Tíminn - 12.03.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 12.03.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 12. marz 1976 TÍMINN 7 Ólafur Jóhannesson, dómsmálaróðherra: OPIÐ BRÉF Þriðji hluti Að dæma orð dauð ÞU hefur höfðað mál og krefst þess, að dömari dæmi dauð til- tekin slitur úr ummælum min- um i „Beinni linu” 1. febrúar sl. Þau setningaslitur, sem þú krefst, að dómarinn leiði á höggstokkinn, skulu lesendum til minnis enn á ný rifjuð hér upp, og eru þau þessi: 1. ,,...heldur auðvitað sú Mafia, sem stendur á bak við þessi skrif” 2. „Það er Visis Mafian” 3. ,,Já, það horfir þannig við frá minu sjónarmiði, að það sé glæpahringur, sem æ ofan i æ kemur með aðdróttanir „rangar” í minn garð”. Það skal tekið fram, að stóri stafurinn i mafia er ekki frá mér kominn. Hann getur varla hafakomið fram lútvarpinu eða á segulbandi. Liklega yrði dóm- ari i dómsorði, ef til kemur, að sleppa honum. En þessum óskiljanlegu setn- ingaslitrum á dómari sam- kvæmt kröfu þinni að slátra i dómsorði. Það er til mikils ætl- azt af dómara. Hver myndi skilja slikt dómsorð, en það er nú náttúrulega aukaatriði. Ég hefi haldið, að ritstjórar væru yfirleitt þeir menn, að þeir gætu varið sig með sinu eigin vopni, pennanum. Annað hvort er, að þeir hafa ekki mikla trú á málstaðnum eða þeir eru ekki vigir vel, ef þeim dugar ekki penninn og heilt dagblað, sem þeir hafa til umráða, til að verja sig og hlaða andstæðingnum. Þeir eiga auðvitað að berjast með orðsins brandi á eigin vig- velli, falla á þeim vettvangi eða, sigra eftir atvikum, enda mun nær óþekkt i hálfa öld, að is- lenzkur ritstjóri leiti á náðir dómstóla. Ég hélt, að ritstjórar og blaðamenn væru formælend- ur hins frjálsa orðs. Ég hélt, að þeir teldu islenzka meiðyrða- löggjöf of stranga og ósveigjan- lega. Ef mig misminnir ekki þvi meir, hafa þeir gagnrýnt hana. En svo kemur þú, vinur sæll, sem segir i alþjóðaáheyrn, að þú takir ekki við neinum fyrir- skipunum, með nokkur orð, vængstýfð setningaslitur, sem eftir þær misþyrmingar eru ekki orðin nema skitur á priki, og kallar á dómstóla þér til að- stoðar. Já, ekki sýnist mér nú karlmennskunni fyrir að fara. Mér finnst ritstjóri, sem ónáðar dómstóla út af orðaskaki, sem hann eða hans sveinar eiga upp- tökin að, eins og óþægur strák- ur, sem hleypur undír pilsfald mömmu, eftir að hafa kastað grjóti i vegfarendur. En þetta eru allt aukaatriði hér. Aðalatriðið er spurningin, hvort hægt sé að dæma orð til dauða. Heilbrigð skynsemi svarar þvi neitandi. Orð lifa eða deyja eftir þvi sem efni standa til. Ekkert dómsorð getur deytt þau. Þótt dómsorð segi eitt- hvert orð dautt og ómerkt getur það eftir sem áður lifað góðu lifi, flogið á milli manna i tal- máli og verið skrifað i bækur og blöð. En dómsorðið verður þá bara dauður bókstafur, engum til gangs eða ánægju. Ég veit auðvitað eins vel og þú, að enn er heimild til þess i islenzkum hegningarlögum, að dæma tiltekin orð eða ummæli dauð og marklaus, svo sem það mun oftast hafa verið orðað i dómsorði, sbr. 1. mgr. 241. gr. hegningarlaganna. Ég veit lika, að þess háttar heimild hefur verið i islenzkum lögum allt frá þvi að hún var tekin upp i prent- frelsistilskipun frá 9. mai 1855, en þá þótti nú heldur vissara að setja prentfrelsinu hæfiiegar skorður. Héfur mikið vatn runn- ið til sjávar siðan, og hugmynd- ir manna um tjáningarfrelsi og prentrétt hafa tekið talsverðum stakkaskiptum. Ég hygg, að hliðstæð ákvæði i sambandi við meiðyrðamál þekkist vart utan fslands nema i