Tíminn - 07.04.1976, Page 20

Tíminn - 07.04.1976, Page 20
ornado þeytidreifarinn góð vinnslubreidd nákvæmar stillingar einnig f yrir sáningu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 ^ GÓIf ‘ 09 Veggfli Nýborg Ármúla 23 - Sími 86755 Portúgal: Hyggur Spinola á byltingu? Keuter, Hamborg. — Vikuritið Stern skýrði frá þvi i gær, að Antonio de Spinola hershöfðingi, fyrrum forseti Portúgal, hefði komið i leynilega heimsókn til Vestur-býzkalands, fyrir tæp- um hálfum mánuði, til þess að semja um vopn og peninga fyrir byltingu i Portúgal. Lögfræðingur einn i Cologne tjáði Reuter, aðhann hefði.verið viðstaddur samningaviðræður milli Spinola og Vestur-þýzks blaðamanns, sem þóttist vera fulltrúi hægrisinnaðra samtaka. — Bylting kommúnista verð- ur að enda með vopnavaldi, hef- ur blaðið eftir forsetanum fyrr- verandi. Segir timaritið að þegar Spin- ola var spurður að þvi hvernig hann vildi láta afhenda vopnin, hefði hann svarað: — Annað- hvort sjóleiðina, til Algarve, þar sem fólk mitt getur tekið við þeim, eða beint gegnum æðsta- ráð hersins. Sagði blaðið, að Spinola hefði notað dulnefnið „Walter hers- höfðingi” þegar hann flaug frá Sviss til Þýzkalands þann 25. marz. Park Hotel i Dusseldorf hefur staðfest að dagana 24.-26. marz, hafi tveir aðstoðarmenn Spinola, þeir Jose Valo d< Fig- ueiredo og Luis Oliveira Dias, dvalið þar. Eftir þvi sem Stern segir, af- hentu aðstoðarmennirnir blaða- manninum, Gunter Wallraff, lista yfir vopn þau sem þeir þyrfu á að halda, þar á meðal sex þúsund rifflar og vélbyssur og um þrjú hundruð sprengju- vörpur. Þeir vildu einnig fá tiu milljónir marka. Haft var eftir Spinola að mögulegt væri einnig að flytja vopnin flugleiðis, merkt hernum og strandgæzlunni. — Við fáum þau svo þaðan, sagði hann og hló. Spinola á að hafa sagt, að hann hefði meira en eitt hundrað þúsund manna her, reiðubúinn til bardaga, þegar vopnin kæmu. Sagði Stern, að aðstoðarmenn hershöfðingjans, sem voru við- staddir viðræðurnar milli hans og blaðamannsins, hefðu sagt að byltingin væri fyrirhuguð einhvern timann i maimánuði, — i siðasta lagi i júni. Blaðamaðurinn heldur þvi einnig fram, að þegar hann hafi verið i Portúgal hafi honum ver- ið tjáð, að hægri menn i landinu ættu góð itök i herráðinu. Væru þeir Morais da Silva, yfirmaður flughersins, Ramalho Eanes, yfirmaður i landhernum og Pires Veloso, sem allir eiga sæti i byltingarráði hersins, hlynntir demókratisku hreyfingunni til frelsunar Portúgal, og þar með Spinola hershöfðingja. Spánn: Handtóku á ný flesta fangana Reuter, Madrid. — Lögreglan á Spáni handtók að nýju nitján af þeim tuttugu og niu skæruliðum, sem brutust út úr íangelsi i Se- gowa á mánudag. Einn skæruliði lét lifið þegar til átaka kom milli þeirra og lögreglunnar nálægt frönsku landamærunum. Flótti skæruliðanna á mánudag var mannflesti flótti úr spænsku fangelsi siðan i borgarstyrjöld- inni 1936-1939. Fangarnir, sem flestir voru Baskar. komust út um klóakaf- rennsli frá fangtlsinu og lögregl- an segir að stúlka hafi ekið þeim i sendiferðabifreið um þrjú hundruð og tuttugu kilómetra leið, til Baskahéraðanna i Navarra, nálægt frönsku landa- mærunum. Talið er að stúlkan hafi einnig verið handtekin. Lögreglan telur að þeir niu fangar, sem enn eru frjálsir hafi farið hver sina leið og stefni til frönsku landamæranna. Þeir voru að afplána fangelsisdóma allt frá fimm árum til hundrað og sextiu ára. Ennfremur sagði lögreglan, að tuttugu og þrir fanganna vairu félagar i skæruliðasamtökum Baska, ETA, og hinir væru allir félagar i ólöglegum hópum. f fyrstu var talið að þrjátiu og einn hefði flúið úr fangelsinu, en siðar sendi lögreglan frá sér lista með tuttugu og niu nöfnum. Sendiherra Súdan sviptur embætti