Tíminn - 12.03.1976, Page 9
Föstudagur 12. marz 1976
TÍMINN
9
þvi bezta, sem gerist i heiminum.
Enda sýnir það sig ef grannt er
skoðað, að við gætum keppt við
góðar landbúnaðarþjóðir, með
búfjárframleiðslu okkar ef svipað
væri að henni búið hér og þar.
Eins og Agnar talar um er varla
til sá landbúnaður i þróuðum
löndum i heiminum að hann fái
ekki meira eða minna framlög
eða stuðning til að lækka fram-
leiðslukostnaðinn. Um svokallað
heimsmarkaðsverð á land-
búnaðarvörum skal ég ekki vera
margorður — það er tilbúið, og i
engu samræmi við framleiðslu-
kostnað.
Vegna alls þessa mikla tals um
framlög til landbúnaðarins hér vil
ég rifja upp það sem kom fram i
skýrslu svonefndar „Búnaðar-
nefndar” i „Árbók landbúnaðar-
ins” 1966.
Hún bar saman það hvernig
búið væri að landbúnaði hér, i
Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi og i
Noregi. í þessum löndum reynd-
ist mikið um beina framleiðslu-
styrki. bað sýndi sig að i V-
býzkalandi komu 20-25% af
„brúttótekjum” bænda frá rik-
inu, i Bretlandi rúm 17%. INoregi
var þá talið að um helmingur af
„nettótekjum” bænda kæmu frá
rikinu. En á Islandi var þá talið
að um 15% af „brúttótekjum”
landbúnaðarins kæmu frá rikinu.
Af þvi að þessi fundur er
beinlinis haldinn vegna þessara
miklu skrifa nafna mins um land-
búnað, fór ég nú og las flesta af
þessum 18 eða 20 leiðurum, sem
hann hefur skrifað þessi siðustu
misseri um landbúnað og skyld
mál: Ég verð að játa að þetta var
ekki leiðinleg lesning. En svo
sannarlega mikill rúsinugrautur.
Fréistandi hefði verið að tina þær
beztu úr þeim öllum. En ég stóðst
þá freistingu og valdi einn leiðara
og ætla mér að gera honum
nokkur skil. Hann nefndist
„Sjálfsafgreiðslan mikla” þar
segir i upphafi:
„Fyrirgreiðsla hins opinbera til
handa landbúnaðinum er orðin
svo að segja alveg sjálfvirk.”
Hvað dettur mönnum i hug þeg-
ar nefnd er sjálfverkun? Ýta á
hnapp, þá kemur það. bessi full-
yrðing er röng eins og ég vik siðar
áð.
„Bændur fá sjálfvirk afurðalán
út á framleiðslu sina hversu mikil
sem hún er. Allar afurðir þeirra
eru sjálfkrafa keyptar af þeim á
verði sem tryggir þeim ákveðnar
lágmarkstekjur i samanburði við
aðrar stéttir þjóðfélagsins. beir
geta þvi aukið búrekstur sinn án
nokkurra markaðsáhyggja”.
Ekkert af þessu er rétt! Afurða-
lán til söluaðila landbúnaðarins
eru með sama hætti og kjörum til
landbúnaðar og annarra atvinnu-
vega. Nákvæmlega þau sömu og
með sömu kjörum og til iðnaðar
og sjávarútvegs. Bændur selja
vörur sinar sjálfir, þeim er ætlað
ákveðið grundvallarverð, sem
ekki næst alltaf. Ef flutt er út
fyrir meira en það að 10% útfl,-
trygging hrökkvi — verða bændur
að bera hallann. bað hefur komið
fyrir. Menn minnast innvigtunar-
gjalds á mjólk og lækkaðs verðs
á kjöti af þessum sökum. bað er
alrangt að bændur þurfi ekki að
hafa nokkrar markaðs áhyggjur.
bað bitnar beint á þeirra hag ef
markaður er ekki nægur.
