Fréttablaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 68
 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Skoski stórleikarinn Sean Connery verður heiðraður á AFI-hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Connery er þekktastur fyrir leik sinn sem James Bond en hann fékk einnig Óskarsverð- launin fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni The Untouchables. Að sögn Howard Stringer, talsmann AFI- samtakanna, hlýtur Connery verðlaunin fyrir að hafa skapað sér feril sem sé merkilegri en stærsta hetjan sem hann lék. Connery fær verðlaunin þó ekki afhent fyrr en á næsta ári en meðal annarra sem hefur áskotnast þessi verðlaun eru Clint Eastwood, Robert De Niro og Steven Spielberg. Johnny Depp segist ekki sjá eftir því að hafa hagað sér eins og villidýr á sínum yngri árum. Leikarinn veit þó að vafalaust hefði honum orðið meira úr verki ef dóp og brennivín hefðu ekki haldið honum í heljargreipum fyrstu tvo áratugi fullorð- insára sinna. Depp hætti allri neyslu eftir að Vanessa Paradis ól honum dóttur fyrir sex árum. „Það kom að þeim tíma þar sem ég hafði bara fengið nóg og sennilega var það í kringum óléttu Paradis,“ sagði Depp á dögunum. „Ég geri mér grein fyrir því að ég var sennilega einhver allra heim- skasti maður á jörðinni en þessi reynsla hefur mótað og gert mig að þeim manni sem ég er í dag.“ Oprah Winfrey ætlar aldrei að giftast unnusta sínum Steadman Graham. Henni finnst bónorð hans vera næg sönnun á ást hans til hennar. Steadman og Winfrey hafa verið saman í sautján ár og Oprah segist ekki sjá tilganginn í að ganga inn kirkjugólfið. Oprah tekur þó skýrt fram að hann hafi beðið hennar. „Eftir að hann fór niður á hnén komst ég yfir þessa giftingarhug- leiðingar mínar. Ég er enda viss um að samband okkur stríði gegn öllum hefðbundnum hugmyndum um hjónaband.“ Biðlað í beinni Framleiðsla Arrested Development, einhverra bestu gamanþátta seinni tíma, er í uppnámi eftir að skammsýnir skriffinnar á sjónvarpsstöðinni FOX, sem framleiðir þáttinn, ákváðu að stytta þriðju þáttaröðina úr 22 þáttum í 13. Er uggur í mörgum sem þykir þetta teikn um að sjónvarpsstöðin ætli að hætta framleiðslu þáttanna fyrir fullt og allt. Arrested Developement hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda og víðar. Þeim hefur hins vegar ekki gengið nógu vel að ná til amerískra áhorf- enda. Þeir hafa þó nú þegar fest sig í sessi sem „költ“-sjónvarpsþættir og munu lifa sem klassískt sjónvarpsefni um ókomna framtíð, en FOX virðist ekki þykja nógu mikil réttlæting fyrir áframhaldandi framleiðslu. Arrested Development er á dagskrá Stöðvar tvö á föstudagskvöldum. Á ýmsu hafa ástfangnir tekið upp á til að ganga í augun á sínum heittelskuðu en flestir láta sér nægja blóm, smá súkkulaði, kampavín og kertaljós þegar þeir fara niður á hné og bera upp bónorðið. Öðru hvoru sjáum við myndir af mönnum sem skella bónorðinu upp á flennistór neonskilti á íþróttaleikvöngum. Hver getur líka sagt nei fyrir framan tugi þúsunda? Það hefur ekki verið mikil hefð fyrir þessu hér á landi en það virðist vera að breytast. Frosti Logason & Unnur Birna „Jú komiði sæl, þetta er Frosti og þið eruð að hlusta á X-ið. Vel á minnst, Unnur villtu ekki giftast mér.“ Svona gæti bónorð Frosta Logasonar til Unni Birnu Vilhjálmsdóttur hljómað og við hin fengjum að heyra þegar fegurðar- drottningin hringdi inn með tárin í augunum og játaðist heitmanni sínum. Það yrði heldur ekki ama- leg brúðkaupsveisla. Veislu- stjórar yrðu Elín Gestsdóttir og Þorkell Máni, umboðsmað- ur Mínuss. Strákarnir myndu síðan spila fyrir dansi og hápunktinum yrði náð þegar Svala Björgvins, Krummi og Bryndís Guðjónsdóttir myndu syngja saman. Ásgeir Kolbeins & Ragnheiður Guðfinna „Þetta er íslenski listinn og hér kemur Josh Groban í tilefni af því að ég, Ásgeir Kolbeins, vil ganga að eiga Ragnheiði Guðfinnu.