hlutar fundizt úr öðrum þeirra, einnig hefur fundist brak úr Hafrúnu á austanverðu Reykjanesi. Að sögn Hannesar Hafáteins, framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins I gærkvöldi, voru leitarskilyrði úr lofti sér- staklega góð i gær, og könnuðu þá tvær flugvélar og þyrla stórt svæði, en án árangurs, þá gekk um fjörutiu manna leitarflokkur úr björgunarsveitum Slysa- varnafélagsins fjörur, og fannst þá rekald úr gúmmibjörgunar- báti i Sundavik, á svipuðum slóðum og brak fannst i fyrra- dag. Landhelgisflugvélin Sýr og leitarflugvél frá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli, leituðu viö góð skilyrði á stóru svæði frá Garöskaga suður um allt Reykjanes og vestur Faxaflóa. Þyrla varnarliðsins leitaði við Reykjanes, austur aö Selvogi, ogaukþess á siglingaleiðum viö Reykjanes, en allt án árangurs. Fjörutiu manna leitarflokkur björgunarsveita Slysavarnafé- lagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri gekk fjörur allt frá Hraunsvik vestur strandlengj- unaogvestur allt Reykjanes, en það eina sem fannst, var flot- hylki og fleira úr gúmmibjörg- unarbáti, sem talið er vera Ur sama bátnum og fundizt hafði úr daginn áður, en þaö sem fannst var ákaflega litið og gaf enga visbendingu um afdrif skipverjanna sjö. Leitinni verður haldið áfram i dag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.