Tíminn - 19.03.1976, Side 24
""" -------------- \
Föstudagur 19. marz 1976
METSOLUBÆKUR
Á ENSKU í
VASABROTI íl
Lockheed dregur dilk á eftir sér og,
Nú eru það hollenzkar mútur
FORSÆTISRAÐHERRA Hol-
lands sagði i gær, að hollenzkt
fyrirtæki, sem starfar á sviði
járnbrautaiðnaðar, hefði greitt
meira en 5.6 milljónir sterlings-
punda Imútur tilað tryggja sölu
á stórri pöntun til Argentinu á
árinu 1951.
Forsætisráðherrann, Joop
den Uyl, sagöi ekki hverjir
heföu þegið múturnar.
Hollenzk dagblöö hafa gefið I
skyn, aö mútuþegamir hafi
veriö ónefndir háttsettir
embættismenn i Argentinu, og
hafi þeir I staðinn tryggt kaup
Argentinumanna á vörum frá
hollenzka fyrirtækinu fyrir um
48,6 milljónir sterlingspunda.
Den Uyl sagöi enn fremur, að
greiöslur þessar hefðu farið
fram með vitund og samþykki
rikisstjórnarinnar. Hefði fyrir-
tækið farið fram á heimild frá
hollenzka rfkisbankanum, og i
fyrstu fengið neikvætt svar, en
siðar umbeðna heimild, eftir
viðræöur milli bankans og rikis-
stjórnarinnar.
Er þetta nýjasta viðbótin við
dilk þann, sem mútustarfsemi
bandarlska fyrirtækisins Lock-
heed dregur á eftir sér, eða öllu
heldur afhjúpun þeirrar starf-
semi.
Komið hefur I ljós, slðan for-
ráðamenn Lockheed játuðu að
hafa mútað erlendum embættis-
mönnum, að allt að eitt hundraö
stór fyrirtæki I Bandarjkjunum
hafa einnig notað þær aðferðir
til að tryggja sölu slna til er-
lendra rlkja. Meðal þeirra er til
dæmis Goodyear gúmml- og
hjólbarðaverksmiðjurnar.
Hefur rannsókn þessa máls
meöal annars komið af stað
opinberum rannsóknum I að
minnsta kosti sjö rlkjum i
Evrópu og Miö-Austurlöndum,
auk Japans.
Mútur holienzka fyrirtækisins
voru gerðar opinberar vegna
rannsóknar sérskipaðrar nefnd-
ar á ásökunum um aö Bernhard
drottningarmaður I Hollandi
hafi þegið mútur af Lockheed,
en hann hefur neitað því.
Bernhard prins er ekki sá eini, sem Lockheed-málið hefur komið
óþægilega við, og enn bætast fyrirtæki I hópinn.
Ford:
Fordæmir
aðstoð
við IRA
Reuter, Washington. Gerald
Ford Bandarikjaforseti tók I
gær undir orð forsætisráð-
herra Irska lýðveldisins,
Liam Cosgrave, og bað
bandariska aðila að hætta að
senda peninga og vopn til
irska lýðveldishersins
(IRA).
Sagði forsetinn að með
sendingum sinum hvettu
Bandarikjamenn til ofbeldis-
beitingar á N-lrlandi.
Þetta er I fyrsta sinn sem
Ford fordæmir opinberlega
ólöglegar aðgerðir og
hefndarverk á N-Irlandi.
trski forsætisráðherrann
hefur haldiö á loft þeirri von
sinni, að hann geti, meðan á
heimsókn sinni I Bandarlkj-
unum standi, fengið stjðrn-
völd þar til að taka harðar á
stuöningsmönnum IRA I
Bandarikjunum.
Afvopnunarráðstefnan:
Tillöqur USA oa USSR loðnar
Bretar vilja víðtækari bönn
REUTER, Genf. Brezku fulltrú-
arnir á afvopnunarráðstefnunni I
Genf sögðu I gær, að uppkast
Bandarlkjamanna og Sovét-
manna að samningi um bann við
veðurfarslegum hernaði gæfi
góðan grundvöll undir viðræður,
en væri of óákveðið I sumum
atriðum.
Mark Allen, einn fulltrúa Breta,
sagði að uppkastið yrði að vikka
og vérða nákvæmara, þar sem
það gerðu nú aðeins ráð fyrir
banni á hernaðarlegri notkun um-
hverfisbreytinga.
— Ef einhver aðgerð er óvin-
veitt og árásarkennd, finnst okk-
ur ekki skipta máli, hvort
framkvæmendur hennar eru I
einkennisbúningi eða ekki, sagði
Allen.