norskum og dönskum lögum. Við fengum þau að sjálfsögðu frá Dönum. Ómerking er ekki refsing, held- ur mun hún upphaflega hafa verið hugsuð sem plástur á sár þess, er taldi misgert við sig i orðum. Meginatriðið er, að ákvæði þetta, þótt enn standi i Islenzk- um lögum, er fyrir löngu orðið úreitog að steinrunnu nátttrölli, sem samrýmist ekki nútima hugmyndum manna, og sizt þeirra, sem telja sig fyrirsvars- menn hins frjálsa orðs. Það væri þvi viðeigandi, að dómstól- ar virtu það að vettugi og bættu þannig úr tómlæti löggjafans. Kastljós á mólsvara sið- bótarnefndar 1 Kastljósi sjónvarpsins eftir Alþingisupphlaupið var Indriði G. Þorsteinsson skáld, málsvari siðbótarnefndar Blaðamanna- félagsins, einn meðal þeirra, sem kvaddir voru á vettvang. Mikið dáðist ég að frækilegri framgöngu þinni þar, minn kæri vinur Indriði. Þaö var sama hvaða brögðum við þig var beitt, þú lézt aldrei toga upp úr þér neina skoðun. Þú lötraðir þina hlutleysisgötu, eins og vel taminn hestur norður I Skaga- firði. Inn i þina siðbótarparadis átti sko enginn þjófur að kom- ast. Svona eiga sýslumenn að vera. Svona eiga málsvarar sið- bótanefnda að vera! En nú langar mig til að spyrja þig, Indriði minn — ekki sem • talsmann siöbótarnefndar eða siðareglunefndar, eða hvað hún heitir þessi blessuð nefnd, sem þú veitir einhvers konar for- stöðu — heldur sem mann og ágætis-rithöfund: Finnst þér hægt að deyða orð með dómi? Finnst þér ekki þetta laga- ákvæði um, að hægt sé að dæma orð dauð og marklaus, úrelt? Finnst þér það ekki vera ofurlit inn keim af bókabrennum öfga- manna? Vilt þú ekki, ásamt blaðamönnum, sem margir hverjir eru ágætir og batnandi, beita þér fyrir afnámi þess? Finnst þér það ekki til vansa fyrir ritfrelsið I landinu? Ég bið þig nú mikillar afsök- unar, minn kæri Indriði, á þvi, að ég skuli vera að draga þig, alsaklausan manninn, inn i leið- inda málavafstur mitt, sem sporttið hefur af þrætubókarlist hins merkilega menntaskóla- kennara. Ritstjóri á villigötum Ég held þú hafir lent á villi- götum, Þorsteinn minn góður. Ég held, að málaferli þin verði lélegur farsi. Kröfugerð þin er fáránleg og fátækleg, svo sem lýst hefur verið. Hvorugur okkar veit með vissu, hvað dómari kann að segja. Hann dæmir sjálfsagt ekki eftir bók- stafnum einum saman, heldur einnig eftir heilbrigðri skyn- semi og kringumstæðum öllum. En við dómarann tjóar ekki að deila. Hann dæmir þetta mál sem önnur eftir sinni beztu getu og samvizku. Ég læt mér nokk- uö I léttu rúmi liggja, hvert dómsorðið verður. Ég býst ekki við, að það skipti miklu máii fyrir orðið mafiu, né hvenær menn telja sér henta að nota það. En það er til annar dómstóll, hvort sem mönnum likar betur eða verr. Það er almennings- álitið. Það er dómstóll þjóðar- innar. Sá dómstóll mun einnig láta okkar mál til sin taka. Sá dómur mun taka tillit til allra málsástæðna, hver átti upptök- in, hvaða ástæður muni hafa legið til ofsókna á hendur mér, hvar huldumannanna sé að leita o.s.frv. o.s.frv. Þeim dómi kviði ég ekki. Krafa þin um málskostnað að skaðlausu er kapituli út af fyrir sig. Ég trúi þvi tæpast, að höfð- ingjarnir Ingimundur i Heklu og Þórir Jónsson standi að slikri kröfu. Þriðja manninn þekki ég ekki. Ég á bágt með að trúa þvi, að slikir rausnarmenn vilji bera sæmd sina i sjóði i formi mál- flutningslauna úr minum vasa. Ég efast satt að segja um, aö slik krafa sé gerð með vilja þeirra eða vitund. Flokksblöð og óhóð blöð Talsverð umræða hefur orðið um flokksblöð og svokölluð „óháð blöð”, og hafa