Tíminn - 06.04.1976, Síða 13
Þri&judagur 6. april 1976.
TÍMINN
13
um sem hún kynni að þurfa að
beygja sig fyrir.
Þess vegna held ég að áætlun
hennar um að skipta um nafn hafi
ekki átt rót sina að rekja til
vanþóknunar eða fyrirlitningu á
Hearstveldinu, heldur öllu heldur
verið mótmæli gegn „erfingjatitl-
um” og þeim kvöðum og marg-
vislegu vonum sem þvi tengdust.
Flestir fjölskyldumeðlimir sættu
sig við hlutverk sitt sem erfingjar
og lifðu innan þess ramma. En
það gerði Patty alls ekki. Hún
barðist gegn þvi, einkum og sér i
lagi hvað snerti foreldra hennar.
XXX
Þegar ég hitti Patty fyrst skild-
ist mér að i hennar augum áttu
foreldrar hennar ekkert annað en
þennan auð. Að undantekinni
þeirri óumflýjanlegu vitund að
þaú voru Hearstættin. t hennar
augum var hlutskipti þeirra ofur
hversdagslegt og fáfengilegt. Þau
lifðu viðburðasnauðu lifi i algjöru
skjóli gegn öllum misviðrum lifs-
ins. Ekki var hægt að segja að
áhugi þeirra á list eða
menningarfyrirbærum væri
sannverðugur. Auk þess höfðu
þau hjónin enga löngun til þátt-
töku i opinberu skemmtanalifi.
Þau voru fyrst og fremst Hearst.
Patty þoldi þetta alls ekki. For-
eldrarnir vildu varðveita gömul
forréttindi og hefðir Hearstættar-
innar auk þess sem ættarveldið
var þeim heilagt. Patty mat
þessa umhyggju þeirra litils.
Það er nauðsynlegt að fjalla
nánar um Hearstveldið og erfða-
veldið. Patty þoldi alls ekki þá
tilhugsun að ef hún ælist upp sem
Hearstþá væri hún kyrrsett á sin-
um stað i erfðastiganum og helgi-
dóminum. Samt sem áður dáðist
hún að afrekum forfeðra sinna.
Það var kaldhæðni örlaganna að
sérhvern dag var hún minnt á
hvort tveggja. A Berkeley heima-
vistinni einni mátti sjá fjölda-
margar byggingar, sem báru
Hearstnafnið, m.a. William
Randolph Hearst griskuleikhúsið,
og minnismerki um fjölskrúðuga
sögu ættmenna hennar.
En það voru einnig ýmis merki
um nútimann. Viðskipta-
tilkynningar frá Hearstveldinu
fengum við oft með póstinum.
Ýmis skjöl, sem við áttum að
undirrita, mánaðarlega fram-
færsluupphæð, sem kom raunar
ekki frá fjölskyldunni heldur
bókhaldsmanni samsteypunnar i
Los Angeles. Þá má ekki gleyma
þeim aðvörunum og varnaðar-
orðum sem hún heyrði stöðugt:
Þér verður rænt út á nafnið, sagði
faðir hennar oft. Hann átti þá við
hugsanlega mannræningja.
Randy ólst upp á tima Lind-
bergs og hafði tvo lifverði. Þess
vegna var þessi hætta mjög raun-
veruleg i hans augum. En Patty
var annarrar skoðunar. Hún
gerði grin að þessum barlómi og
sagði við foreldra sina umönnun
þeirra gengi út i
öfgar og væri móðursýkisleg. —
Bilatryggingin min verður að
hljóða upp á tvær milljónir dala
af þvi ég er af Hearstættinni,
sagði hún og andvarpaði. Þessar
deilur voru þó smávægilegar
miðað við aðra þá pressu sem
Patty mátti búa við. Hún lifði
þrátt fyrir ailt i miðju Hearst-
veldinu og skapaði sér þar
orðstir.
Patty bar i raun og veru ein
systranna, hita og þunga af for-
eldrum sinum. Einkum batt faðir
hennar miklar vonir við hana.
