Tíminn - 12.03.1976, Síða 8

Tíminn - 12.03.1976, Síða 8
8 TÍMINN Föstudagur 12. marz 1976 Jónas Jónsson: Útlend draumaálver eða innlendur búskapur Erindi flutt á fundi um landbúnaðarmál í Aratungu 25. febrúar Þegar ég fór að hugleiða það hvað ég ætti að segja hér á þess- um fundi, var ég satt að segja i dálitlum vafa um það hvernig ég ætti að taka á málunum. Ég hef komið á ágæta fundi hér og land- búnaðarmálin verið rædd frá ýmsum hliðum og farið vel á. Meðal annars minnist ég góðra funda hér i Aratungu, þar sem rædd hafa verið afréttarmál og gróðurvernd. En nú var ég engan veginn viss um að okkur, sem hingað kæm- um, tækist að tala um landbúnað- inn á sama tungumáli. Þekking þeirra nafna mins og Björns Matthiassonar á landbúnaðar- málum virðist vera svo mikið á öðru sviði heldur en okkar Agn- ars, sem erum búnir að þvælast svo lengi við landbúnaðarmálin, að það er vist allt orðið úrelt að þeirra dómi, sem við höfum verið að segja. Þessi mikla þekking — og „skilningur” — Jónasar Krist- jánssonar sem hefur nægt honum i hátt i tvo tugi leiðara, sem hann hefur skrifað i blöð sin og lesnir hafa verið yfir alþjóð — virðist komin annars staðar frá, en búreynsla ykkar eða búþekking okkar. Henni verður varla likt við ann- aö en innblástur. Þekkingu Björns Matthiasson- ar á landbúnaði skyldi enginn leyfa sér að draga i efa. Hún nægði honum til að verða þjóð- frægur fyrir eitt útvarpserindi og eina blaðagrein eða svo. Annars er skylt að geta þess að Björn hóf sin skrif og flutti sinn fyrsta boðskap á undan Jónasi. — Honum má þvi likja við Jóhannes skirara sem kom á undan sjálfum Messiasi. Björn hefði þá getað sagt: ,,Ég er ekki sá sem koma skal og er ekki verður að binda skó- þveng hans.” En við megum ekki gleyma Gylfa. — Hann verður að telja einn af stærri spámönnunum. En i alvöru talað, hvað veldur þvi að skoðanir eru svona mismunandi á þessum atvinnuvegi? Við teljum landbúnað eina af undirstöðum þess að hér sé lifað á þessu landi — þvi sem við getum kallað menningarlifi — Teljurri haiín eina af undirstöðum efna- hags og velsældar. Þeir virðast lita næstum þver- öfugt á hlutina. Manni finnst að lesa megi úr skrifum þeirra og tali þá skoðun, að ef hér eigi nokkurn landbúnað að hafa, þá sem minnstan. Nú vil ég ekki gera þeim upp orð eða skoðanir, enda óþarfi, þeir hafa lýst þeim hér sjálfir, Ég hef verið að reyna að mynda mér skoðun á þvi, hvað liggi að baki þessum miklu skrifum og tali þeirra um landbúnað. Þvi miður finnst mér það ekki geta verið sannur umbótavilji i þjóð- félaginu. Það væri vissulega ánægjulegra að geta trúað þvi. Væri svo ættu þeir að beita meiri hófsemi, afla sér -betri upplýs- inga, og taka frekar rökum og ráðleggingum en raun ber vitni. Nú er rétt að skjóta hér inn i, að þvi fer fjarri að við teljum allt i himnalagi með islenzkan land- búnað, og allt það sem honum viðkemur — það telja bændur yfirleitt heldur ekki. Margt má bæta — þannig að landbúnaðurinn gegni enn betur sinu stórmikilvæga hlutverki i þjóðarbúinu. Þvi er heldur ekki haldið fram, að hér hafi verið fylgt réttri stefnu i einu og öllu I landbúnaðarmálum. Það er margt I þessu öllu, sem mætti bæta — og margt þyrfti að gera betur. Þessi mál er lika alltaf verið að ræða. Bændur ræða þau á sinum fundum, bæði i héruðunum og á fundum landssamtakanna. Leið- beinendur og visindamenn og aðrir starfsmenn landbúnaöarins ræða þau á sinum fundum og á meðal bænda. Þeir, sem vinna að sölu og markaðsmálum land- búnaðarins, ræða málin. 