“ Ekki amalegt bónorð það. Hún myndi að sjálfsögðu fljúga utan um hálsinn á honum (Allar sjónvarpsstjörnurnar eru jú uppi á Lynghálsi). Brúðkaupsveisla þeirra myndi náttúr- lega slá öll met því Ásgeir er jú góður vinur Loga Bergmanns og ef það er einhver sem hefur reynslu af fjölmiðlabrúðkaupum þá er það hann. Skítamórall myndi spila í kirkjunni og jafnvel að Two Tricky færu með Júróvision s l a g a r a n n Angel. Fyrir dansi myndu Í svörtum fötum og Írafár slá saman í stórt band og trylla lýðinn. Það má heldur ekki gleyma að það verður Breezer á kantinum. Jón Ólafsson & Hildur Vala Það er föstudagskvöld og öll þjóðin hefur komið sér vel fyrir framan viðtækið. Ein- hverjir hafa poppað og sitja með börnun- um sínum uppi í sófa. Allt í einu birtist Jón Ólafsson á skján- um, klæddur í smóking, skellir sér á skeljarn- ar og biður Ido l - s t jörnu Íslands, Hildi Völu. Þjóðin fer á annan endann og látunum má líkja við þegar Friðrik krónprins og Marie Donalds- son opinberuðu ást sína. Það þarf varla að taka það fram að brúðkaupið verður í Smáralindinni. Jói og Simmi verða að sjálfsögðu veislustjórar og gott ef Bubbi lætur ekki sjá sig með gítarinn. Hápunktinum verður þó náð þegar allir bestu Idol- keppendurnir stilla strengi sína saman og syngja Oh Happy Day. Svavar Örn & Daníel Örn Þessir fríðleikspiltar eru hvers manns hugljúfi og því er ekki spurning að þjóðin vill fá að vita hvenær þeir ætli að láta vígja sig saman. Idol Extra þátturinn er framleiddur fyrir það sem er óvenjulegt og á meðan Svavar fylgdist með Jóni biðja Hildar Völu þá fengi hann sömu flugu í hausinn. Reyndar fengjum við ekki að sjá bónorðið í beinni heldur á Sirkus en það dregur ekki úr glæsileikanum eða hugmyndafluginu. Veislan yrði náttúrlega mögnuð enda hefur Svavar eignast urmul- inn allan af frægum vinum í gegnum starf sitt sem hár- hönnuður Stöð 2. Allar helstu sjónvarpsstjörnur myndu mæta á svæðið, Inga Lind Karlsdóttir og Svan- hildur Hólm yrðu veislustjórar. Þeir sem fá ekki boðs- kort í þetta brúð- kaup eru ekki á A- listanum. Þetta er brúðkaup sem við viljum sjá í beinni. Viltu giftast mér? Vilhjálmur Vilhjálmsson & Guðrún Kristjánsdóttir Kosninganóttin er löng og ströng. Borgarstjórnarkosningar hafa aldrei verið jafn spennandi. Að lokum tilkynnir Páll Magnússon í beinni frá RÚV að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi unnið borgina. Mikill fögnuður brýst út og leið- togi flokksins í borginni stígur á stokk. Er hægt að f u l l k o m n a kvöldið eitt- hvað frek- ar en með b ó n o r ð i í beinni? Þá fyrst fær Sjálf- s t æ ð i s - f l o k k u r- inn að sjá alvöru fögnuð. Brúðkaupsveislan yrði ein sú allra glæsileg- asta í manna minnum. Dóttir leiðtogans, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, myndi stýra veislunni af stakri snilld og ekki myndi það skemma fyrir að goðsögnin úr Seðlabankanum, Davíð Oddsson, kæmi og flytti stutta tölu. Gísli Marteinn færi með gam- anmál um kosningabaráttuna sem var náttúrlega bæði „drengileg“ og „heiðarleg“. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG ER OPINN ALLA DAGA FRÁ KL. 8–22. Breyttur afgreiðslutími í Skaftahlíð 24 F í t o n / S Í A F I 0 1 4 4 1 6 Virka daga kl. 8–18. Helgar kl. 11–16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.