Tíminn - 19.03.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 19.03.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 Eiga verkföll rétt á sér? Ekki er óliklegt aö þessi spurn- ing hafi brunniö á vörum margra nú undanfariö, þegar allt at- hafnalif landsins var lamaö og hvorttveggja var, aö milljaröa verömæti eyöilögöust, eða var ekki aflaö, og þar meö stóraukið á þau vandræöi, sem fyrir voru i þjóöarbúskapnum. Ýmsir forkólfar laupþega, og pólitikusar, tala um „HINN HEILAGA RÉTT” og eiga þá viö verkfallsréttinn. Ef djúpt væri kafaö kæmi þó kannski i ljós, aö þessi „HEILAGI RÉTTUR” er þessum mönnum fyrst og fremst hagkvæmur, og mikilsverður f pólitiskum hamförum þeirra og valdakapphlaupi. Verkföll eru i eðli sinu hnefaréttur.og eiga þvi illa heima i sambandi viö frjálsa samningsgerð launþega og at- vinnurekenda. Fyrir hálfri öld, eöa svo, þegar atvinnurekendur þóttust einfærir um, og bezt vita, hvaö hverjum bæri fyrir vinnuframlag sitt, og frjáls samningsréttur litt viður- kenndur, var ofbeldi i formi verk- falla kannski skiljanleg viðbrögð. Nú á dögum ætti slikur rudda- háttur, sem veldur þjóðarheild- inni háskalegu tjóni, aö vera að baki, þar sem samningsréttur launþegasamtakanna er löngu viðurkenndur og viðsemjendur þeirra, atvinnurekendurnir, eru lika löngu búnir að átta sig á þvi, að þeirra vald og staöa er aöeins ööru megin samningaborösins. Þvi fyrr sem þessir aðilar vinnu- markaðarins gera sér fullljóst, og viðurkenna, að samninga um kaup og kjör á ekki aö leysa eins og veriö sé aö tefla einhverja ref- skák, eða meö ofbeldi i formi verkfalla, heldur komi sér saman um ákveöin og eðlileg timamörk, svo hinn frjálsi samningsréttur fái notið sin, þvi betra. Takist samningar hins vegar ekki, innan settra timamarka, fer deilan fyr- ir launadóm, þar sem aðilar leggja fram öll tiltæk gögn og fylgja þeim eftir i sókn og vörn, áður en dómur er upp kveöinn. 1 lýðræðisþjóöfélagi er þetta eðli- legasta leið þegnanna til þess aö leita réttar sins, og leysa deilu- mál sin. Með slikum vinnubrögð- um er þjóöfélagið i heild firrt óút- reiknanlegu og óbætanlegu tjóni, og launþegar þyrftu ekki árlega að eyða lengri eða skemmri tima til að vinna upp aftur það tap, sem verkföll óhjákvæmilega og ævinlega valda. Hins vegar myndi það senni- lega ekkert breytast, að samn- ingsaðilar, annar hvor eða báðir, yröu óánægðir með dómsniður- stöðu, svipað og oftast gerist nú við verðákvörðun á fiski t.d., eða eins og núna varð eftir hálfs- mánaðarverkfall, og ekki er enn að fullu séð fyrir endann á. Hitt skipti öllu, að hætt sé aö rifa niður með annarri hendi það, sem reynt er að byggja upp meö hinni, og þjóðin gæti snúið sér samstillt aö lausn annarra að- kallandi vandamála. Verkfallsbrölt opin- berra starfsmanna. 1 þessu sambandi er þvi dapur- legt til þess að vita, og næsta ó- skiljanlegt, að eitt helzta baráttu- mál opinberra starfsmanna skuli einmitt um þessar mundir vera slikt stórt stökk aftur á bak, beint i gin verkfallsófreskjunnar. Verkföll þjóna engu réttlæti, leysa engan vanda, en löðrunga og valda skaða, jafnt þeim sem beita þessu klámhöggi, sem öll- um öðrum, yngri og eldri, sem verða leiksoppar slikrar ábyrgð- arlausrar glæframennsku. Þegar sjónvarpsmenn fóru með hljóðnemann á vinnustaði til að kanna viðhorf launþega sjálfra til verkfallsins, kom i ljós, að allir, sem spurðir voru, tjáðu sig mót- fallna verkföllum að aðeins ein- um undanskildum. 