Tíminn - 12.03.1976, Page 4
4
TÍMINN
Föstudagur 12. marz 1976
Þref um kaup
Julie Andrews hefur ekki leikið i
kvikmynd, sem nokkuð hefur
kveðið að, siðan hún lék i „The
Sound of Music”. Og sjónvarps-
þættirnir hennar kolféllu. Það
kvisaðist að „Keisarahöllin” i
Las Vegas hefði gert samning
við hana og ætti hún að fá
250.000 dollara i laun á viku. Nú
hefur þetta verið leiðrétt.
„Keisarahöllin” stendur að visu
i samningum við leikkonuna
um að koma fram næsta ágúst-
mánuð, en um kaupið hefur ekki
verið samið ennþá. Areiðanlega
verður það eitthvað lægra en
250.000 dollarar. Hér er mynd af
Julie Andrews.
Skrautlegur bíll
Bandariski myndhöggvarinn
Calderer búsettur i Frakklandi.
Nýlega var haldin yfirlitssýning
á verkum hans jzfir sl. 50 ár, i
Listahúsinu I Miinchen. Lista-
maðurinn teiknaði, án þess aö
taka gjald fyrir, litaskala fyrir
430 hestafla BMW, sem ekiö var
af vinum hans Hervé Poulain
Ct.v. á myndinni) ogSam Posey.
Nútimalistasafnið i New York
er sagt hafa áhuga á Calder-
vagninum, sem málaður er i
uppáhaldslitum listamannsins:
Rautt, hvitt, gult og blátt. Ann-
ars er hann vist það athyglis-
verðasta á BMW-safninu i
Miinchen I V-Þýzkalandi.
Gríman fallin
Hér gefur að lita Brigitte Bardot
— ómálaða og alvarlega. Væg-
ast sagt fremur óvenjuleg sjón.
Nú er svo komið, að hún nennir
ekki lengur að fela sitt rétta
andlit, og brosið hennar fræga,
sem ljósmyndarar áttu vist, ef
þeir létu sjá sig nálægt henni
með myndavélarnar sinar, skil-
ur hú æ oftar eftir heima. Loks-
ins hefur hún, að sögn, sætt sig
við þá staðreynd, að hún er
komin á fimmtugsaldurinn, þótt
varla sé hægt að halda þvi fram,
að hún gleðjist yfir hverri
hrukku, eins og sumar konur á
hennar aldri gera (að eigin
sögn). „Enginn getur haldið sér
ungum til eilifðar,” hefur veriö
haft eftir kynbombunni, og við
tökum svosannarlega undir þau
orð.
Mti *» i" > i if * Í ÍIÉÉ
DENNI
DÆAAALAUSI
„Hvar áttir þú heima áður en ég
fæddist Wilson?" „i óverðskuld-
aðri paradis.”