Tíminn - 12.03.1976, Page 15

Tíminn - 12.03.1976, Page 15
Föstudagur 12. marz 1976 TÍMINN 15 ImkHNHJII örtröð og ös. Nýlega ías ég i dagblaði, að mikil örtröð hefði verið á skatt- stofu Reykjavikur hér á dögun- um. En hvað merkir nafnorðið „örtröð”? Frá þvi ég var barn, og það er nú langt siðan, hef ég einatt staðið i þeirri meiningu, að þetta orð væri einkum notað um landsvæði, sem ofmiklum fjölda grasbita væri beitt á. Þetta vissu forfeður okkar, þvi aö þeir notuðu það sem nefnt var „ítala”, þ.e. fénaður var talinn i landið, þar sem þess var talið þörf, svo að ekki yrði „ör- tröð”. Aður fyrr (og ég býst við að svo sé viða ennþá) var sagt, t.d. ef menn fóru i verzlunarerind- um tíl kaupstaðarins og gekk seint að fá sig afgreidda, að það hefði veriðsvo mikil ,,ös”ibúð- inni. Það skildu allir. En hefði nú verið sagt, að það hefði verið svo mikil örtröð, býstég við, að flestir hefðu skilið það svo, að þar hefðu verið frekar litlar vörubirgðir, jafnvel engar. Nú er ég enginn lærdómsmaður, og þvi siður málfræðingur, en ég held, að þessir ungu blaðamenn ættu að gefa sér tima til að lita i islenzka orðabók, ef þeir eru ekki alveg vissir um orð og hug- tök, sem koma fyrir i skrifum þeirra. Ég held. að það sé áreiðanlegt, að á skattstofunni hafi verið „ös”, en ekki örtröð. Guðmundur Einarsson Auglýsið í Tímanum í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI Óskum Alþýðusambandi Islands allra heilla á 60 ára afmælinu Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Héraðsbúa H.f. Eimskipafélag íslands

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.