Tíminn - 19.03.1976, Side 20

Tíminn - 19.03.1976, Side 20
20 TÍMINN Föstudagur 19. marz 1976 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson JOE GILROY.sést hér ásamt tveimur af beztu leikmönnum ValsliOsins —Guðmundi Þorbjörnssyni og Herði Hilmarssyni, sem hann reyndi að tæla til Skotlands. Joe Gilroy við sama heygarðs- hornið oq áður — hann hefur enn áhuga á að tæla íslenzka knattspyrnu menn til Skotlands — Ég hef mikinn áhuga á að fá nokkra knattspyrnu- menn frá íslandi til að leika með Morton-liðinu næsta keppnistímabil, sagði Joe Gilroy, fram- kvæmdastjóri skozka 1. deildar liðsins Morton, í viðtali í enska knatt- spyrnublaðinu „Shoot!". Giiroy þessi er ekki óþekktur hér á landi, hann þjálfaði Valsliðiðsl. sumar. Þá var Gilroy byrjaður að tæla islenzka leikmenn til Skotlands, til að reyna að koma þeim I at- vinnumennsku — m.a. hjá léleg- um liöum, sem ekkert höfðu að bjóða. Þegar Gilroy fór með Vals- liðið til Skotlands, til að leika gegn Celtic, reyndi hann að fá nokkra leikmenn þess til að verða eftir og semja við skozk lið — og æfa með þeim. Sem betur fer fyr- ir hina ungu leikmenn Valsliðs- ins, tókst honum ekki að tæla þá. Það er greinilegt, að Gilroy hefur engu gleymt i þessu sambandi — nú lætur hann hafa það eftir sér i viðtali við eitt viðlesnasta knatt- spyrnurit heims, að hann hafi áhuga á að fá nokkra leikmenn frá tslandi til að leika með Mor- ton. Gilroy hefur greinilega gert sér rangar hugmyndir um islenzka knattspyrnumenn — heldur að þeir séu ginnkeyptir fyrir léleg- um skozkum félagsliöum, ein- göngu til að geta kallast atvinnu- menn. Nei, sem betur fer eru knattspyrnumenn okkar það skynsamir, að þeir láta ekki tæla sig með gylliboðum. — SOS Ætlar að endurheimta íslandsmet fimmtugi J — Ég er staðráðinn i að endurheimta islándsmetið mitt í maraþonhlaupi, sagði Jón Guðlaugsson, langhlauparinn mikli, í viðtali við Tímann, Jón setti metið (3:51,03 klst.) 1968 á Norðurlandamótinu i maraþonhlaupi í Reykja- vík — en ungur læknanemi úr KR, Högni óskarsson, bætti það met í Banda- rikjunum sl. haust. — Ég ---------- JÓN GUÐLAUGSSON...er staö- ráðinn að endurheimta met sitt aftur. Þessi gamla kempa verður 50 ára 3. april n.k. hefði gaman af því að fá einhvern til að hlaupa með mér— það er ekkert gam- an að setja íslandsmet, þegar maður er einn að brölta þetta. Ég vil því skora á aðra langhlaupara að keppa við mig. Þeim er frjálst að hætta, eins og báðir Danirnir gerðu 1968 á Norður landamótinu í Reykjavík. Högni óskarsson hljóp mara- þonhlaupið — 42 km — á 3:05,38 klukkustundum. Jón Guðlaugsson er búinn að finna mjög góða leið til að hlaupa i sumar — hann mun leggja upp frá Selfossi og hlaupa upp á Skeið, og siðan aftur til baka. — Þetta er mjög góð leið og oliumöl á henni allri, sagði Jón, sem er staðráðinn að endur- heimta met sitt. — Ég hef fundið upp nýja hlaupaaðferð, sem ég mun nota, og ég er öruggur með að geta hlaupið maraþonhlaupið á um tveimur og hálfri klukku- stund, sagði Jón enn fremur. Og hann er ákveðinn i að leggja mjög hart að sér við æfingar og i hlaup- inu sjálfu. „Fæturnir virka eins og hjól" — Hvernig er þetta hlaupalag þitt, og hvenær uppgötvaðir þú það? — Ég uppgötvaði það undir Eyjafjöllum, þegar ég hljóp 200 milna hlaupið sl. sumar — það hlaup ætlaði mig lifandi að drepa, og ég efast um að ég hefði lokið „FÆTURNIR V

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.