Tíminn - 05.03.1976, Side 19

Tíminn - 05.03.1976, Side 19
Föstudagur 5. marz 1976. TIMINN 19 Klaufhirðing er eitt þeirra hlutverka, sem sannri sauöfjárrækt er alltaf samferöa, og hér er Christian- sen aö snyrta klaufir Suffolk-hrúts meö aðstoö samverkamanna. Búnaðarfíðindi Gísli Krisfjánsson skrifar Sauðfjárrækt hafín á Möltu undir forystu dansks bónda GK-MALTA— það er eyja i Mið- jarðarhafinu, eins og allir vita, sem fylgzthafa með í heimsfrétt- um og eitthvað kunna að marki i landafræði. Eyjan hefur um alda- raðir verið bitbein þjóðanna, sem búa umhverfis Miðjarðarhaf, menningarmiðstöð, og stundum aðsúgsmiöstöð ræningja úr suðri og austri. Napóleon réði þar um skeið en 1805 fengu Bretar þar yfirráð og héldu þeim til 13. desember 1974 er Malta varö sjálfátætt riki, eftir langvinnar erjur. Það endaði með þvi, að rikissjóður Breta á að greiða Möltubúum 14 milljónir punda ár- lega til ársins 1979, auðvitað vegna athæfa sem Bretar hafa þar framiðeins og annars staðar, þar sem, þeir um langa eða skamma hrið, hafa stjórnað með ofbeldi. miskunnarleysi og þræla- haldi svo sem þeirri þjóö virðist eðlilegast. Frá náttúrunnar hálfu er Malta sanr.nefnd Eden, að þvi er veður- far snertir. boka, snjór og frost eru þar óþekkt fyrirbæri, og svo er sagt, að það séu aðeins fáir dagar á ári, sem ekki sér sól og timabilið frá april til september- loka er nær undantekningalaust glaða sólskin 11 stundir á dag, enda eru þar ræktaðir suðrænir á- vextir, appelsinur, sitrónur, fikj- ur og ferskjur með meira öryggi en á ströndinni sunnan Miðjarð- arhafsins. Uppgufun frá hafinu gefur loftraka og litil loftkæling veitir hressandi skúrir. Eyjan, er aðeins 316 ferkíló- metrar að stærð, en ibúatalan er um 330 þúsundir. Þarna er mann- leg tilvera hagstæö ef skynsam- lega er stjórnað, en um aldir hefur fólkið oft þoláð harðrétti vegna rána, gripdeilda, striðsat- hafna og stjórnarfarslegs ofbeld- is. Siðan fólkið fékk heimastjórn hefur verðlagi verið haldið i skefjum og dýrtið er þar ekki, að sögn allra kunnugra. Möltubúar vilja efla kvikfjárrækt Strax að fengnu sjálfstæði, settu íbúarnir á óskalista sinn að efld yrði búfjárrækt á eynni, til þess að auka heimaframleiðslu lifsnauðsynja. Stjórnin beindi óskum sinum til FAO i Rómaborg og þeim var vel tekið. Rikisstjórn Dana komstá einhvem hátt inn i málið og veitti nokkra fjárhæð, eða um 7 milljónir isl. króna, til þess að Möltubúar fengju ósk sina uppfyllta i þessum efnum. Danskúr bóndi, sem um 30 ára skeið hefur stundað sauðfjárrækt og siðustu árin hefur verið for- maður f járræktarfélagasam- bands Dana, var að Hætta búskap um þær mundir er málið var á dagskrá, og það varð að ráði, að hann gerðist forgöngumaður þessara mála þarna suðurfrá. Viihelm Christiansen heitir maðurinn, 67 ára að aldri. Raun- ar hafði hann sáralitla vitneskju um skilyrðin á Möltu, en hann hafði langa reynslu og mikið vit á sauðfé, og á þeirri forsendu varð hann fyrir valinu þegar ákveðið var hver skyldi standa