Fréttablaðið - 14.11.2005, Síða 72
> Ungir leikmenn á Íslandi
jafngóðir og aðrir í Evrópu
Þjálfararáðstefna KÞÍ og KSÍ sem haldin
var á laugardag reyndist hin fróðlegasta
og jafnframt hin mesta skemmtun fyrir
þá sem á hana mættu. Fyrirlesarar og
aðrir þátttakendur hennar kepptust við
að henda fram fullyrðingum og á köfl-
um nokkuð harðri gagnrýni á hina ýmsu
þætti innan knattspyrnuhreyfingarinnar
á Íslandi og fullyrti Teitur Þórðarson
meðal annars að ungir leikmenn á
Íslandi væru ekkert síðri en flestir jafn-
aldrar þeirra um gjörvalla Evrópu. Það
væri hins vegar stökkið
upp í meistaraflokk sem
reyndist þeim
dragbítur þar sem
æfingaálagið á
Íslandi væri eðli-
lega mun minna
en hjá öðrum
félögum í
Evrópu.
FITNESS Kjartan Guðbrandsson og
Rannveig Kramer urðu hlutskörp-
ust á Íslandsmóti Ice-fitness sem
fram fór í Laugardalshöll á laug-
ardagskvöld. Hörð barátta var í
báðum flokkum og réðust úrslit
ekki fyrr en í síðustu grein sem
var samanburður.
Kjartan setti m.a. Íslandsmet
í upphýfingum og dýfum þar sem
hann náði 99 slíkum samanlagt.
Þá setti Rannveig einnig Íslands-
met í armbeygjum hjá konunum
með því að taka 88 slíkar. - vig
Ice-fitness Íslandsmótið:
Rannveig og
Kjartan sigruðu
28 14. nóvember 2005 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar eru
allir sammála um að Wayne Roon-
ey hafi verið besti leikmaður
enska landsliðsins í 3-2 sigrin-
um á Argentínu á laugardag og
að þeir Paul Robinson og Steven
Gerrard hafi staðið honum næst
og að sjálfsögðu Michael Owen,
sem reyndist betri en enginn á
lokamínútunum. Rooney fær að
lágmarki níu í einkunn hjá öllum
helstu fjölmiðlum Bretlands og
er farið afar fögrum orðum um
frammistöðu hans.
„Þótt hann myndi aldrei skora
aftur yrði hann alltaf valinn sjálf-
krafa í byrjunarliðið vegna eigin-
leika hans í að slátra vörnum and-
stæðinganna,“ sagði meðal annars
í umsögn hjá The Guardian.
Einnig eru allir sammála um
að leikstjórnandinn Juan Roman
Riquelme hafi verið besti leik-
maður Argentínu í leiknum enda
fór nánast allt spil liðsins í gegn-
um hann og átti hann ekki í mikl-
um erfiðleikum með að fara fram-
hjá Ledley King, sem settur var
honum til höfuðs í leiknum með
takömörkuðum árangri. - vig
� � LEIKIR
� 16.15 Valur og Skövde mætast í
Evrópukeppninni í handbolta í
Laugardalshöllinni.
� 19.15 Þór og KR mætast í Iceland
Express-deild karla í körfubolta á
Akureyri.
� 19.15 Hamar/Selfoss og
Skallagrímur eigast við í Iceland
Express-deild karla í körfubolta á
Selfossi.
� 19.15 ÍR og Njarðvík etja kappi í
Iceland Express-deild karla í
körfubolta í Seljaskóla.
� 19.15 Snæfell og Fjölnir mætast í
Iceland Express-deild karla í
körfubolta í Stykkishólmi.
� 19.15 Höttur og Grindavík mætast
í Iceland Express-deild karla í
körfubolta á Egilsstöðum.
� 19.15 Keflavík og Haukar eigast
við í Iceland Express-deild karla í
körfubolta í Keflavík.
� � SJÓNVARP
� 08.00 Vináttuleikur í knattspyrnu
á Sýn. Leikur Englands og Argentínu
endursýndur.
