Tíminn - 07.04.1976, Side 6

Tíminn - 07.04.1976, Side 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 7. aprfl 1976. Gunnor Thoroddsen orkumálaráðherra: Orkuskorturinn á Norðurlandi gerir nauðsynlegt, að Kröflu- virkjun komist í gagnið sem fyrst l gær gaf Gunnar Thoroddsen o r k u m á 1 a r á ð h e r r a AI þi n g i skýrsiu uin Kröfluvirkjun. i upp- hafi ræðu sinnar rakti ráöherrann aðdraganda jarðgufuvirkjunar við Kröflu, en samkvæint lögum frá 10. april 1971 var ríkisstjórn- inni heimilað að fela væntanlegri Norðurlandsvirkjun eða öðrum aðila að reisa jarðgufuaflsstöö allt að 55 MW. Kröflunefnd var skipuð 1974 til að undirbúa virkjunina. Það var i verkahring nefndarinnar að sjá um byggingu stöðvarhúss og kaup á vélaútbúnaði. Orkustofn- un hal'ði með höndum rannsóknir á jarðhitasvæðinu, borun vinnslu- hola og virkjun þeirra. Rafmagnsveitur rikisins unnu hins vegar að undirbúningi og hönnum háspennulinu frá Kröflu til Akureyrar og tengingu þeirrar linu á Akureyri. Þá skýrði Gunnar Thoroddsen orkumálaráðherra frá rannsóknarborunum siðla árs 1974, sem voru íramhald rannsókna á árunum 1970-73. Niðurstaða þeirra rannsókna varð sú, samkvæmt skyrslu Orkustofnunar. að Kröflusvæðið stæði undir 50-60 MW gufuvirkj- un. Orkumálaráðherra sagði, að með tilliti til hins mikla orku- skorts, sem verið hefði á Norður- landi undanfarin ár, hefði verið ákveðiö að hraða byggingu virkjunarinnar. og i april 1975 hefði veriðsamið um kaup á aðal- vélum virkjunarinnar 2x30 MW frá japönsku fyrirtæki. 1 framhaldi af þvi ræddi orku- málaráðherra um horfur i sam- bandi við Kröfluvirkjun og þær hugmyndir. að fresta virkjuninni. Hann sagði: Eldgosiö i Leirhnjúk og jarðskjálftahrina sam- fara þvi. ..Hinn 20. desember 1975 braust út eldgos i Leirhnjúk. Jafnframt upphófst mikil jarð- skjálftahrina. Náði sú hrina hámarki siðari hiuta janúar, en upp úr mánaðamótum janú- ar/febrúar fór smátt og smátt að draga úr jarðskjálftunum. Til skýringarskal þess getið, að um miðjan janúar voru skjálftar stærri en 3 á Richterskvarða um 50 á viku. Um mánaðamótin janú- ar/febrúar voru skjálftar af sömu stærð um 40 á viku. Um miðjan febrúar voru ekki nema u.þ.b. 5 slikir skjálftar á viku. Siðan 18. febrúar hefur, sam- kvæmt upplýsingum frá Raunvisindastofnun Háskólans, enginn jarðskjálfti með styrk- leika 3 eða meira fundist á Kröflusvæðinu. Hinn 19. janúar s.l. rituðu 4 sér- fræðingar i jarðvisindum við Raunvisindastofnun Háskólans iðnaðarráðherra bréf, þar sem þeir telja að meðan jarðskjálfta- hrinan sem hófst 20. desember 1975 stendur yfir telji þeir óráð- legt að halda áfram framkvæmd- um við Kröfluvirkjun öðrum en þeim, sem stuðla að verndun þeirra mannvirkja sem þegar hefur verið fjárfest i. Með hliösjón af þvi sem að framan greinir má gera ráð íyrir að jarðskjálftahrina sú sem hófst um s.l. áramót sé liðin hjá. Rétt er að geta þess, að smásk jálftar, þ.e.a.s. skjálftar minni en 3 að styrkleika hafa fundist á Kröflusvæðinu siðan á miðju sumri 1975 og finnast enn. Miðað við núverandi aöstæður eru viðhorf Orkustofnunar og Kröflunefndar þau, að rétt sé að halda áfram óbreyttri fram- kvæmdaáætlun. Viðhorf Orkustofnunar kemur fram i bréfi til ráðuneytisins, þar sem segir m.a.: ,,Nú hefur dregið úr jarð- skjálftavirkni við Kröflu. Hafa