Áfram úr sama leiðara: „Hiö
sama er uppi á teningnum ef
bóndi vill stækka tún sin.lengja
girðingar, fær hann styrki og lán
með sjálfvirkum hætti”.
betta er rangt. Styrkir eru tak-
mörkunum háðir, samkv. jarð-
ræktarlögum. Ráðunautar meta
búskaparhæfni jarðanna. Sækja
þarf um lánin meö löngum fyrir-
vara, þau eru háð ýmsum tak-
mörkunum engu siður en t.d.
húsnæðismálastjórnarlán. Margs
konar takmarkanir eru á lánun-
um t.d. aðeins eina framkv. á ári.
Ibúðarhús er mikið erfiðara að
byggja i sveit en kaupstað. betta
æti auðvitað að vera öfugt.
„Landbúnaðurinn eini stóri at-
vinnuvegurinn sem nýtur þeirra
styrkja. Og lánakjör hans eru að
mörgu leyti enn hagstæðari en
lánakjör útgerðarinnar, einkum
aö þvi er veröar vexti og láns-
tima.”
Rangt eða villandi eins og ann-
að. Hvað með stóriðjuna, sem
nýtur stórkostlegra tollfriðinda.
Hvað með tolifrjálsan innflutn-
ing, til raforkuvera. Lánakjör,
lánstimi, lánsupphæð eða vextir
eru alls ekki hagkvæmari til land-
búnaðar, en til annarra atvinnu-
vega. Sjávarútvegurog iðnaður
njóta hlutfallslega hærri lána.
Iðnaður á kost á 50-60% lána til
bygginga eins og landbúnaður en
auk þess fær iðnaðurinn lán til
vélakaupa i sama hlutfalli. Land-
búnaðurinn fær aðeins lánsfé til
40% af verði dráttarvéla — en
ekki til annarra búvéla og nú er
það takmarkað við tvær vélar á
bú. Vinnslustöðvar landbúnaðar-
ins fá lán fyrir 50% af byggingar-
kostnaöi en ekkert út á vélar og
tæki.
í nokkrum leiðurum hefur J.K.
talað um að leggja þurfi niður
Byggðasjóð og stöðva mismunun
landshluta hjá öðrum slikum
sjóðum. 1 sama mund talar hann
einmitt um „nýja byggðastefnu”
sem byggist á eflingu sjávarút-
vegs og sjávarplássa. betta er nú
dálitið skoplegt. Fólk i sjávar-
plássunum áttar sig mjög vel á
mikilvægi aðliggjandi sveita.
Byggðasjóður hefur samtals lán-
að 33 millj. til landbúnaðar, 419
millj. til iðnaðar og 1261 til
sjávarútvegs. Annars er þessi
nýja byggðastefna sem nafnið
boðar, sú skrýtnasta sem ég hef
heyrt um, eftir henni ættu hér að-
eins að verða nokkrar verstöðvar
eða útver sem drægju fiskinn i bú
borgrikisins Reykjavikur. Enn úr
sama leiðara:
„Engin arðsemissjónarmið
liggja til grundvallar þessari
fyrirgreiðslu. brýstihópi land-
bunaðarins hefur tekizt að gera
siaukna landbúnaðarframieiðslu,
að almennu trúaratriði.
Fyrir bragðið crum við enn á
þvi stigi, að 10% af starfsorku
þjóðarinnar fer i landbúnað, með-
an auöþjóðir heims leggja aðeins
2,5% starfsorku sinnar i landbún-
að og með meiri árangri.”
betta fyrra atriði um arðsem-
ina er auðvitað alrangt. öll
„fyrirgreiðsla” er auðvitað mið-
uð við aukna arðsemi. bessi
aukna arðsemi hefur heldur ekki
látiðá sér standa. Afköstin i land-
búnaðinum einkum hjá bændum
sjálfum hafa stóraukizt þannig að
æ færri hendur vinna æ meira
verk. Ég dreg i efa að aðrir at-
vinnuvegir geti sýnt fram á slika
afkastaaukningu.