� 11.45 HM 2006 í knattspyrnu á
Sýn.
� 13.25 HM 2006 á Sýn. Leikur
Spánar og Slóvakíu endursýndur.
� 15.05 Ice Fitness 2005
� 16.05 Evrópukeppni félagsliða í
handbolta á RÚV.
� 17.35 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
� 18.30 NFL-tilþrif á Sýn.
� 19.00 Ameríski fótboltinn á Sýn.
� 21.30 NBA körfuboltinn á Sýn.
� 22.00 Helgarsportið á RÚV.
� 23.30 Hnefaleikar á Sýn.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 14 15 16
Sunnudagur
NÓVEMBER
� � SJÓNVARP
� 17.50 Ameríski fótboltinn á Sýn.
� 20.00 Meistaradeild Evrópu á
Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum
í Meistaradeildinni.
� 20.30 Strákarnir í Celtic á Sýn.
Þáttur um Kjartan Henry
Finnbogason og Theodór Elmar
Bjarnarson leikmenn Celtic.
� 21.05 Maradona á Sýn. Þáttur um
argentísku knattspyrnugoðsögnina
Diego Maradona.
� 22.00 Olíssport á Sýn.
� 23.00 HM 2006 á Sýn. Sýnt frá
leikjum helgarinnar í undankeppni
heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
11 12 13 14 15 16 17
Mánudagur
NÓVEMBER
52-53 (32-33) Sport 12.11.2005 15:33 Page 2
Frammistaða ensku landsliðsmannanna í leiknum gegn Argentínu á laugardag:
Wayne Rooney var bestur allra
EINKUNNIR ENSKU LANDSLIÐSMANNANNA
THE SUN GUARDIAN SKY BBC
PAUL ROBINSON 8 7 8 8
LUKE YOUNG 7 5 6 6
JOHN TERRY 7 5 7 6
RIO FERDINAND 7 6 6 6
WAYNE BRIDGE 5 5 4 5
DAVID BECKHAM 8 7 7 7
LEDLEY KING 7 5 6 7
FRANK LAMPARD 8 6 6 6
STEVEN GERRARD 8 7 7 7
WAYNE ROONEY 9 9 9 9
MICHAEL OWEN 7 8 8 8
WAYNE ROONEY Var frábær í leiknum í gær,
skoraði mark og var duglegur við að leggja
upp fyrir félaga sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálf-
ari KR, telur að atvinnumennska
verði við lýði í íslenskum fótbolta
innan fimm ára og bendir, máli
sínu til stuðnings, á að peningarn-
ir í íslenskum fótbolta í dag séu
oft á tíðum síst minni en hjá liðum
í norsku úrvalsdeildinni.
„Þegar ég var úti í Noregi að
þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma
þá voru þetta ekki atvinnumenn,“
sagði Teitur við Fréttablaðið í gær.
„Atvinnumennskan kemur ekki
til Noregs fyrr en 1994 og þá var
það mjög algengt að menn væru
í hlutastörfum með fótboltanum.
Menn æfðu klukkan sex á morgn-
ana og svo aftur seinna um daginn
og þannig hefur þetta byggst upp í
Noregi og Skandinavíu. Það sama
er að gerast hérna núna. Eftir
nokkur ár verða félögin hér orðin
atvinnufélög svo þetta breytist
allt saman. Þetta er framtíðin á
Íslandi. Við héldum á sínum tíma
að þetta væri ekki framtíðin í
Noregi eða Skandinavíu en þetta
hefur gjörbreyst allt saman þarna
úti og það er alls staðar atvinnu-
mennska. Eftir allar þær breyt-
ingar sem hafa orðið hér á nokkr-
um árum þá tel ég að þetta gerist
innan fimm ára, það er að segja
að einhver af þessum liðum hérna
á Íslandi verði orðin meira eða
minna atvinnulið,” segir Teitur.
