Tíminn - 07.04.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Miövikudagur 7. apríl 1976.
Aðalfundur Samvinnubankans:
Innlánsaukning á sl. ári 37,7%
Tekjuafgangur varð 45,2 millj. kr.
reikningum voru 774.4 millj. kr.
og jukustum 262.8 millj. kr. eða
51.4%.
ÚTLÁN
Heildarútlán Samvinnubank-
ans námu i árslok 1975 2719.2
millj. kr. samanborið við 2119.4
millj. kr. i upphafi árs.
Aukningin á árinu varð þvi 599.8
milij. kr. eða 28.3%. Árið 1974
jukust útlán um 521.8 millj. kr.
eða 32.6%.
Skipting útlána eftir útlána-
formum var sem hér segir i árs-
lok 1975: Vixillán 37.4%, yfir-
dráttarlán 30.8%, verðbréfalán
27.1% og afurðalán 4.7%.
STOFNLÁNADEILD
Frá 1972 hefur verið starfrækt
við bankann stofnlánadeild,
sem hefur það hlutverk að lána
til uppbyggingar verzlunar-
rekstursins innan samvinnu-
hreyfingarinnar.
Deildin afgreiddi á árinu 7 ný
lán að fjárhæð 36.0 millj. kr., en
tvö lán að upphæð 12.0miilj. kr.
voru óafgreidd lim áramót.
Hefur deildin þvi frá stofnun af-
greitt 19 lán að upphæö 78.4
milij. kr. Á árinu aflaði deildin
sér 25.0 millj. kr. láns hjá
Framkvæmdasjóði Islands,
einnig lánaði Lifeyrissjóður SIS
deildinni I4.0millj.kr., auk þess
sem Samvinnubankinn lagði
henni til eins og áður 5.0 millj.
kr. stofnframlag.
STAÐAN GAGNVART
SEÐLABANKA
1 árslok 1975 var innstæða á
viðskiptareikningi við Seðla-
bankann 12.3 millj. kr.
Innéign á bundnum reikningi
vegna bindiskyldu var i árslok
orðin 765.0 millj. kr., sem er
ársaukning að upphæð 259.5
millj. kr. Innstæður i Seðla-
bankanum námu þvi samtals i
árslok 1975 777.3 millj. kr.
TEKJUAFGANGUR
Rekstursafkoma bankans
varðhagstæðari en nokkru sinni
fyrr. Tekjuafgangur til ráð-
stöfunar nam 45.2 millj. kr.,
samanborið við 43.7 millj. kr.
árið 1974. Til afskrifta var varið
7.2 millj. kr., i varasjóð voru
lagðar 20.0 millj. kr. og i aðra
sjóði 18.0 millj. kr. Eigiö fé
bankans nam i árslok 201.1
millj. kr. Aðalfundur samþykkti
að greiða hluthöfum 13.0% arð
fyrir árið 1975.
AIR VIKING
1 skýrslu bankastjóra kom
fram, að almennar kröfur Sam-
vinnubankans i þrotabú Air Vik-
ing næmu nú um 30 millj. kr., en
af þeirri upphæð hefði bankinn
öruggar tryggingar fyrir 15.
millj. kr., auk persónulegra
ábyrgða. Að þessum ábyrgðum
yrði þó ekki gengið, fyrr en upp-
gjöri þrotabúsins lyki.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem nú lægju fyrir, mætti
gera ráð fyrir, að tap bankans
vegna ábyrgðarinnar, sem hann
var i vegna flugvélakaupa Air
Viking, gæti orðið milli 5 og 10
millj. kr.
STJÓRNARKJÖR
Endurkjörnir voru i bankaráð
þeir Erlendur Einarsson for-
stjóri, Hjörtur Hjartar frkvstj.
og Vilhjálmur Jónsson frkvstj.
Til vara voru kjörnir Hallgrim-
ur Sigurðsson frkvstj. Hjalti
Pálsson frkvstj. og Ingólfur
Ólafsson kfstj. Endurskoðendur
voru kjörnir þeir Óskar Jóna-
tansson aðalbókari og Magnús
Kristjánsson, fyrrv. kfstj., en
Asgeir G. Jóhannesson er
skipaður af ráðherra.
Aðalfundur Samvinnubank-
ans var haldinn að Hótel Sögu
laugardaginn 3. april sj.
Fundarstjóri var kjörinn
Ragnar Ólafsson hrl., en
fundarritari Einar S. Einarsson
aðalbókari.
Formaður bankaráðs,
Erlendur Einarsson forstjóri,
l'lutti skýrslu um starfsemi
bankans á s.l. ári og rakti nokk-
uð fjármálaþróunina almennt
séð.
Kom þar ineöal annars fram,
að þróun peningamála hjá
innlánsstofnunum á Iiðnu ári
hefði verið mun hagstæðari,
þegar á heildina væri litið, en á
árinu 1974. Ileildarinnlán inn-
lánsstofnana hefðu aukizt á ár-
inu um 29.1%. Samsvarandi
aukning 1974 var 26.3%. Útlán
innlánsstofnana i heild jukust
um 26.0%, sem er um það bil
helmingi minni aukning en árið
áöur, þá var hún 49.0%. Lausa-
fjárstaða innlánsstofnana gagn-
vart Seðlabanka batnaöi einnig
verulega á árinu.