fyrir um- ræddri starfsemi. Hann hafði aldrei áður dvalið utanlands, nema i smáfrium suður á Rhodos eða Mallorka og svo i Vin, en þar bjuggu tengdaforeldrar hans, þvi að kona Vilhelms Christiansens er frá Austurriki. Tiu ára formennska i sambandi dönsku sauðfjárræktarfélag- anna og löng röð af heiðursmerkj- um, sem hann hefur hlotið, svo og afburðaskepnur hans, hafa auð- vitað verið þau meðmæli, sem haldbezt virtust til þess að velja bónda þennan i umrætt hlutverk. Og svo var bara að taka til starfa. Suffolkfé — fiturófufé og annað fé Ekki fara sögur af þvi hvort nokkuð hefur kveðið að sauðfjár- rækt þarna á eynni i miðju Mið- jarðarhafi, en auðvitað var og er þar fé, eins og yfirleitt á öllum eyjum þar. En Christiansen var veitt heimild til að ráða sjálfur að méstumeð hvaða fé skyldi starfa. Að visu var búið að ákveða, að til eyjarinnar yrði flutt Babary-sauðfé frá Libanon og hópur þess kom til Valetta um sömu mundir og Christiansen kom þangað fyrst, en Babary-sauðféð hefur það sér- kenni, að þaðsafnar fitu á rófuna og geymir hana þar tiltæka unz þörf gerist á harðréttistimum. Sauðfjárkyn þetta er sannnefnt „hópfé”, eins og jafnan gerist meðal eyðimerkurfjár. A sama tima hafði verið gert ráð fyrir að annar stofn kæmi frá Ástraliu. Möltustjórn hafði fengið loforö um það frá rikisstjórn Ástraliu, og gerðar voru opinber- ar ráðstafanir til að fá féð flutt þaðan með herflugvélum, en þeg- ar til kom afneituðu hernaðar- oddvitar með öllu að menga flug- vélarnar með svo „svinskum flutningi” sem sauðfé væri, slikt væri ósæmilegt á sviði hermála að 'smyrja svo vegleg tæki innan með sauðaspörðum. betta lét Christiansen sér vel lika og sneri þvi brátt til Bretlands til þess að kaupa kynbótaskepnur til verð- andi starfsemi á sviði sauðfjár- ræktarinnar, með framleiðslu kynblendinga og samanburð þeirra fyrst um sinn. 1 Englandi keypti hann svo nokkra SUF- FOLK-hrúta og einnig kollótta / Dorset-hrúta. Aðstaða til starfseminnar er honum svo léð á miðri Möltu, og samkvæmt lögum þar i landi er þessi bóndi eini út- lendingurinn sem. veitt verður at- vinnuleyfi á Möltu. Og nú er starfsemin komin i fullan gang undir hans umsjón. (Endursögn eftir: LANDSBLADET) Sænskir dýralækn- ar afneita fjósum með rimlagólfum G.K. — Sydsvenska Dagbladet segir frá þvi nýlega, að varla verði byggð fleiri fjós með rimla- gólfum i Sviariki en þegar er orð- ið. Astæðan er sú, að á tiirauna- stjórafundi i Uppsala fyrir skömmu gerðu sænskir dýra- læknar aðsúg I ræðum sinum að byggingafyrirkomulagi fjósanna, en það var dr Jan Oiuf Lindquist við Dýralæknaskólann, sem hafði orð fyrir þeim. Hann gerði grein fyrir heilli röð kvilla, sem rekja mætti til rimlagólfafyrirkomulagsins og svo bæri það með sér hættu frá taugaveikibróöur og fleiri kvill- um, sem gætu orsakað smit i mannfólki. Dýralæknarnir þar i landi hafa staðfest, að spenastig og spena- skemmdir eru miklu algengari þegar kýr ganga á rimlúm en á básum. A rimlagólfum slitna klaufir, fætur