Catherine var ákaflega veik þeg-
ar hún var á barnsaldri og varð
veikluleg og heilsuveil á fullorð-
insárunum. Hún einbeitti sér að
trúarlegum málefnum og starfi
fyrir kirkjuleg málefni. Gina var
»ekki dugleg við nám sitt. Það var
ekki langt siðan hún var farin að
sýna áhuga fyrir einhvers konar
starfsvali. Anne var hálfgert
vandræðabarn um þetta leyti.
Vicky var einfaldlega of ung til
þess að koma til greina. Hearst-
hjónin áttu engan son.
Vegna skapgerðar sinnar,
styrks og gáfnafars virtist Patty
þess vegna liklegust til þess að
framfylgja fjölskylduhefðinni.
Auk þessara eiginleika hafði hún
skapeinkenni Randolphs gamla
Hearst, seiglu hans, sjálfstæöi og
baráttuvilja. Allt varð þetta til
Framhald á bls. 23
Frú Dorothy Irving með Njálu, sem hún fékk að gjöf hér, og spreytir sig nú við á islen/.ku. — Tímamynd Gunnar.
Mig langar til að halda áfram
að þekkja íslendinga
— A þriðja degi eftir að við hjón-
in komum hingað til lands, fór-
um við til Þingvalla. Og fyrsta
sumarið ferðaðist ég um Suður-
land og kom m.a. á sögustaði
Njálu, en hana hafði ég lesið á
ensku áður en við fórum að
heiman. Veðrið var fagurt, og
þegar við stóðum og horfðum
yfir Fljótshliðina, þá var auð-
skilið að Gunnar á Hliðarenda
hefði ekki viljað fara burt og
mælt sfn frægu orð.
Þetta sagði frú Dorothy Irv-
ing, eiginkona bandariska
ambassadorsins á Islandi, i við-
tali við Timann, en þau hjónin
fara héðan 21. april til Washing-
ton.þarsem Irving ambassador
tekur við starfi aðstoðarutan-
rikisráðherra, og mun hann
fjallaum hafréttar-, umhverfis-
og orkumál.
Hálft fjórða ár er nú liðið frá
þvi sendiherrahjónin banda-
risku komu hingað til lands, og
Dorothy Irving lýsir mikilli
ánægju sinni með dvöl sina hér.
— Margt fólk hér hefur frætt
mig um landið og sögu þess, og
fyrir það er ég mjög þakklát.
Við höfum ferðazt mikið, og þá
oft á tíðum haft tjald með okkur.
Ég hef oft heimsótt Þjóðminja-
safnið, Arnastofnun og gaman
var einnig að koma i byggða-
safnið á Isafirði og i safnið á
Skógum,þar sem safnvörðurinn
lék fyrir okkur á langspil.
Dorothy Irving og maður
hennar eru frá Rhode Island,
minnsta riki i Bandarikjunum.
Þau voru skólasystkin i
menntaskóla i heimabæ þeirra
Providence, sem er höfuðborg
rikisins. Dorothy lauk B.A. prófi
við Mount Holyoke College og
siðan M ,A. prófi i kennslu ungra
barna við Columbia háskólann i
New York. Maður hennar lagði
hinsvegar stund á stjórnmála-
fræði og lauk meistaragráðu
sinni i Fletcher School of Law
and Diplomacy i Massachus-
setts. Frú Dorothy hefur lagt
stund á bamakennslu, þegar
þau hjónin hafa verið búsett i
Bandarikjunum. Maður hennar
hefur verið i utanrikisþjónust-
unni i yfir tuttugu ár, og hafa
þau hjónin yfirleittdvalizt á vixl
erlendis og i Bandarikjunum.
— Ég hef komið i skóla hér,
segir frú Irving, — og fylgzt með
kennslu, bæði i Reykjavik og
uppi i sveit. Mér finnst kennslan
og andinn i skólastarfinu vera
svipaður og heima, en hér eins
og heima, skiptir mestu að
kennarinn sé góður. Ég hef hitt
marga frábæra kennara hér.
