Tíminn - 12.03.1976, Page 19
Föstudagur 12. marz 1976
TiMINN
19
Landsleikur
í Firðinum
Kvennalandsliðið mætir Olympíuliði
Bandaríkjanna í kvöld
ANNAR landsleikur islenzka
kvenna1ands 1 iðsins gegn
Olympiuliði Bandarfkjanna verð-
ur leikinn i Hafnarfirði i kvöld kl.
20.30. 5 breytingar voru gerðar á
islenzka landsliðinu frá lands-
leiknum sl. sunnudag, en þá
gerðu liðin jafntefli (11:11) á
Keflavikurflugvelli.
Islenzku stúlkurnar eru sigur-
stranglegri, þrátt fyrir það, að
þær hafa ekkert æft saman fyrir
þennan landsleik. Stúlkurnar eru
aðeins boðaðar til að mæta i
Hafnarfiröi timanlega fyrir leik-
inn. Landsliðið sem leikur i kvöld,
verður skipað þessum stúlkum:
Magnea Magnúsd., Ármanni
Gyða úlfarsdóttir, FH
Erla Sverrisdóttir, Ármanni
Oddný Sigursteinsdóttir, Fram
Jóhanna Haildórsdóttir, Fram
Guðrún Sigurþórsd. Armanni
Hjördis Sigurjónsd., KR
Hansina Melsted, KR
Harpa Guðmundsdóttir, Val
Hrefna Bjarnadóttir, Val
Jóna M. Brandsdóttir, FH
Kristin Jónsdóttir, Breiöablik
Þriðji landsleikurinn verður leik-
inn á Akranesi á morgun.
Islandsmeistaramótið i lyfting-
um, tvi'þraut, verður haldið i
Laugardalshöll laugardag og
sunnudag, 13. og 14. marz. Hefst
það kl. 14. Keppt verður i léttari
þy ngdarflokkunum fyrri
daginn, og frá milli vigt og upp
úr siðari daginn.
Á leiðinni
í netið
Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnar Ijósmyndari
Tímans í leik Fram og Vals. Helga Magnúsdóttir úr
Fram hefur þarna fundið smugu í Valsvörninni og
sendir knöttinn í netið — fram hjá þeim Björgu
Guðmundsdóttur (10) og Halldóru Magnúsdóttur (11).
Olympíuknattspyrnan
orðin skrípaleikur
og óformleg keppni á milli A-Evrópuþjóðanna
AAiklar líkur eru ó því, að hún verði lögð niður
Þessi mynd var tekin úr Olympiuleik tslendinga og Rússa á Laugardalsvellinum s.I. sumar. Rússar
gera sér miklar vonir um, að vinna gulliö i Montreal i sumar.
„Trukk-
urinn"
stiga-
hæstur
CURTIS „Trukkurinn” Carter
skoraði 33 stig, þegar KR-ingar
sigruðu Framara 104:74 i 1.
deildarkeppninni i körfuknatt-
leik. Þessi stóri biökkumaður er
nú langstigahæstur i 1. deildar-
keppninni — hann hefur skorað
349 stig. Félagi hans Jimmy Rog-
ers úr Ármanni hefur skorað 286
stig og er hann næst-stigahæstur.
Snæfellingurinn Kristján Agústs-
son hefur skorað flest stigin af is-
lenzku leikmönnunum — 251.
Hörður
skoraði
13 mörk
HÖRÐUR Sigmarsson, vinstri-
handarskyttan úr Haukum, skor-
aði 13 mörk, þegar Haukar unnu
sigur (34:32) yfir Þrótti i bikar-
keppninni i handknattleik. Leik-
urinn var mjög jafn og þurfti að
framlengja hann þar sem jafnt
var eftir venjulegan leiktima —
29:29.
Friðrik Friðriksson, sem skor-
aði 12 mörk fyrir Þrótt, jafnaði
29:29 fyrir Þrótt úr vitakasti og
þurfti þá að framlengja leikinn.
Haukarnir voru sterkari i fram-
lengingunni og sigruðu örugg-
lega.
ALLT bendir nú til, að
knattspyrna verði leikin í
siðasta sinn á Olympíuleik-
um í Montreal í sumar. Að
undanförnu hefur nefnd
starfað, sem hefur verið
að endurskoða og hugleiða
keppni í knattspyrnu á
Olympíuleikum. Eins og
menn vita eru Olympíu-
leikarnir — að sjálfsögðu
— aðeins fyrir áhugamenn
i iþróttum. Það hefur
komið greinilega fram að
undanförnu, að keppnin er
orðinn skrípaleikur og ein-
göngu keppni á milli A-
Evrópuþjóðanna, sem
tefla fram sínum beztu
knattspyrnumönnum, sem
eru dulbúnir atvinnumenn.
Leikmenn A-Evrópuþjóðanna
eru ekki sagðir atvinnumenn.
Beztu leikmenn þessara þjóða,
sem leika með landsliðum þeirra
i heimsmeistarakeppninni, eru
þvi einnig í ólympiuliöum A-
Evrópurikjanna. Leikmenn
kommúnistarikjanna taka ekki
við beinni greiðslu fyrir knatt-
spyrnu, eins og leikmenn
„Vestursins”. Þeir eru skráðir
starfsmenn ýmissa stofnana og
fyrirtækja og fá greidd laun frá
þeim — fyrir vinnu, sem þeir ekki
stunda. Þannig eru þeir’dulbúnir
atvinnuknattspyrnumenn — það
vita allir.
Olympiukeppnin i knattspyrnu
er nú talinn, óformleg landsliðs-
keppni A-Evrópuþjóðanna. Það
eru nú liðin 30 ár siðan vestræn
þjóð varð Olympiumeistari i
knattspyrnu, eða siðan Sviar
sigruðu Júgóslava 3:1 i úrslitaleik
i London 1948. Siðan þá hafa A-
Evrópuþjóðir einokað knatt-
spyrnukeppni á Olympiuleikjum,
og hafa sigrarnir skipzt þannig:
— 1952: Ungverjaland, 1956:
Rússland, 1960: Júgóslavia, 1964:
Ungverjaland, 1968: Ungverja-
land og 1972: Pólland, Pólska
liðið, sem sigraði þá, var skipað
sömu leikmönnunum og tryggðu
sér bronsverðlaunin i HM-keppn-
inni i V-Þýzkalandi 1974. Þess má
geta, að öll þessi ár hafa A-
Evrópuþjóðir leikið til úrslita á
Olympiuleikunum, að undan-
skildum úrslitaleiknum i Róm
1960, þá komust Danir mjög
óvænt i úrslit.
A þessu sést, að „áhugamenn-
irnir” frá kommúnistarikjunum
hafa tró'llriðið knattspyrnunni á
Olympiuleikunum sl. 30 ár.