Tíminn - 07.04.1976, Side 9

Tíminn - 07.04.1976, Side 9
Miðvikudagur 7. aprfl 1976. TÍMINN 9 _____________________________________________/ Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finr'iogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, sfmar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasfmi 19523. Verð í lausasöiu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.1000.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Að stinga við fótum í Helgarspjalli i Timanum á sunnudaginn var ræðir Páll Pétursson alþingismaður um þingsálykt- unartillögu, sem hann hefur flutt, ásamt Gunnlaugi Finnssyni, um hönnun bygginga á vegum rikisins. Þessi tillaga er fram komin vegna hins gifurlega kostnaðar, sem orðinn er við teikningar og hönnun mannvirkja á opinberum vegum — oft 6-7,5% af heildarkostnaði, sem og þeirrar tilhneigingar, sem gætt hefur i seinni tið, að gera ýmsar byggingar óhóflega viðamiklar, margbrotnar og dýrar. Er svo komið, að litlum byggðarlögum er fyrirmunað að standa undir sinum hluta kostnaðar við ývnis mann- virki, er þau vildu koma upp, en ónnur, sem i það hafa lagt, eru að sligast undan byrðunum. Hér er bersýnilega stefnt i ófæru, og er ekki seinna vænna að leita leiða til þess að létta þessar byrðar. I Helgarspjalli er það tekið sem dæmi, að sam- kvæmt hugmyndum eins af arkitektum landsins um stækkun sjúkrahúss á Sauðárkróki yrði hönnunar- kostnaðurinn einn 29 milljónir króna, en það jafngildir tiu ára launum, sem væru tvöfalt hærri kaupi þingmanna. Þarna er sýnt, að boginn er hátt spenntur. Þrettón krónur Eins og fólki er i fersku minni hækkaði verð á hverjum mjólkurlitra um þrettán kr. hér á dög- unum. Nú er verðlagning á landbúnaðarvöru tals- vert flókið mál, og hafa sumir leitt sér i hug, að þessi verðhækkun rynni til bænda að mestu leyti. Fólk hefur farið að reikna, hvað þetta gæfi á kú, sem mjólkaði til dæmis 3500 litra á ári, og fengið út um f jörutiu og fimm þús. krónur. Ef svo hefur verið gert ráð fyrir, að bóndinn hefði fimmtán kýr eða þá tuttugu, hefur fengizt álitleg tala. Þetta fólk er á villigötum. Svonefndur verðlags- grundvöllur segir til um það, hvað bændur eiga að fá, svo að þeir beri úr býtum eitthvað nálægt þvi, sem viðmiðunarstéttirnar, sem kallaðar eru, fá i sinn hlut,, en á þvi hefur oft orðið nokkur mis- brestur. Samkvæmt verðlagsgrundvellinum eins og hann er nú eiga þeir að fá 61.09 fyrir mjólkurlitrann, en tæplega 56,31 áttu þeir að fá fyrir nýju kjara- samningana. Það eru þvi sem næst 4.78, sem bænd- ur fá i sinn hlut, ef ekki ber út af. Viðlika mikið af þrettán kr. hækkuninni á mjólkurverðinu, fer i aukinn vinnslu- og dreifingarkostnað, og tæpar tvær krónur af henni eru vegna lækkunar á niður- greiðslu, sem var 39.10, en er nú 37.30. Enn er á það að lita, að bændur verða að greiða aukinn flutningskostnað af rekstrarvöru til búa sinna, aukinn kostnað við flutning mjólkur til vinnslustöðvar og dálitla hækkun á fóðurbæti, svo að nokkrir liðir séu nefndir, og það er aðeins það, sem þá verður eftir af fjórum krónum og sjötiu og átta aurum, er þeir fá sjálfir, og konur þeirra, i laun sér til handa til samræmis við kauphækkun annarra manna i þjóðfélaginu. Eins og sjá má af þessu er ekki nema litill hluti af krónunum þrettán, sem kemst á leiðarenda. Þær dreifast i hendur margra aðila og fara að verulegu leyti i aukinn rekstrarkostnað, sem er fylgifiskur verðbólgunnar. Jafneinfaldir útreikningar og þeir, sem getið var i upphafi, leiða til niðurstöðu, sem er mjög fjarri réttu lagi. — JH Austur-Evrópa: USA aðstoði Sovét