Tíminn - 05.03.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 05.03.1976, Qupperneq 8
8 Föstudagur 5. marz 1976. Guðmundur Marteinsson Guðmundur AAarteinsson: Opið bréf til Helga Haraldssonar á Hrafnkelsstöðum Kæri vinur! Þaö haföi mér sizt dottiö i hug, aö ég ætti eftir að lenda i orðakasti viö þig. En hvaö getur ekki gerzt, þegar komiö er viö kvikuna?! Ég var að lesa grein þina i Timanum, Júbilár 1976. Þýtt á islenzku myndi það heita „Fagnaðarár”. En þvi miður gætir þar nokkurs „ófagnaðar”, sem ég get ekki stillt mig um að andmæla. Mér virðist þú gefa i skyn, að á Suðurlandi eigi skógrækt ekki réttá sér, ogstyður þú þá ,kenn- ingu” með þvi að benda á Rauðavatnsstöðina. Þetta er nú eiginlega að „ráðast á garðinn, þar sem hann er lægstur”, en þarna er um leið komið við kaun Skógræktarfélags Reykjavikur, bæði félagsins, sem upphaflega bar það nafn og stofnað var rétt eftir siöustu aldamót, en gafst upp að einum eða tveimur ára- tugum liðnum, og svo félagsins með sama nafni, sem stofnað var fyrir tæpum þrjátiu árum og enn lifir góðu lifi. Rauðavatnsstöðin er þögult tákn um: 1. Eldlegan áhuga hugsjóna- manna upp úr siðustu alda- mótum, 2. miskunnarlausa baráttu brauðryðjandans við margs konar óviðráðanlega erfið- leika, 3. „olnbogabarn”, sem orðið hefur að þoka fyrir yngra barni i meira uppáhaldi, sök- um þess aðþaðvar talið betur af Guði gert (Heiðmörk). (Loks má e.t.v. geta þess, að Rauöavatnsstöðin er smám saman, fyrir tilverknað manna og móður náttúru, að ,,risa úr öskustónni”.) — 0 — Það má fullyrða, aö elztu menn muna ekki hér um slóðir jafn stórkostleg veðrabrigöi á jafn skömmum tima eins og 9. april-veðrið 1963. Vissulega guldu margir upprennandi skógarlundir hér sunnanlands mikiö afhroð i þessu veðri, eink- um á veðursælustu stöðum á láglendi, t.d. i Fljótshlið og und- ir Eyjafjöllum og I Reykjavik og næsta nágrenni, en jafnvel á þessum stöðum stóðu mörg er- lend tré veðrið af sér. (Ég minn- ist ekki að hafa áður heyrt þetta veður kallað „skirdagsveður”, enda er það naumast réttnefni. 9. april 1963, dagurinn þegar þetta veöur dundi yfir, eftir nokkurra vikna hlýviðriskafla á Góu og Einmánuði, var þriðju- dagur, tveimur dögum fyrir skirdag. En þótt einhverjir fjandmenn skógræktar hafi af einskærri illkvitni fundið upp á þvi að kalla þetta veður „Hákonarveður”, þá er það engum til sóma að halda þvi á lofti.) Það var ánægjulegt, að þér skyldi gefast tækifæri til þess að koma i Hallormsstaðaskóg þetta sama vor, og fékkst að sjá að þar var allt i lagi. En þú hefð- ir þar á eftir getað brugðið þér stutta bæjarleið upp að Hvammi, og gengið um skógar- brekkuna hans Helga frænda þins Kjartanssonar, og fullviss- að þig um, að einnig þar var „allt I lagi”. Niður á Álfaskeið eru tvær bæjarleiðir frá Hrafn- kelsstöðum. Ungi skógar- lundurinn þar lét heldur ekki á sjá, að heitið gæti eftir þetta ógnarveður. Hæstu trén i greni- trjáaþyrpingunni þar, 35 ára gömul, eru nú á niunda metra á hæð og á annað fet að gildleika niður við rót, og þau hafa hvaö eftir annað borið þroskað fræ. Að skógrækt eigi ekki rétt á sér á Suðurlandi er sleggjudóm- ur misviturra manna, og þvi fer viðs fjarri, að það sé stutt gild- um rökum. — O — Að sauðfjárrækt og skógrækt séu ósamræmanlegar andstæð- ur er meinloka. Sjálfur hefur þú svo sem alkunnugt er verið frá- bær ræktunarmaður — á sviði sauöfjárbúskapar, og mátt sannarlega