Tíminn - 05.03.1976, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 5. marz 1976.
Saltverksmiðja á Reykjanesi:
Stofnað verði hlutafélag
innlendra aðila til að reisa
i r
og reka tilraunaverksmiðju
IÐNAÐARRÁÐHERRA
mælti nýlega fyrir frum-
varpi uip saltvvrk-
smiðju á Reykjanesi. í
frumvarpinu kemur
m.a. fram, að gert er
ráð fyrir að rikisstjórnin
beiti sér fyrir stofnun
hlutafélags, sem hafi
það markmið að kanna
aðstæður til að reisa og
reka saltverksmiðju á
Reykjanesi, og jafn-
framt að reisa tilrauna-
verksmiðju i þvi skyni.
Til samvinnu um stofn-
un og starfrækslu hluta-
félagsins skal rikis-
stjórninni heimilt að
kveðja til gmlenda aðila,
sem áhuga hafa á mál-
inu, en ekki erlenda.
Þá er i frumvarpinu
gert ráð fyrir að hlutafé-
laginu verði slitið, þegar
fyrir liggja niðurstöður
af undirbúnings- og til-
raunastarfi félagsins,
nema Alþingi heimili
framhald á starfsemi
þess i öðrum tilgangi. Að
því skal stefnt að fram-
selja árangurinn af
starfi félagsins i hendur
aðila eða aðilum, sem
takist á hendur að full-
byggja verksmiðjuna og
annast rekstur hennar
til frambúðar, en hluta-
félagið skal fá endur-
goldin tilkostnað sinn.
Þá er i frumvarpinu
gert ráð fyrir að verk-
smiðjan framleiði fyrst
og fremst salt, þ.e.a.s.
fisksalt og finsalt, enn
fremur kali til áburðar,
kalsium cloride og
brome til notkunar i iðn-
aði o.fl. Með framleiðslu
á þessum efnum hér á
landi sparast mikill
gjaldeyrir.
Um kostnað við bygg-
ingu og rekstur tilrauna-
verksmiðju er sagt, að
hann verði 137,5 milljón-
ir króna, sem dreifist á
árin 1976, 1977 og 1978.
Minnstur hlutinn, éða 3,2
milljónir, falla á árið
1976, og eru þegar til
Gunnar Thoroddsen
fjárveitingar til þeirra
framkvæmda. Annar
kostnaður við starf fé-
lagsins er áætlaður um
22,4 milljónir, og er
heildarkostnaður vegna
undirbúnings félagsins
því áætlaður um 160
milljónir króna. Rikis-
stjórninni er heimilt að
leggja fram allt að 60
milljónir króna sem
hlutafé og veita
ríkisábyrgð fyrir láni
eða lánum vegna hluta-
félagsins allt að 100 mill-
jónum króna.
Frumvarp um rannsóknarlögreglu ríkisins:
Markvisst skref til aðskilnaðar
dómsvalds og lögreglustjórnar
1GÆR mælti Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráöherra fyrir frum-
varpi um rannsóknarlögreglu
rikisins, svo og fyrir tveimur
frumvörpum, sem flutt eru i
tengslum viö þaö frumvarp. Það
eru frumvarp til laga um meðferö
opinberra mála og frumvarp um
skipun dómsvalds i héraöi.
1 ræöu dómsmálaráöherra um
rannsóknarlögreglu rfkisins kom
fram.aöþetta frumvarp er samið
af nefnd, sem hann skipaði 1972 til
aö endurskoða dómstólakerfi
landsins á héraðsdómsstiginu og
gera tillögur um, hvemig breyta
mætti reglum um málsmeðferð i
héraöi til að afgreiöslu mála væri
hraðaö. 1 nefndinni heföu starfað
menn meö mjög mikla reynslu á
sviöi þessara mála.
Dómsmálaráöherra gat þess,
að i þessu frumvarpi væri aöeins
fjallaö um einn ákveöinn þátt
málsmeöferöar i opinberum mál-
um. Nefndin heföi hins vegar taliö
efni þess svo skýrt afmarkaö, aö
unnt væri aö ljúíca fyrr meöferö á
þessu mikilvæga máli meö þvi aö
greina það frá öörum verkefnum,
sem nefndin vinnur að.