1 öllum þessum umræðum taka m.a. þátt hagfræðingar — já það eru til þó nokkrir búnaðarhagfræðingar hér á landi. Við teljum siður en svo að land- búnaðurinn sé yfir hagfræði haf- inn, eins og haldið hefur verið fram. En þvi verður svo að skjóta hér inn i, að það ber mikið á þvi að hagfræðingar hafi of litið vit á landbúnaði og landbúnaðarhag- fræði. — Þvert á móti, hagfræðin er ein af þeim fræðigreinum, sem hvaðmeststuðlar að framförum i landbúnaðinum. En þær eru mjög margar þvi að landbúnaður er öðrum atvinnuvegum svo langt- um margslungnari. — Þar er ekki unnið með tiltölulega einhæfum vélum. Heldur með og i takt við náttúruna sjálfa, sem er öllum vélum flóknari og margbreyti- legri. Það er einmitt þetta sem gerir landbúnað svo heillandi við- fangsefni, bæði fyrir bændur og þá sem fyrir þá vinna. Þess vegna m.a. þykir mörgum svo vænt um landbúnað. Og það er lika alrangt, sem margir þessir hælbitar land- búnaðarins hafa haldið fram, að það megi ekki ræða um land- búnaðinn. — Að það megi ekki gagnrýna hann. Þvi fer svo fjarri. Það verður bara að gera þá kröfu, að það sé gert á heiðarleg- an hátt. — Ekki með rangtúlkun- um. — Ekki með þvi að skrökva með tölum, sem slitnar eru úr samhengi. Ekki með sifelldum rakalausum dylgjum, um van- hæfni landbúnaðarins — um ódugnað bænda, þeir séu ölmusu- þegar, — um annarlegar hvatir og sjónarmið forystumanna bænda og þeirra sem veita sam- vinnufélögum þeirra forstöðu. 1 einu orði sagt ekki með þvi að leggja hann i einelti, með sifelld- um endurtekningum á rangtúlkun á hlutunum eins og gert hefur veriði umræddum skrifum. Og til þessa hafa rikisfjölmiðlar veriö notaðir. Með sifelldum endur- tekningum á þessu hefur verið sáð tortryggni i garð landbúnað- arins meðal neytenda, jafnvel skapaður illvilji meðal þeirra sem landbúnaðurinn þarf að skipta við. Þjóðfélagið þarfnast annars en aukins stéttarrigs og sundurlyndis. Og væri þetta nú einlægur umbótavilji i þjóðfélaginu. Og væri landbúnaðurinn eitt af mein- um þess, eins og þessir menn virðast trúa? Telja þeir þetta leiðina? — Koma þeir þá ekki auga á neitt annað, sem er að, eða til bóta má horfa? Allir erum við neytendur, og þetta á að vera af umhyggju fyrir neytendum. Er það þá ekki eitthvað fleira sem mætti bæta um fyrir þeim. Hvað með margs konar þjónustu, tannlækna — verkfræðiþjónustu — lögfræðiþjónustu — ýmsa þjón- ustu iðnaðarmanna. Stundum er talað um uppmælinga aðal. Hvað með þá sem taka fimmföld — tiföld laun fyrir vinnu sina? mið- að við það, sem hinn almenni launþegi eða bóndi verður að láta sérnægja. Hvernig væri að ræða eitthvað um þessar hliðar lika. Það hafa þeir ekki gert. Nei, ég verð að játa það að ég skil ekki og veit ekki af hvaða rót- um þessi skrif eru runnin. En vikjum þá að islenzkum landbúnaði og þvi sem um hann hefur verið sagt i þessum skrif- um. Það er svo margt að það mundi æra óstöðugan að reyna að telja það allt upp. En það má kannski draga megineintak þess saman i