vera hreykinn af ræktunarstarfi þinu. Þú hefur tekið ástfóstri við sauðkindina, en förunautur ástarinnar er af- brýðissemin, og veit ég ekki nema þaö sannist á þér. En þú átt fyrir alla muni ekki aö láta neina Halldóra eða Hákona glepja þér sýn! — 0 — Mér finnst skemmtilegt að geta rifjað upp dæmi þess.að for ustumenn i islenzkum land- búnaði fyrr á árum hafa jafn- framt verið brauðryðjendur i is- lenzkum skógræktarmálum. Það var rétt um aldamótin siðustu, að hafizt var handa um skógrækt hér á landi. Einn liður i þeirri sókn sem þá var hafin á þeim vettvangi var stofnun Skógræktarfélags Reykjavikur hins eldra, og aðalhvatamaður að stofnun þess félags, var Þór- hallur Bjarnarson, sem um all- langt skeið var stjórnarformað- ur Búnaðarfélags Islands. Hann reisti nýbýli rétt utan við Reykjavik og bjó þar rausnar- búi i fjölda mörg ár. Nýbýlið skirði hann Laufás eftir fæðingarstað sinum við Eyja- fjörð. Það dregur sizt úr orðstir þessa manns á sviði ræktunar- mála, að hann var um langt skeið forstöðumaður Presta- skólans i Reykjavik, og siðar biskup. Einnig má minnast þess, að einn aðalhvatamaður að stofnun Skógræktarfélags Is- lands og fyrsti formaður þess, var Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Svipuð dæmi mætti raunar einnig nefna frá siðustu árum, og mörgum áhugasömum skógræktarmönn- um i bændastétt hef ég kynnzt á liðnum áratugum. — O — 1 grein þinni ferð þú nokkrum orðum um þann leiða sið að „draga meira en Drottinn gef- ur”. Það er ekki aðeins hin sið- ustu ár sem viö Islendingar höf- um stundað þá iðju, og það gild- ir heldur ekki aðeins um þorsk og sild. Það gildir einnig um skógana, sem uxu hér „milli fjalls og fjöru” þegar forfeður vorir komu hingað og námu þetta blessaða land. Skógarnir hafa sannarlega með einum og öðrum hætti átt sinn þátt i aö halda lifinu i þessari þjóö gegn- um aldirnar, þótt við sem nú lif- um gerum okkurnaumast grein fyrir þvi. Það situr raunar ekki í mér að vera aö segja þér frá þessu, jafn sögufróðum manni. t Hrunamannahrepp, þeirri ('ndislegu sveit, eru skógarleif- ir i Tungufellsdal og meðfram Jvitá innarlega. Varla getur íokkur vafi leikið á þvi, að i ipphafi landnáms hafi megin- íluti þessarar sveitar verið ikógi vaxinn. En sundurflak- mdi hliöarnar, einkum i innsta íluta sveitarinnar bera þess dtni, að á þessum slóðum hafi á iðnum árum og öldum verið ,dregið meira en Drottinn gaf”. ^að tjáir ekki að kenna Heklu- 'osinu 1104 eða öðrum náttúru- íamförum um þessa eyðingu. fér hefur skógaröxi og sauða- önn verið að verki hömlulaust, aldaraðir m.ö.o. búseta nannsins. Svipaða sögu er að segja um aðrar sveitir ofan til á Suður- landsundirlendinu, en einmitt á þvi svæði hefur fengizt sterk visbending, svo ekki sé sagt sönnun, um góð vaxtarskilyrði fyrir skóg, ekki aðeins af inn- lendum.heldureinnigaf erlend- um uppruna. Og naumast verð- ur skógræktarmönnum lagt til lasts, þótt þeir vilji reyna, þar sem skilyrði leyfa, að rækta viðameiri og verðmætari skóga en þá sem áður uxu hér. Þótt fósturjörðinni hafi á liðn- um öldum (af Guðs og manna völdum) verið misþyrmt, er naumast sanngjarnt að ásaka þjóðina. Hún barðist fyrir lifi sinu, og það bitnaði á gróðri landsins og gróðurmold. En nú er öldin önnur. Island er orðið tæknivætt velferöarriki. Eyðingaröflin eru enn að verki, en nú er þjóðin þess umkomin að spyrna við fótum, og finnur til skyldu sinnar i þeim efnum. Um