nú upp á siðkastið ekki komið stærri skjálftar en i fyrrasumar og haust, meðan boranir stóðu þar yfir. Skjálftar af þeirri stærð valda ekki vandkvæðum við boranir og verður borinn þvi sendur að Kröflu að núverandi aðstæðum þar óbreyttum, þegar borun við Laugaland lýkur." Vegna náttúruham fara gæti fyrstog fremst verið um hættu af völdum jarðskjálfta og hugsan- legs eldgoss að ræða. Sú hætta er ávallt að vissu marki I vrir hendi. þegar um er að ræða mannvirki á hinu virka eldgosabelti landsins. Jarðskjálftar Það er álit visindamanna eins ogáðurvar sagt að jarðskjálfta- hrina sú sem hófst l'yrir alvöru með eldgosinu sé liðin hjá. Hugsanlegt sé hins vegar að hún geti hafist að nýju, en ómögulegt sé nú um þaö að segja á þessu stigi. Áhrif jaröskjálfta á mannvirki virkjunarinnar hafa verið athug- uð af séríræðingum. Stöðvarhúsið, svo og önnur byggingarm annvirki Kröflu- virkjunar, er reiknað fyrir jarð- skjálftaáraun, sem nemur 220 cm/sek 2. Hér erum að ræða tvö- falt meiri kröfur um styrkleika mannvirkja, heldur en gerðar eru nú til bygginga á höfuðborgar- svæðinu. Þetta samsvarar 20% þyngdar og væri sambærilegt við þá áraun, sem mætti búast við i jarð- skjálfta af stærð 7 (Richter), er ætti upptök sín i námunda við stöðvarhúsið. Ekki er talið lik- legt, að svo stór jarðskjálfti geti átt sér stað á Kröflusvæðinu. Þvi veldur jarðhitinn, en einmitt hinn mikli hiti i jarðskorpunni á þess- um stað hindrar, aö mikil spenna geti safnast saman i skorpunni. Stórir jarðskjálftar gætu hins vegar komið i norðurenda sprungusveimsins, þar sem ekki gætir jarðhita i miklum mæli. Ollum tækjum i Kröfluvirkjun (aflvélum, rafbúnaði og öðrum tækjum) verður komið fyrir með tilliti til jarðskjálftaáraunar, hinnar sömu og áður er getið þ.e. 7 stig (Richter). Er sérstaklega gengið frá öllum festingum og undirstöðú allra véla og tækja með tilliti til þessarar áraunar. Fram hefur komið sú spurning hvort steypuvinna sé fram- kvæmanleg, einkum mikilvægir hlutir svo sem aflvélaundirstöð- ur, á meðan búast má við jarð- skj álftum. Að athuguðu máli verður að telja, að engin sérstök áhætta sé þessu samfara, og steypuvinna þurfi af þessum sökum ekki að tefjast. Er hér stuðst við athuganir á þessu atriði sem gerðar hafa ver- ið i Japan við likar aðstæður. Þá hafa sérfræðingar og athug- að áhrif jarðskjálfta á borun og mannvirki gufuveitu. Nokkrir skjálftar af styrkleika um 4á Richterkvarða áttu upptök sin á Kröflusvæðinu meðan borun stóð þar yfir sumarið 1975. Bor- menn urðu þeirra litt varir og höfðu skjálftarnir engin merkjan- lega áhrif á borunina, þótt upp- tökin væru nærri bornum. Ekki er talið aö borholum stafi hætta af jarðsk jálftum. Oliklegt er, að lögn gufuleiðslu frá borholum að stöðvarhúsi þurfi að tefjast þótt einhver skjálfta- virkni verði á svæöinu. Alita verður, að leiðslunum sjállum sé litil hætta búin i jarðskjálftum vegna þess sveigjanleika, sem er i sliku mannvirki. Ekki er talið að háspennulinu stafi teljandi hættn af jaröskjálft- um enda liggur hún að megin- hluta utan svæðisins. Eldgos, hraunvarnir Með hliðsjón af fyrri viðburðum i Mývatnseldum er ekki taliö úti- lokað að eldgos gæti hafist að nýju. Allar spár i þessu efni eru vitanlega mjög erfiðar. Ef til sliks kæmi er talið liklegast að það yrði