nuddast og fleiðrast og ígerðir fylgja. Og svo eru allar hreinlætisráðstafanir vonlausar á grindunum, segja þeir, en það leiöir til minni mjólkurgæða. Ekki er heldur ráðlegt að láta holdagripi gangá á grindum, i hópi þeirra hafa lungnakvillar og lifrarbólga verið miklu algengari en i gömlu básafjósunum, segja dýralæknarnir. ERU RÖRMJALTA- VÉLARNAR í ÓLAGI HJÁ OKKUR? G.K. — Liklega er engin vél i heimi búskaparins meira notuð en mjaltavélin. En lengi var hún lltils metin. Nú er öldin önnur. Svo segir norskur ráðunautur, Terje Alfnes, sem I Bændabla'ð'inu norska lýsir annmörkum af vissu tagi, sem loði viö rörmjaltakerfi I fjósum Norðmanna. Fyrst tjáir hann, að vandamál- in séu rétthin sömu og fyrir 10 ár- um, enda þótt tæknin hafi i ýmsu fullkomnazt. Nú eins og þá, er baráttan við júgurbólgu, spora- myndandi bakteriur i mjólkinni og málmbragð, sem einatt og að nokkru er sök mjaltalagnarinnar. A vissu mjólkurframleiðslusvæði voru framkvæmdar athuganir á 254 búum, sem höfðu rörmjalta- lagnir i fjósum. Á 40 af hverju hundraði þeirra, var sogkerfið i ólagi, á vissum stöðum voru lagn- ir óþéttar og ýmislegt annað var i miður góðu lagi hér og þar. Ráðunauturinn fullyrðir, að það margborgi sig að mjólkursam- lögin hafi mann i þjónustu sinni, sem framkvæmi reglulegt eftirlit með svo þýðingarmiklum tækj- um, sem mjaltavélar eru. Segir hann nú kapphlaup meðal fram- leiöenda mjaltavéla, sem bjóði slika þjónustu i Noregi, en sam- tök framleiðenda og mjólkursam- lögin geti auðvitað haft þessi hlut- verk í hendi sér meö aðstoð fag- manns. Vonandi höfum við ekki hliðstæða sögu að segja, eða er það?? Niðurgreiðslur á neyzlumjólk í Svíþjóð nema nú 47% G.K. — Nýmjólk i Sviþjóð er stöðluð við 3,50% fitu. Næringar- gildihennar er meö öðrum orðum a.m.k. 10-15% minna en okkar is- lcnzka kúamjóik. En hvað kostar svo nýmjólkin I Sviþjóö? Væri hún seld fyrir raunviröi mundi hún kosta 105 krónur lítrinn, en auð- vitað er hú’n niðurgreidd. Raun- viröi hennar er 2,70 sænskar, og þegar gengið er nú 1 kr. sænsk =„ 39 islenzkar þá verður útkoman eins og að ofan segir, 105 krónur. Svo segir sænska blaðið LAND. Um leið og þess er getið, að allar búvörur þar í landi hækki frá sið- ustu áramótum i samræmi við vaxandi dýrtið, lögum sam- kvæmt, er kveða á um tryggingu til búvöruframleiðenda þannig, að hlutur þeirra breytist eins og annarra i samræmi við verðgild- isrýrnun krónunnar. Frá þvi er sagt um leið, að samkvæmt þeim ákvörðunum skuli niðurgreiðslur lifsnauðsynja þar i landi aukast ' um 356 milljónir (13884 milljónir islenzkar (króna á þessu ári. Þess er getið um leið, að bóndinn fái 5 aurum meira fyrir litrann nú en fyrir áramót, en útsöluverðið hækkar um 13 aura. Af þeirri hækkun greiðir rikið 7 aura (allt i sænskri mynt). Niðurgreiðslan á hvern litra nemur nú 49 islenzk- um krónum, svo neytandinn mun þá greiða fyrir litrann 56 kr. isl. Tíminn er peningar Auglýsid iTimanum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.