það bera vott sandgræðsla og skógrækt, en á hvorum tveggja vettvangi var hafizt handa i byrjun þessarar aldar. Báöum mun okkur minnisstæð ur sandgræðslubrautryðjand- inn, Gunnlaugur Kristmunds- son, sem á unglingsárum okkar lagði til atlögu við Reykjasand á Skeiðum — og sigraði. Siöan hefur Sandgræðslan (Land- græðsla rikisins) unnið margan sigurinn, þótt enn eigi hún við ofurefli að etja, og þrotlausa baráttu framundan um ófyrir- siáanlega framtið. Skógrækt rikisins hefur einnig unniö afrek á þeim þremur aldarfjórðungum sem hún hefur starfað, einkum siðari helming timabilsins, ekki aðeins á Hall- ormsstað og Vöglum, heldur einnig sunnanlands og vestan: i Haukadal og Þjórsárdal, i Skorradal og viðar i Borgar- firði. Skógræktarfélög eru starf- andi viðs vegar um land, og hafa með sér heildarsamtök, Skógræktarfélag íslands. Njóta þau öll nokkurs rikisstyrks, og sum þeirra fjárhagsstuðnings frá hlutaðeigand-i bæjarfélagi, hreppsfelagi eða sýslufélagi. Enn er þó skógrækt á tslandi mjög skammt á veg komin. í Hrunamannahrepp var, eins og okkur er báðum kunnugt, fyrir tveimur-þremur árum hrundið af stað skemmtilegu og álitlegu skógræktarverkefni: Akjósanlegt skógræktarsvæði i miðri sveit, 20-25 ha að viðáttu, girt fjárheldri girðingu, og skógrækt hafin með dyggilegri aðstoð skólaæskunnar. Sam- eiginlegt átak sveitarfélags, búnaðarfélags, ungmenna- félags.kvenfélags og skóla, með girðingarstyrk frá Skógrækt rikisins. -0- Ég sagði i upphafi þessa bréfs, að ég gæti ekki stillt mig um að andmæla þvi sem ég kall- aði „ófögnuð” i júbilársgrein þinni. En mér sýnist þetta nú vera orðin smáprédikun, með umræddan „ófögnuð” sem pistil. Þú hefurnú, Helgi, séð margt um dagana og farið viða um, allt frá Dofrafjöllum i Noregi til Klettafjalla i Kanada. En stund- um er „leitað langt yfir skammt”. Nú þegar vorar, ættir þú að „bregða undir þig betri fætin- um” og skreppa inn að Hvammi og ganga um brekkurnar, þar sem skógurinn er, fyrir til- verknað Helga og sona hans, i óða önn „að klæða fjallið”. Ég fuUvissa þig mun, að það væri sönn heilsubótarganga. Meðkærrikveðju Ný bílasala í Reykjavík: Bílaúrvalið hf. Gsal—Reykjavik — Bilaúrvalið hf. heitir ný bílasala i Reykjavík, og er hún til húsa i Borgartúni 29. Aö sögn eigenda bilasölunnar, Gunnars Brynjólfssonar og Ólafs Sigurðssonar, veröur Bilaúrvalið opið alla virka daga frá kl. 9-20, með þeirri undantekningu þó, að opiö verður til kl. 22 á fimmtu- dagskvöldum. Þá verður enn fremur opiö um helgar, á laugar- dögum frá kl. 10-18 og á sunnu- dögum frá kl. 13-18. Auk bifreiða mun Bilaúrvalið selja vélsleða, hjólhýsi og vélhjól (skellinöðrur). Fyrirtækið býður seljendum bila upp á það, að þvo og bóna bil- ana fyrir vægt verö, og eins er seljendum boðið að geyma bila sina I salarkynnum fyrirtækisins fyrir kr. 200,- á sólarhring, og er farartækið þá algjörlega á ábyr$) bilasölunnar, þ.e.a.s. aö það er tryggt fyrir bruna, þjófnaði og öðru. Aö sögn eigenda mun lands- byggöarfólk geta sent bila sina til Reykjavikur í sölu t.d. með skip- um, og mun þá fyrirtækið taka á móti bilunum og ábyrgjast þá, þar til þeir hafa verið seldir. Eigendur Bílaúrvalsins, Gunnar og ólafur, f salarkynnum fyrirtækisins að Borgartúni 29, en salurinn er um 300 fermetrar að flatarmáli. Myndin var tekin skömmu áður en fyrirtækið var opnað. —Tímamynd: Gunnar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.