Sem dæmi má nefna, að á sið-
ustu 4 árum hefur meðal-
búreikningabúið stækkað um 107
ærgildi (stækkunin átti sér stað
siðustu 3 árin). En á þessum 4 ár-
um hefur vinnustundum fækkað
um 110 klst. eða 2%. Vinnustund-
um, sem varið er á hverja búsein-
ingu hefur á þessum tima fækkað
úr 12,2 klst. i 9,5 eða um 22%.
betta er i raun glæsileg afkasta-
aukning eða framleiðniaukning,
sem náðst hefur með m.a.aukinni
tæknivæðingu, bættum bústofni
og aukinni ræktunarmenningu og
hagkvæmari bústærð miðað við
aðstæður.
bað má afsaka J.K. þó hann tali
um að 10% af starfsafla þjóðar-
innar sé bundinn við landbúnaö.
betta er tala Hagstofunnar, en
hún er engu að siður röng og hefur
margsinnis verið á það bent. Tal-
an er fengin sem fjöldi slysa-
tryggðra vinnuvikna. bað hefur
verið reynt að áætla þetta og
hefur Ketill A. Hannesson talið að
rétt væri að ca 6-7% af starfsafla
væri bundinn við landbúnað.
Athuga ber að bændur vinna i
sláturhúsum, aka bilum, eru
kennaran eru i vegavinnu,stunda
marg háttuð félagsmálastörf
o.s.frv. 1 sveitum er fjöldi starfa
unninn af bændum sem i þéttbýli
eru verk sérhæfðra starfsmanna.
Á sama hátt er það ósambæri-
legt við Island að taia um að að-
eins 2,5 eða 3% vinni við landbún-
að i U.S.A. þar er allt önnur
verkaskipting og mikið meiri sér-
hæfing. Margt það, sem hér er
unniö af bændum, er þar unnið af
sérhæfðu fólki. T.d. vélamið-
stöðvum eða fyrirtækjum, sem
taka að sér sérstök störf, sem þá
eru talin iðnaður.
En áfram með leiðarann:
„betta kerfi hlýtur að leita til of-
framleiðslu á rándýrum afurðum
og gerir það. Til þess að gera sem
mest af þessari lúxusvöru seljan-
lega á innlendum markaði er
rikissjóður látinn greiða niður
mikilvægustu og viðkvæmustu af-
urðirnar.
bær afurðir, sem enn eru af-
gangs þrátt fyrir niðurgreiðslurn-
ar eru svo gefnar til útlanda á
kostnað rikisins. Nefnist sú hag-
snilld útflutningsuppbætur.”
bannig er haldið áfram, og allt
á sömu bókina lært. Niðurgreiðsl-
ur til neytenda eru hér eins og svo'
oft áður taldar styrkir til bænda.
betta er ein af rangfærslum, sem
þeir hafa endurtekið svo oft að
þeir hljóta að vera farnir að trúa
henni sjálfir.
bað eru þó ekki bændur, sem
ákveða niðurgreiðslurnar. beir
biðja heldur ekki um þær. beir
meira að segja vara við þeim i of
miklum mæli. Rétt er þó að viður-
kenna að vissar niðurgreiðslur
landbúnaðarafurða koma sér vel
fyrir bændur. Allar stjórnir sem
hér hafa setið siðan á striðsárun-
um hafa notað niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum meira eða
minna, sem hagstjórnartæki. Oft
hefur þeim verið skellt á til að
leysa erfiða hnúta óskylda land-
búnaðarmálum.
A dögum „Viðreisnar” sálugu
var verðstöðvun, og halda þurfti
visitölu i skefjum, þá voru gjöld
rafmagns og hitaveitna i Reykja-
vik lækkuð. Litið kom það við hag
bænda. En þessu var þá einmitt
svarað með auknum niður-
greiðslum á mjólk, smjöri og
kjöti. Auknum styrk til bænda að
dómi þessara hagspekinga. Svo
mætti nú lengi telja. En af hverju
niðurgreiðslur á landbúnaðarvör-
um?
1 einum af sinum stórkostlegu
leiðurum spyr nafni:
„Af hverju er dilkakjöt greitt
niður en ekki fiskur? Af hverju er
smjör greitt niður en ekki smjör-
liki? Af hverju er mjólk greidd
niður en ekki ávextir?
Er ekki von að maöurinn
spyrji? Fiskur hefur verið
greiddur niður, m.a. saltfiskur,
en þvi var hætt. Smjörliki var
greitt niður, en þvi var hætt.
Kannski ætti að fara að greiöa
niður „tropicana?”