Iræöu dómsmálaráöherra kom
fram, aö höfuöþættir frumvarps-
ins væru tveir. Með stofnun rann-
Ólafur Jóhannesson
sóknarlögreglu rikisins skapast
mun betri möguleikar en áöur á
aö beina sérhæföum starfskröft-
um sérfróöra rannsóknarmanna
aö meöferö þeirra mála.
Hinn höfuöþáttur frumvarpsins
er aö sakadómarinn i Reykjavik
er leystur frá þvi aö vera yfir-
maður rannsóknarlögreglunnar i
Reykjavik. Meö því kvaö ráö-
heira, aö stigið væri markvisst
skref til aö aöskilja dómsvald I
opinberum málum og lögreglu-
stjórn. Meö þvi væri enn stigiö
skref frá hinu forna rannsóknar-
réttarfari til ákæruréttarfars.
Margt fleira kom fram i ræðu
dómsmálaráðherra, en nánar
verður sagt frá henni i blaðinu á
morgun.
Að lokinni ræöu ráöherrans
tóku margir þingmenn til máls,
og fögnuðu þeir frumvarpinu og
lýstu ánægju sinni með að þetta
frumvarp væri fram komiö. Hins
vegar gerðist þaö, aö þegar fara
átti aö greiöa atkvæöi um frum-
varpiö til annarrar umræöu og
nefadar, aö ekki voru nægilega
margir þingmenn viöstaddir til
að taka þátt i atkvæöagreiöslu.
Lýsti forseti neðri deildar,
Magnús Torfi ólafsson, vonbrigö-
um sinum með hve þingmenn
sýndu þessum málum litinn
áhuga, aö geta ekki dvaliö I þing-
húsinu meðan svo mikilsverö mál
væru rædd, ekki sizt þar sem
þingfundir höföu ekki staðiö
nema á þriöju klukkustund.
wHHIw
HBil. ffliyf ..
■
1 ræðu iðnaðarráðherra, þegar
hann mælti fyrir frumvarpinu,
kom m.a. fram, að rannsóknir til
undirbúnings saltverksmiöju eöa
sjóefnaverksmiðju á Reykjanesi
hafa staðið yfir alllengi. Það mun
hafa verið fyrir réttum 10 árum,
að Rannsóknaráð rikisins hóf
könnun á þessu máli, en áður
höföu nokkrar byrjunarathuganir
verið gerðar á vegum raforku-
málaskrifstofunnar. Fyrsta at-
hugunin, sem Rannsóknaráð
rikisins lét gera, var almennt
yfirlit um möguleika til aö fram-
leiða salt og vinna önnur efni úr
sjó og skeljasandi. Á árinu 1968
hófust boranir og jarðfræðilegar
rannsóknir á Reykjanesi. Boruð
var um 1800 metra djúp hola, og
hún gaf svo góðan árangur, að
þaö var metið, að hinar jarð-
fræðilegu forsendur saltverk-
smiðju væru fyrir hendi og væru
traustar. Jafnframt þessum jarð-
fræðilegu athugunum voru geröar
tæknilegar tilraunir og áætlanir
um stofnkostnaö og rekstur fyrir-
tækja, sem gætu hagnýtt sér þessi
verðmæti og framleitt ýmiss kon-
ar efni úr þeim. Heitið sjóefna-
vinnsla hefur verið notað um
þessa möguleika, og er þá átt við
fjölþætta vinnslu úr sjó og heit-
um, söltum hveralegi frá jarð-
hitasvæðinu.
Þá gat ráðherra þess, að Bald-
ur Lindal efnaverkfræöingur
hefði frá upphafi veriö helzti
frumkvöðull þessa máls, og heföi
unnið að þvi að staðaldri. Gat
hann siðan hinna ýmsu aðila, sem
komið hefðu við sögu þessa máls
frá upphafi, og gat þess einnig, aö
allar þær umsagnir, sem fengizt
höföu um máliö hefðu verið já-
kvæðar og allt benti til þess aö
fyrirtækið ætti að geta skilaö góö-
um arði.