til að tryggja völd sín... Afstaða Vesturlanda gagn- vart rikjum Austur-Evrópu hefur breytzt nokkuð á undan- förnum árum, frá þvi sem var áður en þiðna tók milli stór- veldanna i austri og vestri. Einkum ber að þessu leyti á auknu sambandi Vestur-Þjóð- verja við landa sina austan járntjalds og samninga þeirra við Pólverja um skipti á fólki og peningum. Samningarnir við Pólland, sem gert hafa tugþúsundum Pólverja af þýzku bergi kleift að flytjast úr landi, hafa að visu vakið undrun margra á Vesturlönd- um, jafnvel andúð, vegna þess að með honum eru V-Þjóð- verjar i raun að kaupa fólkið. En engu að siður má i honum greina merki þess að járn- tjaldið gæti hugsanlega gliðn- að nokkuð. Afstaða Vesturlanda, eða öllu heldur stjórnvalda á Vest- urlöndum, til rikjanna austan járntjalds. hefur hingað til haldizt i hendur við afstöðuna til Sovétrikjanna. Undantekn- ingar hafa þó verið þar á, þar sem verzlunarsamband hefur um þó nokkur ár verið frjáls- legra við smærri riki austur- blokkarinnar en stórveldið sjálft. Þetta ..frelsi” hefur þó verið mjög takmarkað, og önnur samskipti Vesturlanda af rikjum þeim, sem eru á þessu forráðasvæði Sovétrikj- anna, takmarkast enn meir. Nú hafa þó komið upp raddir viða á Vesturlöndum, meira að segja i Bandarikjunum, um það að þörf sé aukinna sam- skipta, aukinnar aðstoðar. Meðal þeirra, sem haldið hafa á lofti þessum skoðunum, eru nánir samstarfsmenn Kiss- ingers, utanrikisráðherra Bandarikjanna. og hefur hann sjálfur ekki andmælt þeim. Starfsmenn utanrikisráðu- neytisins rökstyðja mál sitt með þvi, að Sovétrikin hafi reynzt misheppnuð sem heimsveldi, og benda þar á þá staðreynd, að þau halda völd- um sinum og áhrifum i A- Evrópu að miklu leyti með vopnavaldi. Varsjárbandalag- ið sé i raun litið annað en sovézki herinn og þær sveitir annarra herja sem i þvi starfi, séu að fullu og öllu undir so- vézkri stjórn. í þessu sambandi hefur ver- ið bent á, að sovézki herinn telur nú um þrjár og hálfa milljón manna, en herir ann- arra Varsjárbandalagsrikja ná ekki nema rétt rúmlega milljón til samans. Fjölmenn- astur þeirra er her Póllands, telur tæplega þrjú hundruð þúsund manns. Þá ber einnig að gæta þess, að meginhluti alls vopnabúnaðar og tækja herja Varsjárbandalagslanda er af sovézkum uppruna og er háður sovézkum varahlutum, skotfærum og þjónustu. Þá má ekki gleyma þvi, að þótt nokk- ur. eða jafnvel öll þessi riki, ráði vfir eldflaugum og tækni til kjarnorkuvopnanotkunar, þá hefur ekkert þeirra yfirráð vfir kjarnaoddum, sem allir eru i sovézkri umsjá. Hafa Bandarikjamennirnir bent á. að þessi staða innan A- Evrópu sé greinilega mikið vandamál fyrir Sovétrikin, og telja þeir. að nú eigi Vestur- lönd. með Bandarikin i farar- broddi, að aðstoða Sovétrikin við að koma á eðlilegri stjórn i þessum rikjum: að breyta stjórninni úr hernaðarlegri i efnahagslega. þannig að eðli- legra rikjasamband skapist á þessu svæði. Þetta kann að láta hjákát- lega i eyrum. þar sem flestir myndu álita, að Bandarikjun- um kæmi betur. að Sovétmenn misstu algerlega völd sin og á- hrif i A-Evrópu, heldur en þau næðu þar enn sterkari efna- hagsvöldum, sem óneitanlega eru framtiðarbetri en her- valdið. t þessu máli verður þó að taka til greina marga þá þætti alþjóðastjórnmála, sem ekki eru ef til vill tengdir sjálfum rikjum A-Evrópu, nema þá ó- beint. Þeir samstarfsmenn Kissingers, sem vilja koma á þessari aðstoð við Sovétrikin, álita sem sé, að vesturveldin muni fá nokkuð fyrir sinn snúð. i fyrsta lagi myndi aðstoð af þessu tagi minnka spennuna i Evrópu. og þar með hættuna á þvi að