Tíminn - 19.03.1976, Side 6
6
TÍMINN
Föstudagur 19. marz 1976
En hvað hafa Sviar gert til að
ná þessu markmiði? Rita Lilje-
ström greindi frá störfum
nefndar, sem hjálpaði konum til
að ganga inn i hefðbundin karl-
mannastörf með námskeiðum
og þjálfun (þetta var reyndar i
iðnaðarborg þar sem skortur
var á karlmannavinnuafli). En
árangur varð vonum framar. —
Sviar hafa komiö á 7 mánaða
fæðingarorlofi, en foreldrar
geta skipzt á að vera heima (ef
mig misminnir ekki). Unnið er
aö þvi að lengja fæöingarorlofið
i 8 mán. en 8. mánuðurinn er
eingöngu ætlaöur feðrum.
Einnig stefna Sviar að þvi að
stytta vinnuvikuna i 30 stundir
til að auka jafnrétti á heimilum
og utan þeirra. Óþarft er að geta
þess, að barnaheimili eru ein
forsenda jafnréttis og verður
þvi að gera stórátak i þeim
efnum.
En hvernig standa sænskir
karlmenn sig i föðurhlutverk-
inu? Skv. nýlegri könnun, sem
Rita Liljeström gerði ásamt
fleiri er þriðjungur feöra „eins
og góðar mæöur”. En
þriöjungur vildi fremur vinna
lengur utan heimilis, en taka
þátt i uppeldi og heimilis-
störfum. bað voru þvi tveir
þriðju hlutar feðra sem aðhyllt-
ust hugmyndina um styttingu
vinnutimans og aukna hlutdeild
innan heimilis. Rita minntist
einnig á þær konur sem ekki
kæra sig um afskipti feðra I
uppeldi barna og kallaði slikt
viðhorf mæðraeinveldi.
bað ætti að vera ljóst, aö
raunverulegt ’jafnrétti kynjanna
hefur ekki siður áhrif á hlutverk
karlmanna. En eigi jafnrétti aö
verða að veruleika, er nauðsyn-
legt aö gera róttækar breyting-
ar á þjóðfélagsgerð tækni-
væddra samfélaga.
Gerður Steinþórsdóttir:
Hvað er raunverulegt
jafnrétti s
7
A jafnréttisráðstefnunni i
Hanaholmen I Finnlandi i nóv.
sl. vakti erindi Ritu Liljeström
mesta athygli. Hún er félags-
fræðingur og hefur starfað i Svi-
þjóð m.a. að rannsóknum og
áætlanagerö i jafnréttismálum
á vegum sænsku rikisstjórn-
arinnar. bað féll i hennar hlut
að útbúa skýrslu um sænskar
konur á vinnumarkaði fyrir
fulltrúa sem sóttu kvennaárs-
ráðstefnu S.þ. i Mexikó i júni sl.
£g ætla i örstuttu máli að
mir.nast á nokkur atriði i erindi
hennar sem hafa orðið mér
minnisstæð, en þau sýna jafn-
framt, hversu langa leið við
eigum fyrir höndum hér á landi
til að ná raunverulegu iafnrétti.
Rita Liljeström ræddi fyrst um
ósamræmið milli laga og raun-
veruleika. A sama tima og ríkti
Hjónin lifa i tveim ólikum
heimum. Konan veröur tákn
heimilis og fjölskyldu en karl-
maöurinn framleiðslu opinbers
lifs. Skýringamyndin litur
þannig út:
fullt lagalegt jafnrétti hefði
þjóöfélagsgeröin I sér fólgna
hlutverkaskiptingu eftir kynj-
um. Karlmaðurinn hefði orðið
fyrri til að verða „nútimamað-
ur,” eins og hún kallaöi það, og
þar með fengiö forskot. t borg-
arsamfélagi gegndi karlmaður-
inn mörgum aðgreindum hlut-
verkum, og vinnumarkaðurinn
gerði þær kröfur að einkalif
væri algerlega greint frá starfi.
En konan hefði orðið innlyksa á
heimilinu og hlutverk hennar
sem móðir, húsmóðir og eigin-
kona væru samofin. R. Lilje-
ström orðaði þaö á þann veg aö
karlmaðurinn væri nútlmamáö-
ur sem væri giftur gamaldags
konu eða skrifstofumaður giftur
móður. bessa hlutverkaskipt-
ingu útskýrði hún með teikn-
ingu:
konur
heimili
fjölsk.
karlar
R. Liljeström ræddi um
goösögnina um karlmanninn,
sem karlmannasamfélagiö
byggir á og sagði að vandi kon-
unni væri kvnferði hennar. Hún
eiginmaöur
og eiginkona
s: foreldrar
vinnu-
markaður
opinbert
lif
ræddi siðan um raunverulegt
jafnréttiog það sem kalla mætti
hið nýja hlutverk einstaklings-
ins. Hér kemur einföld skýring-
armynd:
fyrirvinna
starf
borgari
frístundir
fyrirvinna
starf
eigin
borgan
maður
faðir
fristundir
móðir
eiginkona
húsmóðir
Hér eru foreldrar jafnábyrgir
og jafn réttháir, tveir forsjár-
menn, tveir borgarar og tveir
einstaklingar. Slika einstakl-
inga kallaði hún heilsteypta, þar
sem þeir þroskuðust við einingu
tilfinninga og rökhyggju:
—...... I' ■ .
heimili fjölsk. 1 vinnu-
markaður
Geröur Steinþórsdóttir.