Brezku fulltrúarnir sáu heldur
ekki ástæðu til að greina á milli
opinberra og dulinna styrjalda og
settu fram þá skoðun sina, að ráð-
stefnan ætti að banna. ailar árás-
'4
arkenndar veðurfarsbreytingar.
Töldu Bretarnir, að hún ætti að
banna rikjum að eiga við um-
hverfi I hernaðarlegum tilgangi,
svo og að ráðast á óvini með
stormum, flóðum, jarðskjálftum
eða öðrum veðra- og umhverfis-
vopnum, sem gerð væru af
manna höndum.
Sovézki fulltrúinn, Alexei
Rocschin, hvatti ráðstefnuna til
að flýta banni við kjarnorku-
vopnatilraunum. Sagði hann full-
trúa sumra rikja nota tilbúna
erfiðleika á eftirliti sem afsökun
fyrir þvi að standa I vegi fyrir
samkomulagi. Bað hann fulltrúa
á ráðstefnunni um að nota áhrifa-
mátt sinn til að fá öll kjarnorku-
löndin að samningaborðinu.
Klna og Frakkland, sem bæði
eiga kjarnorkuvopn, taka ekki
þátt I ráðstefnunni.
Portúgal:
Fimmtún
milljón
dollara lón
fró USA
Reuter, Washington. Banda-
rikin lánuðu I gær Portúgal
fimmtán milljónir dollara til
kaupa á fimmtlu þúsund
tonnum af hrlsgrjónum.
Lánið er hluti af tvö hundr-
uð og fjörutlu milljón dollara
aðstoðaráætlun, sem nær yf-
ir næstu átján mánuði.
Fjármálaráðherra
Portúgals, Francisco
Salgado Zenha, sagði i
þakkarræðu sinni, þegar
samningur um lánið var
undirritaður I gær, að það
væri viðurkenning Banda-
rikjanna á óyenjulegum
þörfum Portúgals, meðan
það þróaðist til lýðræðis-
stjórnar.
— Portúgal er greinilega á
leið til fulls frelsis og algers
lýðræðis, sagði Senha einnig
I ræðu sinni.
Brezkir hundar:
Éta betur en menn
Reuter, London. Hundar i
Bretlandi fá meiri fæðu og nær-
ingarrikari en fólk I vanþróuðum
löndum, eftir þvl sem einn af
leiðandi næringarfræðingum
Breta sagði I gær.
— Gæludýr eru I samkeppni við
mannkynið um matvæli, segir
næringarfræðingurinn, dr. Robie
Fears, I viðtali við tlmaritið
„New Scientist”, þar sem hann
fjallaði um vandamál það sem
gæludýr eru orðin.
Fólk I fátækari löndum verald-
ar etur um 181 klló af korni á ári,
sem er mjög áþekkt áti meðal-
stórs hunds I Bretlandi.
— Þar að auki er fæða
hundanna mun næringarrlkari.
Kettir og hundar I Bretlandi éta
fyrir á milli 300 og 400 milljón
sterlingspunda á ári. Til saman-
burðar má benda á að þróuð rlki
dreifa árlega matvælum fyrir um
600 milljónir sterlingpunda til
rlkja þar sem hungur rlkir.
— Þegar talað er um matvæla-
neyzlu, er ekki rétt að segja, að
fjöldinn I heiminum sé 4000
milljónir, þvi hann er I raun 19.000
milljónir. Þar af 15.000 milljónir
gæludýra og húsdýra mannsins,
sagði dr. Fears I lokin og benti á
að vandamal þetta væri erfitt
viðureignar. Til dæmis hefðu
Kinverjar tekið þann kost að
banna hundahald vegna fæðu-
neyzlu þeirra.
■
*te !
Hótar að brenna sig, ef
fjölskyldan kemur ekki
Reuter, Stokkhólmi. Rúmlega
fimmtugur Pólverji, Rysard
Fota, sem búsettur er I Svlþjóð,
hótaði í gær aö brenna sig til
bana fyrir utan pólska sendi-
ráöið i Stokkhólmi, ef eiginkonu
hans og þremur börnum yröi
ekki heimilað aö flytjast til hans
frá Póllandi.
Fota, sem i gær hóf hungur-
verkfall fyrir framan sendi-
ráðið, sagði að eiginkonu hans,
Jadwigu, og börnum þeirra
þremur, á aldrinum þrettán til
tuttugu og tveggja ára, væri
haldið I Póllandi, og fengju þau
ekki vegabréfaáskrift til aö
flytjast á brott.
. — Ef hungurverkfallið nægir
ekki til að þau fái heimild til að
flytja til mih, mun ég fremja
sjálfsmorð með þvl að kveikja I
mér klukkan 15.00 á laugardag,
sagði Fota.