Ein meginástæðan fyrir þvi að
baö eru landbúnaðarvörur, sem
eru greiddar niður, er sú, að sölu-
kerfi þeirra er traust. Onnur er,
að þær eru mikilvægar neyzlu-
vörur sem allir þarfnast. Og
mikilvægast er að fólk geti al-
mennt veitt sér, einnig þeir sem
hafa stórar fjölskyldur og oft
lægstar tekjur.
En vikjum að saltfisknum. Svo
brá við, með saltfiskneyzluna, aö
hún sem var eftir skýrslum 15
kg/man á ári siöasta árið sem
saltfiskur var greiddur niður
virðist nú engin. Nú kemur út nei-
kvæð tala ef reynt er að reikna út
þessa neyzlu með samanburði á
framleiðslu- og útflutningsskýrsl-
um.
baö er annars viötekið þar sem
niðurgreiðslur eru notaöar sem
hagstjómartæki að greiöa niöur
mikilvægar neyzluvörur. Brauð
hefúr til dæmis mjög viða verið
greitt niður.
Varöandi útflutningsbæturnar
er rétt aö geta þess aö þær eru ör-
yggisventill. Auðvitað er leitazt
við að flytja það út sem gefur
mest i aðra hönd. Og ekki má
gleyma þvi að oft er þetta aöeins
hluti af vörunni, t.d. kjötið, á
meðan ullin og gærurnar þurfa
engar útflutningsbætur.
En vikjum enn að leiðaranum:
„betta undursatnlega fyrir-
greiðslukerfi mundi samt ekki
virka, ef ekki væri bannað að
flytja inn þær landbúnaðarafurð-
ir, sem gætu keppt við Islenzkar
afurðir”.
Já, nú versnar það!
Viö höfum búf járkyn hér i land-
inu tiltölulega heilbrigð, afuröa-
góð og að mörgu leyti vel fallin til
framleiöslu við aðstæöur hér.
Bann við innflutningi búfjáraf-
urða er i fyrsta lagi vegna sjúk-
dómahættu. En það kemur
landbúnaðinum vissulega til góða
sem markaðsvernd. Hitt er svo
annað mál, hvernig innflutningur
á kjöti, smjöri, o.þ.l. muni verka.
bað færi m.a. eftir tollum. Oft
væri sjálfsagt hægt aö fá ódýrt
kjöt ef tollar væru lágir eða engir.
En oft yröi það dýrara, Stundum
kannski ófáanlegt.
Flestar þjóðir leggja mikið
upp úr öryggi þvi, að vera sjálf-
um sér nægir — ef aðflutningar
teppast eða skortur er á vörun-
um.
Nóg er nú samt, sem við þurf-
um að flytja inn og ekki höfum viö
gjaldeyrinn afgangs — það sýnir
sig hvenær sem afli rýrnar eða
verðlag lækkar. Aðeins fá há-
gengisár höfum við haft hann
nægan.
Annars mætti margt fleira um
þennan þátt segja og landbúnað-
arpdlitik hér og f heiminum yfir-
leitt. Raunar fjallaði ræöa J.K.
um það að það ætti að verða frjáls
verömyndun á landbúnaðarvör-
um. En sú er bara ekki raunin,
hana er ekki aö finna i heiminum.
Ogsvo kemur loks klausan I þess-
um ágæta leiðara:
„Landbúnaðurinn er þannig
tryggður I bak og fyrir, I fyrsta
lagi með fjármagnsforgangi, I
öðru lagi með óhemjulegum
greiðslum af almannafé og I
þriðja lagi með þvl að banna
neytendum að fá ódýrari vörur
frá öðrum löndum.
Aðeins sá hluti fyrirgreiðslu-
kerfisins, sem varöar fé skatt-
greiöenda, kostar landsmenn um
sjö þúsund milljónir króna á
þessu ári. Þar af fara 1000 mill-
jónir i útflutningsuppbætur, 700
milljónir i ýmsa beina styrki, 500
milljónir i óbein framlög til efl-
ingar landbúnaðar, 800milljónir i
áburðarniöurgreiðslu og 4000
milljónir I niðurgreiðslu á afurö-
um landbúnaðarins. Þetta hrika-
lega ástand, sem á sér enga hliö-
stæðu i þróuðum rlkjum, ber vott
um, að þrýstihópur landbúnaðar-
ins er öflugasti þrýstihópur
landsins. Vald hans er svo mikiö,
að alþingi og stjórnvöld eru nán-
ast aðeins afgreiöslustofnanir,
þegar landbúnaðarmál ber á
góma”.