Finnska menningarmiðstöðin Hanaholmen.
Gerður
Steinþórsdóttir:
Frá jafnréttisráðstefnu í Finnlandi
„Karlmaðurinn gegnir einnig
tviþættu hlutverki I þjóðfélag-
inu”. (Mannen har ocksa en
dubbelroll) var viðfangsefni
ráöstefnu, sem haldin var i
Hanaholmen, menningarmiö-
stöð i nágrenni Helsinki dagana
15. og 16. nóv. 1975. Um 100 full-
trúar frá kvenfélögum og æsku-
lýössamtökum ólikra stjórn-
málaflokka á Noröurlöndum
sóttu ráðstefnuna, þar af tveir
frá tslandi (Harpa Agústsdóttir
frá SUJ og Gerður Steinþórs-
dóttir frá SUF.). Var ráðstefnan
haldin á vegum finnsku jafn-
réttisnefndarinnar en styrkt af
Norræna menningarmálasjóðn-
um.
A ráðstefnunni voru flutt
fimm erindi og voru umræður á
eftir hverju þeirra. Fyrsta er-
indið flutti Rita Liljeström frá
Sviþjóð „Hiö nýja hlutverk ein-
staklingsins og ábyrgð föður-
hlutverksins”. Annað erindið
„Jafnrétti til menntunar — upp-
eldi til ábyrgðar” flutti Ilkka-
Christian Björklund frá Finn-
landi. t þriðja erindinu fjallaöi
Finninn Pertti Salolainen um
„Breytingar á fjölskylduskipan
til að foreldrar séu jafnréttháir
aðilar”. Reiulf Steen frá Noregi
talaði um „Atvinnulifið og jafn-
rétti kynjanna”. Að lokum
ræddi Sonja Fredgardh frá Svi-
þjóð um „Skiptingu ábyrgðar i
atvinnulifinu”.
t lok ráðstefnunnar var sam-
þykkt ályktun þess efnis, að
jafnrétti kynjanna næöist ekki
án breytinga á hefðbundnu hlut-
verki karlmannsins. A kvenna-
árinu hefði verið fjallað um
jafnréttismál fyrst og fremst
frá sjónarhóli kvenna, og marg-
ir hefðu þvi þá hugmynd að
jafnrétti kynjanna næðist ef
konur gengju inn i karlmanna-
samfélagið. Of oft hefði gleymzt
i umræðum aö- óhjákvæmilegt
væri að breyta hlutverki karl-
mannsins. Yrði það bezt gert
með umbótastefnu, sem skapaði
aðstæður fyrir konur og karla að
lifa I samræmi við nýtt lifsvið-
horf, þ.e. hið nýja hlutverk ein-
staklingsins.
Ráðstefnugestir töldu eftir-
farandi breytingar aökallandi
til að raunverulegt jafnrétti
næðist og til aö endurmeta stööu
karlmannsins i samfélaginu:
• kennsla i uppeldis-, fjöl-
skyldu- og heimilisfræöum veröi
veitt i skólunum, i fulloröins-
fræöslu og við heilsugæzlustöðv-
ar. Námsefnið verði i samræmi
við þörfina á ólikum aldurs-
skeiðum, '
• jafnrétti til menntunar.
Drengir og stúlkur sæki sömu
skóla. Jafnframt verði veitt öfl-
ug starfsfræðsla sem vinni gegn
hefðbundinni hlutverkaskipt-
ingu kynjanna,
• foreldrar fái fæðingarorlof
eigi skemur en sex mánuði.
• foreldri geti veriö frá vinnu
á fullum launum vegna veikinda
barna,
• sömu tryggingareglur gildi
fyrir foreldra, þar sem fjár-
hagslegt öryggi barnsins sé
tryggt,
• aukið verði réttaröryggi
feöra, sem feli i sér aukin rétt-
indi og skyldur gagnvart börn-
um sinum,
• vinnumarkaðurinn viður-
kenni föðurhlutverkiö, t.d.
mætti krefiast revnslu i UDDeld-
ismálum hjá þeim sem hafa
starfsmannahald með höndum,
• dregið verði úr vinnuálagi,
vinnutimi verði sveigjanlegri og
stefnt veröi að styttri vinnu-
tima.
Umsjónarmenn:
Helgi H. Jónsson
og Pétur Einarsson
SUF
SÍÐAN