1 sama streng tók láglaunakonan, er sagði: „Verkföll eru bara til bölvunar, það tapa allir á þeim”. Þetta er liklega það, sem stór hluti laun- þega hugsar og ræðir sin á milli, en ekki nær eyrum forsprakk- anna, enda betur hlustað á gikk- svo alvarlegt, að óbætanlegt sé. Ofbeldi er aldrei til fyrirmyndar. Ofbeldi, hvers háttar sem er, verður alltaf neikvætt i eðli sinu, og veldur margvislegum vand- ræöum og tjóni eins og bezt sann- aðist i nýafstöðnu verkfalli. ASÍ og sérkröfufarganið I þessari vinnudeilu tók hvað lengstan tim'a aðná samkomulagi um svokallaðar sérkröfur. Þar þurfti ekki aðeins að semja við fulltrúa ASI, heldur lika fulltrúa annarra félaga, sem skiptu tug- um, er ekki virtust treysta for- ustu ASl til að fara með sín mál. Þetta er furðulegt og næsta óhæft skipulag. Hvernig væri, ef ein- stakir atvinnurekendur færu að semja hver fyrir sig? Þvi miður virðast vinnubrögðin nú á þann veg, að forráðamönnum ASl þyki það ekki verra, að einstök félög oti sinum tota ,ef einhverju þeirra mætti takast að ná betri árangri en öðrum, og þannig viðhalda ó- ánægju og öfund milli félaganna innbyrðis, svo sem tilburðir kvennanna á Akranesi og raunar fleiri ber vott um. Það virðist öllu skynsamlegra að gera ráð fyrir fyrir þessu dáðleysi þings og stjórnar, varðandi farsæla af- greiðslu beggja þessara mála, sé sú óhugnanlega en nakta stað- reynd, að löglega kjörið þing og stjórn getur átt það á hættu, að löglega samþykkt og afgreidd lög séu ekki virt af alþingi götunnar. Svo hörmuleg skripamynd er það lýðræði orðið, sem islenzka þjóðin býr nú við. En jafnvel þótt þessi ógæfuskuggi hvili yfir, leysir það ekki þing og stjórn undan þvi að gera skyldu sina. Sú skylda hvilir þeim á herðum að leysa bæði þessi mál farsællega, án tafar. Eitt ánægjulegt gerðist i sam- bandi við margnefnda kjaradeilu, sem verulega athygli vakti, og að þvi er virtist skipti sköpum um gang deilunnar, en það voru störf sáttanefndar, sem rikisstjórnin skipaði, og sem virkilega hjó á hnútinn og kom málunum á hreyfingu. Störf nefndarinnar sýndu og undirstrikuðu, hve mikilsvert er og nauðsynlegt, að um vinnudeilur fjalli hlutlausir aðilar, sem skoða málin frá öllum hliðum og þau gögn er fyrir liggja, af raunsæi og viðsýni, en ösli ekki eins og þessir stöðnuðu launþegaforingjar stöðugt sömu ina, sem fyrirfinnast i hverri veíðistöð, i hverju launþegafé- lagi. Það er lika sá stóri minnihluti, sem samþykkir verkfallsboðun og siðar fella samninga, og for- ustan lætur sér vel lika þetta af- skræmda lýðræði. Þvi er haldið fram, að verkfallsrétturinn sé launþegasamtökunum lifsnauð- synlegur, þar sem verkföll séu það eina, sem atvinnurekendur skilji og beygi sig fyrir. Það eitt er rétt i þessu, að oft verður að beygja sig fyrir ofbeldinu, og er þar ljósast dæmið landhelgisdeil- an.þar sem ofbeldi Breta meinar landhelgisgæzlu okkar eðlileg löggæzlustörf, og herskip þeirra hafa valdið stórtjóni, og mildi ein, að það tjón hefur ekki enn oröiö UTBOÐ I Aö- Tilboö óskast i 132kV rafbúnað, SF 6, einangraðan, veitustöð 1 fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. mai 1976 kl. 14,00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ARMULA 7 - SIMI 84450 þvi, að öll aðildarfélögin innan ASÍ sendi launakröfur sinar, og aðrar sérkröfur, til sambandsins, er siðan samræmdi þær, ynni úr þeim og setti siðan fram eina alls- herjarkröfu. Ég veit, að hér er auðveldara að tala en úr að bæta, en það skipulag, sem nú rikir, er óhæft, og þetta sérkröfufargan ei óheillavænleg þróun, sem verður að stokka upp og einfalda að miklum mun. Takmarkið hlýtur að vera að gera alla samninga- gerð einseinfalda og auðvelda og nokkur kostur er. Vinnulöggjöf og stjórn- arskrá Kjörorðið i undangengnum vinnudeilum hefur verið, að hinir lægst launuðu ættu að fá mestar kjarabætur. Hafa vinnuveitendur tekið