Tíminn - 05.03.1976, Page 20
20
TÍMINN
Föstudagur 5. marz 1976.
5 ný-
liðar
leika
gegn
Banda-
ríkj-
unum
— á Keflavíkurflug-
velli á sunnudaginn
FIMM nvliðar hafa verift valdir i
landsliðið I handknattleik kvenna,
sem mætir ólympiuliði Banda-
rlkjanna i iþróttahúsinu i Kefla-
vlkurflugvelli á sunnudaginn.
Bandariska liðið er væntanlegt til
landsins á laugardaginn, og mun
það leika hér þrjá iandsleiki — á
Keflavikurflugvelli, i Hafnarfirði
og á Akranesi.
tslenzka landsliðið, sem mætir
ólympiuliði Bandrikjanna á
sunnudaginn, er eitt yngsta
landslið, sem tsland hefur teflt
fram — fimm nýliöar eru i liðinu
og tvær stúlkur, sem hafa aðeins 1
landsleik að baki. Liðið er skipað
þeim stúlkum, sem taka þátt i
Norðurlandamóti stúlkna undir 22
ára aldri. Eftir taldar
stúlkur leika á sunnudaginn:
Alfheiður Kmilsd. Ármunni.... I
Gvða Úlfarsdóttir, FH........ 7
Jóna M. Brandsd. FH.......... o
Katrin Hanivalsd. FH ........ 0
Sigurborg Paöad. Breiðab..... 0
Jóhanna Halldórsd. Fram...... 2
Jenny L. Magnúsd. Fram....... 0
Hrefna B. Bjarnad. Val....... 5
Hjördis Sigurjónsd. KH....... 4
Halldóra Magnúsd. Val........ 0
Erla Sverrisd. Armanni ......11
llarpa Guömundsd. Val........ 1
JENNY L. MAGNÚSDÓTTIR.sést hér svífa inn i vigateig FH-liösins og skora örugglega.
(Timamynd Róbert).
FH-stúlkurnar misstu
af lestinni
BARÁTTAN um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik
kvenna stendur á milli gömlu keppinautanna Fram og
Vals. Fram-stúlkurnar geröu draum ungu stúlknanna í
FH að engu i Laugardalshöllinni, á f immtudagskvöldið
— sigruðu 12:7. Oddný Sigsteinsdóttir lék aðalhlutverkið
hjá Fram-liðinu — þessi skotharða leikkona var tekin úr
umferð, en það dugði ekki til. Oddný reif sig oft lausa og
skoraði góð mörk.
Baráttan stendur á milli Fram- og Vals-
stúlknanna, sem leiða saman hesta
sína á þriðjudaginn
snjalla leikkona Armanns-liðsins,
var óstöðvandi, þegar Armann
vann stórsigur (21:8) i ieik gegn
KR. Guðrún sendi knöttinn ellefu
sinnum i netið hjá KR-stúlkunum.
— B.R.
Leikurinn var jafn i byrjun, en
þegar Fram-stúlkurnar tóku
Svanhviti Magnúsdóttur úr um-
ferð i siðari hálfleik, breytti
Fram stöðunni úr 6:6 í 9:9, og
sigraði siðan örugglega 12:7.
Vals-stúlkurnar voru einnig i
sviðsljósinu — þær unnu öruggan
sigur i leik gegn Vikingi — 19:8.
Sigrún Guðmundsdóttir var at-
kvæðamest hjá Vals-liðinu, en
það vakti athygli, að Hrefna B.
Bjarnadóttir, fyrirliði lands-
liðsins, fékk að sitja á vara-
mannabekk liðsins allan leikinn.
Þetta sýnir, hvað breiddin er
mikil hjá Vals-liðinu.
Guðrún Sigurþórsdóttir, hin
STAÐAN
Staðan 11. deild Islandsmótsins
í handknattleik kvenna eftir leik-
ina I gærkvöldi:
Valur — Vikingur 19:8
Armann—KR 21:8
Fram — FH 12:7
Fram
Valur
Ármann
FH
KR
Víkingur
Breiðablik
Keflavik
Næstu ieikir verða i Laugar-
dalshöllinni á þriðjudagsk völdið i
næstu viku. Þá leika Valur —
Fram, Armann — FH og KR —
Víkingur.
■ '
Vaknað upp við vondan draum
Landslið kvenna í handknattleik er ekki lengur til!