— Abyrgðin er pólskra
stjómvalda, sem ekki hafa stað-
ið við ákvæði Heisinkisáttmál-
ans um endursameiningu fjöl-
skyldna, sagöi Rysard Fota enn
fremur.
Sænska utanríkisráöuneytið
sagði i gær, að sérstakt sam-
band hefði ekki verið haft viö
pólsk stjórnvöld vegna fjöl-
skyldu Fota, en hins vegar væri
hún eitt af tuttugu sérslaklega
árföandi tilvikum, sem Svlþjóð
heföi hvatt pólsku ríkisstjórnina
til aö veita jákvæða afgreiðslu.
Afdrifarik
vonbrigði
Reuter/Belgrad. Tuttugu og
sjö ára gömul júgóslavnesk
kona myrti nunnu með hamri,
og stökk siðan sjálf ofan af
þaki klausturs eins I nágrenni
Zagreb I Júgóslavlu, eftir að
hafa veriö úrskurðuð óhæf til
þess að gerast nunna sjálf.
Konan, Ankica Gasic, hafði
dvalizt tveggja ára reynslu
tima I klaustrinu. Þegar ein af
nunnum klaustursins, systir
Milica Maluzan, skýrði henni
frá þvi aö hún gæti ekki gerzt
nunna, greip Ankica hamar-
inn og drap systur Milicu.
Ankica dvelur nú I sjúkra-
húsi og er ekki hugað llf eftir
falliö af klaustursþakinu, en
það var um sextán metra hátt.
Flóttamenn
Reuter/Lusaka. Dagblað I
Zambiu hefur skýrt frá þvl, að
á hverjum degi komi mikill
fjöldi flóttamanna frá Angóla
inn I landið vestanvert. Marg-
ir þeirra eru sagðir fara yfir
landamæraárnar, sem nú eru I
miklum vexti, og rói þeir þá
yfir I litlum bátum.
Dagblaöið skýrir frá þvi, aö
héraösstjórinn i Kalabo, sem
er um 45 kilómetra frá landa-
mærum Angóla, hafi farið
fram á að flóttamennirnir
veröi fluttir með flugvélum til
annarra héraða, þar sem einu
flóttamannabúðir héraðsins
séu ailt of smáar til að taka
við straumnum.
Fyrr I þessum mánuði sagði
innanríkisráðherra Zamblu,
Aaron Milner, að fjörutlu og
fimm þúsund flóttamenn frá
Angóla væru þegar komnir til
landsins.
Litningarannsóknum
fleygir fram
Reuter/London. Visinda-
mönnum I Bandarlkjunum og
Evrópu hefur tekizt aö finna
leið til að stjórna lifandi efni
og hafa með þvl opnað dyrnar
að baráttu við ýmsa sjúk-
dóma, sem hingað til hafa ver-
ið ólæknanlegir.
Rannsóknir þessara vls-
indamanna hafa einkum
beinzt að litningunum I lifandi
efni, en þeir eru ákvarðandi
fyrir gerð og vöxt plantna og
dýra.
Hafa visindamennirnir
fundið aðferö til að „fram-
leiða” litninga, með þvl að
skera þá úr lifandi efni og
koma þeim I bakterlur, sem
skipta sér mun hraöar en
frumur dýra- og plöntuvefja.
Vonast vlsindamenn til að
með þessu móti náist rann-
sóknaefni, sem leitt gæti til
aukins skilnings á mótstöðu-
kerfum vefja gegn sjúkdóm-
um, og þá hvernig hægt er að
örva þau.
HliraSHORNA
^írÁ (viilli
Gamalt morðmál
tekið upp á ný
Rcu ter/Trenton. Rubin
(Hurricane) Carter, sem eitt
sinn keppti um heimsmeist-
aratign I millivigt I hnefaleik-
um, hefur fengið þvi fram-
gengt, aö mál hans verði tekið
fyrir rétt á ný en hann var
dæmdur I lifstlðarfangelsi
fyrir morð áriö 1966.
Hæstiréttur New Jersey hef-
ur nú úrskurðað, að sönnunar-
gögn, sem bætt hefðu málstað
Carters, hafi verið haldið frá
réttarhöldunum yfir honum og
John Artis, sem ákæröur var
fyrir að vera I vitorði með
Carter. Hæstiréttur úrskurð-
aði einnig að dómstóllinn hefði
veriö haldinn fordómum.
Carter og Artis hafa barizt
við að sanna sakleysi sitt i niu
ár, eða allt frá því þeir voru
fangelsaðir.
Lögfræðingar Carters og
Artis reyna nú að fá þá látna
lausa gegn tryggingu, en fram
að þessu hafa þei'r átt litla von
til að verða frjálsir menn fyrr
en árið 1994.