Þessu næst vék Erlendur að
starfsemi Samvinnubankans.
Arið 1975, sem var 13. starfsár
bankans, var eitt hagstæðasta
ár i sögu hans. Innlánsaukn.
var hlutfallslega með þeim
hærri frá upphafi og sú mesta i
krónutölu. Tekjuafgangur fyrir
afskriftir var hærri en nokkru
sinni fyrr og mikill vöxtur í öll-
um viöskiptum. Hagur bankans
stendur þvi traustum fótum.
FRAMKVÆMDIR
Lokið var á árinu fram-
kvæmdum við viðbótarbygg-
ingu bankans og endurbótum á
eldra húsnæði hans að Banka-
stræti 7. Tilkoma hins nýja
húsnæðis gerði það að verkum,
að hægt var að sameina alla af-
greiðslu á eina hæð til mikils
hagræðis fyrir alla aðila. Þá gat
Samvinnubankinn nú I fyrsta
sinn á s.l. ári boðið viðskipta-
vinum sinum bankahólf til
leigu, en mjög brýnt var orðið
fyrir hann að geta veitt þessa
þjónustu.
A árinu voru einnig hafnar
framkvæmdir við byggingu
húsnæðis fyrir útibúið i Hafnar-
firði og umboðið á Stöðvarfirði,
en húsnæðisþrengsli hafa staðið
vexti og þjónustu þeirra fyrir
þrifum, þannig að úrbóta var
brýn þörf.
Loks festi bankinn kaup á
húsnæði þvi við Háaleitisbraut,
sem samnefnt útibú hefur frá
upphafi starfað i.
HEILDARVELTA
Eins og áður sagði var mikil
gróska i öllu starfi bankans.
T.d. nam heildarvelta hans á
árinu 81 milljarði og óx á árinu
um 47.3%. Færslu- og af-
greiðslufjöldi fór vaxandi og
nam rúmlega 1.6 milljón og
hafði vaxið um 15.8% f.f. ári. 1
árslok var fjöldi viðskiptareikn-
inga orðinn 44.462 og hafði fjölg-
að um 3276 eða 8.0%.
A s.l. ári tók Reiknistofa
bankanna eins og kunnugt er til
starfa, og er henni ætlað að ann-
ast alla vélræna vinnslu fyrir
bankakerfið i heild. Af þessari
ástæöu yfirfærði Samvinnu-
bankinn seint á s.l. ári hluta af
tölvuvinnslu sinni frá Skýrslu-
véladeild Sambandsins til
Reiknistofunnar, þ.e.a.s. út-
skrift ávisana- og hlaupareikn-
inga.
Fjöldi starfsmanna við Sam-
vinnubankann var i árslok 105.
Skiptist hann þannig milli
kynja : 58 konur, 47 karlar. Þess
ber að gæta, að umboðsstörf
bankans fyrir Samvinnu-
tryggingar og Andvöku auka
starfsmannafjöldann verulega.
ÚTIBÚ
Samvinnubankinn rak eins og
áður 10 útibú úti á landi og eitt i
Reykjavík. Auk þess starfrækir
bankinn tvær umboðsskrifstof-
ur, þ.e. á Stöðvarfirði og Króks-
fjarðarnesi. Atta útibúanna
hafa auk bankastarfseminnar á
hendi umboðsstörf fyrir Sam-
vinnutryggingar og Andvöku.
Bankinn hefur nýlega fengið
leyfi yfirvalda til að hefja starf-
rækslu útibús á Egilsstöðum,
sem mun ínnan tiðar byrja
starfsemi sina.
Frá aðalfundi Samvinnubankans á laugardag
Erlendur Einarsson forstjóri.
Kristleifur Jónsson bankastjóri.
INNLÁN
Kristleifur Jónsson, banka-
stjóri lagði siðan fram endur-
skoðaða reikninga bankans og
skýrði einstaka þætti þeirra.
Heildarinnlán bankans námu
3577.5 millj. kr. i lok árs 1975, en
2597.8 millj. kr. árið áður, og
höfðu þvi hækkað um um 979.7
millj. kr. eða 37.7%. Samsvar-
andi aukning fyrir árið 1974 var
625.3 millj. kr. eða 31.7%.
Þar sem innlánsaukning
bankans var nokkru yfir meðal-
talsaukningu viðskiptabank-
anna i heild, hækkaði hlutadeild
hans i heildarinnstæðum þeirra
úr 8.0% i 8.5%.
Innlán i árslok 1975 skiptust
þannig, að spariinnlán námu
2803.1 millj. kr. eða 78.4% af
heildarinnlánum á móti 80.3%
1974. Aukning þeirra varð þvi
716.9 millj. kr. eða 34.4%. Velti-
innlán eða innstæður á tékka-