undir þetta sjónarmið. Svo óhönduglega hefur þó til tekizt aftur og aftur, að aðrar betur megandi stéttir hafa sleikt þar rjómann, en láglaunafólkið hefur setið eftir með sárt ennið og vinnutapið, sem af verkföllunum hefur leitt, og verða svo þegar að telja þessar smáu launahækkanir fram á búðarborðið vegna þeirra hækkana, sem launasamningarn- ir jafnan leiða af sér og sleppt er út f verðlagiö þegar i stað. Hafi verkföllin þannig leyst einhvern vanda, þá er það a.m.k. ekki vandi láglaunafólksins, svo mikið er vist. Enda sannast sagna, að verkföll eru þeirrar náttúru, að þau leysa engan vanda heldur hið gagnstæða, svo sem áður er hér að vikið. Oft og lengi er búið að benda á það, bæði í ræðu og riti, að vinnu- löggjöfin þurfi rækilega endur- skoðun. En það virðist eitthvað svipað þár á seyði og með sjál fa stjórnarskrána. Flestir, ef ekki allir, alþingismenn, og margir aðrir eru vafalaust sammála um að stjórnarskrána þurfi að endurskoða. En enda þótt stjórn- arsáttmálinn geri ráð fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar, hefur stjórnin, eins og margar fyrri rikisstjórnir, gert það eitt að skipa nefnd i málið, sem allt útlit er til, að muni afreka það eitt að deyja drottni sinum, eins og allar þær fyrri. Vera má, að ástæðan forarvilpurnar og torfæruskorn- ingana litandi hvorki til hægri eða vinstri, en einblinandi á eitt ,,loka”-ráð — verkföll, verkföll. Láglaunahópar — há- launahópar og aiþingis- mennirnir, sem léku sig heimaskitsmát. Þegar þessi launamál eru hug- leidd, veltur ýmislegt upp á yfir- borðið, sem vert er umræðu og athugunar. Eins og tii eru lág- launahópar, sem nauðsynlegt er að vernda og búa mannsæmandi llfsskilyrði, eru lika til hálauna- hópar, sem þurfa sterkt aðhald, svo þeir ektó hrifsi til sin óeðli- lega stóran hlut af þjóðarkökunni, sem til skipta er, og flokkist ekki, þarmeð, ihópþeirra manna, sem netódir eru „arðræningjar”, ein- mitt af þeim pólitisku öflum, sem telja sig i forsvari fyrir hina ýmsu launþegahópa, ekkisizt láglauna- fólkið, en fylla sjálfir, flestir a.m.k., hálaunaflokkinn. Enda þótt við séum örfáir Is- lendingar — á heimsmælikvarða — höfum við þó haslað okkur furðu vitt svið, bæði menningar- lega og pólitiskt, og gefið okkur ákveðna forsendu fyrir mikilvægi hinna margvislegu starfa þjóðfé- lagsins. Það er þvi varla við þvi að búast, að um algjört launa- jafnrétti geti verið að ræða. Það má telja .útilokað, enda hvergi þekkt. Hitt er svo annað mál, hvort eðlilegt getur talizt, eða það samræmist heilbrigðri réttlætis- kennd, að launamismunur sé allt að tifaldur.Að á meðan láglauna- fólk verður að sætta sig við 55-60 þús. kr. mánaðarlaun, hirði þeir hæst launuðu 500-600 þús. kr. auk ivilnana, sem mörgum slikum fellur i skaut, að auki. Flest þetta hálaunafólk er langskólagengið, það er að segja,þjóðin hefur veitt þvi aöstöðu, fé og fyrirgreiðslu i rikum mæli, og þar með opnað þvi.flestu, möguleika til að þjálfa sig og njóta hæfileika sinna. Það sýnist þvi ekki ósanngjarnt, að séu 500 þús. kr. eða hærri mánað- arleglaun talin við hæfi fyrir þau störf, er þessir hópar inna af höndum, þá fengi þjóðfélagið ein- hvern hluta þeirra endurgreidd sem fósturlaun. Þetta mætti hugsa sér aö gera með þvi að sett væri upp launaþak yfir þann grunn, sem láglaunafólki er ætlað á að standa, og með veikum burð- um er sífellt verið að reyna að treysta. Fjórfaldur til fimmfald- ur launamismunur ætti aö full- nægja öllu réttlæti. Slik skipan væri þar að auki likleg til að breyta mati okkar á gildi ein- staklingsins og störfum hans. Þjóðin er eins og sigurverk úrs- ins, með öll sin tannhjól, er gripa hvert i annað. öll