ÞAÐ hefur vakið mjög mikla
athygli, að nær allar okkar
beztu handknattleikskonur
eru ekki I landsliðinu, sem
leikur gegn Bandarlkjunum á
næstunni. Sá orörómur hefur
veriö uppi að undanförnu, aö
landslið kvenna væri ekki
lengur til, það heyrði eingöngu
fortiðinni til. Staðfesting á
þessum orðrómi fékkst svo,
þegar tilkynnt var af H.S.Í.,
hvaða stúlkur lékju með
landsliðinu gegn Bandarikjun-
um. 1 fréttatilkynningu, sem
Tímanum barst, segir:
„Nokkur þáttaskil eru nú I
landsliði kvenna hjá okkur.
Margar af þekktustu stúlkun-
um hverfa úr liöinu, og er það
mun yngra en lengi hefur
verið.”
Það gengur eitthvað meira
en lítið á i handknattleik
kvenna, þegar að þvi er gáö,
að nær allar þær stúlkur, sem
hafa verið burðarásar lands-
liösins undanfarin ár, eru enn i
fullu fjöri og leika aðalhlut-
verkin i félagsliðum sinum.
Stúlkur eins og Björg Guð-
mundsdóttir, Sigrún
Guðmundsdóttir, Ragnheiður
Blöndal og Elin Kristinsdóttir
úr Val, Oddný Sigsteinsdóttir
og Guðrún Sigurþórsdóttir úr
Ármanni, Hansina Melstedúr
KR og Sylvia Ilallsteinsdóttir
og Svanhvit Magnúsdóttir úr
FH svo einhverjar séu nefnd-
ar. Flestar af þessum stúlkum
gáfu kost á sér i landsliðið,
sem var látiö hætta æfingum i
vetur.
A þessu sést, að nær allar
okkar beztu handknattleiks-
konur eru ekki i landsliðinu.
Hvernig er ætlazt til að menn
liti á lið, sem er án þessara
stúlkna, sem landslið? Það er
ekki hægt. Ef það er nefiit
þáttaskil, þegar búið er að
leggja niður landsliö kvenna,
þá eru það einhver mestu
þáttaskil i sögu handknatt-
leiksiþróttarinnar á Islandi —
og stærsta skref afturábak,
sem stigið hefur verið i
iþróttamálum þjóðarinnar.
Landsliðið er nú nær ein-
Þegar
að er
gáð
göngu skipað stúlkum sem
ekki hafa mikla reynslu að
baki með félagsliðum sinum —
og sumar leika nú sinn fyrsta
leik með úrvalsliði. Það er
meira en vafasamur greiði við
hinar ungu handknattleiks-
konur okkar að kalla ung-
lingalandsliðið „landslið”.
Þær hafa enn ekki, sem von-
legt er, öðlazt þá reynslu, sem
nauðsynleg er til að leika i
landsliði — þær eru hins vegar
efnilegar, og mikils er að
vænta af þeim, er fram liða
stundir.
Það er greinilegt, að lands-
liðsnefnd kvenna er að reyna
að fara nýjar leiðir I sambandi
við kvennalandsliö og hafa
hug á að yngja liðið verulega
upp. Liðið, sem leikur gegn
Bandarikjunum er unglinga-
landslið Islands, sem tekur
þátt I Norðurlandamótinu —
fyrir stúlkur 22 ára og yngri.
Landsliðsnefndin ætlar að
nota landsleikina gegn Banda-
rikjunum, til að undirbúa
unglingalandsliðið fyrir þá
keppni. Hvort nefndin hefur
farið rétta leið til að byggja
upp nýtt landslið, verður
reynslan að skera úr um. Það
mun væntanlega koma i ljós
siðar. En þvi er ekki að neita,
að þessi stefna landsliðsnefnd-
arinnar er vægast sagt furðu-
leg. Það hefði verið allt i lagi
að byggja upp unglingalands-
lið.og láta það siðan leika einn
landsleikinn af þremur gegn
Bandarikjunum. En að láta
þær leika þá alla, er það ekki
einum of mikiö? Hvers eiga
þær stúlkur að gjalda, sem
gáfu kost á sér i landsliðið?
Það er ekki hægt að sniðganga
þær — það kann ekki góðri
lukku að stýra.
— SOS