Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 19.03.1976, Blaðsíða 23
Föstudagur 19. marz 1976 TÍMINN 23 loknu gosi AÐ GOSI LOKNU nefnist grein, sem Magnús H. Magn- ússon, fv. bæjarstjóri, skrifar I nýútkomiö tölublað Sveitar- stjórnarmála, og gerir hann þar grein fyrir endurreisnar- starfinu i Vestmannaeyjum. Samtal er við Bjarna Þórðar- son, fv. bæjarstjóra i Nes- kaupstað, sem hefur verið bæjarfulltrúi lengur en nokkur annar maöur hér á landi eða I 38 ár. Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóri, á grein- ina Þverbrestir i orkumálum landsmanna, þar er sagt frá tilfærslu nokkurra verkefna frá ríki til sveitarfélaga, og forustugreinin, Orö og geröir, eftir Pál Llndal, formann Sambands isl. sveitarfélaga, fjallar um það mál. Þá er I rit- inu m.a. sagt frá norrænni ráöstefnu um gerö iþrótta- mannvirkja, samstarfsnefnd sveitarfélaga um hitaveitu- mál og verölaunasamkeppni i skdlum um efnið Sveitarfélög á Islandi — framtiðarhlut- verk. Með þessu tölublaöi lýkur 35. árgangi timaritsins, og 35 ár eru nú siðan það hóf göngu sina, árið 1941. Ritstjóri þess er Unnar Stefánsson. A kápu blaðsins er litmynd úr Vestmannaeyjum. Símaþjónusta fyrir fórnarlömb nauögara Reuter, London. — Simaþjón- usta fyrir fórnardýr nauðgara hefur verið opnuð i London, og mun hún verða starfandi allan sólarhringinn. Jafnframt þvi að gefa fórn- arlömbunum iagaleg og lækn- isfræðileg heilræði, munu starfsmenn einnig taka að sér að fylgja þeim til lögreglunnar og til réttarhalda. Þá munu og starfa á vegum þjónustunnar karlmenn, sem sérstaklega sjá um ráðlegg- ingar til karlkyns ættingja fórnarlambanna. Starfslið stofnunar þessar- ar er allt sjálfboðaliðar, sem vinna i samráði við lögreglu og lækna. Þrír drepnir í Argentínu Óeirðir og átök i Argentinu virðast litið vera i rénun, eftir fréttum þaðan að dæma. Siðast á þriðjudag voru þrir lögreglumenn drepnir i Buenos Aires, þegar yfir gekk bylgja skæruliðaárása þar, og einir átta aðrir borgarar voru særðir. Hafa þá alls eitt hundrað tuttugu og tveir látizt i stjórn- málalegum átökum i Argen- tinu á þessu ári, en árið 1975 voru næstum niu hundruð drepnir. 0 Eiginkonur hvöttu til þess að samið yrði, en aðrar kváðust ekki vilja neina samninga. Að fundinum loknum tók blm. Timans Guðrúnu Arnadóttur og Astriði Hannesdóttur tali, en Guðrún er gift Þresti Sigtryggs- syni, skipherra á Ægi og Astriður er gift yfirvélstjóranum á sama skipi. Þær kváðust vera mjög ánægð- ar með þær undirtektir sem þær hefðu fengið hjá dómsmálaráð- herra, en sögðu að fundurinn hefði ekki verið nægjanlega vel skipulagður af þeirra hálfu. — Ég styð þetta fullkomlega með skiptiáhafnirnar, en hins vegar tel ég að núna sé orðið of seint að semja við Breta, sagði Guðrún. Við spurðum þær að þvi, hvort konur varðskipsmanna hyggðu á frekari aðgerðir, og sögðu þær að það mál væri órætt. Þjóðmálanámskeið Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins gengst fyrir þjóðmála- námskeiði að Rauðarárstig 18, Reykjavik 26.-28. mars. Hannes Halldór Kristján Jón Pálsson, Asgrlmsson, . Benediktsson, Sigurðsson, Aðalheiður Gerður Eysteinn Pétur Bjarnfreðs Steinþórsdóttir, Jónsson, Einarsson, dóttir, Halldór E. Sævar Einar Magnús Sigurðsson, Sigurgeirsson, Agústsson, ólafsson. Dagskrá: Föstudag 26. marz kl. 20.00. Efnahagsmál og þjóðhagsstærðir. Málshefjendur: Hannes Pálsson, bankastjóri og Halldór As- grimsson, alþingismaður. Laugardagur 27. marz kl. 10.00.