Reuter, Stokkhólmi. — Sendi- herra Súdan i Sviþjóð, Muawia Ibrahim, hefur verið leystur frá embætti sinu með tilskipun frá forseta Súdan, Jaafar Nimeiry. Sendiherrann er sviptur embætti sinu vegna hegðunar sinnar þann 26. marz s.l. þeg- ar sænska' lögreglan stöðvaði hann fyrir hættulegan akstur. Sakar Makarios um aö lengja deiluna Reuter, Ankara. — Utanrikis- ráðherra Tyrklands sagði i gær, að forseti Kýpur, Makarios erkibiskup, væri að reyna að koma i veg fyrir gildistöku varnarsáttmálans milli Tyrklands og Bandarikj- anna, og þar með að fram- lengja deilurnar um Kýpur. Sakaði utanrikisráðherrann Makarios um að standa með þeimgrisku Kýpurbúum sem mótmælt hafa samningi þess- um við bandariska sendiráðið i Nicosia. Til nokkurra átaka kom við sendiráðið milli lögreglu og mótmælenda og þurfti lög- reglan að beita táragasi til að dreifa hópnum. Fjórar sprengjur Reuter, Belfast. — Nokkrar sprengjur sprungu á Norður- írlandi i gær. Enginn meiddist i sprengingunum og lögregla handtók sex menn, eftir eltingaleik á bifreiðum gegn- um Belfast. Þrir hermenn sluppu naum- ■ÍftSHORNfl %’ÁIVIILLI lega, þegar sprengja, sem fal- in var i vatnsleiðslu, sprakk rétt fyrir aftan bifreið þeirra i Cloughar, skammt fyrir vest- an Belfast. Sprengja i bifreið skemmdi. verzlun, rétt utan við borgar- miðjuna i Belfast, önnur sprakk i Newry og sú fjórða i verzlun i Enniskillen. Eftir að lögreglan náði mönnunum sex, fann hún tuttugu og eitt pund af sprengiefnum, sprengiútbún- að og tvær skammbyssur i bif- reið þeirra. Stjórnvöld í Kina hyggja á mótaö- gerðir Reuter, Peking. — Kommún- istaflokkur Kina reynir nú að bæla niður óróann i stjórn- málalifi landsins á meðan Peking-borg jafnar sig eftir alvarlegustu óeirðir, sefn orö- ið hafa þar i tiu ár, eða frá þvi i menningarbyltingunni. Fáeinum klukkustundum eftir að dreift hafði verið sið- ustu hópum mótmælenda i borginni, birti Dagblað Alþýð- unnar forsiðugrein, þar sem segir að — óvinir verkalýðs- stéttarinnar —• verði leitaðir uppi og þeim hegnt. Talið er að þeir sem að ó- eirðunum stóðu, hafi verið stuðningsmenn Tengs, vara- forsætisráðherra Kina, og hafi þeir viljað mótmæla herferð- inni gegn hönum undanfarna mánuði. Júgóslavía: Mihajlov fékk nokkrum kröfum sínum framgengt Reuter, Belgrad. — Júgó- slavneski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Mihajlo Mihajlov hefur nú fengið bækur, dagblöð og útvarp til sin i fangelsið og er sagður við góða heilsu. Mihaljov, sem er rúmlega fertugur, fór i hungurverk- fall i nóvember á siðastliðnu ári, og stóð það i þrjá og hálf- an mánuð. Tókst honum, með þvi, að fá yfirvöld til að láta undan nokkrum af kröf- um hans, meðal annars að hann fengi lesefni, útvarp og betri upphitun i klefann þar sem hann afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa breitt út áróður gegn stjórn landsins. Kröfum hans um sérstök réttindi fyrir alla pólitiska fanga i landinu, meðal ann- ars að þeir væru hafðir i sér- stakri fangelsisálmu, var þó ekki sinnt. Stjórnvöld gáfu i siðustu viku út yfirlýsingu, þar sem segir að læknar hafi skoðað Mihaljov eftir hungurverk- fall hans, og sé hann vel haldinn bæði á sál og likama. Líbanon: Þingið kemur saman á laugardag en vopnahléi lýkur á mánudag Reuter, Beirút. — Þingið i Liban- on mun koma saman til fundar i bráðabirgðaþingsal á laugardag- inn, til þess að fjalla um hugsan- legar leiðir til að binda endi á borgarastyrjöldina i landinu. Undanfarna daga hefur mikið verið um það rætt hvar og hvenær þingið gæti komið saman, þannig að þingmennirnir niutiu og niu væru öruggir, en nú hefur verið ákveðið að þingfundur verði á laugardaginn, i ibúðarhúsi á mörkunum milli yfirráðasvæða kristinna manna og múhameðs- Bretland: trúar i Beirút. Fjölmennur her- vörður mun gæta öryggis þing- mannanna. Vopnahlé það, sem leiðtogi vinstri manna i Libanon boðaði til á föstudag, rennur út á mánudag- inn kemur. Vopnahléið hefur að visu dregið mikið úr átökunum i landinu, en þó ekki stöðvað þau með öllu. Talið er, að um fimmtiu manns hafi látið lifið á degi hverj- um, i átökum milli styrjaldar- aðila, meðan það hefur staðið yf- ir, en alls er talið að borgara- styrjöldin i Libanon, sem staðið hefur i um það bil eitt ár, hafi kostað um fimmtán þúsund mannslif. Forseti þingsins i Libanon, Kamel Al-Asaad, sagði i gær að meginviðfangsefni þingsins myndi verða umræður um stjórnarskrárbreytingar, sem orðið gætu til þess að forseti landsins, Suleiman Franjieh, léti af embætti. Breytingar þessar myndu gera þinginu kleift að kjósa eftirmann hans nú þegar, i stað þess að biða þar til á siðustu tveim mánuðum kjörtimabils Franjiehs, sem rennur út þann 23. september á þessu ári. Tveir þriðju hlutar þingmanna — nægur meirihluti til að koma stjórnarskrárbreytingum á, — hefur þegar undirritað áskorun til Vinstri armur Verkamanna flokksins vill aukin áhrif Branjiehs, þess efnis að hann láti af völdum, þannig að litill vafi er á að breytingarnar ná fram að ganga. Þá er eftir að sjá hvort Fran- jieh, sem samkvæmt lögum verð- ur að undirrita breytingarnar, áður en þær taka gildi, lætur und- an þrýstingi þingsins. Þótt hann hafi neyðst til að flýja forsetahöllina i siðasta mánuði, hefur Franjieh fram til þessa lýst sig ákveðinn i þvi að sitja i for- setastóli út kjörtimabilið. Vinstrimenn i Libanon, undir forystu Kamal Junblatt, hafa lýst þvi yfir, að ef Franjieh fari ekki frá völdum muni þeir halda áfram að berjast eftir að vopnahléið rennur út á mánudag. Búizt er þó við að þeir muni framlengja hléið eitthvað, ef þingið virðist liklegt til að finna stjórnmálalega lausn á vandanum i landinu. Reuter, London. — Vinstrimenn innan brezka Verkamannaflokks- ins leggja nú mikla áherzlu á það við James Callaghan. sem á mánudag tók við embætti for- sætisráðherra Bretlands af Harold Wilson, að þeir fái aukna aðild að stjórn landsins. Michael Foot, verkalýðsmála- ráðherra, sem eftir frammistöðu sina i kosningunum til formanns Verkamannaflokksins i siðustu viku, þar sem hann reyndist harðasti keppinautur Callaghans, er nú óumdeilanlegur leiðtogi vinstri arms flokksins. Eftir þessa frammistöðu hans, hefur hann einnig haslað sér völl sem áhrifamaður innan hverrar þeirr- ar rikisstjórnar, sem Verka- mannaflokkurinn kann að standa að i náinni framtið. Callaghan er talinn hafa beðið Foot að gegna áfram embætti verkalýðsmálaráðherra, vegna vinsælda hans hjá stéttafélögum, en Foot er talinn hafa farið fram á það við Callaghan, þegar hann gekk á fund forsætisráðherrans i Downingstræti 10 i gærmorgun, að honum yrði fengið annað ráðu- neyti til umsjár. Callaghan hefur ekki enn feng- izt til að skýra frá neinum breytingum á rikisstjórninni, en talið er að hann muni gera það, þegar þingið hefur fjallað um ráðstafanir þær i efnahagsmálum sem Denis Healey, fjármálaráð- herra, kynnti i neðri deild i gær. Ráðstafanir þessar beinast einkum að þvi að hamla verð- bólgu i landinu. 1 ræðu fjármála- ráðherrans á þingi i gær, kom það fram að stjórnin hyggst ekki beita almennum innflutningshömlum, heldur hefta einstaka þætti inn- flutnings, eftir þvi sem þörf þyk- ir. Sagði ráðherrann, að Bretland ætti enn langan veg ófarinn til þess að hamla verðbólgunni að sama marki og samkeppnislönd þess hafa þegar gert, en benti á það að ef eitt af stærstu löndum heims reyndi að leysa vandamál sin á kostnað annarra rikja þá gæti það leitt til alvarlegrar kreppu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.