ýmsir menn, sem telja sig frjálslynda, viljað kasta rýrð á flokksblöð, en hefja hin til skýjanna. Ég held, að umræða þessi sé vægast sagt villandi að ýmsu leyti. Flokksblöð eru vitanlega ekki óháð blöð. Þau eru málgögn flokka sinna. En þau villa ekki á sér heimildir. En þau geta engu að siður verið málefnaleg i um- ræðum. Það fer vitaskuld eftir þvi, hve vönd þau eru að virð- ingu sinni. En ég leyfi mér að efast um, að hin svokölluðu óháðu blöð séu i raun og veru nokkru sinni með öllu óháð. Þau eru auðvitað alltaf háð eigendum sinum, háð þeirra duttlungum og vilja. En þau sigla undir fölsku flaggi, þykjast vera frjáls og óháð, en eru það aldrei að fullu i reynd. En falska flaggið getur glapið mönnum sýn. Vitaskuld geta eigendur gefið ritstjórum mis- jafnlega mikið svigrúm — stundum mjög mikið —, enda lita þeir öðrum þræði á blaðið sem fyrirtæki, sem þeir vilja gjarna sjá skila arði, og hefur það eins og alkunnugt er sin áhrif á það, hvernig blöð þessi, flest hver, eru skrifuð. En eig- endur og ritstjórar vita, að það eru alltaf einhver tiltekin mörk. Sé yfir þau farið, gripur eigand- inn i taumana. Visir þykist vera frjálst og óháð blað. En það er það auðvit- að ekki i reynd nema innan til- tekinna marka. Honum er ætlað að þjóna tilteknum hagsmunum og hlú að ákveðnum mönnum. Ef hann ekki gerði það, yrði kippt i spotta. Það þýðir ekkert fyrir blaðið að ætla að villa á sér heimildir að þessu leyti. Hvenær ætli Visir tæki t.d. til birtingar um forsætisráðherr- ann hliðstæðar niögreinar og þær, sem hann hefur birt um mig? Ætli ritstjórinn myndi þá ekki kikna i hnjáliðum. Þess vegna er það, ritstjóri góður, að það þýðir ekkert fyrir þig að lýsa þvi yfir frammi fyrir alþjóð, að þú látir ekki skipa þér fyrir verkum á meðan þú ert rit- stjóri. Það eru bara marklaus mannalæti. Þinn einlægur, ólafur Jóhannesson. Rafveitustjóri Starf rafveitustjóra við Rafveitu Sauðár- króks er hér með auglýst laust til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 24. marz n.k., og skulu umsóknir sendar til formanns raf- veitunefndar Helga Rafns Traustasonar, sem jafnframt veitir allar nánari upp- lýsingar. Rafveitustjóri þarf að fullnægja skilyrð- um til háspennulöggildingar. Laun samkvæmt 27. flokki launataxta opinberra starfsmanna. Stjórn Rafveitu Sauðárkróks. Árbók Fornleifa- félagsins 1975 er komin út 1 árbók Hins Islenska fornleifa- félags árið 1975, sem nú er nýút- komin, eru að venju greinar um margvísleg efni. Nefnist hin lengsta þeirra Stafsmið á Stóru- ökrum og er eftir Hörð Ágústs- son. Aðrar greinar i ritinu eru Vöku- staur eftir Arna Björnsson, Rúst i Hegranesi eftir Guðmund ólafs- son og Mjöll Snæsdóttur, Um klausturnöfn eftir Þórhall Vil- mundarson, Islenzk kirkju- klukka, norsk matmálsklukka eftirElsu E. Guðjónsson og Bernt C. Lange, Föng til búmarkafræði eftir Þórð Tómasson, Blásturs- járn frá Mýnesi og Grafskrift járnsmiðsins eftir Kristján Eld- járn, og Skýringar yfir örnefni, sem tilheyra helzt Svarfaðardal eftir Þorstein Þorsteinsson frá Upsum, með greinargerð og at- hugasemdum Kristjáns Eldjárns. Loks er I ritinu skýrsla þjóð- minjasafnsins 1974 eftir Þór Magnússonog aðalfundarskýrsla Dr. Kristján Eldjárn er sem Fornleifafélagsins. fyrr ritstjóri árbókarinnar. Aðalfundur félagsins verður haldinn i Tjarnarbúð, sunnudaginn 14. mars, kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar mæti stundvislega og sýni skir- teini við innganginn. Félagsstjórn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.