á hinu virka sprungu- svæði frá Bjarnarflagi norður Guiiiiar Tlioroddsen. fyrir Leirhnjúk, en mannvirki Kröfluvirkjunar i Hliðardal og borholusvæðið liggja nokkuð austan við hið virka sprungu- svæði. An þess að talin séu mikil lik- indi fyrir sliku gosi kemur til greina að gerðir verði varnar- garðar á tveim stöðum til þess að bægja frá þeirri hættu að hraun renni um ofanverðan Hliðardal. Horfur um gufuöflun Eins og aður er fram tekið er gerl ráð fyrir að bora 4 holur á svæöinu sumarið 1976. Er þar lýst nánar tilhögun þeirrar borunar. Alltaf er nokkur óvissa i sam- bandivið gufuboranir. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að næg orka er fyrir hendi á Kröflusvæðinu. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af þvi að næg gufa veröi tiltæk á þessu ári fyrir fyrri vélasam- stæðuna méð fullum afköstum en það eru 30 MW. Fari hinsvegar svo mót von aö ekki hafi fyrir árs- lok náðst þetta gufumagn að fullu er unnt að reka stöðina i upphafi með minna afli. Enda þótt horfið yrði að þvi ráði að fresta virkjuninni i eitt ár hniga öll rök að þvi að gufuborun- um yrði haldið áfram samkvæmt upphaflegri áætlun. Fjárhagsleg atriði Búið er að reisa mannvirki, festa kaup á vélum og búnaði og gera samninga um marga þætti virkjunarinnar og mun þegar varið til Kröfluvirkjunar nokkru á annan milljarð króna. Eins og fram kemur af þvi sem rakið hefur verið gefa náttúru- hamfarirnar i vetur ekki tilefni til að fresta virkjuninni. Samt sem áður verður hér gerð grein fyrir þvi, hvaða útgjöldum væri hugsanlegt að fresta i ár, ef ekki ætti að koma virkjuninni i gang fyrr en siðla árs 1977. Samkvæmt lánsf járskýrslu fyrir árið 1976 er áætlað fé til framkvæmda á vegum Kröflu- nefndar 1778 millj. kr. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen telur að unnt væri að fresta uppsetningu tækja og búnaðar, byggingaframkvæmd- um og tengdum liðum að fjárhæð 356 millj. kr. Að þvi er tekur til gufuveitunn- ar telja ráðgjafaverkfræðingar Orkustofnunar að hægt sé að fresta til ársins 1977 útgjöldum að upphæð 153 millj. kr. Framkvæmdir við gufuboranir á svæðinu voru i framkvæmda- áætlun árið 1976 að upphæð 280 millj. kr. Enda þótt horfið yrði að þvi ráði að fresta framkvæmdum við sjálfa Kröfluvirkjun og gufuveitu i eitt ár, er ekki fært að fresta borunum eftir gufu á svæðinu. Kostnaöur við háspennulinu frá Kröflu til Akureyrar á árinu 1976 er áætlaður 515 millj. kr. Fest hafa verið kaup á efni til linunnar. Nema þau vörukaup samtals um 300 millj. kr. Ef um frestun Kröfluframkvæmda um eitt ár væri að ræða yrði lækkun útgjalda um 215 millj. kr., sem er kostnaður við lagningu linunnar. Yfirlit yfir hugsanlega fjármagnsfrestun 1976 Hér á eftir fer framkvæmda- áætlun fyrir 1976 og hugsanlega fjármagnsfrestun i siðari dálkn- um: Framkvæmdir Kröflunefndar 2778 356 Gufuveita 450 153 Gufuborun 280 0 Háspennulina 515 215 4023 724 Aukinn kostnaður vegna frestunar Frestun Kröfluvirkjunar mundi hins vegar hafa m.a. eftirfarandi annmarka i för með sér: a) Gera verður ráð fyrir að kostnaður við framkvæmd þeirra verkþátta, sem frestað yrði til næsta árs mundi hækka um a.m.k. 20%. b) Vextir á byggingatima mundu hækka sem svarar ársvöxtum af fjárfestingunni. c) Verulegt tekjutap vegna seinkaðrar