Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 06.04.1976, Qupperneq 16
16 TÍMINN Þri&judagur 6. april 1976. r A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall 25 - C_J ættuð þér sem læknir að vita. Hvað haldið þér að við fáum marga sjúklinga þess vegna? — En hvað vitið þér um ást? spurði hún. — i yðar augum er ástin bara líff ræðilegt atriði. Þér haf ið ekkert hjarta! Þögnin varð köld. Hún fann ekki hvernig hann stífnaði og sá ekki beisklegt bros hans í myrkrinu. — Sé þannig, hlýt ég að vera tilvalinn trúnaðarmaður. Hjartalaus manneskja hlytur að varðveita öll leyndar- mál. Bíllinn beygði inn hliðið að sjúkrahúsinu og þá rankaði Myra við sér. Þetta hafði virzt svo stutt ökuferð, en nú þegar henni var lokið, leið henni betur. Þessi maður hafði ekki boðið henni samúð sína, en þó hafði hún getað létt á hjarta sínu. Hún myndi ekki gráta meira, hún gæti meira að segja hugsað til þessa f undar þeirra Brents, án þess að fá sting i hjartað. — Ég vona bara, að hann hafi ekki skilið neitt, sagði hún skelfd. — Eigið þér við Brent Taylor? Ég mundi ekki hafa áhyggjur af því. Þér lékuð hlutverk yðar með stakri prýði. I upplýstri forstofunni leit hún snöggt á hann. Það var róandi svipur í augum hans, þrátt fyrir kuldalega rödd- ina. Hann var þá ekki að gera gys að henni. Ösjálfrétt rétti hún fram höndina. — Takk, sagði hún aðeins. — Fyrir að hlusta á yður? — Meira en það. Fyrir að hjálpa mér. — Hvernig hef ég hjálpað? Það undarlega var, að hún vissi það ekki. Hann brosti og sagði: — Ég þarf bara að líta inn til sjúklings, en lof ið mér svo að fylgja yður heim. Hann hafði beðið bílinn að bíða og hún mótmælti ekki. Þau gengu eftir ganginum eins og alltaf, f ann Mark til stolts, þegar hann kom hér inn. Það var sérstakt and- rúmsloft á St. Georges sjúkrahúsinu, andrúmsloft, sem hann hafði ekki fundið á neinu öðru sjúkrahúsi — persónulegt, heimilislegt andrúmsloft, sem hafði áhrif á allt starfsfólkið. Hann sá það speglast í andliti Myru og hjarta hans sló eilítið hraðar. — Strax? spurði hann lágt. — Finnurðu það strax? Hún skildi, hvað hann átti við. — Já, svaraði hún. — Ég finn það. Hvað er það við þetta sjúkrahús, sem hefur svona áhrif á mann? Hann horfði lengi á hana. Andlit hennar var fölt, en ekki sáust nein merki um tár lengur. Augun voru róleg og falleg, hugsaði hann, munnurinn hlýlegur og vel lagaður. Borsandi svaraði hann: — Það er þá rúm fyrir meira en Brent Taylor i hjarta yðar. Min kæra, þetta er langt skref á leiðinni til lækningar. Hún leit upp og hló. Hann var óvenju réttsýnn af hjartalausum manni að vera. Það var ekki rúm fyrir annan mann en Brent í hjarta hennar, en þar gat verið rúm fyrir hlut, stað, minnismerki úr steini, reist til að hjálpa fólki í þjáningum þess. St. Georges sjúkrahúsið var bjarghringur hennar og þessi maður hafði skilið það. Það heyrðist hljóð ofan af næstu hæð. — Síðan hlaup- andi fótatak niður stigann. Það var Friar hjúkrunar- kona, sem kom og andlit hennar var fölt af æsingi. — Dr. Lowell — getið þér komið strax. Það er Jósep gamli — það hefur orðið slys. Alvarlegt slys! 11. kaf li Jósepgamli lá grafkyrr. Andlit hans var grátt og á því voru Ijótar, blárauðar rispur. Hann andaði óreglulega og lá í undarlegum stellingum. — Hann reyndi að komast út um gluggann, út í bruna- stigann, sagði h júkrunarkonan. — Hann var svo órólegur allt kvöldið, hélt því fram, að hann væri nógu frískur til að útskrifast og hefði fengið nóg af góðgerðastarfsem- inni hérna. Þér vitið, hvernig hann getur talað, lækn- ir... — Já, já, greip Mark óþolinmóður fram í og hendur hans voru þegar farnar að rannsaka manninn í rúminu. — Segið mér nákvæmlega, hvað kom fyrir og hvað hann gerði. — Hann ætlaði að fara niður brunastigann. Ég skrapp fram andartakog þá fór hann út um gluggann. Svo datt hann, niður á járngrindina og það er af því, sem hann er svona í andlitinu. Við ókum honum á röntgendeildina og röntgenhjúkrunarkonan getur sagt yður.... Röntgenhjúkrunarkonan kom með hraði inn í sömu andrá og tók við útskýringunum. G E I R I ^HefurykkurennVvið höfum aðeins Hvað meö þessa ekkitekiztaö llitinn mannafla i norðri, uppreisnarmenn finna út hvar J og Fria drottning vill i Hafðu geimskip tiibúið á morgun Barin, ég vil tala sjálfur við Friu D R E K I K U B B U ÞRIÐJUDAGUR 6. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjall frá Noregi. Ingólf- ur Margeirsson flytur. 15.00 Mi&degistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn Sigrún Björnsdóttir sér um timann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Likamsrækt skólabarna Jóhannes Sæmundsson iþróttakennari flytur fyrra erindi sitt. 20.00 Lögunga fóiksins. Ragn- heiður Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. 21.30 „Dimmalimm kóngs- dóttir’’ balíettsvita nr. 1 eft- ir Skúla Iialldórsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur tólfta erindi sitt: Spámaðurinn. 22.00 Fréttir. . 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (42). 22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur” ævisaga Haralds Björnssonar leik- ara Höfundurinn, Njörður P. Njarðvik les (2). 22.40 Harmonikulög Franski harmonikuleikarinn Aimable leikur ásamt félög- um sinum. 23.00 A hljóðbergi,,The Home- coming” (Heimkoman), leikrit eftir Harold Pinter, fyrri hluti. 1 aðalhlutverk- um eru Cyril Cusack, Ian Holm, Paul Rogers og Vivi- en Merchant. Leikstjóri: Peter Háll. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 6. apríl 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skólamál Markmið og lciðir Umræðuþáttur. bátt- takendur Andri tsaksson, prófessor, Kári Arnórsson, skólastjóri, Heimir Steinson, rektor lýðhá- skólans i Skálholti, Páll V. Danielsson, hagdeildar- stjóri, og Helgi Jónasson, fræðslustjóri, sem stýrir umræðum. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 Grannvaxni maðurinn (The Thin Man) Bandarisk biómynd frá árinu 1933. Aðalhlutverk William Powell og Myrna Loy. Kunnur visindamaður hverfur á ferðalagi. Dóttir hans fær fyrrverandi lög- reglumann, Nick Charles, til að leita hans. býð. Krist- mann Eiðsson. 22.50 A leið til lýðræðis? Heimildarmynd um stjórn- mála-og efnahagsástand á Spáni. Rætt við utanrikis- ráðherrann, Jose Maria de Areilza, og Jordi Pujol, leið- toga Katalóniumanna, sem berjast fyrir sjálfræði. býðandi og þulur Stefán Jökulsson. 23.15 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.