Minna mátti nú ekki gagn gera.
Vissuö þið þetta bændur góöir?
Ég skal ekki eyöa tima fundar-
manna i aö tala um þessar tölur,
þar kemur fram sama rang-
túlkunin og oft áður. Niður-
greiöslurnar taldar styrkur til
bænda og allur kostnaður við
Landbúnaöarráðuneytið, svo sem
skólarnir, Skógræktin, Land-
græðslan, o.s.frv., sömuleiðis
beinn sfyrkur til bænda.
Það má margt um þessar frægu
umræður segja og geta sér til um
hvað liggi að,baki.
En: „Fýsir eyru illt að
heyra”. Neytendur I bæjum eru
þvi miður of margir heyrnnæmir á
hnjóð I garð landbúnaðarins. bað
er gömul saga. Þeim hefur dög-
um oftar verið att út i strið við
bændur, „tsusoösfélag” og mjólk-
urverkfall. Barátta gegn hvers
konar umbótum i verzlun með
landbúnaöarvörur, eins og þegar
Osta- og smjörsalan var stofnuð
o.s.frv.
En blöðin þarf að selja. — Viss-
ireinstaklingarog hópar þurfa að
vekja á sér athygli — og hefja sig
i samkeppninni, innan flokka og
utan. Eitt er vist,‘þessar umræð-
ur hafa ekki verið málefnalegar.
Ekki af hálfu þeirra sem ráðizt
hafa á landbúnaðinn og ekki verið
bomar upp af umbótahug á þjóð-
félaginu.
Þeir, sem deila á landbúnaöinn
— og telja hann beinlinis til ó-
þurftar i þjóðfélaginu hafa ekki
sýnt fram á að annað gæti tekið
við af nonum, — sem tekjugjafi,
— sem vinnugjafi fyrir margfalt
fleira fólk en landbúnað stundar,
viö úrvinnslu, sölu og dreifingu
landbúnaðarvara. Og siöast en
ekki sizt sem hráefnisgjafi fyrir
þann iðnað, sem einna lifvænleg-
astur og álitlegastur er talinn af
iöngreinum, sem við höfum um
að velja að dómi fróöra manna.
Trúir Jónas Kristjánsson þvi
virkilega, að það megi leysa land-
búnaðinn af hólmi með þvi að
reisa eins og tvær álverksmiðjur,
eða með hliðstæðri stóriðju, og
þannig gætu nokkur hundruö
starfsmanna aflað þess gjaldeyr-
is, sem okkur vantaöi? Ég legg á-
herzlu á að hann svari þessu. Það
væri þá einnig gaman að fá að
heyra álit hans á þvi nú, hvernig
þessi svonefnda stóriðja hefur
reynzt okkur. Hvar fengju þeir
menn vinnu, sem myndu veröa að
hætta, yrði sagt upp i „drauma-
álverum” þeirra nafna mins og
Eykons og hans nóta, ef upp væru
komin?
Hér er raunverulega um grund-
vallaratriði þessara mála að
ræða. Af hverju eigum viö aö lifa i
þessulandi? Með þvi aö nýta gæði
þess af hófsemd og búa að okkar
eins og þeir vilja, sem trúa á is-
lenzkan landbúnað? Eða með þvl
að binda okkur á klafa erlendrar
stóriðju? Eða hvernig færi, ef
þeir fengju að ráða ferðinni, sem
eru trúlausir á flest innlent, halda
að við getum lifað hér sem veiði-
þjóð án ræktunar landsins og af
þvi að selja orkuna til erlendra
auðhringa, sem hingað leita með
þann hráiðnað, sem þeim er ekki
lengur vært með annars staðar.
Mest af öllu gremst mér það
vanmat á einni af þremur auð-
lindum lands okkar, landinu
sjálfu, — sem fram kemur i þess-
um hugsunarhætti.