eina eða tvær setningar.: Að landbúnaður, eins og hann er stundaður hér sé óarðbær fyrir þjóðarbúið. Að það væri hag- kvæmast fyrir það að hafa hann hér, sem minnstan, — jafnvel engan. Að framleiðsluafköst bændanna séu svo litil, það kosti rikið svo alltof mikið að halda landbúnaði hér uppi og neytendur fái svo i ofanálag allt of dýrar vörur. Svo hafa lika heyrzt raddir um að þær séu vondar, óhollar og að það væri hrein sæla að fá að éta hér eintóma innflutta kjúklinga, svinakjöt og þurfa helzt ekki að borða smjör eða drekka mjólk o.s.frv. Ostar séu vondir — og yfirleitt allt betra erlendis frá. Þetta er nú svo barnaiegt og lýsir litlum þroska að það er ekki eyð- andi að þvi orðum. En sé nú islenzkur landbúnaður svona óttalega vanhæfur, borið saman við landbúnað annarra þjóða. Og bændur svona lélegir þegnar borið saman við aðrar stettir þjóðfélagsins. Hverjar geta þá verið orsakir þessa? Við skulum leita hugsanlegra orsaka. 1. Bændur — latir, afkastalitlir til vinnu — leggja minna á sig — og eru ábyrgðarlausir af þvi að þeim er lagt allt upp i hendurn- ar. Er þetta skýringin Björn eða Jónas? Viljið þið kannski lýsa þessu betur hér á eftir. 2. Eða hafa bændur hér litla þekk- ingu, og minni en stéttarbræður þeirra i öðrum löndum. Fá þeir litla ráðunautaþjónustu og er islenzkur landbúnaður faglega séð svona illa rekinn? Ég fullyrði að svo er ekki, og þyk- ist þekkja það til landbúnaðar hér og annars staðar að þetta er ekki það sem úrslitum ræð- ur. 3. Er þá ekki tæknin hér minni — búin litil og afkastageta manna þess vegna léleg? Nú er erfið- ara um samanburðinn. Sums staðar er stundaður mikið meiri stórbúskapur en hér. Eitt sartiyrkjubú i Rússlandi, sem hefur sauðfé er eins stórt og ef allt sauðfé i Biskupstungum væri á einu búi. Með mikilli virðingu fyrir Tungnamönnum held ég að lausnin fengist ekki með þvi að slá hér saman öllum býlum i eitt stórbú. Viðast þar sem bú eru mjög stór eru þau mjög sérhæfð. Sér- hæfð kornframleiðsla, kjötfram- leiðsla eða mjólkurframleiðsla. Slikan búskap sér maður einkum i Nýja heiminum t.d. USA eða Kanada. Borið saman við hann er búskapur hér smár i sniðum. En þar með er ekki öll sagan sögð. En ef við leitum samanburðar I nágrannalöndum okkar Noregi, Finnlandi, viða um Sviþjóð og Danmörku og i Englandi, stand- ast bú okkar samanburðinn fylli- lega að þessu leyti. Sama yrði um samanburð við flest ef ekki öll önnur Evrópulönd. Það sem islenzkir bændur hafa yfirleitt fram yfir bændur i þess- um löndum er stærð jarðanna og möguleikar til aukinnar ræktunar og til þess að auka við sig til að ná eðlilegri og hagkvæmari bústærð miðað við vinnuaflið á bænum. Það kemur svo fram i búreikningum hér að það eru ekki endilega stærstu búin, sem skila mestum arði eða greiða bezt fyrir vinnuna. Meira er um það vert, að hver búfjáreining skili sem mestum afurðum, miðað við hvað til hennar er kostað t.d. i fóðri og þó einkum i aðkeyptum föngum. Það er þvi ekkert fangaráð og væri sizt til að gera framleiðsluna þjóðfélaginu hagkvæmari eins og á stendur — að hvetja til stór- búskapar og stórfelldrar fækkunar búa. Ég hygg nú að það sé ekkert af þessu, sem ég nú hef talið, sem gæti valdið þvi að búskapur hér væri svo mikill eftirbátur