gangsetningar. d) Gjaldeyriseyðsla vegna disel- orkuvinnslu. Orkuskortur á Norður- landi og orkumarkaður Það er kunnara en frá þurfi að segja að Norðurland hefur búið við tilfinnanlegan orkuskort að undanförnu. Hefur hann m.a. komið fram i þvi að siðustu árin hefur þurft að neita fjölda umsókna um húshit- un á þessu svæöi, og þegar alvar- legar truflanir hafa komið i Lax- árvirkjun hefur stundum rikt neyðarástand á þessu orku- veitusvæði. Orkuskortur hefur staðið iðnaði mjög fyrirþrifum. Þurft hefur að gripa til mikillar diselorku- vinnslu með ærnum tilkostnaði. Siðustu mánuði ársins 1975 var álag diselvéla að degi til nokkuð stöðugt á bilinu 10-12 MW. Frá áramótum s.l. hefur orkufram- leiðsla með diselvélum verið tvö- falt meiri, en á sama tima á s.l. ári, þrátt fyrir það að engar telj- andi rekstrartruflanir hafi átt sér stað vegna istruflana i Laxá. Vitað er að m jög vaxandi áhugi er á Norðurlandi á aukinni raf- orkunotkun. Sem dæmi má nefna að Samband isl. samvinnufélaga hefúr leitað eftir kaupum á 10-12 MW viðbótarafli fyrir iðnfyrir- tæki sin á Akureyri. Þá hefur KEA leitað eftir möguleikum á raforkukaupum til hinnar nýju mjólkurstöðvar, 8-10 MW, breyti- legt eftir árstima. Einnig er áhugi á aukinni raf- orkunotkun til iðnaðar á öðrum stöðum norðanlands svo sem Húsavik, Sauðárkróki og Blöndu- ósi. Gæti þar verið um 5-6 MW aflþörf að ræða. Hér er i flestum tilfellum um að ræða val milli innlendra orku- gjafa og oliunotkunar. Það gefur auga leið að skipa þarf málum á þann veg að hinn innlendi orkugjafi verði fyrir val- inu. Til þess að svo megi verða, þarf að stefna að þvi að nægileg raforka verði fyrir hendi norðan- lands þegar á næsta vetri. Orkuvinnsla á Norðurlandi öllu, að undanskildu Skeiðfoss- virkjunarsvæðinu, nam s.l. þrjú ár sem hér segir: Ár Heildar Þaraf orkuvinnsla diselorka 1973 171Gwst 32Gwst 1974 181 Gwst 16 Gwst 1975 201 Gwst 18,6” A árinu 1977 má gera ráð fyrir að orkuþörfin verði ekki undir 280-300 Gwst. Miðað við þessa orkuþörf og erfiðar aðstæður i Laxá, gæti þörfin á diselorkuvinnslu numið allt að 70 Gwst á þvi ári og er þá m.a. höfð hliðsjón af þvi að 1973 þurfti að framleiða 32 Gwst i diselstöðvum. Þegar hafðar eru i huga tiðar truflanir i Laxá verður diselorku- vinnslu varla útrýmt og aukinni eftirspurn fullnægt nema Kröflu- virkjun taki til starfa svo fljótt sem veröa má, þvi að jafnvel þó kleift yrði að flytja um Norður- linu allt að 8 MW leysir það ekki vandann nema að hlula til. P.étt er að taka fram að heimild er i lögum um Kröfluvirkjun fyrir lagningu stofnlina til Austurlands og unnið cr að undirbúningi þeirr- ar linu. Kostnaður við diesel- framleiðslu og gjald- eyriseyðsla En til frekari skýringa á þvi hvað i húfi er skal ég nefna hér tölur um þá geigvænlegu gjald- eyriseyðslu og fjáraustur i diesel-framleiðslu sem framund- an k’ynni að vera. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum rikisins er meðalframleiðslukostnaður á kilóvattstund i dieselstöðvum um 13 krónur. Af þvi er erlendur gjaldeyrir um tveir þriöju hlutar. Verði ástandið þannig, að á næsta ári þurfi að framleiða allt að 70 gigavattstundum i dieselstöðv- um, mundi kostnaðurinn verða um 900 milljónir króna, þar af er- mffWlH 1111 ■ III f(;

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.