Siöan rakti ráðherra aðalefni
frumvarpsins, en sagði aö lokum:
,,Ég vænti þess, aö þetta merka
mál fái góöar undirtektir á Al-
þingi. Þetta hefur veriö, eins og
komiö hefur fram I þessu yfirliti
og i greinargerð frumvarpsins,
lengi til athugunar, og þaö er
skoöun þeirra, sem kunnugastir
eru, að hér sé um merkilegt iðn-
aðar- og iðjufyrirtæki aö ræöa,
sem bæöi ge'ti orðið þjóöarbúinu i
heild til hags vegna gjaldéyris-
tekna og aukinnar atvinnu I landi.
Það standa vonir til þess, að hér
geti orðið um þjóðþrifafyrirtæki
að ræða.”
Að lokinni ræðu iðnaðarráð-
herra tóku nokkrir þingmenn til
máls, og lýstu þeir ánægju sinni
yfir að þetta frumvarp væri kom-
ið fram og töldu, að hér væri um
að ræða mikið framfaramál fyrir
þjóðina.
Steingrimur Hermannsson (F)
vakti athygli á, að sjaldan eða
aldrei hefðu jafnvíðtækar rann-
sóknir farið fram áður en tslend-
ingar legðu út i framkvæmd eins
og þá, sem gert væri ráð fyrir
með frumvarpi þessu. Sagði þing-
Steingrlmur Hermannsson
maðurinn, að rannsóknir lofuðu
góðu og þarna væri næg orka,
sem hægt væri að hemja. Rakti
þingmaðurinn gang rahnsókn-
anna frá upphafi og sagði, að með
byggingu þessarar tilraunaverk-
smiðju hæfist lokaþáttur þeirra
rannsókna.
Auk iðnaðarráðherra og Stein-
gríms tóku til máls um frumvarp-
ið þingmennirnir Oddur Ólafsson
(S), Stefán Jónsson (Ab), Jón Ar-
mann Héðinsson (A) og Albert
Guðmundsson (S).
Glæpur að hella
niður mjólk
,,ÞAÐ ERU óverjandi vinnu-
brögð, og standa glæpi næst, að
standa þannig að kjarabaráttu,
að mjólk sé hellt niður að ó-
þörfu,” segir i greinargerð með
frumvarpi til laga, sem Jón Ár-
mann Héðinsson (A) lagði fram
á Alþingi I gær.
Frumvarpið gerir ráð fyrir
þvi, að forstöðumanni mjólkur-
bús sé heimilt að kveðja til
nægilegt vinnuafl til vinnslu
mjólkur, þremur og hálfum sól-
arhring eftir aö vinnsla mjólkur
stöðvast vegna verkfalls, svo
mögulegt sé að bjarga mjóikinni
og vinna hana i smjör, ost og
undanrennu.
Þá er i frumvarpinu kveðiö á
um að afurðir, sem framleiddar
verða undir aðstæðum i verk-
falli, skuli seldar i samráði viö
heilbrigðisyfirvöld á hverjum
stað. Einnig er þar tekið fram,
að hver sá sem hindrar með ein-
hverjum hætti af ásettu ráði
vinnslu mjólkur við þessar að-
stæður, skuli sæta sektum, sem
nemi minnst eitt hundrað þús-
und krónum og varöhaldi, sé um
endurtekið brot að ræða.
t greinargerð með frumvarp-
inu segir m.a.
„Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að mjólkin hefur um
aldir bjargað þúsundum
mannslifa á ísiandi frá hungri
og dauöa. Það eru þvi óverjandi
vinnubrögð og glæpi næst að
standa þannig að kjarabaráttu,
aö mjólk sé hellt niður að ó-
þörfu. Þetta er þvi hörmulegra
þegar hungur sverfur að mill-
jónum manna viða um heim. En
við hér á landi getum nú fagnað
þvi, að hungurvofan er flosnuð
upp og ætti ekki að eiga aftur-
kvæmt, sé rétt á málum haldið
hér innanlands. Sú þjóð, sem
misst hefur tugþúsundir manna
úr hungri á liðnum öldum, getur
ekki veriö þekkt fyrir að eyði-
leggja matvöru, sem þegar er
til sem slik vegna átaka aðila,
er skilja ekki sinn vitjunartima.
Það má aldrei endurtaka sig að
mjólk sé hellt niður á tslandi.
Þess vegna er þetta frumvarp
flutt.”