Eins og Fréttablaðið hefur
greint frá að undanförnu fara laun
leikmanna á Íslandi síhækkandi
og eru dæmi um að menn þéni
allt að fimm milljónir á ári fyrir
það eitt að spila fótbolta en Teitur
segir það mun hærri laun en hjá
mörgum leikmönnum í Noregi.
„Ég er ekki alveg búinn að átta
mig á því en vissulega er verið
að borga mjög góð laun á sumum
stöðum hérna á Íslandi. Launin í
Noregi eru vissulega góð, bestu
liðin í Noregi eru að borga mjög
vel og sumir leikmenn þar eru
að þéna 30 milljónir á ári,” segir
Teitur og bætir við að sjálfsagt
séu margir leikmenn hér á landi
sem þéni ekkert minna en kolleg-
ar þeirra í Noregi.
“Þó svo að menn séu atvinnu-
menn eru þeir ekki á neinum gríð-
arlega háum launum. Það eru stóru
liðin sem borga rosalega vel en
í öðrum liðum eru menn að hafa
kannski þrjár milljónir á ári. Ég get
nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu
reyndar úr efstu deildinni í Noregi
núna en þar eru margir leikmenn
sem eru ekki að þéna þrjár milljón-
ir á ári. Það sama gildir um fleiri
lið,” segir Teitur. - hþh
Atvinnumennska á Íslandi
innan næstu fimm ára
Teitur Þórðarson, þjálfari KR, segir framtíðina á Íslandi aðeins stefna í eina átt
miðað við peningana sem komnir eru í íslenska boltann.
TEITUR ÞÓRÐARSON Segir að atvinnumennska verði á Íslandi eftir fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Patrick Vieira, leikmaður
Juventus á Ítalíu, er harðorður í
garð síns gamla félags Arsenal
í nýútkominni ævisögu sinni en
hann segir að liðið hafi ekki viljað
hafa sig áfram.
Ummæli David Dein, varafor-
manns liðsins, urðu til þess að
Vieira ákvað að fara: ,,Ég varð
mjög reiður, undrandi og fúll,“
sagði Vieira sem segir að Dein
hafi sagt að sér væri alveg sama
hvort hann yrði áfram hjá liðinu
eða ekki og að valið væri hans.
„Ég vissi að ef Arsenal vildi
halda mér þá myndu þeir gera
allt sem þeir gætu til þess en ekki
láta Dein ráða því. Ég spurði hann
hvað hann meinti og hann svaraði
mér og sagði að þeir vildu bjóða
mér góðan samning en mér var
alveg sama um það, ég hugsaði
bara um orð hans, að þeim væri
alveg sama þótt ég færi. Ég sagði
honum að ef það væri staða liðsins
þá myndi ég fara og velja mér úr
liðum þar sem ég gæti það. Klúbb-
urinn lét skoðun sína í ljós og því
fór sem fór.“ - hþh
PATRICK VIEIRA Segir að David Dein hafi
ekki gefið sér annan kost en að fara frá
Arsenal.
JOHN TERRY David Beckham vill sjá hann
sem næsta fyrirliða enska landsliðsins.
FÓTBOLTI David Beckham, núver-
andi fyrirliði enska landsliðsins,
segir að John Terry hljóti að koma
sterklega til greina sem arftaki
fyrirliðabandsins. Michael Owen
er núverandi varafyrirliði liðsins
og þá þykir Steven Gerrard koma
sterklega til greina þegar Beck-
ham leggur landsliðsskóna á hill-
una. En það er Terry sem virðist
heilla Beckham mest. „Ég held að
hann búi yfir öllum þeim kostum
sem fyrirliði Englands þarf að
hafa,“ segir Beckham. „Hann er
fyrirliði Chelsea og hefur fyrir
löngu sannað leiðtogahæfileika
sína. Ég held að hann yrði frábær
fyrirliði.“ - vig
David Beckham:
Terry yrði góður
arftaki minn
HANDBOLTI Meiðslin sem mark-
vörður Stjörnunnar, Roland Valur
Eradze, varð fyrir í leiknum gegn
Val í 16-liða úrslitum SS-bikars
karla í síðustu viku reyndust ekki
eins alvarleg og talið var í fyrstu
en hann mun vera frá í rúma viku.