íslenzka flokkakerfið. Málshefjendur: Kristján Benediktsson, borgarráösmaður og Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri. Laugardagur 27. marz kl. 15.00 Konur á vinnumarkaðinum. Málshefjendur: Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir form. Starfs- stúlknafélagsins Sóknar, gestur námskeiðsins og Gerður Steinþórsdóttir varaborgarfulltrúi. Sunnudagur 28. marz kl. 10.00 Framsóknarstefnan. Málshefjendur: Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðherra og Pétur Einarsson stud. jur. Sunnudagur 28. marz kl. 15.00.Tekjuskipting og skattamál. Málshefjendur: Halldór E. Sigurðsson ráöherra og Sævar Sigurgeirsson endurskoðandi. Sunnudagur 28. marz kl. 18.00.Horfur i islenzkum stjórnmálum. Málshefjendur: Einar Agústsson ráöherra og Magnús Ólafs- son form. SUF. öllum er heimil þátttaka i námskeiöi þessu og veru væntanleg- ir þátttakendur beðnir að tilkynna þátttöku i sima 24480. Stjórnandi námskeiðsins verður Magnús Ólafsson form. SUF. Félagsmáiaskólinn. Páskafetðin 10. apríl til Vínarborgar Þeir, sem eiga pantaða miða i páskaferðina til Vinar eru beðnir vinsamlega að greiða þá sem fyrst á skrifstofu fulltrúaráðsins Rauðarárstig 18, simi 2 44 80. Opið hús Framsóknarfélögin i Kópavogi munu framvegis hafa opið hús að Neðstutröð 4 mánudaga kl. 5 til 7. Þar verða til viðtals ýmsir forystumenn félaganna og fulltrúar flokksins i nefndum bæjar- ins. Stjórnin. Aðalfundur Miðstjórnar Aðalfundur Miðstjórnar Framsóknarflokksins 1976 verður haldinn að Hótel Sögu i Reykjavik 7.-9. mai.Miðstjórnarmenn eru minntir á að hafa samband við flokksskrifstofuna ef þeir geta ekki mætt. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu Sunnubraut 21, sunnudaginn 21. marz ki. 16. Þetta er siðasta vistin i fjögurra-kvölda keppni. Veitt verða heildarverðlaun og venjuleg spilaverðlaun. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Rangæingar — Framsóknarvist Framsóknarfélag Ra-ngárvallasýslu heldur spilakvöld i Félags- heimilinu Hvoli, Hvolsvelli, sunnudaginn 21. marz kl. 9. (3 kvöld). Góð kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru sólarlandaferð fyrir tvo. Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins flytur ávarp. Stjórnin. Hafnarf jörður — Fulltrúaráð Aðalfundur Fulltrúaráösins verður þriðjudaginn 23. marz n.k. kl. 20.30, aö Strandgötu 11. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ragnheiður Svein- björnsdóttir bæjarfulltrúi skýrir frá nýgerðri fjárhagsáætlun bæjarins. 3. Markús Á. Einarsson gerir grein fyrir störfum bæj- armálaráðs. 4. önnur mál. — Stjórnin. Félagsmálanámskeið Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins gengst fyrir almennu félagsnámskeiði_ 19.-21. marz og verður það haldið að Rauðarárstig 18, Reykjavik. Dagskrá: Laugardag 20. marzkl. 10 erindi um ræðumennsku^umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.00 rætt um undirbúning og efnisskipan ræðu. Sunnudagur 21. marzkl. 10. Erindi um flokka tillagna og af- greiðslu þeirra, umræður og fyrirspurnir. Kl. I5rætt um undirbúning funda og fundarskipan. Kl. I8erindi um félagslög.stjórn og gögn félags og um reikn- inga, umræður og fyrirspurnir. Stjórnandi námskeiðsins verður Pétur Einarss. Námskeiðið er öllum opið, en væntanlegir þátttakendur eru beðnir að tilkynna þátttöku I sima 24480. Félagsmálaskólinn. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarf lokksins Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi verður til viðtals laugardag- inn 14. febrúar á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18, frá kl.'lO til 12. Fundur verðurum utanrikismál mánudaginn 22. marz i Félags- heimili Kópavogskl. 20:30. Frummælandi verður Einar Agústs- son utanríkisráðherra. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldinn að Hótel Esju mánudaginn 22. marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Nánar auglýst siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.