alvarleg átök, jafnvel styrjöld, brjótist út. Bandarik- in eru nú likt og önnur stór- veidi heimsins, ekki lengur flækt i baráttu gegn stefnu að einhverju ákveðnu formi stjórnarfars, heldur svo til eingöngu að reyna að viðhalda jafnvægi i heiminum,. þannig að forðast megi afgerandi uppgjör milli kjarnorkuvelda. I öðru lagi vonast Banda- rikjamennirnir til þess, að ef þessi aðstoð kæmi til, myndu Sovétmenn láta nokkuð af stuðningi sinum við kommún- istaflokka á Vesturlöndum. meðal annars i Frakklandi og á italiu. þar sem flokkarnir eru orðnir svo stórir og likleg- ir tiláhrifa. að staða þeirra veidur forráðamönnum NATO nokkrum höfuðverk. Þannig gæti trygging á valdi Sovét- rikjanna i A-Evrópu, með að- stoð Bandarikjanna, tryggt stöðu og áhrif Bandarikjanna meðal þjóða V-Evrópu. og jafnvel unnið nokkuð til baka af þvi. sem þau hafa glatað þar á undanförnum árum. i þriðja lagi gæti stefnu- brevting af þessu tagi lika orð- ið til þess, að Sovétrikin drægju úr athöfnum sinum i Afriku. og sætu jafnvel hjá sem áhorfendur, ef Bandarik- in gripu til aðgerða til að stöðva athafnir kúbanskra hermanna þar. Ef til vill er það atriði mikilvægast af þvi. sem unnizt gæti fyrir Banda- rikin en vera, þessara her- manna i Angóla og hættan á þvi. að þeir reyni afskipti af málum i Ródesiu og jafnvel viðar. hefur valdið Banda- rikjamönnum nokkrum erfið- leikum siðast liðnar vikur. En aldrei má svo ijúka um- ræðu af þessu tagi. að ekki sé nokkuð rýnt i möguleika efnis- ins til að verða að raunveru- leik. I þessu tilviki virðast mögu- leikarnir ekki verulegir. þvi jafnvel þótt vesturveldm væru reiðubúin að veita aðstoð þessa. er ekki þar með sagt. að Sovétrikin myndu þiggja hana. Þess verður að minnast. að Sovétrikin hafa byggt efna- hags- og iðnaðarþróun sina innanlands að miklu leyti á þeirri stöðu. sem blasað hefur við þeim i A-Evrópu. í sam- ræmi við hlutverk sitt sem herveldi og sjálfskipaður eft- irlitsmaður með rikjum þessa heimshluta. hafa þau lagt meginaherzlu á vopnaiðnað sinn og þróað hann mun meira en annan iðnað. Þar sem Sovétrikin eru skrifstofuveldi. má búast við þvi, að tregða fyndist hjá þeim til þeirra breytinga. sem þetta hefði i ,för með sér innan þeirra eigin landamæra. Sama tregða myndi að öll- um likindum vera á þvi að brevta sambandinu við hin smærri riki Varsjárbanda- lagsins. Sovétmenn hafa sýnt i verki þann vilja sinn á undan- förnum mánuðum. með þeim samningum. sem þeir hafa undirritað við rikin. svo og þeim stjórnarfarsbreytingum. sem þeir hafa knúið fram. að þeir viljamun fremur staðfesta það ástand. sem nú rikir. held- ur en að brevta til. jafnvel þótt stjórnin yrði þeim auðveldari. þegar fram sækti. Þá er einnig næsta vafa- samt. að þeir fengjust til að láta af stuðningi sinum við Kubu og seilingum sinum til a- hrifa i Aíriku. jafnvel þótt þeir næðu betri tökum á Evropu. En allt um það. þratt fyrir litla möguleika á. að af þess- ari hjöðnun spennu geti orðið. má þó lesa margt úr þvi einu , að hugmyndin skuli hafa kom- ið fram. Framsetning henuar af hendi háttsettra aðila i ut- anrikisráðuneyti Bandarikj- anna er viðurkenning þess að stefna stórveldanna i utan- rikismálum hefur ekki orðið til þess að lina spennu i heim- inum. eins og þó var vonazt til. heldur þvert á moti. Ef Bandarikin eru svo uggandi um öryggi veraldar. að þau eru reiðubuin til aðstoðar við Sovetrikin aðstoðar til að tryggja völd og ahrif Sovét- rikjanna þa hlýtur það að vera merki þess. að spennan er komin a ha'ttulegra stig en verið hefur fyrr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.