Margir ráku upp stór augu
þegar Eradze mætti í áhorfend-
astúkuna á leik Fram og Þór í DHL-
deildinni í gær með hendina vafða
í gifs og töldu margir að Eradze
væri brotinn. Hins vegar er aðeins
um teygð liðbönd að ræða og ætti
Eradze að verða klár á ný í næstu
viku. - vig
Handknattleikslið Stjörnunnar:
Eradze frá keppni í rúma viku
ROLAND ERADZE Er ekki eins alvarlega
meiddur og talið var í fyrstu.
Patrick Vieira:
Arsenal vildi
mig ekki lengur
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálf-
ari Fram, var gagnrýninn á stefnu KSÍ
varðandi uppbyggingu yngri landsliða á
þjálfararáðstefnu sem KSÍ og KÞÍ stóðu
fyrir á laugardag. Ólafur telur að það sé
skortur á stefnumótun þegar kemur að
landsliðunum og það sé hugsanlega ein
meginskýringin á því af hverju A-lands-
liðið sé ekki betra en raun ber vitni.
„Ég velti því fyrir hvort að það sé
einhver rauður þráður í gegnum öll
landsliðin upp í sjálft A-landsliðið þar
sem unnið er að markvissri uppbygg-
ingu. Hver stýrir þróun og stefnumótun
íslenskrar knattspyrnu? Er hvert og eitt
félag að vinna í sínu horni eða er ein-
hver stefna á vegum KSÍ?”
Þessari spurningu varpaði
Ólafur til Eyjólfs Sverrisson-
ar, nýráðins þjálfara A-landsliðsins, sem
var einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar.
Ólafur kveðst hafa fengið fá svör. „Nei,
ég fékk ekkert svar en veit að það er
engin ákveðin stefna. Ég hef að minns-
ta kosti ekki ennþá séð hana. Við erum
alltaf að tala um að landsliðið
okkar sé svo lélegt og leit-
um skýringa á því en ef
uppbygginguna skortir
verður landsliðið aldrei
gott,” segir Ólafur.
„Við þurfum að
sjálfsögðu að styrkja
það landslið sem er
núna en það verð-
ur að sjálf-
sögðu að
b y r j a
á því að styrkja þá landsliðsmenn sem
verða til staðar eftir 10 ár. Þetta er svona
í öllum íþróttum. Ég get nefnt danska
kvennalandsliðið í handbolta sem dæmi.
Danir voru með slakt landslið eins og
Ísland fyrir tuttugu árum þegar þeir fóru
markvisst að byggja upp yngri landsliðin.
Í dag eiga þeir eitt besta kvennalands-
lið í heimi,” segir Ólafur og kallar á skýr
markmið.
“Ég sé ekki neina stefnu í íslenskum
fótbolta, á engan hátt. Ég tel að það sé
nauðsynlegt að koma á þessum rauða
þræði sem unnið verður að því að styrkja
svo að nýir þjálfarar séu ekki sífellt að
byrja á núlli. Það er auðvitað hægt að
halda ástandinu óbreyttu en ef það á að
nást betri árangur verða öll landsliðin að
vera á sömu línu,” segir Ólafur.
ÓLAFUR KRISTJÁNSSON: SEGIR EKKI NÆGILEGA SAMVINNU RÍKJA MILLI LANDSLIÐA ÍSLANDS
Öll landsliðin verða að vera á sömu línu
Spánverjar á leiðinni
Líklegt er að Spánverjar komi hingað til
lands næsta sumar og spili vináttuleik
við íslenska landsliðið í knattspyrnu þar
sem liðið er nánast öruggt með sæti á
HM eftir sigur á Slóvakíu um helgina,
5-1. Áður hafði spænska knattspyrnu-
sambandið boðað komu landsliðs
síns hingað færi svo að það kæmist í
lokakeppni HM.