Frú Irving talar góða is-
lenzku, og það kemur á daginn,
að hún hefur sýnt mikinn áhuga
á að læra málið. — Ég hef fengið
kennara til að koma og segja
mér til, og ég nota segulband til
að æfa mig. Mér þykir gott að
lesa barnabækur og t.d. þjóð-
sögur i léttum útgáfum ætluðum
börnum og unglingum. Ég hef
einnig reynt að lesa þyngri bæk-
ur, og þá hjálpa vinir minir mér
oft og lesa með mér. Þannig hef
ég getað kynnzt erfiðari bók-
menntum svolitið, m.a. lesiö
Fjalla-Eyvind, hluta af verkum
Sigurðar Nordal og ljóð eftir
ýmis skáld. Og i hillu i stofunni
sjáum við 1 túninu heima eftir
Halldór Laxness, sem frú Irving
segist ekki hafa fulllokið viö að
lesa ennþá.
— Og svo koma börnin hér á
Laufásveginum stundum til min
og spjalla viðmig. Það er alveg
fyrirtaks málakennsla. Ég er ó-
feimnari við þau en fullorðna,
og þau eru ekkert rög að leið-
rétta mig. — Einn litill snáði úr
nágrenninu segir alltaf við mig,
þú átt að se gja errrrr frú Irving,
en ekki ar.
Þá hef ég starfað i ýmsum fé-
lagasamtökum kvenna, svo sem
Rauða krossinum, og starfa
einu sinni i viku með þeim við
bókavagninn á Borgarspitalan-
um. Það er ánægjulegt og gefur
mér tækifæri til að hitta fólk. Ég
hef einnig verið með i Vinahjálp
og samtökum Rotarykvenna, en
með þeim gróðursetti ég meira
að segja tré i Skorradal i
Borgarfirði og það er ánægjuleg
tilfinning.nú þegar ég er að fara
héðan, að vita að hér vaxi tré,
sem ég tók þátt i að gróðursetja.
Einnig hef ég starfað nokkuð
með Kvenstúdentafélaginu, en i
Bandarikjunum er ég i sams-
konar félagi. Forystukonur i
Kvenréttindafélagi Islands og
Kvenfélagasambandinu hafa
frætt mig um starfsemi þessara
samtaka og lif kvenna á Islandi.
Irving hjónin eiga þrjú upp-
komin börn, tvær dætur og einn
son, sem hafa dvalizt hér i leyf-
um. Þau yngri unnu sitt sumar-
ið hvort i frystihúsinu á Kirkju-
sandi, yngsta dóttirin við flök-
un, snyrtingu og pökkun, en son-
urinn við færiband. Þau höfðu
aldrei unnið i verksmiðju áður,
þótt þau hafi átt þvi að venjast
að vinna i frium.
Sextán Bandarikjamenn
starfa viö sendiráðiö hér, og
sautján tslendingar. Við Berg-
staðastræti er litill skóli fyrir
börn bandariska starfsliðsins,
’og þar eru yfirleitt einhver is-
lenzk börn lika. Náin samskipti
eru milli Sendiráðs Bandarikj-
anna og Varnarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli, þvi Irving am-
bassador er æðsti starfsmaður
Bandarikjastjórnar hér á landi
og fulltrúi forseta Bandarikj-
anna hér.
Nokkur samgangur er við
starfsfólk annarra sendiráöa,
en mest kveðst frú Irving um-
gangast Islendinga.
— Og mig langar til að halda
áfram að þekkja þá. Margir Is-
lendingar eru búsettir i
Washington, og þar er haldið
þorrablót árlega, ég hef þegar
tilkynnt að mig langi til að taka
þátt i þvi næsta vetur.
Dorothy Irving hefur mikinn
áhuga á sögu tslands. Hún hefur
einnig kynntsér islenzka mvnd-
list með þvi að sækja söfn og
sýningar.
Það hvarflar að manni, hvort
svo áhugasamri konu með fjöl-
breytt áhugamál eins og
Dorothy Irving finnist ekki
frelsi sitt til að sinna eigin
hugðarefnum skert af skyldum
þeim, sem fylgja stöðu hennar
sem eiginkonu manns i á-
byrgðarstöðu.
— Ég hef að visu skyldum að
gégna, en mér hefur verið ljúft
að uppfylla þær og það hefur
verið mjög ánægjulegt að búa
með ólikum þjóðum og kynnast
lifi þeirra.
— En hvergi erlendis hefur
mér fundizt ég eiga eins mikið
heima og hér á tslandi. Fólkið
hér er sérstaklega elskulegt. Og
mig hefði langaö mikið til að
vera hér a.m.k. eitt sumar i við-
bót.