jafnmikilsverð, hvert á sinum stað, þótt misjafn- lega stór séu. Stöðvisteitt, jafnvel það minnsta, stöðvast allt sigur- verkið. Stóra hjólið getur ekki komið i stað litla hjólsins, eða hið litla hlaupið i hlutverk þess stóra. Þannig er þetta lika með þjóðinni. Það þarf sérfræðing til að fram- kvæma vandasaman uppskurð, en sá sami sérfræðingur kynni að reynast litt hæfur i erfiðisvinnu sjómannsins, verkamannsins, iðnaðarmannsins eða bóndans. Hvert nytsamlegt starf þjóðfé- lagsins er mikilsvert, misjafn- lega fyrirferðarmikið, eins og hjólin i sigurverkinu, en nauðsyn- legt, hvert á sinum stað, til að viðhalda þvi þjóðfélagi, sem við viljum við búa og við una. Höfuð- forsenda þess er samræming. Að ofvöxtur hlaupi ekki I einn eða annan lim þjóðarlikamans á kostnað hinna. Er það ekki rétt munað, að fyrir nokkrum árum, þegar setja átti alla rikisstarfsmenn i launa- flokka, komust sumir þar ekki fyrir, svo sem t.d. bæjarfógetar, tollstjórinn i Reykjavik og etv. fleiri, sem hafa sérstaka prósentu af öllu, sem innheimt er fyrir rik- iSsjóð, I nafni embættis þeirra, auðvitað af starfsfólki, sem rikis- sjóður launar og i húsnæði, sem rikið á eða hefur á leigu. Og nú er komið fram frumvarp, sem miðar að þvi að hækka laun oddvita, og byggir á þvi sama. 6% af öllum rekstrartekjum sveitafé- laganna skulu launin vera.er mun þýða 50% launahækkun frá sið- asta ári. Slikt hefði láglaunahóp- unum þótt góð launahækkun. Ætti nú ekki að vera hægt að treysta hreppsnefndunum til að semja, með eðlilegum hætti, um laun sinna oddvita, jafnvel ráða þá lika, og losa þannig önnum kafna alþingismenn við slika afskipta- semi. Nógu hafa þeir samt að sinna, vonandi. Þarna mættu rik- isafskipti að skaðlausu hverfa. Ekki þurftu bankastjórar að fara i verkfall til að fá sina „láglauna- uppbót”. Voru það ekki ein 20 þúsund krónur á mánuði? Nei, ekki aldeilis. Þeir voru bara skikkaðir til að hækka launin sin — minnir mig, að ég sæi einhvers staðar á prenti —, i réttu hlutfalli við einhverja aðra heiðursstétt, sjálfsagt ekki af lakari endanum, og hún kann að hafa haft sjálfs- ákvörðunarrétt um laun sin eins og blessaðir alþingismennirnir okka r, se m siðast hækkuðu við sig um 10-15%, og léku þar meö þann herfilegasta afleik, sem hægt var að leika eins og taflstaðan þá var, þegar bæði þeim, og ég held flest- um öðrum, hlaut að vera ljóst, að nú varð að spyrna við fótum af fullri alvöru, og ná um það sam- stöðu meðal almennings að hægja verulega á verðbólguhjólinu. Og þá hækkuðu þeir launin sin, bless- aðir. Léku sig heimaskitsmát. Svo virðist sem enginn þeirra sextiu hafi komið auga á vinn- ingsleikinn, sem vissulega var fórnarleikur, en hefði gefið örugga sókn, og vafalitið gert út um skákina þaðeraðlækka laun- in sin um 10-15%. Slikur leikur hefði borið vitpi manndómi og snilli, og áhorfendur i launþega- hóp hefðu áreiðanlega almennt tekið mið þar af. En þvi miður, i staö þess að þessar sextiu hendur, sem á lofti voru toguðu I og reyndu að hægja á verðbólguhjól- inu, voru þær samtaka um að ýta á eftir þvi, að auka hraða þess, með þeim afleiðingum, sem við öll þekkjum og sfðasta verkfall er einn anginn af, en aldrei hefði átt til að koma. Þetta er nú orðið lengra mál en i upphafi var ætlað, og þó er að- eins stiklað á stóru. Þessi mál ættu ekki að hverfa af siðum blað- anna i' bráð.þau þarf að ræða. Almenningur þarf að láta skoðan- ir sinar i ljós, og hætta að láta sér nægja að nöldra hver i sinu horni. Það þarf að fást niðurstaða, sem tryggir að þjóðin öll standi saman að farsælli uppbyggingu, án trafala niðurrifsafla.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.