búskapar annarra landa, sem þessir menn virðast vilja telja hann. Enda er hann það ekki — siður en svo, þetta er að- eins trú þeirra. Mig grunar lika að þeir hafi heldur ekki treyst sér til þess að halda þvi fram, að meint van- hæfni landbúnaðar hér, stafaði af fyrrnefndum þáttum, nema þá kannski það væri oftrú þeirra á stórbúskap. En þá er lika ekki nema einn möguleiki eftir, sá að það sé landið sem eigi sökina. Að náttúrleg skilyrði til þess búskap- ar sem við stundum hér, séu svo slæm að það skipti sköpum. Upp i þetta horn hafa þeir lika verið hraktir. Kannski af vissri rag- mennsku hafa þeir flúið þangað — kannski ,af heilagri einfeldni og fáfræði trúa þeir þvi að það sé vont að búa á tslandi. Þar fer kannski lika þessi rótgróna minnimáttarkennd og vantrú á öllu islenzku sem hrjáir svo marga hér? Ég veit það ekki, eitt- hvað er það, þeim liður ekki vel. Það er i einu orði sagt, hreinn misskilningur að það séu vond búskaparskilyrði á Islandi. Fyrir þær búgreinar, sem hér eru stundaðar. Það er lika misskiln- ingur, sem fram hefur komið hjá Jónasi Kristjánssyni o.fl. að við búum við alrangar búgreinar. Eitthvað annað gæti komið sem tæki þeim langt fram. Við getum tekið upp ýmislegt nýtt i bú- skapnum og aukið fjölbreytni hans, og vonandi honum til mik- illar eflingar. En það verður hér engin gjörbylting fyrir tilkomu nýrra undrabúgreina. J.K. hefur að visu réttilega bent á að auka eigi graskögglaframleiðslu en i framhaldi af henni kemur búf jár- ræktin. Ég skal nú skýra þetta nánar: — Hér er of kalt til að rækta korn, (nema I beztu héruðum). Við getum heldur ekki ræktað ávexti eða ýmsar matjurtir, — vinber,tóbak eða annað slikt úti. En það er ekki svo einfalt þetta, að þeim mun betra sé að búa, sem sumarhiti er hærri. Þar kemur margt til. Hér er gott að rækta gras. Hér er auðvelt að afla góðs og næringarriks fóðurs fyrir jórtur- dýr — hér eru góð beitilönd — og þau má auka, og er verið að auka þau og bæta stórkostlega. Hér hefur hver bóndi yfirleitt landrými og möguleika. Hér er i einu orði sagt gott búfjárland. Ef af viti væri stjórnað i heiminum og samvinna höfð á milli landa, þannig að hvert land framleiddi það, sem það hefði bezt skilyrði til — og miðað væri við það að full- nægja matvælaþörf mannkynsins — þá kæmi i hlut íslands að fram- leiða búfjárafurðir: kjöt, mjólk, ull og skinn. Hér á fyrst og fremst að rækta gras og hafa það búfé, sem á grasi getur þrifizt. En auk þess auövitað margt annað, m.a skóg- rækt, grænmeti, gróður, húsa- frml. og frv. Það eru til betri búfjárræktar- lönd en ísland —eins og t.d. Nýja- Sjáland, Bretland, löndin með ströndum Norður-Evrópu og við- ar. En þau geta ekki framleitt nóg af búfjarafurðum handa heimin- um svo langt þvi frá. Til þess þarf lika að nota landsvæði, sem eru svo miklu verr fallinri til búfjár- framleiðslu eða ræktunar yfir- leitt en tsland. Engum heilvita manni með þekkingu á land- búnaði dettur i hug að hér eigi ekki að stunda búskap. Við höfum grassprettu og heyfeng af hektara sem er með Guðmundur Jósafatsson I ræðustóli. Hægra megin við hann sitja Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Agnar Guðnason ráðunautur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.